Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
algengari. Þær bjóða upp á fleiri möguleika í
plöntuvali og gefa mun lengri tíma til að
njóta sólar og blómstrandi gróðurs. Þar þarf
sérstaklega að gæta að loftun þannig að það
verði ekki allt of heitt fyrir plöntur eða að
þær ofþorni.“
Allt sem blómstrar er vinsælt núna
Hvaða tré og runnar eru vinsælir núna í
garðana?
„Allt sem blómstrar er vinsælt núna. Ég
get nefnt rósakirsi, rósir og japanskvist. Sí-
grænar plöntur eru líka alltaf vinsælar eins
og dvergfura, einitegundir og ýviður sem er
barrtré af ýviðarætt.“
Sumarblómin eru alveg sérstaklega gef-
andi að mati Guðmundar.
„Þau bjóða upp á blómskrúð allt sumarið.
Það er svakalega spennandi að prufa sig
áfram með að blanda í ker og stóra blóma-
potta. Ég mæli með að blanda saman hæð og
litum. Bæði fíngerðum og stórum blómum.
Hangandi og uppréttum en einnig mismun-
andi blaðlitum og ilmi.
Úrvalið af tegundum er mikið og tegundir
eins og sólboði, tóbakshorn og blómahorn
eru með fjöldann allan af litum innan hverr-
ar tegundar og alltaf að bætast við litir. Það
eru stöðugt að tínast inn nýjar tegundir og
litaafbrigði sem gaman er að fylgast með.
Hortensía hefur komið sterk inn und-
anfarin ár en hún er það stór að hún er oft-
ast bara ein í potti.“
Hvaða gerðir af útipottum er fólk að fá
sér núna og hverju mælir þú með því
tengdu?
„Leirpottar í ýmsum litum hafa notið sí-
aukinna vinsælda umfram plastpotta. Ég
ráðlegg fólki að gæta þess að það standi ekki
vatn í pottinum yfir veturinn til að koma í
veg fyrir að þeir springi í kuldanum.“
Gaman að rækta það sem
er vinsælt að borða
Hvað með matjurtagarða, áttu ráð tengt
þeim?
„Mitt algengasta ráð er að rækta það sem
þið eruð viss um að nota eða langar sér-
staklega að prófa að rækta. Að velja teg-
undir og magn út frá því.
Matjurta- og kryddjurtarækt hefur verið
að færast yfir í ræktun í pottum og kerjum.
Það er til dæmis auðvelt að rækta krydd-
jurtir, salat og til dæmis grænkál í stórum
potti eða leirkeri uppi á svölum eða á pall-
inum hjá grillinu.“
Guðmundur er á því að garðrækt eigi það
sameiginlegt með ýmsum listformum að
maður þarf að læra, sjá og upplifa fegurðina
og síðan að kunna að njóta hennar.
Garður með fallegum litríkum
blómum í potti er góð hugmynd.
Það er auðvelt að finna sumarblóm við hæfi. Sumir velja að setja gul blóm í pott fyrir framan húsið.
Það er auðvelt að gera sætar svalir í sumar með litríkum bleikum, rauðum og hvítum sumarblómum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðmundur leggur rækt við blóm
og ber í garðinum sínum.
Fáðu faglærðan
meistara
í garðinn
www.meistari.is