Morgunblaðið - 09.06.2021, Side 13

Morgunblaðið - 09.06.2021, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 Út til veiða Skuttogarinn Vigri RE-071 hélt út til veiða á mánudaginn eftir vel heppnaða sjómannadagshelgi. Skreyttu skipverjar Vigra með fánum, líkt og tilefninu sæmdi. Árni Sæberg Prófkjör eru langt því frá að vera galla- laus en því verður varla á móti mælt að þau geta leyst ótrúleg- an kraft úr læðingi – kraft almennra flokks- manna. Vel heppnað og fjölmennt prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um liðna helgi getur orðið góður upptaktur fyrir kosningarnar í sept- ember. Dagana 10. til 12. júní fer fram prófkjör í Suðvesturkjördæmi en þar sækist sá er þetta skrifar eftir endurnýjuðu umboði til að sitja sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi. Óháð niðurstöðu prófkjörsins skynja ég að Sjálfstæðisflokkurinn er með vind í seglum um allt land. Með öflugum frambjóðendum en ekki síður skýrri stefnu og mál- flutningi eigum við sjálfstæðismenn möguleika á því að standa að lokn- um kosningum um fjölmennan og öflugan þingflokk, sem gefur styrk til að hrinda hugsjónum okkar í framkvæmd. Ég hef ítrekað haldið því fram í ræðu og riti að Sjálfstæðisflokk- urinn verði að lýsa því yfir að hann sé flokkur atvinnurekenda, flokkur launafólks, flokkur bænda, flokkur þéttbýlis og dreifbýlis, flokkur þeirra sem þurfa á samhjálp að halda, flokkur unga fólksins og þeirra sem eldri eru – flokkur sem brúar en sundrar ekki. En fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokkurinn að lýsa því yfir að hann sé flokkur hins venjulega Íslendings. Það er á grundvelli þessa og með hliðsjón af því sem ég hef sagt en ekki síður ritað í hundruðum greina þar sem ég lagði drög að verkefnalista fyrir frambjóðendur. Eðli mál samkvæmt er slíkur listi ekki tæm- andi en gefur a.m.k. innsýn í mörg þeirra verkefna sem ég tel að við sjálfstæð- ismenn eigum að sinna á komandi árum. Fjárhagslegt sjálfstæði Við eigum að leggja áherslu á hag millistéttarinnar – á hagsmuni launafólks. Við skulum koma aftur á einu þrepi í tekjuskatti en inn- leiða um leið stiglækkandi per- sónuafslátt eftir því sem tekjur hækka. Við erum sannfærð um mikilvægi þess að stefna í skatta- málum eigi að mótast með hliðsjón af samkeppnishæfni landsins – fyr- irtækjanna og launafólks. Við vitum að grundvöllur jafn- réttis er fjárhagslegt sjálfstæði einstaklingsins og við skiljum sam- hengið á milli fjárhagslegs sjálf- stæðis, lágra skatta, atvinnufrelsis og velsældar. Við eigum okkur þann draum að allt launafólk verði eignafólk og fjárhagslega sjálf- stætt. Við viljum tryggja að ungt fólk eigi a.m.k. ekki síðri tækifæri til að eignast eigið húsnæði en foreldrar þeirra, afar og ömmur. Okkar skjaldborg er um séreignastefnuna svo fólk eigi raunverulegt val um hvort það vill eiga eða leigja þak yfir höfuðið. Við munum tryggja réttindi borg- aranna gagnvart hinu opinbera, standa vörð um friðhelgi einkalífs- ins, eignaréttinn, trúfrelsið og rétt- inn til tjáningar og félagafrelsið. Við eigum að innleiða og standa vörð um netfrelsi og upplýsingafrelsi borgaranna. Við þurfum að tryggja að launa- fólk hafi aukið valfrelsi um lífeyr- issjóð um leið og við aukum mögu- leika þess til að taka beinan þátt í atvinnulífinu með skattalegum hvöt- um. Auknar kröfur til ríkisrekstrar Við ætlum að gera ríkari kröfur til opinbers rekstrar, auka skil- virkni og gera þjónustuna betri – fá meira fyrir peninginn. Við höfnum því að öll vandamál verði leyst með auknum ríkisútgjöldum. Við vildum koma á samstarfi rík- isins, lífeyrissjóða og annarra fag- fjárfesta við uppbyggingu hag- rænna innviða, ekki síst í sam- göngum. Við verðum að innleiða sam- keppni á flestum sviðum til að tryggja hagkvæma nýtingu fjár- magns og vinnuafls, góða þjónustu og hagstætt verð. Við eigum að gera það eftirsókn- arvert að stofna og eiga fyrirtæki – setja sjálfstæða atvinnurekandann aftur á sinn stall. Hætta að refsa framtaksmönnum fyrir að ná ár- angri í rekstri, einfalda regluverk og ýta þannig undir heilbrigða sam- keppni. Við hrósum framtakssemi og gleðjumst yfir velgengni sam- ferðafólks okkar og viljum ryðja hindrunum úr vegi frumkvöðla. Við verðum að draga úr sam- keppnisrekstri ríkisins við einka- aðila – gera leikinn a.m.k. sann- gjarnari, jafnt á fjölmiðlamarkaði sem í öðrum atvinnugreinum. Við viljum nýta fullveldi þjóð- arinnar í samskiptum við aðrar þjóðir á jafnræðisgrunni. Kjörorð okkar er að fjölga tækifærunum en ekki fækka þeim. Við skulum opna alla stjórnsýslu hins opinbera þannig að almenn- ingur geti fylgst með gerðum og ákvörðunum stjórnmálamanna og embættismanna. Valfrelsi í heilbrigðu samfélagi Við viljum leiða umfangsmikla fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Við erum óhrædd við að nýta kosti einkaframtaksins