Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1979, Page 17

Skólablaðið - 01.04.1979, Page 17
Ég hygg aö allir sagnfræðingar séu sammála um áhrif rússnesku byltingarinnar á mannkynssöguna. Flestir sem hafa kynnt sér þetta tímabil eru sammála um mikilvægi Lenin í henni. Það er því ætlun mín að fjalla um æviferil hans í grófum dráttum. Vladimir Ilyich Ulyanov (Lenin) fæddist þann 10. apríl í horginni Simbirsk,' sem nú heitir Ulyanovsk, við- ba]<ka Volgu. Faðir hans hét Ilya Nikolayevich og var kennari. Hann var framsækinn maður og reyndi mikið að fræða alþýðuna. Móðir Lenins hét Maria Alexandrovna og var dóttir læknis. Hún hafði fengið góða menntun á heimili sínu, kunni fjöl- mörg tungumál, var vel lesin í bókmenntum og mikill aðdáandi tónlistar. Börn þeirra hjóna voru sex. Anna, Alexander, Vladimir, Olga, Dmitri og Maria. Foreldrar þeirra reyndu að veita þeim frjálslynda nenntun og kenna þeim muninn á réttu og röngu. Það er því engin tilviljun að þau urðu öll byltingarsinnar. Vladimir Ulyanov Xas mikið og þekkti vel y&dsi-hiún&i: rússnesku höfunda svo sem, Puskins, Lermontovs, Gogols og Lev Tolstoys. Lestur hans beindist einkum að ritum hinna byltingarsinnuðu demókrata svo sem, Berlinskys og Pisarevs og einnig af bókum sem_ voru bannaðar af stjómvöldum. Mikil uppáhaldsbók Lenins var ,ýlvað ber að gera" eftir Chemy- shevsky. Uppeldi hans, lestur hans á hinum framsæknu rúss- nesku bókmenntum, athyglisgáfa hans, allt þetta varð til að móta skoðanir hins unga Lenins. Kapítalismi var þá í mikilli framsókn í Rússlandi, verksmiðjur spruttu upp og þúsundir verkamanna voru ráðnar við þær. Harðstjóm zar- stjómarinnar, kúgun kapítalista og landeigenda og staða hinna arðrændu verkamanna. fylltu þennan unga mann hatri á kúgurunum og meðaumkvun gagnvart hinum kúguðu. Einn var sá maður er hafði mikil áhrif á Lenin í æsku. Það var eldri bróðir hans Alexandr. Hann var byltingarnaður og kaus að helga líf sitt baráttu gegn zarstjóminni í von um betra líf fyrir alþýðunna. Af honum kynntist Vladimir fyrst marxískum bókmenntum. Vladimir var mjög ungur þegar hann varð fyrir miklum áföllum. 1886 lézt faðir hans snögglega og 1887 var Alexandi handtekinn í Pétursborg vegna tilræðis við Alexander 3 og líflátinn skömmu síðar. Aftaka bróður hans styrkti Lenin í trúnni og hann ákvað að helga líf sitt byltingunni. En um leið afneitaði hann leið þeirri er Alexandr og félagar hans höfðu kosið, nefnilega að sýna ráðamönnum í þjóðfélaginu og jafnvel zamum sjálfum tilræði. Því fór Vladimir Ulyanov að leita annarar brautar til ffelsunar fólksins. Til þess að ná þessu markmiði sínu tók hann að lesa félagsfræði og las mikið. 1887 hóf hann að læra lögfræði við háskólann í Kazan. I desember sama ár var hann rekinn úr skólanum vegna leynilegs fundar sem hann og fleiri byltingarsinnaðir stúdentar héldu. Hann var sendur í útlegð til Kokushkino, sem nú heitir Lenino og þar notaði hann tímann til lesturs. Ari seinna var honum leyft að snúa aftur til Kazan þar sem hann sótti aftur um háskólavist en var neitað. Þá sótti hann einnig um leyfi til utanlandsferðar en var einnig neitað. Þá voru