Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 32
Paella er líklega sá rétt- ur sem flestir tengja við Spán enda er þetta eins konar þjóðarréttur þeirra Spánverja. Guð- rún Lilja notar uppskrift sem hún fékk frá Sössu Eyþórsdóttur iðjuþjálfa. 2,5 dl ólífuolía salt 250 g vorlaukur skorinn í bita 150 g strengjabaunir 150 g ferskar snjóbaun- ir 500 g risarækjur 250 g tómatamauk eða raspaðir tómatar 1 msk. paprikuduft 3-4 þræðir af saffran 2 lítrar fiskisoð (má nota grænmetissoð) 1 tsk. colorante Risarækjupaella 500 g hrísgrjón – helst paellugrjón 1 sítróna 1 lítið búnt af steinselju Olían hituð og rækj- urnar steiktar og teknar til hliðar. Laukur og hvít- laukur fer á pönnu í eina mínútu og svo er tómat bætt við og steikt í eina mínútu í viðbót. Kryddinu bætt við og steikt í stutta stund. Þá er gott að setja matinn á kanta pönn- unnar og steikja hrís- grjónin í eina mínútu á miðri pönnunni. Þá er öllu blandað var- lega saman og soðinu hellt yfir og saltað eftir smekk. Suðan látin koma upp og soðið hressilega í fimm til sjö mínútur áður en hitinn er lækkaður. Fylgjast þarf með að maturinn brenni ekki. Látið malla þar til mestur vökvi er horfinn, þá er rækjunum dreift yfir grjónin og hitinn hækkaður í nokkrar mín- útur til að ná fram kara- melliseringu (socaratt) á botninn á grjónunum. Skemmtilegt er að skreyta barmana með sí- trónu og dreifa ferskri steinselju yfir. Það má bæta öðru fiskmeti við svo sem humri, hörpudiski, kræk- lingi eða öðrum stinnum fiski. Þá er komin sjáv- arréttapaella. Í Skammadal eru gömul garðyrkjulönd sem Mosfellsbær leigði Reykvíkingum sem vildu rækta kartöflur fjarri borginni. Hér áður fyrr þurftu borgarbúar að leggja á sig svo- lítið ferðalag til að komast í Skammadal en nú á tímum er lítið mál að skjótast þangað á góðum degi á hvaða tíma árs sem er. Fólk sem leigði garð undir ræktunina gat líka fengið smá land til leigu undir skúr til að dvelja í og hefur myndast þar þyrping pínulítilla og krúttlegra húsa. Þessi staður hefur heillað konur eins og Guð- rúnu Lilju sem kann vel við sig í skapandi um- hverfi náttúrunnar. Guðrún Lilja starfar á Borgarbókasafninu þar sem hún leiðir stefnumótun og nýsköp- unarverkefni bókasafnsins. Sjálf hefur hún tek- ið þátt í alls konar hönnunarverkefnum, meðal annars á árunum 2005 til ársins 2015 þegar hún rak hönnunarstúdíó í gamla Alliance-húsinu. Þar framleiddi hún og seldi íslenska hönnun og tók þátt í að hanna búðir og ilmvatnsflöskur fyr- ir rússneskt snyrtivörumerki. „Garðurinn í Mosfellsbænum er dásemd- arstaður fyrir andrými og uppskeru nálægt borgarmörkum. Lóðirnar á þessum stað eru al- mennt í kringum 300 fermetrar en okkar lóð er eitthvað aðeins stærri. Þessi garður kom til okkar af algjörri til- viljun. Við vorum í Mosskógum í Mosfellsdal fyrir fimm árum og ákváðum að keyra upp í Skammadal því við höfðum aldrei komið þang- að. Í stuttu máli þá heilluðumst við af þessu svæði, sem minnti mjög á þessi litlu garðlönd með kofum sem maður sér víða í Evrópu og er einstakt hér á landi. Daginn eftir vorum við búin að kaupa kofa sem stendur þar á leigulóð.“ Tekur fimmtán mínútur að keyra í garðinn Guðrún Lilja býr nærri Laugardalnum í Reykjavík en þar sem fjölskyldan býr er ekki garður. „Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að keyra í Skammadal. Það má segja að ég noti garðinn mest til að fá útrás fyrir að smíða en ég lærði húsgagnasmíði á sínum tíma og finnst mér fátt jafn skemmtilegt og að sjá árangur af því að búa til eitthvað nýtt úti í náttúrunni. Manninum mínum finnst best að hugsa um gróðurinn, hvort sem það er að grisja, gróð- ursetja eða snyrta, og er frábær í því svo verka- skiptingin er nokkuð skýr þó að við gerum auð- vitað margt saman líka.“ Hvernig notið þið garðinn? „Á fallegum sólríkum degi fer fjölskyldan í garðinn til að leyfa hundinum að hreyfa sig. Stundum förum við í garðinn til þess að hella upp á kaffi, spjöllum saman og slökum á. Svo eru auðvitað vinnudagar þarna upp frá þar sem gott getur verið að gera eitthvað úti og sjá ár- angur. Við erum búin að smíða lítinn sólkofa til að sitja inni í á haustin og vorin eða þegar sumarnæturnar eru kaldar. Við erum langt komin með útiborðstofu og eldhús. Hvort tveggja er hugsað sem skjól en samt þannig að maður geti verið nálægt náttúrunni. Við gerðum girðingu úr viði sem var grisjaður á lóðinni og skjólgirðingu á milli lóða. Þetta er allt mjög klassískt. Kofinn sjálfur sem er á lóðinni er gamall og lúinn en þar er hvorki vatn né raf- magn svo að maður hverfur inn í annað tímabil um leið og maður mætir á staðinn.“ Ætla að klára útieldhúsið í sumar Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Í Skammadal er markmiðið að klára útield- húsið en „borðstofu“-hlutinn af því er búinn og mjög mikið notaður. Svo þarf að snyrta tré og runna, laga til í beðum og byrja mögulega á að undirbúa að endurgera kofann á lóðinni. Við eyðum stórum hluta af sumarfríinu þarna en svo ætla ég að stinga af og fara í tvær göngu- ferðir. Eina um svæðið í Landmannalaugum og aðra fyrir austan, þar sem gengið verður um Víknaslóðir og Stórurð. Svo verða örugglega margar stundir eftir vinnu hér í garðinum því það er svo gott að skreppa í tvo til þrjá tíma og láta daginn líða úr sér í náttúrunni og fugla- söng.“ Hvað ræktið þið á landinu ykkar? „Við ræktum ekki mikið þar enn þá. Mesta vinnan hefur farið í að snyrta lóðina því það var svo mikill gróður á henni. Það þurfti að grisja tré og endurhugsa hana eftir okkar þörfum. Lóðin hafði ekki verið notuð í 10 ár svo hún var í algerri órækt þegar við tókum við henni. Við er- um samt búin að forrækta smávegis grænmeti „Minnti á þessi litlu garðlönd með kofum“ Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er búsett í Reykjavík en er með garðland með kofa í Skammadal í Mosfellsbænum þar sem nú hefur myndast þyrping pínulítilla og krúttlegra húsa. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Í Skammadal eru gömul garð- yrkjulönd sem Mosfellsbær leigði til Reykvíkinga. Fjöl- skyldan keypti sér lítinn kofa á lóð sem hún leigir af bænum. Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir kann vel við sig í garðinum í Mosfellsbæ. Paella er spænskur réttur frá Val- encia þar sem hrísgrjón og risa- rækjum er blandað við saffran krydd og grænmeti. 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.