Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 34
„Dreymir um fótlaug Bakka- bræðra nærri fjöruborðinu“ 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 K ristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson á Dalvík eru miklir frumkvöðlar og fram- taksöm en einnig fjölskyldufólk og eiga þrjár dætur og eitt barna- barn. „Sú elsta var að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar, miðjudóttirin býr ásamt manni sínum í Kópavogi og sú yngsta og hennar kærasti eru í Háskóla Íslands á vet- urna en hér heima á sumrin.“ Hvað getur þú sagt mér um Gamla bæinn? „Gamli bærinn var byggður árið 1914 og er eitt af elstu húsunum á Dalvík. Langamma mín og langafi bjuggu þar frá árinu 1924 til ársins 1947. Það var í þeirra minningu sem við réðumst í gagngerar end- urbætur á bænum árið 2008 og nutum lið- sinnis Hólmsteins heitins Snædal og Vé- steins Finnssonar.“ Hvernig var húsið og hvað gerðuð þið fyr- ir það? „Þegar við keyptum íbúðarhúsið á Vega- mótum árið 2004 fylgdi Gamli bærinn með í kaupunum þar sem hann stendur í garðinum eða öllu heldur var íbúðarhúsið byggt í garði Gamla bæjarins. Bærinn var illa farinn og þarfnaðist nokkurra endurbóta en hann hafði verið notaður sem geymsla þegar við eignuðumst hann en eftir að hætt var að búa í honum um miðja síðustu öld var hann not- aður í tengslum við búskap og meðal annars nýttur fyrir kýr og kindur.“ Hvað tók langan tíma að gera húsið upp? „Upphaflegu endurbæturnar á Gamla bænum tóku um níu mánuði, en málning- arvinnan og breytingarnar núna tóku um það bil sex vikur með vinnu og mörgum öðr- um verkefnum sem alltaf er nóg af.“ Ætla að bjóða upp á fótalaug Bakkabræðra Hvað með Kaffihús Bakkabræðra – hvert er þemað þar? „Jú við opnuðum Kaffihús Bakkabræðra fyrir um átta árum eða árið 2013 og til- einkum þeim bræðrunum frá Bakka í Svarf- aðardal, Gísla, Eiríki og Helga, það. Þemað þar er að sjálfsögðu sögur Bakkabræðra og markmiðið er að halda þeim á lofti svo þær fái að lifa um aldur og ævi. Þar erum við alla daga að segja sögur úr afar litríku lífi þeirra bræðra. Kaffihúsið er innréttað í gömlum stíl þar sem munir koma úr öllum áttum en gætu hafa verið í eigu þeirra bræðra. Það er okkur mikilvægt að halda úti menningartengdri ferðaþjónustu þar sem við varðveitum og pössum upp á þessa gömlu muni, sögurnar í kringum þá og tengjum við annað merkilegt í sveitarfé- laginu. Við höfum fengið mikið af gömlum munum gefins og kunnum við fólki bestu þakkir fyrir sem færir okkur endalaust þessa fallegu fjársjóði sem þessir munir eru. Fólk kemur með þetta til okkar þegar það er að losa sem dæmi geymslur og getur alls ekki hugsað sér að henda. Enda eru mun- irnir til sýnis hjá okkur og allir mega snerta og jafnvel prófa. í gegnum árin höfum við verið ákaflega dugleg að bjóða upp á menningartengda við- burði á kaffihúsinu svo sem tónleika, ljóða- upplestur, leiklist, tónlistarviðburði, mynd- listarsýningar og fleira. Framtíðarsýnin er svo að útbúa fótlaug Bakkabræðra norðan við kaffihúsið nærri fjöruborðinu þar sem gestir og gangandi geta baðað sig í fótlaug þeirra bræðra sem og í heitum og köldum pottum.“ Erfitt að reka ferðaþjónustufyrirtæki núna Hvernig er að vera með ferðaþjónustufyr- irtæki núna? „Það er afar erfitt að reka ferðaþjónustu- fyrirtæki núna eins og staðan hefur verið, hvað þá tvö fyrirtæki. En við höfum reynt að halda í jákvæðnina og bjartsýnina og ekki síst núna þegar við förum að sjá til lands og lífið færist hægt og rólega í átt að eðlilegu lífi. Ég reyni að horfa á það jákvæða í þessu ástandi, það þýðir ekkert annað. Margt gott kom út úr þessum tíma þegar allt var lokað meira og minna. Upp úr stendur hversu margar og ómetanlegar samverustundir við áttum með dætrum okkar og þeirra fjöl- skyldum sem og foreldrum okkar og vinum. Við eignuðumst yndislegt barnabarn sem við gátum varið mikilvægum tíma með sem ekki hefði annars verið eins auðvelt í okkar til- felli. Ég nýtti líka tímann líka og prjónaði tölu- vert á litla prinsinn en það er ákaflega ró- andi og slakandi að grípa í prjónana og ná sér örlítið niður eftir mikla vinnu og álag sem verið hafði fyrir Covid. Maður fer að meta tímann öðruvísi og kannski horfa inn á við og minna sig á hvað er það dýrmætasta sem maður á. Við vorum svo heppin í haust í enn einni lokuninni þegar manninum mínum bauðst vinna í Húsasmiðjunni þar sem hann starfar enn ásamt því að sinna ferðaþjónustu- fyrirtækinu á kvöldin og um helgar.“ Fallegur garður í kringum Gamla bæinn Ertu mikil garðkona? „Ég vildi ég gæti sagt já því ég hef áhuga á blómum og garðrækt en því miður er eng- inn tími til þess. Í framtíðinni sé ég fyrir mér að ég verði mikil garðyrkjukona og geti ræktað það grænmeti og kryddjurtir sem ég nota á kaffihúsinu. Afskorin blóm hef ég unnið með í næstum Fallegur krans með blómum og grasi úr garðinum. Í Gamla bænum mætast gamli og nýi tíminn. Gamli bærinn var smíðaður á fyrri hluta síðustu aldar. Gamli bærinn er með fallegu útsýni yfir stóra græna grasflöt. Einföld blóm eru í pottum í garðinum. Kristín Aðalheiður Símonardóttir, ráðskona Bakka- bræðra á Dalvík, er um þessar mundir að undirbúa ferða- sumarið. Hún er með skemmtilegar hugmyndir um hvað má gera í garðinum og er garðurinn í kringum Gamla bæ- inn, sem hún gerði upp á sínum tíma, einstaklega fallegur. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.