starfandi í Kazan nokkur leynileg byltingar- sinnuð félög. Þessi félög voru skipulögð af N.Y. Fedoseyev sem var einn af fyrstu byltingarsinnuðu marxistunum í Rússlandi. Lenin kynntist meðlimum þessara hópa og gekk í einn þeirra. Nú byrjaði Lenin að stúdera marxisma fyrir alvöru. Karl Marx ásamt félaga sínum Priedrich Engels tileinkaði líf sitt frelsun verkalýðsstéttarinnar undan oki kapítal- ismans. Marx og Engels kenndu, og kenna, að baráttu milli verkalýðs og kapítalista myndi óumflýjanlega ljúka lœð sósíalískri byltingu, þar sem verkalýðurinn myndi koma á eigin stjóm. í maí 1889 flutti Lenin, ásamt fjölskyldu sinni til Samara Gubemia, þar sem hann bjó næsta fjórða og | hálfa árið. Þar sem annars staðar varði Lenin tíma sínum í að stúdera marxisma og eyddi líka miklum tíma í að læra erlend tunguiiél, sérstaklega þýðsku. Þá sneri hann og Kommúnista- ávarpinu yfir á rússnesku og var það mikið notað í leyni- legum leshringjum víðs vegar um landið. HEIÐURSNAFNBÖT í LflGUM. 1891, stóðst hann próf frá háskólanum í St. Pétursborg í lögum og fékk heiðursnafnbót. Þá byrjaði hann að starfa við héraðsdóminn í Samarahéraði sem verjandi. Viðskiptavinir hans voru aðallega fátækir bændur. Lagastarf hans var aðeins yfirvarp til að hylja hina byltingarsinnuðu starfsemi. 1892 skipulagði hann fyrsta leshringinn um Marxisma í Samara. En Samara var að' hyggju Lenins of lítill staður. Hann vildi fara til stórs iðnaðarsvæðis þar sem nóg var af verkamönnum til að taka við boðskapnum. Þess vegna hélt hann til Péturs- borgar í ágúst 1893. í Pétursborg, /sem þá var höfuðborg Rússlands og eitt aðal aðsetur verkalýðshreyfingarinnar, voru starfandi margir ólöglegir marxískir hópar. Lenin gekk £ einn af þessum hópum. Þar helgaði hann sig algjörlega hinni byltingarsinnuðu baráttu. Hinn mikli lestur hans á Marx ásamt þeim hæfileika að geta heimfært Marxismann upp á rússneskar aðstæður, gerðu hann brátt að leiðtoga marxista í Pétursborg. Lenin tók nú að einbeita sér að uppbyggingu marxísks byltingarflokks. Hann náði til útvarða verkamanna, hélt fyrirlestra og kenndi hvemig baráttan skyldi háð. 1894 kynntist hann Nadezda Konstantinovna Krupskaya, sem var kennari í kvöldskóla fyrir verkamenn. Seinna varð hún kona hans. Vorið 1895 fór Len.in til Sviss þar sem hann gekk frá út- gáfu greina undir nafninu Rabotnik (verkamaðurinn). Þaðan fór hann til París og Berlin og fór þar á fundi hjá verka- mönnum. Einnig fór hann á bókasöfn og las bækur um Marxisma sem voru ófáanlegar í Rússlandi. Lenin smyglaði og marx- ískum bókiœnntum inn í Rússland og var þeim dreift í borgum. Um haustið 1895 sameinaði Lenin alla hina marxísku hópa sem starfandi voru í Pétursborg í eina pólitíska fylkingu. Hún nefndist „Baráttufylkingin". Fram að þessum tíma höfðu marxísku hópamir haft lítil sams^ipti við verkalýðshreyf- inguna, aðeins reynt að ná til framvarða verkalýðsins. Baráttufylkingin fór að skipuleggjk verkföll t.d. var hið fræga verkfall textíl verkamanna í Pétursborg skipulagt af henni. Baráttufylkingin gaf einnig út og dreifði bæklingum til verkamanna um hvemig þeir ættu að berjast fyrir hags- munum sínum og