Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1979, Síða 12

Skólablaðið - 01.04.1979, Síða 12
KARL MARX OG HIN DlALEKTlSKA EFNISHYGG JA Líklega þarf ekki að fjölyrða um fæðingarár, fæðingastað eða almennt æviferil Karls. Nær væri að hyggja að kennlngum hans, velta þeim fyrir sér og draga ályktanir. Kenningarnar skal ekki líta á sem óbrigðular. Enginn heimspekingur hefur höndlað sannleikann, heldur aðeins nálgast hann sbr. Platón og Marx. Marx boöar réttlátt þjóðfélag, stéttlaust þjóðfélag. Einstaklingamir standa hlið við hlið i beinni línu-enginn þarf að rjúfa línuna, þar eð þörfum hvers og eins er fullnægt. Réttlætið verður faktískt efnislegt fyrirbrigði. Réttlætistilfiningin hefur ætíð veriö sterk i mönnum. Þess vegna hafa menn einmitt sett sig í andstöðu við ríkjandi skipulag. Var td. byltingin í Rússlandi nokkuð annað en fullnæging réttlætis- ins? Aðstæðurnar og oppositionin voru fyrir hendi. Tilgangurinn með þessu greinarkorni er að varpa dulitlu ljósi á eitt grundvallar hugtak marxismans, kafa ofurlítið oni hin mystísku ’orð, díalektísk efnishyggja. Fyrsta meginregla þessa skipulagða kerfis er sögulegur ttdeterminismi"sem þýðir að sagan stjómist af lögmálum,sem mannshugurinn geti kynnst,og geri þannig manninum kleyft að sjá fram 1 framtíðina. Því næst koma sjálf lögmál sögunnar. Hér varð Marx fyrir miklum áhrifum frá þýska heimspekingnum Georg Wilhelm Friedrich Hegel(177o-l83l) sem leit á framgang sögunnar sem baráttu andstæðra afla,sem leiddi til breyt- inga. Hegel kallaði þennan framgang sögulegra breytinga,dialektikina. Marx boðaði byltingu þar sem þjóðfélagsleg bygging hafði náð því stigi,að breyting var óumflýjanleg. Tengt þessari þriðju hugmynd um sögulega baráttu er fjórða atriöið,hin efnahagslega túlkun Marx á sögunni.Marx leit á efnahaginn,sem alltaf var að þróast.sem undirrót allra sögulegra,laga- legra,hugmyndafræðilegra,jafnvel trúfræðilegra breytinga. Þessi hugmynd var tengd klassískrl efnishyggju,sem skilgreindi manninn og náttúruna sem fullgerða framleiðslu náttúrulögmálanna. En Marx gekk lengra til að lífga upp þessa stöðnuðu hugmynd og ná lokareglu hinnar díalektísku efnishyggju^hugmyndinni um hina efnahagslegu baráttu sem gerir manninum kleyft að stjóma heiminum og bæta hann. Að áliti Marx var allur • framgangur sögunnar áframhaldandi barátta óvin- veittra efnahagslegra hagsmunahópa. Hin óumflýjan. lega barátta 19. aldarinnar,að hans mati,var barátta milli kapítalistanna og arðrænds verka- lýðsins,sem alltaf fór fjölgandi. Hið marxíska kerfi býður bæði upp á aöferð til að skilja þjóðfélagið og að breyta þvl. Er kapítalisminn næði tæknilegri fullkomnun myndi framboðið stig af stigi verða meira en eftirspurnin. Vegna þessa.sagði Marx,myndi gróði minnka og hinn fálmandi kapítallsti vinna upp tap sitt á kostnað verkamannsins,sem neyddist til að selja sjálfan sig,ekki fyrir jafngildi þess sem hann framleiddi,heldur fyrir það sem kapital- istinn skammtaði honum. Gróði hins síðarnefnda var í greinilegri andstöðu við kaup hins fyrr- nefnda. Þetta hlaut að leiða til stéttabaráttu. Þar sem Marx gat ekki ímyndaö sér að kapítal- istamir létu forréttindi sín af hendi fúsum og frjálsum vilja boðaði hann blóðuga byltingu. Fyrsta hagkvæma skrefiö yrði stofnun stjómmála- flokka og verkalýösfélaga. Þegar verkamennirnir væru skipulagðir gerðu þeir byltingu. Með því að neyta liðsmunar myndu þeir taka völdin og koma á alræði öreiganna.Með því að hafa framleiðsluna svo og stjómina„í höndum sinum myndu þeir koma á hinu sósíalíska riki,þar sem atvinnutæki í eigu almennings myndu stig af stigi yfirtaka smærri framleiðslueinlngar í einkaeign. Slík sam- eign myndi eyða gróðahugsuninni í hugum fólks og hægt yrði að skipuleggja efnahaginn með hagsmuni þjóöfélagsins í huga. Þegar samkeppni og eigin- hagsmunasjónarmiðum hefði verið eytt myndu allir hagnast efnislega og um leið og efnislegt um- hverfi mannsins batnaði þá myndi mannlegt eðli batna. Ríkið sem lögreglumaður myndi stig af stigj’ leggjast af og alræði öreiganna liða burt út í hið stéttlausa þjóðfélag. I þessari framtíöar Paradis -hinu sögulega lokastigi Marx- myndi öll efnahagsleg og öll teng barátta enda. Maður- inn gæti loks nýtt hugarorku sína til fullnustu. Þannig ímyndaði Marx sér framtíðina en hindranirnar voru margar. Þing, konungar og keisari stjómuðu Evrópu. 1 austri var mjög lítill iðnaður og því enginn verkamannaher til að gera byltingu. Um daga Marx voru Bretland Frakkland og Þýzkaland höfuðvígi kapítalismans og við þau batt Marx vonir sínar. En jafnvel meðal sósíalista ríkti mikið ósamlyndi. Það voru sósíalistar minna róttækir en Marx,sem boðuðu friðsamlega breytlngu. Marx afneitaði þeim með fyrirlitningu. Það voru og anarchistar,sem líkt og hann,dreymdi um stéttlaust þjóðfélag,sem var mjög frábrugðiö hans. Marx sá engin vísindi i baráttu þeirra og afneitaði þeim líka. Marx var heimspekingur en ekki framkvæmda- maður. Að undanskildum ritstörfum hans tók hann einungis að sér eitt mikilvægt hlutverk í bar- áttunni en það var formennska Alþjóöa verkamanna- sambandsins í London 1864. Þessi hópur hefur gengið undir nafninu Fyrsta alþjóðasambandiö. Það entist í 12 ár og mistókst hrapalega. Annað al- þjóðasambandið var kallað saman 1889 og entist fram til 1914. Bitlaus árás þess beindist einkum að hinum iðnvædda vestræna heimi og það vanrækti Rússland svo til algjörlega. Rússland hafði jú fáa verkamenn.aðeins afskekkta smábændur og harðan kjarna hugsjónamanna,sem var haldið niðri af keisarastjóminni. En þar komu þeir fram Lenin og strákamir. Asgeir Sverrisson.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.