Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Byggmjólk
Eina íslenska
jurtamjólkin
Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
rómantíkina sem spratt fram á nýjunda áratug síð-
ustu aldar þá viljum við líka svolítið af rómantík í
garðinn.“
Að ganga um garðinn áður en hann verður til
Hvað getur þú sagt mér um verkefnin sem þú set-
ur upp í tölvuleikjaforritið?
„Það er alltaf að aukast eftirspurnin eftir nýjustu
tækni en allt frá því ég kom úr námi þá hefur það
verið stefnan hjá mér að vera leiðandi í grafískum út-
færslum á teikningum. Við tókum því upp liti í tölvu-
teikningum um leið og það var hægt. Þegar þrívíddin
var orðin aðgengileg tókum við hana inn og síðustu
árin höfum við unnið allt í þrívídd. Til þess að vera
áfram leiðandi á þessu sviði, erum við að vinna verk-
efni í tölvuleikjagæðum. Við tökum gjarnan stærri
verkefnin okkar og vinnum þau þannig að hægt sé að
ferðast um þau í sýndarveruleika með hjálp þar til
gerðra gleraugna. Fyrir viðskiptavininn er það ómet-
anlegt að geta mátað garðinn þannig og ferðast um
hann. Þannig fæst tilfinning fyrir rýmunum og flæði
á milli svæða auk þess sem hlutverk gróðursins sem
byggingarefnis verður skýrara. Í þessum útfærslum
er einnig hægt að stilla sól og skugga miðað við árs-
tíð og tíma dags ásamt því að slökkva og kveikja
ljós.“
Garðar órjúfanlegur hluti hússins
Hvað er það nýjasta þegar kemur að garðinum?
„Ég er ekki viss um að ég vilji segja frá því en það
sem við erum að þróa á teikniborðinu núna gæti verið
það sem verður heitast eftir nokkur ár. Garðarnir eru
að þróast meira og meira í þá átt að verða órjúf-
anlegur hluti hússins. Þannig eru þök yfir hluta
svæða með geislahiturum og þá sérstaklega yfir þeim
svæðum þar sem verið er að grilla og snæða. Stór
gróðurhús eru að koma sterk inn og þá meira sem
stofur heldur en ræktunarsvæði. Rafmagnstenglum
og ljósum í görðum hefur fjölgað sem gefur tækifæri
til að fara með eldhústækin út og reiða fram alls kon-
ar góðgæti. Það sem við erum á fullu að þróa núna er
kryddjurtabarinn, en eins og ég sagði þá þurfum við
að eiga eitthvað inni fyrir næsta ár að tala um.“
Hvað er klassískt og alltaf vinsælt?
„Það er grágrýti. Ég held að tilhoggið grágrýti sé
það efni sem tengir okkur mest við jörðina og ein-
kenni lands og menningar. Flestir þekkja grágrýtið
sem steinana sem Alþingishúsið er byggt úr. Það er
unnið úr baslatberginu sem liggur undir stórum hluta
höfuðborgarsvæðisins. Þetta berg hefur litatóna sem
aldrei er hægt að ná fram með tilbúnu efni. Það má
nota það í veggi, tröppur, kanta, bekki og jafnvel í að
hlaða lítil hús eða skýli.“
Hvernig er þinn eigin garður?
„Minn eigin garður er íslenska hálendið. Þar eyði
ég, fótgangandi eða á reiðhjóli, eins miklum tíma og
ég mögulega get. Þar er viðhald sem ég þarf að sinna
í algjöru lágmarki. Sumrin eru einfaldlega þannig að
ég vinn eins og brjálæðingur milli þess sem ég sæki
með fjölskyldunni minni í íslenska náttúru til að end-
urnýja bæði kraft og hugmyndir.“
Hressa garðfólkið vill opinn eld
Er fólk að láta gera eldunarstæði úti í garði fyrir
sig?
„Það er ekkert skemmtilegra en að vera með smá
lifandi eld í garðinum. Við gerum gjarnan ráð fyrir
þeim möguleika á kvöldsvæðunum og reynum að hafa
stéttir sem undirlag frekar en timbur. Það er eins
aldrei nóg af geymslum þannig að við höfum hannað
ýmsar mögulegar og ómögulegar geymslur. Svo hefur
tíðkast alveg frá sjöunda ártugnum að vera með fast-
ar innréttingar í görðum. Þar leikur bekkurinn stórt
hlutverk. Við höfum verið að þróa þessa bekki lengi
og erum nú búin að stilla af bekk sem er í fullkominni
hæð með þægilegan halla á baki.“
Hvað gerir það að hafa eldstæði úti að þínu mati?
„Ef maður ætlar að eiga nokkurn möguleika á því
að fá Jón Jónsson eða annan góðan trúbador í heim-
sókn þá verður að vera eldstæði. Þegar sólin er að
setjast og loftið kólnar þá er algjör snilld að geta
kveikt aðeins upp, dregið fram gítarinn og haldið
áfram með fjörið.“
Björn er hrifinn af berjarunnum, kirsuberja- og
eplatrjám.
„Svo vil ég benda fólki á að finna góðan stað fyrir
eik, beyki, álm og önnur gæðatré sem verða mörg
hundruð ára gömul. Það má alveg hugsa líka um
næstu kynslóðir.“
Mikilvægt að byrja snemma
Ertu að lifa drauminn?
„Þegar ég fór og lærði landslagsarkitektúr þá var
draumurinn alltaf sá að stofna fyrirtæki sem byði
bæði upp á hönnun og framkvæmd í görðum. Þannig
gæti ég fylgt verkefnum eftir þar til framkvæmdum
væri lokið. Þetta varð aldrei að veruleika en nú hefur
Urban Beat tekið höndum saman við Garðaþjónustu
Reykjavíkur til að bjóða upp á svona heildarþjónustu.
Framkvæmdastjórinn hjá Garðaþjónustunni heitir
Eiríkur Garðar Einarsson og vísa ég gjarnan fram-
kvæmdum til hans þannig að hann geti boðið í verk-
efnið. Ef hann fær svo verkefnið þá er eftirfylgni mín
innifalin í tilboðinu hans. Ég mæti þá á vikulega
verkfundi og hitti þar iðnaðarmennina, verkstjóra og
eigendur til að svara spurningum sem upp koma og
til að hnykkja á útfærslum. Stundum þarf að breyta
teikningum aðeins og þá er það innifalið í þeirri ráð-
gjöf. Þannig hef ég tækifæri til að fylgja verkefnum
frá hugmynd að veruleika.“
Áttu gott garðaráð?
„Já að gefa sér góðan tíma í að undirbúa garð-
framkvæmdir. Hið fullkomna ferli er að nota sumarið
í rannsókarvinnu, bóka hönnuðinn um haustið og vera
tilbúinn í framkvæmdir um leið og frost fer úr jörðu.
Haustið er líka góður tími fyrir framkvæmdir en þá
þarf teikning helst að liggja fyrir veturinn áður.“
Af hverju ekki að setja gufubað í garðinn?
Eldstæði í garðinum er vinsælt.Fallegur sjávargarður er gulls
ígildi. Sumir vilja fjárfesta í
garðinum heima hjá sér.