Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 46
L iljur eru falleg blóm og stolt margra garð- eigenda. Liljuættin er ætt einkímblaða lauk- jurta með regluleg þrídeild blóm. Plantan sendir upp eina blómstöng sem hefur allt að 12 vax- kennd blóm. Þær geta verið í garðinum árið um kring og eru ilmandi og fallegar ásýndar. Ekki er mælt með þessum blómum í garði þar sem eru dýr eða börn að leik þar sem blómin geta verið eitruð. Liljur vallarins setja svip á umhverfið Ljósmynd/Colourbox Lilja vallarins er vinsælt blóm í dag. Lilja vallarins er eins og grænt gras þar til hvítu blómin spretta fram á sumrin. Á veturna ligg- ur blómið í dvala. Þeim sem vilja vera með garð sem líkist hallargarði er bent á liljur vallarins, en glæsilegri blóm er vart að finna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fi k a 19 H vernig hefur garðhegðun lands- manna breyst eftir að veiran fór að gera fólki lífið leitt? „Það sem hefur breyst hjá okkur í pottasölunni eftir Covid er að við seljum meira af pottum. Allar teg- undir, og þá frekar stærri potta en minni. Enda hefur fólk verið meira heima, meira saman og vill eiga stóra góða potta, þar sem öll fjölskyldan getur verið saman og notið lífs- ins. Það sem við finnum fyrir er að fólk er gjarnan með æfingaaðstöðu heima við, notar hana og smellir sér svo í pottinn og tekur teygjuæfingarnar í pottinum ásamt slökuninni eftir æfingar,“ segir Kristján og játar að fólk sé farið að hugsa allt öðruvísi en áður. „Salan hefur tekið rosalegan kipp. Við höf- um reyndar alltaf selt mikið af pottum, en þó sérstaklega mikið undanfarin tvö ár. Mér sýn- ist ekki að það eigi eftir að minnka næstu ár- in. Það er líka komið að endurnýjun margra potta sem seldir hafa verið á Íslandi und- anfarin 15-20 ár. Íslendingar eru duglegir að endurnýja, enda gefa pottarnir svo mikið frá sér, hlýju, vellíðan og nándina við fjölskyldu- meðlimi og vini,“ segir hann. Hverju er fólk að leita eftir? „Við seljum mikið af rafmagnspottum og þá sérstaklega saltvatnspottum. Saltvatnspott- arnir eru mjög vinsælir núna, en þá ertu að notast við saltblöndu í stað klórs. Þeir eru all- ir tengdir við þráðlaust net og getur fólk fylgst með pottinum, til dæmis ef potturinn er staðsettur í sumarbústað. Þeir sem eru með ofnæmi, eða viðkvæmir fyrir klór, eða eru með einhver húð- vandamál eins og til dæmis soriacis, exem eða einhvern annan húðsjúkdóm, þeir finna síður fyrir sjúkdómnum í salt- vatni en klórvatni. Klórpottar seljast samt vel. „Plug and Play“ hitaveitupottar seljast rosalega vel. Þeir koma tilbúnir til notkunar og ekkert mál að tengja þá. Píparinn þarf bara að tengja tvö rör. Vatnið að, og vatnið frá. „Plug and Play“ koma alveg tilbúnir, með einangrun, led- ljósum, burðargrind og klæðningu. „Plug and Play“ eru líka 100% músheldir, en litlu nagdýrin vilja oftast halda sig þar sem er heitt, svo þau lifi af veturinn, og þá halda þau sig undir hitaveituskelj- unum. Í „Plug and Play“ komast þau hvergi að og potturinn geislar engum hita frá sér, vegna einangruninnar.“ Einhvers staðar heyrði ég að fólk væri mest að fá sér tvo potta í garðinn um þessar mundir, kaldan pott og heit- an pott. Hefur þú orðið var við það? „Já. Það hefur orðið sprenging í sölu á köldum pottum. Þeir eru uppseldir eins og er, en von á stórri sendingu innan fárra daga. Persónulega skil ég þetta ekki með kalda vatnið. Mér finnst bara óþægilegt að fara í kalt vatn. En fólk sem er að stunda þetta segir að þetta sé himneskt. Endurnýjun er hraðari á vöðvum og þetta er meinhollt. Ég ætla mér bara að láta mér nægja að selja vöruna,“ segir hann og skellihlær. Hvernig heitir pottar eru í tísku núna? „Saltvatnspottarnir og stærri pottar. Fólk vill viðhaldsfría klæðningu sem kallar á minna viðhald, það er það sem er að seljast best núna.“ Er eitthvert sérstakt form sem fólk sækist í núna sem það hefur ekki viljað áður? „Já, fólk vill meira mótaða potta þar sem setið er í góðum legusætum. Legubekkir halda sínum velli og eru um 30% sem vilja bara potta með legubekk. Potturinn verður að hafa legubekk. Það eru margir á þeim vagni.“ Ert þú með pott í þínum garði? „Já, ég er með Arctic Spas Ocean, sund- laugarpott sem er 5.500 lítra. Þetta er salt- vatnspottur með hljómtækjum. Í sumarhús- inu mínu er ég með Arctic Spas Summit XL sem er 2.200 lítra saltvatnspottur,“ segir hann og játar að hafa keypt nýjan heitan pott heim í veirunni. „Stóri potturinn fór heim í upphafi Covid. Þá vissi ég að fjölskyldan yrði meira saman, krakkarnir ekki í skólanum og við yrðum mik- ið heima. Krakkarnir eru búnir að halda fjöl- mörg pottapartý í garðinum heima síðastliðin ár. Ég er ekki uppáhaldspabbinn í götunni, held frekar í hverfinu. Ég hef ekki tölu á hversu margir krakkar eru búnir að koma heim í pottinn. Ætli ég hafi ekki talið mest yf- ir 20 krakka þegar mest gekk á. Saltvatnið er búið að halda vel utan um vatnið í pottinum og hann er tandurhreinn, enda saltið algert undraefni í viðhaldi ferskleika vatnsins.Vatnið er ávallt sem nýkomið úr krananum,“ segir Kristján. Myndi aldrei fá sér kaldan pott Kristján Ásgeirsson, eigandi fyrirtækisins Heitirpottar.is, segir að fyrirtækið hafi sjaldan selt fleiri heita potta en á veirutímum. Vinsældir kaldra potta eru líka töluverðar þótt hann myndi aldrei fjárfesta í slíkum potti fyrir sjálfan sig. MartaMaría | mm@mbl.is Það skiptir máli að hafa umhverfið í kringum heita pottinn notalegt. Hér kemur jólasería að góð- um notum til að búa til heillandi stemningu. Kristján Ásgeirs- son eigandi Heitirpottar.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.