hvers þeir ættu að krefjast af kapítalistum og zarstjóminni. Zarstjómin lét fylgjast náið með Baráttufylkingunni og lét til skara skríða gegn henni í deseniber 1895. Lenin 'og flestir leiðtogar hennar voru þá handteknir. Lögreglan ‘náði þá £ fyrsta tölublað blaðs sem rússneskir Marxistar höfðu undirbúið sem ólöglegt blað fyrir verkamenn. Það hét Rabochey Dyelo (Málstaður verkamBnnsins). Lenin var 14 mánuði £ einangrun £ Pétursborgarfangelsi. Þar byrjaði hann reyndar að semja eitt nesta rit sitt, Þróun' Kapitalisma £ Rússlandi. SÍBERlUVIST. 13. febrúar var kveðinn upp dómur yfir Lenin, 3 ár £ útlegð £ Austur-S£ber£u. 1 ma£ kom hann til þess staðar er hann átti að vera í útlegð, þorpsins Shushenskoye. Þar hjálpaði hann mikið fólkinu £ nágrenninu og veitti þvi lög- fræðilega aðstoð £ þvi hvemig það ætrti að vemda sjálft sig gegn yfirvöldunum og rikum landeigendum. Ari seinna kom Krupskaya til hans £ útlegðina. Hún hafði einnig verið hand- tekin i . sambandi við Baráttufylkinguna. Þar giftust þau. Þar lauk Lenin einnig við bók s£na „Þróun Kapitalisma £ Rússlandi". Þetta verk er eiginlega franihald á verki Marx „Das Kapital". Kannanir Lenins á-efnahagskerfi Rússlands eru þarft framlag til efnahagskenninga Marx. Lenin sýndi fram á það, að Kapitalismi var £ örri framrás £ Rússlandi, ekki aðeins £ iðnaði heldur einnig £ landbúnaði. Þessi bók greiddi „Narodisma" náðarhöggið. Þar fékk Lenin hugjnynd að nýjum flokk. Grunntónnin £ þessum hugnyndum var að gefa út pólitiskt blað sem næði um gervalt Rússland £ þeim tilgangi að saneina alla hina marxisku hópa sem starfandi voru i Rússlandi og boða til nýs þings (fyrsta mistókst, miðnefndin 'handtekin). Einnig þurfti að stofna nýjan flokk sem hefði 'lög og stefnuskrá.-Hér þarf aðeins að huga að hinni leninsku .flokkskenningu. Hún felur £ sér kenningu um ójafna og tengda þróun vitúndar verkalýðsstéttarinnar, sem gerir flokksskipu- lagpingu nauðsynlega og mögulega. Flckkurinn þarf og getur náð til hinna þróaðri og náð forystu fyrir fjöldanum fyrir .milligöngu þeirra. lögreglan hafði nú nánar ^tur á Lenin og stimplaði hann reyndar hættulegasta óvin rikisins. Þess vegna fór hann 16. júl£ árið 19oo til Þýzkalands. Lenin kom til Mijnchen þar sem gefa átti blaðið út. Það hlaut nafnið Iskra (Neisti). ,Það var gifurlega erfitt að koma blaðinu til Rússlands. Þv£ ivar srryglað inn £ töskuiii með tvöföldum botni, saumað inn £ frakkafóður Osfrv. Eftirspumin varð svo mikil að brátt varð að setja upp prentstofur £ Baku og Kishinev. Blaðið flutti greinar um hvemig best væri að stofna og skipuleggja flokk. Hvert einasta blað bar yfirskriftina, „Neistinn mun tendra bál". Það var einmitt það sem það gerði. Mikil ólga meðal verkananna fylgdi £ kjölfar þess. Það var árið 19ol að Vladimir Ilyich Liyrjaði að skrifa undir nafninu Lenin. Sennilega hefur hann fengið hugmyndina frá Plekanov, sem vann með honum að Iskra. Plekanov skrifaði undir nafninu Volgin, sem er sennilega dregið af ánni Volgu. Nafn Lenins er þv£ dregið af ánni Lenu £ S£ber£u. Nadezda Konstantinovna Krupskaya, kona Lenins. ©

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.