Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1979, Page 2

Skólablaðið - 01.04.1979, Page 2
EDITOR DICIT Skólablaðið Nú er vor í lofti. Loksins er annað tölublað komið út. Er þar helst um að kenna leti sjálfs míns og áhugaleysi nem- enda. Svo mikið kveður að hinu síðamefnda að undirritaður er jafnvel hættur að heyra spuminguna, „hvenær kemur næsta Skólablað?" Ef til vill bjóst enginn við fleiri blöðum. I þessu blaði hef ég, með góðri aðstoð Asgeirs Sverris- sonar, rajTit að hafa á víxl fræðandi greinar og léttmeti. Af hverju pólitík? Jú, ég trúi því að jafnvel efni eins og pólitík eigi erindi til okkar. Fræðslan víkkar sjóndeildar hringinn og skapar okkur viðmiðun. Segja má sem svo að ef einhver hafi áhuga fyrir Karli Marx og hinum strákunum þá geti hinn sami gengið sér til heilsubótar upp á bókasafn og lesið sér til um þetta. Ég tel hins vegar að þetta málefni eigi ekki að fela og pukrast með úti í horni. M.R. er enginn heimur út af fyrir sig. Fyrr eða síðar lendum við flest í hringiðu lífsins og þá er gott að hafa aðeins hugleitt til- gang lífsins og kerfið sem við búum við. Vonandi örvar þetta einhvem til dáða eða kveikir neista í brjósti ein- hvers, neista sem síðar verður kannski að báli. Ekkert Quid Novi er í blaðinu og er það vel. Nú ef þér. lesandi góður, finnst blaðið vera leiðinlegt eða of póli- tíkst getur þú sjálfum þér um kennt. Þú skrifaðir ekki neitt. Það er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri allt og séu svo í þokkabót með afbrigðum skemmtilegir. Nei, þessi hugsunarháttur með að fá allt á silfurfati gengur ekki, bara alls ekki. Ef væri nú ekkert Skólablað? Þá mundi fólk hlaupa upp til handa og fóta og endurvekja Skóla-i blaðsútgáfuna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. í miðri lágjcúru og áhugaleysi nemenda hratt ritnefnd af stokkunum eins konar samkeppni til að laða inn efni. Arang- urinn varð tvær smásögur, nokkrar teikningar og fjöldinn allur af ljóðum. Eru teikningamar vonandi til prýði, alla vega ætti að vera skemmtilegra að skoða og fletta blaðinu, flestir láta sér það víst nægja. En mikið hefur ljóðagerð menntlinga farið aftur. Þessi „ljóð" eru ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Þá gengu hagyrðingar um og köst- uðu fram stokum. Ahugaleysið eða þessi „félagslega deyfð" hefur verið svo yfirþymandi að ég hef ekki getað á heilum mér tekið eftir jól. Af hverju er þessu nú einu sinni far- ið svo? „Það er bara svona" eins og kerlingin sagði. Til núverandi ritnefndar var kosið síðastliðið vor. Stukku þá fram á sjónarsviðiö nokkrir árar og púkar með há- ar hugrryndir um hvemig að Skólablaðinu skyldi staðið. En önnur varð raunin. í dag má heita að í ritnefnd séu þrír „aktívir" neðlimir. Hinir virðast tapaðir í djúpi forlag- anna. Vitað var að þeir sigldu ekki heilli snekkju í upp- hafi. En nú virðist sem hún sé sokkin. Svo miklar og nHrg- ar voru hugmyndimar. Elg hafði líka mínar hugnyndir er ég fór í þetta eiribærtti Nú sé ég hversu rangt ég hafði fyrir mér. íg-vonaðist t.d. til að geta gefið út fleiri blöð. En það er bara ekki hægt áskriftin er svo iág miðað við útgáfukostnað. Hversu mikið var ekki „fílósóferað" um hópvinnuna. Hún hefur verið lé- leg hjá ritnefnd og „mórallinn" hálfu verri. Fýlan og and- leysið hefur ætlað rrann lifandi að kæfa. Það var og er út- breiddur misskilningur að ritstjóri marki einfarið stefnuna hinir séu einungis vinnudýr. Ritstjórinn hefur sama atkvæð- isstyrk og aðrir á ritnefndarfundum, það er eitt atkvseði. Ekki hefur ritnefnd nýtt þetta, hugmyndirnar hafa verið fá- ar og smáar. Oftast fer það nú þannig að ritstjórinn og nokkrir fleiri fara með hlutverk vinnudýranna. Hinir, ja ætli þeir „blaki sér" bara ekki. Það hefur ekki verið fyr- ir að fara dugnaðinulh hjá ritnefnd í vetur (með undantekn- ingum þó). Ef til vill var ég ekki nægjanlega harður við fólk og nógu duglegur að ýta á eftir því. Ég er bara ekki sú marmgerð sem nennir að vera sínöldrandi utan í öðrum. Verst þótti mér þegar menn lofuðu gulli og grarum