Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 10

Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 WWW.ASWEGROW.IS Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í fjórða sinn að vori 2022. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður þetta árið. Handritum skal skilað í þríriti og undir dulnefni, en nafn og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Ef um myndlýst handrit er að ræða er ekki tekið á móti frummyndum, aðeins ljósritum. Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 18. október 2021. Utanáskrift: Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók. Margrét Tryggvadóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Síðustu vikur var tekið að fara um laxveiðimenn og veiðiréttarhafa þar sem göngur voru hægar og lítið af laxi mætt í árnar. En stóri straum- urinn fyrir viku virðist hafa skilað einhverri gusu og síðan hefur fiskur verið að tínast inn. „Þetta er mjög gott núna og fiskur að ganga, smálax og tveggja ára fiskur í bland,“ sagði Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós, í gær. Í liðinni viku veiddust 24 laxar í Kjósinni en Haraldur sagði það fljótt að breytast. „Það var 14 löxum landað í gær og annað eins misst en við erum enn að veiða á sex stangir,“ sagði hann. „Það er fínt vatn í ánni. Við búum enn að snjóbráð úr norðurhlíðum Esju en við munum þurfa rigningu með jöfnu millibili í sumar til að halda þessu góðu. Fiskur er genginn upp um alla á og við erum að fá laxa á öllum svæð- um. Þetta byrjaði illa og við erum aðeins eftir á í veiðitölum en ég myndi segja að núna sé veiðin orðin á pari við á meðalári. Mér finnst veiðin núna vera svona viku á eftir meðalárinu, ég sé það vel á sjóbirt- ingsgöngunum hér. Frísvæðið í dalnum ætti að vera orðið nokkuð þétt skipað birtingi en fyrstu slummurnar voru bara að koma inn núna. Og hann er í geðveikum hold- um! Ég á von á mjög góðu sjóbirt- ingsári hérna. Þessi fiskur verður gamall og í kjölfarið á mildum vetri, eins og þeim síðasta, eru afföllin minni og endurkoman eykst. Við sáum það líka á því hvað mikið gekk út af birtingi í vor – það veiddust um 400 fiskar í vorveiði.“ „Er mjög ánægður núna“ „Hann er að koma og það er frá- bært!“ sagði Einar Sigfússon staðar- haldari við Norðurá um laxinn í gær. „Ég er mjög ánægður núna, fiskur er að ganga og veiðast. Síðasta holl var með 70, hollið þar á undan 51, og það er glæsilegt. Að mínu mati eru göngur tveimur og jafnvel þremur vikum á eftir áætlun. Ég hef enga trú haft á því að allar ár landsins væru að bila á sama tíma. Makríllinn er seinn upp að landinu og ég held að laxinn hafi líka hinkrað – en nú er þetta að gera sig. Nú er fiskur að koma inn með hverjum straumi, engar rosa göngur en nóg til að halda mönnum við efn- ið. Síðan kemur góð gusa um 10. júlí þegar verður stórstreymt.“ Einar sagði mikið af laxi við Laxfoss og eitthvað í öllum veiðistöðum í gilinu og í Stekk. Þá væri talsvert komið af laxi milli fossa og lax tekinn að ganga upp á dal. „Þetta er að gerast og er stórkostlegt!“ Nær helmingi laxanna sleppt Í samantekt starfsmanna Haf- rannsóknastofnunar um stangveið- ina í fyrrasumar, 2020, sem birt var í vikunni kemur fram að laxveiði á stöng var þá 8,4% yfir meðalveiði ár- anna 1974 til 2019. Talan er þó allt önnur ef aðeins er horft á veiðar í ám með náttúrulegum stofnum, ekki meðhafbeitarám eins og Rangánum, en þá sést að meðalveiðin í fyrra var 17,3% undir meðalveiði. Í skýrslu Hafró sem Guðmunda Þórðardóttir og Guðni Guðbergsson tóku saman segir að sumarið 2020 hafi alls veiðst 45.124 laxar í ám landsins og að af þeim hafi 22.237 verið sleppt aftur eða nær helmingi, sem er hæsta hlutfall slepptra laxa í veiði hér til þessa. Nær 80% veiðinnar voru smálaxar og því um fimmtungur stórlax, sem hafði verið tvö ár í sjó. Ef hafbeitarárnar eru undan- skildar þá veiddust úr ám með nátt- úrulegum stofni 30.292 laxar sem er, eins og fyrr segir, rúmlega 17% und- ir meðalveiði. Í hafbeitarám veidd- ust hins vegar 14.832 laxar, sem er nær þriðjungur heildarveiðinnar og munar þar miklu um þá ríflega 9.000 laxa sem veiddust í Eystri-Rangá einni. Mesta veiði á laxi í ánum með náttúrulegum stofnum síðan farið var að taka tölurnar saman var 1978 en þá veiddust yfir 50.000 laxar. Minnst var veiðin hins vegar veiði- sumarið arfaslaka í hittifyrra, 2019, 9.404 laxar. Þess má geta að mesta heildarveiði á laxi í ám landsins var 2008 þegar veiddust 84.124 laxar. Netaveiddir laxar færðir til bókar voru 5.625 en þeir veiðast að lang- mestu leyti í sunnlensku jökulánum. Gleðistund Telma Tryggvadóttir með maríulaxinn af Bollastaðabreiðu í Laxá í Kjós þar sem veiðist vel. „Þetta er að gerast og er stórkostlegt!“ - Laxveiði úr náttúrulegum stofnum undir meðaltali í fyrra Á þriðjudag var föngunarbúrum komið fyrir á Hvanneyri en átak hefur nú staðið yfir í Borgarbyggð sem miðar að því að handsama villiketti á svæðinu. Á Hvanneyri er fuglafriðland og mega kettir eingöngu ganga þar lausir að því skilyrði uppfylltu að þeir séu ör- merktir og skráðir í miðlægan gagnagrunn. Íbúar hafa fengið tilmæli um að halda köttum sínum inni yfir það tímabil sem fuglsungarnir eru að gerast fleygir en erfiðara er að hafa hemil á þeim köttum sem lifa villtir í náttúrunni. Ámundi Sigurðsson, dýrafangari Borgarbyggðar, stendur nú í því að handsama villikettina í samráði við Villikattafélag Vesturlands en að hans sögn hafa borist margar kvartanir á svæðinu vegna katta í görðum sem sitja fyrir fuglsung- um sem komnir eru á stjá. Ámundi segir villikettina fjölga sér hratt og geti þeir skapað mikil vandamál. Er nú skylt að fá leyfi hjá sveitarfélaginu vilji menn halda hunda eða ketti í þéttbýli í Borgarbyggð. hmr@mbl.is Fanga villiketti í búr - Vilja bjarga fuglsungum úr kattarklóm Ljósmynd/Eggert Jóhannesson Kettir Einungis örmerktir kettir mega ganga lausir á Hvanneyri.Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.