Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 „Ég er langþreyttur sjálfstæðismað- ur. Búinn að vera flokksbundinn frá 15 ára aldri með einu hléi þó. Ég er meira að segja í þeim armi sem hlýtur að vera langþreyttastur, en það eru sjálfstæðismenn utan höfuðborgar- svæðisins.“ Þannig hefst grein sem Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson skrifar í gær á fréttavefinn Akureyri.net og gagnrýnir þar þrjá ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, þau Bjarna Benediktsson, Ás- laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur. Þorvaldur Lúðvík er flugmaður og framkvæmdastjóri Circle Air á Akur- eyri og gegndi á sínum yngri árum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Það eru einkum verkefni tengd Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkur- flugvelli sem Þorvaldur Lúðvík gagn- rýnir ráðherrana fyrir en hann hefur lengi barist fyrir uppbyggingu við Akureyrarflugvöll og ferðaþjónustu almennt á landsbyggðinni. Nefnir hann sem dæmi að Bjarni Benediktsson hafi farið „fyrir gröfu- flokki“ til að hefja 20 milljarða upp- byggingu við Leifsstöð. Áður hafi Bjarni lýst því yfir að hann hefði ekk- ert með Isavia að gera og yrði að gæta armlengdarsjónarmiða. „Akureyri og Egilsstaðir, varavellir Keflavíkur og mögulegar gáttir inn í landið, hafa vælt um 3-5 milljarða á undangengn- um árum og séð slælegan árangur,“ ritar Þorvaldur Lúðvík. Þá nefnir hann að Þórdís Kolbrún hafi nýverið kynnt svonefndar Vörður í íslenskri ferðaþjónustu, þar sem fjármunir fara í fjölmennustu ferða- mannastaðina, eins og Þingvelli, Gull- foss, Geysi og Jökulsárlón. Saknar hann fjármuna til staða eins og Dynj- anda, Snæfellsjökuls, Mývatns, Detti- foss og Stuðlagils. Loks beinir Þorvaldur Lúðvík spjótum sínum að Áslaugu Örnu, fyrir að hafa rétt fyrir prófkjör talað um „tafarlausa“ viðbyggingu á flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. „Hvaða framtíðarsýn eða hyggjuvit getur varið það að hafa allt bráðavið- bragð landsmanna samankomið á sama bletti á vesturannesi landsins, þvert gegn ráðleggingum sérfræð- inga og vilja Gæslunnar?“ spyr hann í greininni. „Langþreyttastur“ á landsbyggðinni - Gagnrýnir þrjá ráðherra harðlega Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fiskeldisfyrirtækið Hábrún hf. í Hnífsdal hefur misst af tækifærum til að byggja sig áfram upp í Ísafjarð- ardjúpi vegna þess að Skipulags- stofnun afgreiddi ekki innan tilskil- ins frests tillögu hennar að mats- áætlun fyrir 11.500 tonna eldi. Að sögn tals- manna fyrir- tækisins hefur verið brotið á rétti þess með því og ekki síður með breytingum á gildistökuákvæðum lagabreytinga á árinu 2019 en sleifarlag var við þá vinnu, að mati lögmanns félagsins. Fyrirtækið nýtir nú síðbúna kæru- leið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hábrún hefur lengi verið með fisk- eldi í Ísafjarðardjúpi og er einn af frumkvöðlunum í því. Það vildi taka þátt í kapphlaupinu um aðgang að Djúpinu, þegar opnað yrði fyrir eldi þar. Hóf vinnu við umhverfismat á 11.500 tonna eldi á laxi og regnboga- silungi og sótti um rekstrarleyfi til Matvælastofnunar. Hábrún skilaði lokatillögu að matsáætlun fyrir stækkunina til Skipulagsstofnunar 24. maí 2019 og hafði þá verið tekið tillit til ábendinga stofnunarinnar. Talsmenn fyrir- tækisins benda á að Skipulagsstofn- un hafi borið að taka afstöðu til tillög- unnar innan fjögurra vikna þannig að fyrirtækið gæti haldið áfram með matsvinnuna og skilað inn skýrslum. Skilyrðum breytt skyndilega Á sama tíma var atvinnuveganefnd Alþingis að fjalla um frumvarp sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á fiskeldislögum. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjókvíar á svæðum sem hafi verið metin til burðarþols myndu halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði laganna um að nýtt fyrirkomulag úthlutunar tæki gildi með lagabreytingunni. Meirihluti atvinnuveganefndar breytti hins vegar um stefnu þegar málið kom til nefndarinnar á milli annarrar og þriðju umræðu. Gerð var sú krafa að umsóknir héldu að- eins gildi sínu að mati á umhverfis- áhrifum væri lokið fyrir gildistöku eða lögð hefði verið fram frummats- skýrsla til Skipulagsstofnunar. Rök- in voru þau að með þessu væri gætt jafnræðis þeirra aðila sem sannan- lega hefðu lagt út í kostnað og vinnu vegna fyrirhugaðs eldis. