Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 21
skála í tilefni tímamótanna, en
ekki hvað? Svo lofa ég vinum mín-
um sumarpartíi þar sem við mun-
um fagna lífinu með stæl.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hönnu er Halldór
Bachmann, f. 29.3. 1965, kynning-
arstjóri hjá Almenna lífeyris-
sjóðnum. Þau búa við Nesveg í
Vesturbæ Reykjavíkur og hafa átt
heima þar í yfir 20 ár. Foreldrar
Halldórs voru Anna Guðmunds-
dóttir Bachmann, f. 1.1. 1930, d.
17.5. 2009, húsmóðir, saumakona
og verslunarkona, og Halldór
Bachmann, f. 2.10. 1921, d. 10.4.
2000, vélsmiður og járnsmiður.
Þau gengu í hjónaband 16.12.
1950.
Börn Hönnu og Halldórs eru 1)
Hrannar Halldórsson Bachmann,
f. 17.2. 1996, nemi á mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands í dip-
lómanámi fyrir fólk með þroska-
hömlun, býr í foreldrahúsum; 2)
Breki Halldórsson Bachmann, f.
24.5. 2003, nemi að hefja þriðja ár
á náttúrufræðibraut í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, býr í for-
eldrahúsum. Fyrir átti Halldór
soninn Fannar Halldórsson Bach-
mann, f. 6.6. 1989, d. 22.10. 1989,
móðir: Kristbjörg Magnúsdóttir.
Systkini Hönnu eru Sigurður
Narfi Birgisson, f. 8.1. 1973,
hrossabóndi, tamningamaður og
reiðkennari í Sichelnstein í Þýska-
landi, og Þóra Margrét Birgis-
dóttir, f. 23.4. 1977, aðstoðar-
skólastjóri í Grunnskólanum í
Stykkishólmi og einn af eigendum
Skúrsins í Stykkishólmi.
Foreldrar Hönnu eru Ágústa
Þóra Kristjánsdóttir, f. 6.11. 1946,
ljósmóðir og Birgir J. Sigurðsson,
f. 10.11. 1947, húsgagnabólstrari
og starfsmaður í íþróttamiðstöð-
inni í Mosfellsbæ. Þau búa í Graf-
arvogi í Reykjavík. Þau eru gift
og hafa verið það frá því á annan í
jólum 1970.
Hanna Guðbjörg
Birgisdóttir
Jakob Narfason
sjómaður í Mosfellssveit
Etilríður Marta Hjaltadóttir
húsmóðir í Mosfellssveit
Sigurður Narfi Jakobsson,
bústjóri hjá Stefáni Þorlákssyni í Reykjadal,
ýtukarl og frístundabóndi í Reykjadal
Guðbjörg Sigurjónsdóttir
húsmóðir í Reykjadal í Mosfellsdal
Birgir Jakob Sigurðsson
húsgagnabólstrari og starfsmaður
í íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbæ,
býr í Reykjavík
Sigurjón Guðjónsson
bóndi í Kollsstaðagerði
Guðlaug Þorsteinsdóttir
húsmóðir í Kollsstaðagerði á Völlum, S-Múl.
Kristófer Bjarni Jónsson
sjómaður í Reykjavík
Guðjónía Stígsdóttir
húsmóðir og verkakona
í Reykjavík
Kristján Björgvin Kristófersson
bifvélavirki í Mosfellsbæ
Hanna Andersen
húsmóðir í Mosfellsbæ
Harald Osvald Andersen
klæðskeri í Reykjavík
Ágústa Guðmundsdóttir Andersen
húsmóðir í Reykjavík
Úr frændgarði Hönnu Guðbjargar Birgisdóttur
Ágústa Þóra Kristjánsdóttir
ljósmóðir í Reykjavík
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
„NÚ SÉ ÉG EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA SKITIÐ Á
BÍLINN ÞINN.“
„ER ÞAÐ RÉTT SEM ÉG HEF HEYRT
AÐ ÞÚ VILJIR AÐ STARFSMENN TALI
TÆPITUNGULAUST, STÓRNEFUR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna sitt innra
skáld.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ERTU TIL Í
AÐ FARA?
ERTU MEÐ
AÐGANGSORÐIÐ
AÐ NETINU?
ARI SÓÐI! ÉG HEF EKKI SÉÐ
ÞIGÓRALENGI! HVAR HEFURÐU
VERIÐ?
Í VARÐHALDI Í
DÝFLISSUNNI Í
KASTALANUM…
ALLT ÞAR TIL
HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ LOKAÐI
HENNI VEGNAÓVIÐUNANDI
HREINLÆTIS!
Sveitungi ritunnar“ er ljóð semAnton Helgi Jónsson orti á sjó-
mannadaginn og birti á Boðnarmiði:
Hann þekktur var meðal þjóðar
sem þöguli sjóarinn
og ræddi í róðrum gjarnan
við rituna, fuglinn sinn.
Hann vissi að vænir draumar
oft veiðast í huga manns;
við rattið einn kóngur ríkti
og ritan var drottning hans.
Hann lifir þótt lítt hann sjáist,
hann lendir í engri vör,
er róinn á regindjúpið
og ritan hans með í för.
Á föstudag orti Hallmundur Guð-
mundsson „Snemmsumarljóð“:
Ég ilm í mínum nösum nem,
næstum öðrum betri.
Ilminn skópu skepnur sem,
skitu á liðnum vetri.
Hér er limra eftir Sigrúnu Har-
aldsdóttur:
Í morgun var Einar með Einari
(sem er endemis gunga og kveinari)
að braska úti á Klöpp
en braut á sér löpp,
nú böðlast hann Einar á einari.
Björn Ingólfsson skrifar: „Hér áð-
ur fyrr þegar ég var leiðsögumaður
með gönguhópum í Fjörðum og á
Látraströnd gerðist það einhvern
tíma að tvær konur fóru að dragast
aftur úr og kvörtuðu yfir því hvað
ég væri skreflangur. Ég orti handa
þeim stef sem þær gætu sungið sér
til hugarhægðar undir laginu
„Hann var sjómaður dáðadrengur“,
ef þetta gerðist aftur“:
Þarna er leiðsögumaðurinn ljóti,
mig langar að kasta í hann spjóti.
Ef verð ég of sein
þá vel ég mér stein
og hendi í helvítið grjóti.
Guðmundur Arnfinnsson orti á
laugardag og kallar „Lágnætti“:
Sumarnóttin sveipar jörð,
sefur fugl á birkigrein,
allt er hljótt um fjöll og fjörð,
friðsæl þögnin ríkir ein.
Hjörtu manna hægar slá,
horfin dagsins þreyta burt,
draumaværð á barnsins brá,
blærinn strýkur dögg af jurt.
Hér yrkir Guðmundur upp á
„vestfirsku“:
(Ferskeytt, áttþætt)
Vind ég strangan fékk í fang
fram á Langatanga,
á hálu þangi hægði gang,
hitti Svanga-Manga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort á sjómannadaginn
og snemmsumarljóð