Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1979, Side 6

Skólablaðið - 01.04.1979, Side 6
POP-LIST UPPHAFIÐ. Fyrsta raunverulega tilhneiging til pop-listiðkunar átti sér stað 1 Englandi 1950. Það var Francis Bacon sem var svo frumlegur. I myndum sínum notar hann ýmsar samsetning- ar, úr verkum annarra listamanna, s.s. af æpandi andlitum, upphaflega í kvikmyndinni » Einn- eginn notaði hann teikningar 19.aldar málarans Muybridge, með að skeyta þeim saman á ýmsa vegu. Hugirynd hans um notk un ljosmyndar, sem skirskotun til neysluþjoðfélagsins, er samsvarandi við eftirkomandi listamenn. Francis Bacon var eini ný-listamaðurinn sem virtur var á þessum tíma í Bret- landi. HugiTynd hans um ljósmyndina sem skjal raunveruleika og ímyndunar átti eftir að hafa meiri áhrif en hann hefði grunað. Veturinn 1954 komu saman nokkrir listamenn í. ICAdnsti- tute of Contemporary Arts), sem þá var aðalsamkomustaður ungra, þenkjandi listamanna í London. Listamennimir,sem síðar kölluðu sig "The Independent Group", voru Eduardo Paolozzi(f.l924) skoskur höggmyndari, neo-ljósmyndarainn Nigel Hendersoníf. ca.1926) og Richard Hamiltcn (f.1922) sem frægur var fyrir frumleg rryndverk sín. Markmið þeirra var að kanna stöðu listarinnar, því nú var hún í straum- hvörfum. Hinn áður ríkjandi abstract-expressionismi var að lotum kominn, og æ meir bar á tilraunum ungra listamanna til nýrrar stefnumótunar. Fjölmiðlar mótuðu menningarlegu vitund almennings mikið. Því akváðu þeir að taka til neð- ferðar samtímann og fjölmiðlunina: auglýsingar, pop-tónlist vísindaskáldsögur og kvikmyndir. Listin, hin eina sanna, hafði fjarlægst raunveruleikann, var orðin n.k. stærðfræði- leg þraut fárra útvaldra. Brúa bæri bilið milli listamanna og neytanda, færa listina út á götumar. Ærangur umþenkinga listamannanna var svo sýning, sem haldin var í ICA 1955, og bar heitið "Samsíður lífs og list ar, MAN, MACHINE,M0TI0N." Aðallega voru þama verk Richart Hamiltóns, sem flest voru mjög sérkennileg að gerð. 0r- klippur úr tímaritum, auglýsingar sem og hlutar úr kvikmynd- um voru uppistaða verkanna. Þetta mótaði hann á ýmr.a vegu og vildi þannig lýsa andúð sinni á fjölmiðlum, og stöðu hins almenna í vélvæddu þjóðfélagi nútínans. Verk Hamilton bera keim dadaisma, en líkt og þeir t.a.m. Duchamp er þetta andóf gegn staðlaðri list. Raunar má segja fyrimryndir listamannanna séu aðallega Marcel Duchainp og Fernard Léger, en hugsunarháttur þeirra er svipaður. List þeirra síðamefn du var tilgangsleysi og tómatilfinning skein út úr verkum þeirra. Léger hafði reyndar fyrr á öldinni lýst vandlæt- ingu sinni á allsnægtarþjóðfélagi anerískra og hinum "pass- íva" neytanda þess. Sýning félaganna þriggja fékk drærtBr viðtökur hjá rót- gronum listamönnum höfuðborgarinnar. Var álitin ódýr og auðvirðileg. En hjá yngri listamönnum hlaut hún hljómgrunn og fékk síðar nafnið "pop" (popular), sem útlistun á fjöl- miðlun og skemmtan núdagsins. Iðkun listforms þessa hneigðist til að vera helsti óbeir hjá listanönnum meginlandsins. Má þar nefna Svíann Oyvind Fahlström (f.1928), Martial Raysse (f.1936) í Frakklandi og Bretann Peter Blake, sem skar sig að nokkru útúr hvað pop-hugarfar snerti. Myndir hans bera keim "nostalgíu", bæði í áköfu dálæti á tálcnum fortíðarinnar s.s. boxurum, og tilvitnunum til „gömlu góðu daganna". Pop-list og hugarþel var ádeila á bandarískt neyslu- þjóðfélag. Snemma hófu listamenn vestursins listsköpun í þessum anda, þó upphaflega í blóra við breska forvera sína En breskir sem aðrir nýlistamenn, hófu reyndar störf í New York seinni hluta sjötta áratugsins. Nægir þar að nefna Richard Smith (f.1931), en hann yfirgafCBretland um 1960 og starfaði síðan í Bandaríkjunum. POP í USA. Ungir listamenn Vesturheims iðkuðu ýmsa list á þessum tím. Mikið bar á svokölluðum gjömingum (performance) , þar sem kyrr og kvik list runnu saman í eitt. Var þetta allt mjög frjálslegt og skemmtilegt, bæði geranda og glápanda til yndisauka. Listin