Morgunblaðið - 09.06.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
Umræður á Alþingi í gærsýndu glöggt að farið er að
styttast í kosningar. Hver þing-
maður stjórnarandstöðunnar af
öðrum fór í ræðustól og flestir
spurðu forsætisráðherra spurn-
inga sem þeir töldu
að yrðu til vand-
ræða fyrir VG fyrir
kosningar. Hálend-
isþjóðgarðurinn
svokallaði er eitt
þessara mála og
var sótt að for-
sætisráðherra úr
báðum áttum vegna hans og var
það viðbúið með það vandræða-
mál.
- - -
Annað mál sem var athygl-isverðara og forsætisráð-
herra var spurð um í tvígang er
svokallað stjórnarskrármál. Þar
sameinuðust Viðreisn og Píratar –
og fetuðu í fótspor formanns Sam-
fylkingarinnar um liðna helgi –
um að sækja að forsætisráðherra
fyrir að gera ekki nóg í því máli
að þeirra mati.
- - -
Nú eru allra síðustu dagarþingsins og ýmislegt sem
þarf að afgreiða á skömmum tíma.
Svo kemur sumarið, þá kosningar.
Augljóst er að engar forsendur
eru til að afgreiða breytingar á
stjórnarskrá svo vit sé í. Og engin
ástæða.
- - -
Fyrir liggur að sá ákafi sem erí þessum þremur óláns-
flokkum, Samfylkingu, Pírötum og
Viðreisn, að umbylta stjórnar-
skránni er lítið annað en popúl-
ismi og þráhyggja frá því að van-
hugsuð umræða og vinna af þessu
tagi fór hér fram á árunum 2009-
2013.
- - -
Öll þau áform reyndust illa unn-in og vinstristjónin fékk mik-
inn skell þegar hún var kvödd. Er
ekki mál að þessu linni?
Katrín
Jakobsdóttir
Mál að linni
STAKSTEINAR
Umferð ökutækja á hringveginum
jókst verulega í seinasta mánuði eða
um 8,4% miðað við sama mánuð fyrir
ári. Svipaða sögu er að segja af um-
ferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem
jókst um átta prósent í maímánuði
en í sama mánuði í fyrra dróst um-
ferðin saman um 9,5% í fyrstu bylgju
faraldurs kórónuveirunnar.
Í frétt á vef Vegagerðarinnar er
bent á að útlit sé fyrir að yfir allt
þetta ár gæti umferðin á hringveg-
inum aukist um átta prósent miðað
við síðasta ár en umferðin yrði þó
engu að síður um sex prósentum
minni í ár en á árinu 2019, sem var
metár í umferðinni.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur um-
ferðin aukist það sem af er þessu ári
um tíu prósent. Er útlit fyrir að yfir
allt árið muni umferðin aukast um
8,5% að mati sérfræðinga Vegagerð-
arinnar en verði engu að síður 2,5%
minni en hún var á árinu 2019.
Á hringveginum jókst umferðin í
maí mest yfir umferðarteljara á
Austurlandi um rúm 23%, en í fyrra
varð þar tæplega 40% samdráttur í
sama mánuði.
Minnst jókst umferð yfir lykiltelj-
ara á og í grennd við höfuðborgar-
svæðið eða um 5%. Af einstökum
stöðum jókst umferð mest á Mýr-
dalssandi, um rúm 50%.
Umferðin jókst verulega í maí
- Ekki er talið að umferðin yfir allt
árið nái að slá út metumferðina 2019
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílar Umferðin jókst um 8% á höf-
uðborgarsvæðinu í maímánuði.
Tafir hafa orðið á því að þjónusta
Símans verði aðgengileg á ljósleið-
ara Gagnaveitu Reykjavíkur en
samkomulag þess efnis var kynnt í
júlí í fyrra. Fyrirtækin sömdu um að
Síminn leigi aðgang að ljósleiðara-
kerfi Gagnaveitunnar og við það
tækifæri var boðað að vinna við
tæknilegan undirbúning þessa væri
hafin en þjónusta Símans yrði að-
gengileg á ljósleiðara GR í byrjun
þessa árs.
„Innleiðingin við að koma okkur
inn á kerfi GR hefur tafist en nú er
verið að vinna í því fullum fetum.
Áætlað er að Síminn fari inn á kerfi
GR á þriðja ársfjórðungi 2021,“ seg-
ir Guðmundur Jóhannsson, sam-
skiptafulltrúi Símans.
„Heimsfaraldur og forgangsröðun
verkefna hefur haft hvað mest að
segja um þessa seinkun, en einnig að
innleiðingin er tæknilega flókin og
tíma tók að greina verkefnið í þaula
svo hún verði sem best úr garði
gerð,“ segir Guðmundur enn frem-
ur.
Þegar samningurinn var kynntur í
júlí í fyrra kom fram í máli Erlings
Freys Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Gagnaveitu Reykja-
víkur, að ljósleiðarakerfi fyrir-
tækisins myndi ná til 107 þúsund
heimila í lok síðasta árs. Ekki þarf
því að fjölyrða um að það geti
gagnast mörgum neytendum að geta
haft val um ljósleiðara. Orri Hauks-
son, forstjóri Símans, sagði að samn-
ingurinn væri gleðiefni fyrir neyt-
endur. „Hið víðfeðma ljósleiðaranet
GR er það stærsta sinnar tegundar á
Íslandi og hefur verið það eina sem
við höfum ekki nýtt til að sinna við-
skiptavinum okkar með beinum
hætti.“ hdm@mbl.is
Síminn fer inn á
kerfi GR í haust
- Ljósleiðari sem
nær til 107 þúsund
heimila á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Þétt net Ljósleiðari Gagnaveit-
unnar nær til 107 þúsund heimila.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/