Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1979, Page 9

Skólablaðið - 01.04.1979, Page 9
-HUGLEIÐINGAR UM UPPHAF KVENNAKÚGUNAR HRUN MCÐRAVELDISINS. FEÐRAVELDIÐ. Með uppgötvun nýrra málma, s.s. brons og járns, leið iiffiðraveldið undir lok. Með tilkomu betri verkfæra úr þess- um málmum urðu stórstígar framfarir í akuryrkju og farið var að gera áveitur, sem nú um stundir mun alvanalegt að telja fyrsta vísi að menningarsamfélögum. Konur reðu vel við léttari ræktunaraðferðir steinaldarinnar en karlarnir, sem vanir voru áhaldasmíði og vopnanotkun, gerðu nú inn- reið í akuryrkjuna með stórvirkari tól sín. Veiðiferðir urðu nú ekki lengur þær undirstöður fæðuöflunar sem áður, því uppskeran varð mun meiri og jafnari. Þar sem þessi breyting atvinnuhátta var af efnahagslegum toga spunnin, hefur varla komið til beinna átaka á milli kynjanna. Þræla- hald hófst að öllum líkindum á þessum tíma, og bendir ein- dregið til baráttu á milli einstakra ættflokka um landrými, Gamfara nýjum háttum fóru menn að eigna sér land og hin hatramma barátta um einkaeignina hófst. Með því karlmaður- inn komst upp með að eiga jörðina sem hann ræktaði grös á, vildi hann eigna sér allt annað; konan var hans, bömin líka. Karlinn vildi nú vera viss um að eignir hans kæmust í hendur niðja af hans eigin holdi og blóði, og gerði því þær kröfur til konunnar að hún ætti böm rreð honum einum. Eins og við mátti búast breyttúst trúarbrögðin nú einnig. Við hlið gyðjunnar kom goð; annað hvort sonur hennar eða elskhugi, nena hvor tveggja vaaei. ösíris varð rraður Isis og Hórus sonur; Adonis við hlið Astarte; Seifur Hinar elstu heimildir sem við höfum undir höndum, eru allar ritaðar eftir að feðraveldið var orðið fast í sessi. Við það að missa heilagleika sinn stóðu konur eftir ireð bannhelgina eina: Nú voru þær óhreinar. Bölvun heimsins mátti rekja beint til þeirra. Eva kynnti mannkyr.inu syndina og Pandora gat ekki stillt sig um að opna keraldið sem geymdi allar þær sóttir og meinsemdir sem síðan hafa hrjáð nennina. „Reglan, ljósið og karlmaðurinn eru af hinu góða, en óreiðan, myrkrið og konan af hinu vonda," irælti Pýþagóras. Og lögin, jafnt indversk, grísk,sem rómversk gera konuna réttlausa og Kóraninn lítur á konuna með einskærri fyrir- litningu. Engu að síður þóttu konur nauðsynlegar, og ef að þær giftust (= gáfust) og beygðu sig þannig undir vald karlmannsins, þóttu þær hreint ekki svo afleitar, enda er hjónabandið einn af homsteinum feðraveldisins. Ragnheiður Ingibjörg Bjamadóttir. ríkti með Heru. ©

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.