skyldi vera hrein og bein, komast beint til áhorfenda, sem oft tóku þátt í leiknum. Abstraksjónin má fara lönd og leið, er einungis til að torvelda skilning neytandans. Jasper Johns (f.1930) ásamt Robert Rauchenberg (f.1925) voru helstu mótendur poppsins í New York. A sýningu hald- inni í Leo Castelli Gallery 1958 kom fram sá tjáningarmáti °em algengastur varð meðal nýlistarmanna svæðisins, á þessu tímabili. Johns , sem var undir nokkrum áhrifum frá Switters og félögum, lýsti skoðun sinni á neysluþjóðfélag- inu á sinn persónulega máta. Hann notar, líkt og hinir bresku, auglýsingar og vörumerki algeng í verkum sínum. Veltir fyrir sér mörkum ínyndunar og raunveruleika, neð því að afskræma þekktar neysluvörur. Frægt er t.a.m. verk hans "Bjórdollur", en það eru tvær dollur sem búið er að mála. Mynnir þetta óneitanlega á slíkar, en í raun eru þetta aðeins tvær rfóbreyttar" dollur. Félagi hans, Rauchenberg, er enn sérstæðari í list*- sköpun sinni. Hann notar hluta úr verkum annarra, sem hann festir síðan klessir saman innbyrðis. A yfirborð nyndar- innar festir hann ýmsa hluti s.s. úttroðna geit, rafnagns- klukku, útvarp, til að nynda neiri vídd í verkinu. Þannig rýfur hann málverk tvívíddarinnar, á svo mjög sérstæðan hátt. Listsköpun hans mótaðist mjög af kunningsskap við lagasmiðinn og zen-buddistann John Cage. Trú hans á af- stillun hugar áhorfandans og gera hann neðvitaðan um nán- asta umhverfi, kom af stað margs kyns gjömingum. Tom Wesselmann (f.1931) braut endanlega múr tvívíddar- innar. Myndir hans eru ekki eiginleg málverk, heldur í senn áþreifanleg og lifandi. Myndir hans úr amerísku heimilislífi eru frægar, svo og nýstárlegar. Þær eru málverk, en á beim er komið fyrir ýmsum hlutum s.s. klóset- setu , sturtutjaldi eða síma, sem síhringjandi ruglar á- horfendur í ríminu. Claes Oldenburg (f.1929) gekk lengst í skírskotun til neysluþjóðfélags nútímans. Hann setur á svið algeng fyrir- bæri t.d. líf í stórverslun, og tileinkar sýningar sínar einhverju ákveðnu þema. Á uppákomu (happening) sem hann og Jim Dine (f.1935) héldu var stræti stórborgarinnar tekið fyrir. Sýningin bar heitið "Strætið", og á henni voru táknrænir hlutir strætisins s.s. rusl, limlest fómar- lömb(gínur), bílflök, aur o.fl. Dine þessi hafði raunar áður haldið svipaða sýningy. "Bílslys" , líka að sniði. Sýningar Oldenburgs eru mjög nýstárlegar. Á sýningunni "Stórverslunin" stillir hann upp kunnuglegum hlutum úr amstri verslunarlífsins t.d. matvörum,fötum og rafrrBgns- tækjum. Hlutimir liggja á borðum og hillum, alveg eins og í verslun, og innan um er framinn gjömingur, sem eru leikin atriði o.fl. Hann kom reyndar með ággstis tillögu um hvað pop-list vasri: £g er fyrir list sem rýkur úr reykháfnum, eins og svart hár og dreyfist út í loftið. Ég er fyrir list, sem fellur úr pyngju gamals manns, þegar hann dettur vegna bxls sem ekur á hann. Ég er fyrir list úr hundskjafti, sem dettur fimm hæðir niður af húsi. Ég er fyrir list, sem krakki sleikir, eftir að hafa tekið umbúðirnar af. Ég er fyrir list, sem titrar eins og fætur farþega alnenningsvagns, þegar hann fer yfir holóttan veg. Ég er fyrir list, sem er reykt eins og sígaretta, lyktar eins og par af skóm. Ég er fyrir list, sem lafir eins og flagg, eða hjálpar manni að snýta sér. Ég er fyrir list, sem er farið er í eins og buxur, sem æær göt á sig eins og sokkar, sem er étin eins og kaka, sem er yfirgefin neð fyrirlitningu eins og rtannaskítur. Ég er fyrir blikkandi list, sem lýsir upp nóttina. Ég er fyrir list sem dettur, klessist, iðar,stekkur, sem fer á og af. Ég er fyrir list, sem er eins og breið dekk eða svört augu. Ég er fyrir Kool-list, Pepsi-list, Sunshine-list, 39 senta-list, Vatronal-list, Menthol-list, I.&M-list, Exlax- list, Venida-list, Heavenhill-list, Rx-list, 99.9-list, nú-list, ný-list, hvemig-list, brunasölu-list, "last chanoe " -list, demanta-list, á morgun-list, Franks-list. ©

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.