skógum en sviku svo allt saman. Hér fyrir stuttu ávann Skólablaðið sér mikið hrós, að vera talið besta framhaldsskólablaðið. Þá fóru menn að tala um „standard." Hinn almenni nemandi varð svo ánægður að hann hætti að skrifa í það. Hann vildi að aðrir við- héldu „standardnum". Eða var þetta hræðsla, hræðsla við að vera ekki nógu pennafær eða „lágkúltúrell" svo ég minnist ekki á ljótu karlana sem breyta öllu ef það á annað borð hlýtur náð fyrir augum ritstjómar. En nú er að rofa til. Himnarnir opnast, alnœttið stynur og út úr höfðinu stekkur fullþroskað „lágkúltúr"-blað, sannkallað gagnfrrfiaskólablað Sko, það var eimitt það sem við þurftum. Ekkert mun verða of lélegt, allir fá að skrifa í blaðið. „Gvuð, hvað það verður nú líbóT" Sigríður Dóra I fyrsta tölublaði reðst ég all harkalega í editor dicit á Sigríði Dóru vegna „lyklamálsins" sem frægt er orð- ið. Það var ekki á rökum reist því Sigríður kveðst hafa talað við Guðna um hvort ekki væri möguleiki á því að rit- nefnd fengi lykla að umræddri kompu. Vil ég nú biðjast af- sökunar á þessu enda timi til kominn að gera upp við guð og góða msnn áður en ég fer alfarið á brott úr skólanum. Rangfærslur og vitleysa eiga ekki heima á prenti. Allt prentað mál skal vera þannig úr garði gert af höfundi að ekki sé hægt að hrekja það ofan í hann aftur. „Krónólógía" og staðreyndir, allt skal það vera rétt. Höfundur þarf því að vera viðbúinn að geta fært rök fyrir máli sínu og vísað til heimilda. Það er ekkert til í þessum „bisness", sem heitir að halda, þú verður að vita. Allt annað, t.d. quid novi, er prenteyðsla. En minnið er brigðult og jafnvel bestu mönnum geta orðið á mistök. Kosningar Lúðrar hljóma og trumbur eru barðar, kosningar. Á hverju vori er framinn þessi skrípaleikur. Mörgu er lofað fitjað er upp á ýmsu skemmtilegu en óneitanlega verður lít- ið úr efndum. Þetta minnir okkur dálítið á lýðskrumið við Alþingiskosningar. Innst inni blundar fíflið í okkur, al- búið til þess að þykjast og leika. En þetta viljum við. Ef eirihver er hreinskilinn og segir:„Mig langar" þá er ekkert í hann spunnið, hann er hugnyndasnauður. Hér eru það vinsældimar og kunningskapurinn. Pólitískar hugsjónir nei, guð forði okkur frá því." - ðneitanlega er félagslíf M.R. farið að líkjast því sem gerist í hinu maðkuga auð- valdsþjóðfélagi. Það er oft sagt að 6.bekkingar vilji skemm fyrir þeim yngri. Það er ekki rétt heldur hafa augu rrenna opnast og ýmsar neinlokur horfið þá er þeir stiga í G.bekk eftir mis- langa veru í skólanum. Yngri bekkingar, látið ekki eldri bekkinga fara í taugamar á ykkurT Það er óhollt fyrir mag ann og getur orsakað mállýti hjá sumum. En eitt þætti mér vænt um, að þið ynðuð víðs fjarri á dimission-ballinu. Að lokum: „Farvel hosa" Magnús Erlingsson, ritstjóri. SKÖLABLAÐÍÐ! Skolablað M.R. 3.tbl. 54.árgangur. Ritstjóri: Magnús Erlingsson Ritnefnd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Haraldur Jónsson Ragnheiður I. Bjamadóttir Egill Másson Sif Ormarsdóttir f’pin ritnefnd: Asgeir Sverrisson Vélritun: Ásgeir Sverrisson Magnús Erlingsson Haraldur Jónsson Margrét Rún Guðmundsdóttir Valdís Gunnarsdóttir Halldór Þorgeirsson Svava Þorkelsdóttir Egill Másson . ■> Ragnheiður I. Bjamadóttir (S''‘y'a > Uppsetning: Ásgeir Sverrisson Margrét Rún Guðmundsdóttir Magnús Erlingsson Haraldur Jónsson Ragnheiður I. Bjamadóttir Halldór Þorgeirsson Egill Másson ) Efni: Ásgeir Sverrisson Haraldur Jónsson Margrét Rún Guðmundsdóttir Magnús Erlingsson Ámi þ. Snævarr Halldór Þorgeirsson Ragnheiður I. Bjamadóttir Kristín Róbertsdóttir Steen Magnús Friðriksson Þóra Þórarinsdóttir Joachim von Hasselhugel Ásbjöm Jónsson Jón Atli Beneddktsson Pétur H. Ármannsson Sverrir ölafsson jón G. Guðlaugsson Egill Músson Ljóðahópur "79 Teikningar: Þórhallur Þráinsson Ásgeir Ásgeirsson Karl Aspelund Sif Vígþórsdóttir (rf'na cynet'n) Forsíða : Baldur Hólm Kristinsson. Ábyrgðarmaður: Jón S. Guðmundsson Filmugert: Repró Prentun: Formprent Ötgefandi: Skólafélag M.R.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.