Morgunblaðið - 09.06.2021, Page 28
Uppistandarinn Ari Eldjárn verður gestur Jóns Ólafs-
sonar í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram í Salnum í
Kópavogi 9.-12. júní. Ari er þekktur að gamanmálum
sínum og þá jafnt innan lands sem utan og er einnig
mikill áhugamaður um tónlist. Forvitnilegt verður að
sjá upp á hverju þeir Ari og Jón taka en þeir koma fram
í tvígang í dag, á morgun og 11. júní kl. 18 og 21 og 12.
júní einu sinni, kl. 20.30.
Ari Eldjárn kemur fram í spjall-
tónleikaröð Jóns Ólafssonar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Haustið 1972 byrjaði Guðmundur
Þórhallsson að kenna í Réttarholts-
skólanum eftir að hafa útskrifast úr
Kennaraskólanum um vorið. Úr
Réttó lá leiðin í Borgarholtsskólann,
þegar starfsemi hans hófst 1996, og
þar hefur hann verið þar til nú.
„Ég varð sjötugur í febrúar og
samkvæmt kerfinu eiga framhalds-
skólakennarar hjá ríkinu ekki að
vinna lengur, en ég var beðinn að
ljúka önninni,“ segir hann.
„Ég var á leiðinni í frekara nám
þegar ég var sjanghæjaður inn í Rétt-
arholtsskóla af þáverandi yfir-
kennara og áður en ég vissi af var ég
kominn upp fyrir haus í kennslunni
og ekki aftur snúið,“ er skýring Guð-
mundar á ævistarfinu. Hann leggur
samt áherslu á að þótt kennsla hafi
ekki verið á döfinni hafi hún verið
mjög skemmtilegur og gefandi
starfsvettvangur og frekara nám
komið seinna. Guðmundur er jafn-
framt húsasmíðameistari og mats-
maður og sinnir áfram verkþjónustu
fyrir húsfélög og húseigendur. Hann
hefur auk þess verið mjög virkur fé-
lagi í Oddfellowreglunni í um 27 ár og
sinnt þar ábyrgðarstörfum, var meðal
annars einn af hvatamönnum stofn-
unar Akademíu reglunnar.
Straumhvörf
Straumhvörf urðu í kennslunni
þegar stofnuð var svokölluð for-
námsbraut á framhaldsskólastigi í
Réttarholtsskóla 1982. Guðmundur
segir að eftir að gagnfræðaprófið hafi
verið aflagt og þar með 4. bekkur hafi
myndast ákveðið gat í kerfinu. Á svip-
stundu hafi fækkað um 90 til 100
nemendur í skólanum og um leið hafi
borið á því að hópur nemenda hafi
flosnað upp og ekki komist inn í fram-
haldsskóla. Sérfræðingur í mennta-
málaráðuneytinu hafi boðað yfirmenn
þeirra á fund til að finna úrræði til
bjargar þessum nemendum.
„Úr varð að við bjuggum til þessa
fornámsbraut, byrjuðum með þrjá
hópa 16 til 24 ára gamals fólks, vorum
meðal annars í góðu samstarfi við
aðra framhaldsskóla sem seinna
stofnuðu slíkar brautir og rákum
deildina þangað til Borgarholtsskóli
var settur á laggirnar og hún varð
þar sérstök deild.“
Þrír kennarar, Guðmundur, Magn-
ús Vestmann Magnússon og Bryndís
Sigurjónsdóttir, fylgdu með brautinni
og veittu henni áfram forstöðu á nýj-
um stað, þar sem hún hét fyrst al-
menn braut og síðan framhaldsskóla-
braut. Guðmundur var kennslustjóri
hennar í 12 ár, Magnús varð seinna
áfangastjóri og Bryndís endaði
starfsferil sinn sem skólameistari.
„Brautin er mjög merkileg og þessi
þrenning hélt þessu gangandi frá
byrjun eftir að hafa kynnt sér sam-
bærileg úrræði víða erlendis. Við
sáum strax að við vorum á réttri leið
og starfið var mjög sérstakt.“
Kennaranámið var tilviljun rétt
eins og kennslan í byrjun. „Ég hafði
hug á að fara í myndlistarnám en það
var ekki öllum þóknanlegt og góð sátt
var um að ég prófaði kennaraskól-
ann.“ Hann segist hafa notið sín vel í
skólanum og síðan átt farsælan feril í
kjölfarið. „Skemmtilegast hefur verið
að fylgjast með árangri nemenda á
öllum sviðum mannlífsins,“ segir
hann og vísar meðal annars til þekkts
listafólks úr hópi nemenda auk ann-
arra sem hafi með störfum sínum sett
svip á þjóðfélagið.„Ég hitti alls staðar
fyrir gamla nemendur og fæ yfirleitt
brosið og fallega kveðju.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölhæfur Guðmundur Þórhallsson ætlaði í myndlistina en kennslan varð ofan á og hann er ánægður með valið.
Bros og falleg kveðja
- Guðmundur Þórhallsson hættur kennslu eftir 49 ár
ÍSLAN
D
VAKNA
R
Jón ax
el - kr
istín s
if - ás
geir p
áll
alla v
irkna
morg
na fr
á 06-1
0
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Valur og Haukar eru í góðum málum í einvígjum sínum í
undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir
sterka útisigra í gærkvöldi. Valur vann 28:25-sigur á
ÍBV í Vestmannaeyjum og Haukar unnu öruggan 28:23-
útisigur á Stjörnunni. Samanlögð úrslit í tveimur leikj-
um gilda og eru lið séra Friðriks því bæði í vænlegum
málum fyrir seinni leikina á föstudaginn kemur. Anton
Rúnarsson var markahæstur hjá Val með tíu mörk en
Darri Aronsson og Geir Guðmundsson gerðu fjögur
hvor fyrir Hauka. »22
Valsmenn og Haukar í góðum
málum í undanúrslitunum
ÍÞRÓTTIR MENNING