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Hábrúnar, segir að þetta hafi nefndin ákveðið án athugunar á því hvernig kostnaður og vinna fiskeldisfyrir- tækja skiptist milli vinnu við gerð til- lagna að matsáætlun og frummats- skýrslu. Bendir hann á að kostnaðurinn liggi í rannsóknum sem gerðar eru á meðan matsáætlun er unnin. Frummatsskýrslan sé aðeins samantekt á þeirri vinnu. Hann talar um sleifarlag nefndarinnar í þessu sambandi. Lögin voru samþykkt 19. júní 2019. Þau tóku hins vegar ekki gildi fyrr en með birtingu í Stjórnartíð- indum 17. júlí. Vegna þess að Skipulagsstofnun afgreiddi ekki matsáætlun Hábrúnar á þessum tíma náði fyrirtækið ekki að skila inn frummatsskýrslu og fraus úti með umsókn sína. Sigurður G. segir að þegar Skipu- lagsstofnun var spurð um afgreiðslu umsóknarinnar hafi því verið svarað að Alþingi hefði samþykkt ný lög sem gerði það að verkum að fyrir- tækið gæti ekki haldið áfram með rekstrarleyfisumsókn sína. Vekur hann athygli á því að á þeim tíma hafi ekki verið búið að birta lögin. „Við sjáum það núna í úrskurði í máli Arnarlax að fulltrúar þess fyrirtækis voru í samskiptum við Skipulagsstofnun og að reka eftir að fá afgreiðslu á erindi sínu áður en lögin yrðu birt. Okkur finnst það sérkennilegt að stofnunin hafi ekki talið ástæðu til að ljúka umfjöllun um erindi Hábrúnar á gildistíma gömlu laganna og segja mönnum svo að þeir séu úti, vitandi að ekki var búið að birta lögin,“ segir Sig- urður. Hann segir að með því fúski Al- þingis sem lýst er hér að framan hafi Alþingi afhent erlendum félögum yfirráð yfir fiskeldisfjörðunum á Ís- landi og vísar til eignarhalds á stóru laxeldisfyrirtækjunum. Skaðabótaskylda líkleg Hábrún hefur verið að ganga eftir því að Skipulagsstofnun svari form- lega erindi þeirra frá 2019 um að umhverfismati fyrirtækisins yrði framhaldið með viðeigandi af- greiðslu. Skipulagsstofnun segist hafa svarað áður en ítrekar í bréfi frá 4. júní sl. að því sé hafnað að taka matsáætlun og frummatsskýrslu til meðferðar. Meðal annars er nefnt að áform Hábrúnar falli ekki undir bráðabirgðaákvæði laganna. Með þessu opnast þó kærufrestur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hábrún mun nýta sér hann. Verður þess krafist að tillaga að matsáætlun verði tekin til af- greiðslu eins og Skipulagsstofnun hafi borið að gera á sínum tíma. Sigurður lögmaður hefur skoðað það fyrir Hábrún hvort félagið kunni að eiga skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna atvika í tengslum að lagabreytinguna árið 2019 og afgreiðslu Skipulagsstofn- unar. Niðurstaða hans er að það séu meiri líkur en minni að ríkið sé skaðabótaskylt vegna þess fjártjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Sigurður segir þó í samtali við Morgunblaðið að ekki sé verið að hóta málsókn. Forsvarsmenn fé- lagsins hafi verið að reyna að fá leið- réttingu sinna mála, á grundvelli bráðabirgðaákvæða í upprunalegu frumvarpi sem grundvallast hafi á efnislegum rökum. Sleifarlag við lagasetningu - Lítið fiskeldisfyrirtæki í Ísafjarðarbæ verður af möguleikum til að byggja sig upp í Ísafjarðardjúpi vegna breytinga á gildistöku fiskeldislaga - Kærir höfnun Skipulagsstofnunar á að afgreiða erindi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Eftirsótt er að fá leyfi til laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Sigurður G. Guðjónsson Þótt Hafrannsóknastofnun hafi lokað Ísafjarðardjúpi fyrir eldi á frjóum laxi um mitt ár 2017 héldu fiskeldisfyrirtækin áfram að undirbúa um- sóknir sína um eldi þar, í von um að Hafró myndi endurskoða afstöðu sína. Hábrún var með eldi í Djúpinu en taldi nauðsynlegt að fara í slaginn þegar það sá hvað stóru fyrirtækin lögðu mikið í umsóknir sínar. Annars myndi fyrirtækið ekki hafa svigrúm til stækkunar. Hafró taldi á síðasta ári óhætt að leyfa 12 þúsund tonna framleiðslu. Þá var staðan sú að þrjú fyrirtæki höfðu sloppið inn fyrir þröskuldinn sem Alþingi setti fyrir leyfisveitingum. Arctic Fish, Arnarlax og Háafell (dótturfélag HG á Ísafirði) voru komin nægjanlega langt með umhverf- ismat til þess að þau gætu bitist um leyfin en Hábrún var lokuð úti. Myndaðist ákveðin forgangsröð með afgreiðslum Skipulagsstofnunar sem ekki sætta sig allir við og nú er Matvælastofnun að rannsaka hvort leyfin hafi verið afgreidd í réttri röð. Þrír bítast um forgangsröðina LAXELDISLEYFI Í ÍSAFJARÐARDJÚPI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.