Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 JARÐGERÐARÍLÁT BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU ! www.gamafelagid.is 577 5757 igf@igf.is Jarðgerðarílátið er 310 lítra og er hugsað fyrir þá sem vilja prófa sig áfram við moltugerð. Um það bil 30-35% af heildarmagni heimilissorps er lífrænn úrgangur sem má jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar, moltan, nýtist sem næringarríkur áburður fyrir garðinn. Jarðgerðarílátið er hægt að panta í vefverslun okkar eða í síma 577 5757. 25 ár og rak blómabúð með foreldrum mín- um í um 20 ár. Það kemur fyrir að ég taki að mér að útbúa skreytingar fyrir vini og vandamenn, t.d. fyrir brúðkaup, skírnir og útfarir, og þá handskrifa ég einnig á útfar- arborða.“ Hvernig lýsir þú garðinum í kringum Gamla bæinn? „Garðurinn í kringum Gamla bæinn er mjög fallegur, þegar hann loks kemur undan snjó ár hvert! Hann er ákaflega stór og gró- inn með hávöxnum öspum og birkitrjám. Þegar allt er í fullum blóma er dásamlegt að vera í garðinum og ekki síst þegar skyggja fer og við kveikjum á seríum um allan garð, þá má segja að ævintýraljómi leiki við hverja trjágrein. Við bjóðum gestum afnot af tun- nusána og heitum potti í garðinum og er það mjög vinsælt, ekki síður á veturna þegar allt er á kafi í snjó og norðurljósin dansa!“ Elskar að gera upp gamlar byggingar Hvaðan kemur áhugi þinn á viðskiptum og því að gera upp hús? „Ég hef alla tíð haft áhuga á gömlum hlut- um og endurnýtingu. Það sem einn er hætt- ur að nota getur annar nýtt sér. Áhugi minn á gömlum húsum kom þegar ég var um tví- tugt og fór ég þá þegar að huga að gömlum húsum sem mig langaði að eignast seinna meir. Við höfum gert upp og/eða betr- umbætt nokkur hús hér á Dalvík og nutum alltaf aðstoðar og ráðlegginga Hólmsteins Snædal heitins sem var meistari meist- aranna við endurgerð gamalla húsa. Það er eitthvað svo mikið við það að verki loknu að sjá fyrir-og-eftir-myndir og fara yfir ferlið allt, hvort sem það var stórt eða smátt, og minnast alls erfiðisins og þakka fyrir hvern- ig til tókst. Við endurgerðina á Gamla bænum árið 2008 kviknaði sú hugmynd að fara út í ferða- þjónustu og bjóða upp á gistingu í því húsi. Árið 2010 bættust við þrjú smáhýsi sem við staðsettum rétt við Gamla bæinn og sama ár keyptum við Gimli sem er stórt hús í miðju bæjarins og breyttum því í gistiheimili. Seinna bættum við við einu húsi á Siglufirði sem við tókum í gegn og leigjum út. Enn eitt hús bíður okkar og mikilla end- urbóta og munum við ráðast í það fljótlega. Þar er mikið verk fyrir höndum en verður ótrúlega gaman að sjá lokaútkomuna. Ég hef lengi gengið með þann draum í maganum að eignast kirkju; gamla afhelg- aða kirkju sem þarfnast end- urbóta og ekki verra ef hægt væri að flytja hana til Dalvík- ur. Kannski ég auglýsi bara eftir henni hérna.“ Hvetur landsmenn til að ferðast í sumar Ertu mikið fyrir að ferðast sjálf? „Ég hef alveg svakalega Fallegur grasflötur og einföld stétt er sjarm- erandi í sveitinni. Kristín notar blómin úr garðinum í kökurnar sínar. Kristín bakar girnilegar kökur og skreytir þær með blómum úr garðinum. Í framtíðinni sé ég fyrir mér að ég verði mikil garð- yrkjukona og geti ræktað það græn- meti og kryddjurtir sem ég nota á kaffihúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.