Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Verið er að dæla viðbótarvatni út í
Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði í gegn-
um vatnslistaverk í von um að bæta
ásýnd svæðisins. Yfirborð vatnsins
er óvenjulágt eftir mikla þurrkatíð í
vor.
„Hvaleyrarvatn er einn til tveir
metrar að dýpt um mitt vatnið og
liggur í dalkvos sem er umvafin
grágrýtishryggjum á þrjá vegu.
Uppistaðan í vatninu er grunnvatn
svæðisins þannig að ef það er engin
úrkoma þá lækkar í vatninu,“ segir
Árdís Ármannsdóttir, samskipta-
stjóri hjá Hafnarfjarðarbæ.
Í dag er viðbótarvatni í Hvaleyr-
arvatn dælt úr götulögn á svæðinu
í gegnum vatnslistaverkið Óska-
stund sem sett hefur verið upp í
Sandvíkinni. Þetta verk hefur dælt
einum til tveimur lítrum á sekúndu
frá því það var sett upp 25. júní og
mun gera áfram þar til frosta tek-
ur.
Hugmyndina að verkinu á mynd-
listarmaðurinn Guðmundur R. Lúð-
víksson en hann hefur hlotið mikið
lof og viðurkenningar fyrir lista-
verk sín. Á vefsíðu Hafnarfjarðar-
bæjar er vatnsverkinu lýst sem ein-
földu en stílhreinu og á það að vera
til þess fallið að „skapa einstaka
sýn, gleði og upplifun fyrir þá sem
sækja útivistarperluna Hvaleyrar-
vatn og nágrenni heim“. Þá segir
þar einnig að verkið framkalli regn-
boga á sólríkum dögum.
Ljósmynd/Guðmundur R. Lúðvíksson.
Vatnsverkið Óskastund dælir nú viðbótarvatni út í Hvaleyrarvatn.
Enn lítið í
Hvaleyrarvatni
- Reyna að hækka yfirborðið með því
að dæla vatni í gegnum vatnslistaverk
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Skipholti 29b • S. 551 4422
O
laugar ag
kl. 11-15
Skoðið laxdal.is
30-50%
afsláttur
Stórútsalan
hafin
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALAN
ER HAFIN
30% - 50%
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suður-
hálendis vinnur nú að gerð nýs svæðisskipu-
lags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna
sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur,
Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur,
Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamanna-
hreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og
Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin
Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.
Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
skal samvinnunefnd sem vinnur að gerð nýs
svæðisskipulags „...taka saman lýsingu á skipu-
lagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða
áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, for-
sendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig
kynningu verði háttað gagnvart íbúum og öðrum
hagsmunaaðilum”.
Skipulagslýsing ásamt fylgigögnum liggur nú fyrir
og geta þeir sem áhuga hafa á kynnt sér hana á
heimsíðu verkefnisins: sass.is/sudurhalendi/.
Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athuga-
semdir um fyrirliggjandi gögn eða efni skipulags-
lýsingar geta skilað þeim til svæðisskipulags-
nefndar á netfangið: sudurhalendi@sass.is.
Frestur til athugasemda er gefinn til
og með 15. ágúst nk.
Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með
formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði
skipulagslaga.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis
SKIPULAGSLÝSING
FYRIR SUÐURHÁLENDIÐ
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
dimmalimmreykjavik.is
DimmalimmReykjavik
30-60%
afsláttur
ÚTSALAN
ER HAFIN!
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Framboðslistar Sjálfstæðisflokks-
ins í báðum Reykjavíkurkjördæm-
unum voru kynntir og samþykktir
á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, síðdegis
í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson,
oddviti flokksins í Reykjavík, leiðir
Reykjavíkurkjördæmi norður og
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
leiðir Reykjavíkurkjördæmi suður.
Efstu sætin lágu fyrir
Fyrir lá eftir prófkjör flokksins,
sem haldið var fyrir tæpum mán-
uði, að Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra og Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð-
herra myndu leiða listana en Guð-
laugur sigraði í prófkjörinu. Eins
og hefð er fyrir hjá flokknum fékk
hann sem oddviti því að velja
hvort kjördæmið hann myndi
leiða. Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir hlaut annað sætið og leiðir
Reykjavík suður. Þá var einnig
öruggt að Diljá Mist Einarsdóttir,
hæstaréttarlögmaður og aðstoðar-
maður utanríkisráðherra, og Hild-
ur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður
ráðherra, myndu taka 2. sætið á
listunum. Ekki var ljóst hvernig
önnur sæti á listanum myndu rað-
ast upp, þá helst vegna þess að
Brynjar Níelsson lá undir feldi í
nokkrar vikur, en að lokum hætti
hann við að hætta og þáði 3. sætið
á lista flokksins í Reykjavík norð-
ur.
Þá sitja Sigríður Á. Andersen
alþingismaður og Halldór Blöndal,
bæði fyrrverandi ráðherrar, í heið-
urssætunum á listunum tveimur.
Kjörnefnd leggur fram lista
Kjörnefnd hefur unnið að upp-
röðun listanna frá prófkjöri og
voru þeir lagðir fram fyrir full-
trúaráð flokksins og samþykktir á
fundinum.
Í fjórum efstu sætum lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík norður
eru í eftirfarandi röð: Guðlaugur
Þór Þórðarson, Diljá Mist Einars-
dóttir, Brynjar Níelsson og Kjart-
an Magnússon.
Í Reykjavík suður eru í fjórum
efstu í eftirfarandi röð: Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur
Sverrisdóttir, Birgir Ármannsson
og Friðjón R. Friðjónsson. Það
liggur því formlega fyrir að þrjár
konur skipa efstu sæti listanna.
Framboðslistar
samþykktir
- Guðlaugur Þór og Áslaug Arna leiða
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Atvinna