í heilbrigðisþjón- ustu en stöndum vörð um hugsjón- ina um að allir séu sjúkratryggðir, óháð efnahag, tryggjum valfrelsi þeirra og komum í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Skipulag heilbrigð- isþjónustu á að taka mið af þörfum hinna sjúkratryggðu en ekki kerf- isins. Öflug heilbrigðisþjónusta byggir á samþættingu og samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starf- andi aðila. Við ætlum að huga að grunn- þáttum menntunar – innleiða sam- keppni og auka þar með valmögu- leika ungs fólks til menntunar. Við viljum styrkja iðn- og tækninám og gera það enn eftirsóknarverðara. Fyrst og síðast ætlum við að styrkja menntakerfið sem öflugasta tækið til jöfnuðar. Við verðum að stokka upp al- mannatryggingakerfið, innleiða nýja hugsun við að aðstoða þá sem þurfa á því að halda. Við viljum tryggingakerfi öryrkja sem refsar ekki þeim sem geta bætt sinn hag. Með sama hætti skal auka valfrelsi eldri borgara og auka möguleika þeirra til að afla sér atvinnutekna. Við skulum tryggja fötluðum raunverulegt valfrelsi í þjónustu óháð búsetu. Við þurfum að segja tæknilegum kratisma upp störfum og taka völd- in af samfélagsverkfræðingum. Berjast fyrir heilbrigðu þjóðfélagi með gamalt kjörorð í huga – Gjör rétt, þol ei órétt – sem vísar til þess að við viljum að sanngirni og virð- ing sé í öllum samskiptum. Ekkert af því sem hér er talið upp ætti að koma þeim á óvart sem þekkja skoðanir mínar og hug- sjónir. En margt er ótalið, sumt mikilvægt. Rafræn stjórnsýsla gef- ur tækifæri til að veita betri og ódýrari þjónustu – einfaldar líf fólks og fyrirtækja, en gefur um leið tækifæri til uppstokkunar í stjórn- sýslunni allri. Verkefnalistinn er svo sannarlega langur. Hvort okkur tekst að hrinda öllum verkefnum í framkvæmd og klára þau, ræðst af úrslitum kosninganna í september. Eftir Óla Björn Kárason » Við vitum að grund- völlur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Við eigum þann draum að allt launafólk verði eignafólk og fjárhags- lega sjálfstætt. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Drög að verkefnalista fyrir frambjóðendur Flestir eru sam- mála um gagnsemi tónlistarnáms. Það þroskar einstakling- inn og virkjar sköpun og eykur sjálfsaga. Samkvæmt rann- sóknum stuðlar mark- visst tónlistarnám að bættum námsárangri í öðrum náms- greinum. Það er því eftir miklu að slægjast að sem flestir hafi og nýti sér tækifæri til tónlistarnáms. Undirritaður starf- aði í stýrihópi um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík frá 2019. Í vinnunni var leiðarljós að efla tón- listarmenntun í borg- inni og að tækifæri til tónlistarnáms yrðu aukin og bætt. Verjum það sem vel er gert Ísland er í fremstu röð hvað varðar tón- listarfólk á öllum svið- um tónlistar. Það er ekki tilviljun. Árangur Íslands í fótbolta og handbolta byggist án efa á öflugu barna- og unglingastarfi. Það sama á við um afreksfólk í tónlist. Á Íslandi er starfræktur fjöldi tón- listarskóla sem sinna þessu mik- ilvæga hlutverki af alúð. Í Reykja- vík eru 17 sjálfstætt reknir skólar sem eru í samstarfi við Reykjavík- urborg, en auk þess rekur borgin sjálf einn tónlistarskóla sem er á Kjalarnesi. Nemendur í tónlist- arskólunum eru yfir 2.600. Það er lykilatriði þegar við sjáum frábær- an afrakstur sem grundvallast á starfi sjálfstætt starfandi skóla að starfsemi þeirra verði styrkt enn frekar. Jöfnum upp á við Hlutfall þeirra sem stunda tón- listarnám er mjög mismunandi eft- ir hverfum. Ef skoðuð eru póst- númer er munurinn sláandi. Þrefalt fleiri stunda tónlistarnám í 107 sem hlutfall íbúa heldur en í 111. Það er óviðunandi munur. Al- mennt má segja að mun fleiri stundi tónlistarnám í vesturhluta borgarinnar en austan Elliðaáa. Að mínu mati þarf að auka tæki- færi barna til tónlistarnáms um alla borg, enda eru biðlistar víða. En mest þarf að gera í aust- urborginni, enda óviðunandi að innan við 1% af heildarfjölda íbúa sé að stunda tónlistarnám í ákveðnum borgarhverfum. Aðeins þriðjungur af því sem tíðkast í öðrum hverfum. Hér þarf að rétta hlut með markvissum og réttum hætti. Hér þarf að jafna tækifærin upp á við. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að fjölga markvisst í hópi tónlistarnemenda til ársins 2030 og tækifæri til tónlistarnáms verði meiri, ekki síst í austurhluta borgarinnar. Þessi stefna gefur góð fyrirheit. Nú er það borg- arinnar að tryggja rétta forgangs- röðun fjármuna svo hún verði að veruleika. Þannig getum við látið draumana rætast eins og segir í skólastefnu borgarinnar. Nú er verkefnið að tryggja í verki tæki- færi fleiri barna til tónlistarnáms. Jöfn tækifæri til tónlistarnáms Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Að mínu mati þarf að auka tækifæri barna til tónlistarnáms um alla borg. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.