Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 14

Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 14
14 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! 15% afsláttur af sölulaunum í júlí Laus sölustæði - Komdu núna Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta átti ekkert að gerast, þessi bók varð bara til af því við fórum að leika okk- ur með þetta. Þetta fædd- ist mjög hratt allt saman því við vissum að þjóðin væri á faraldsfæti núna innanlands,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson sem ásamt Hörpu Rún Kristjánsdóttur er textasmiður bókarinnar Sumarið í sveitinni, sem kom út nýlega og er hugsuð fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að taka með í ferðalög. Í bókinni eru spurningar, svör og fróðleikur um dýrin og lífið úti á landi, allt sem fyrir augu ber þegar fólk keyrir um sveitir landsins. Þar er líka komið inn á ýmislegt sem tengist þjóðsögum og þar eru sögur af frægum dýrum sem voru til í raunheimum, eins og t.d. hesturinn Tryllingur, eini hesturinn sem hefur staðið á tindi Heklu. „Okkur Hörpu frænku minni fannst vanta eitthvað um sveitina fyrir krakka, að það þyrfti með ein- hverjum hætti að brúa þetta bil á milli tveggja heima, sveitar og borg- ar. Í sumar fara væntanlega fáir Ís- lendingar til útlanda og þegar fjöl- skyldur aka um landið er gott að hafa eitthvað í bílnum sem hvetur alla til að tala saman. Þannig varð hugmyndin að þessari bók til og við skrifuðum þetta saman í kófinu. Þetta var samvinnuverkefni því starfsfólks Veraldar bætti líka inn hugmyndum,“ segir Guðjón og bæt- ir við að bókin sé einnig viðleitni til að slíta börnin frá símum í lófum. „Til að halda athygli barnanna ákváðum við að hafa stutta kafla og hnitmiðaða, með spurningum. Bókin býður þannig upp á spurningaleik þar sem mamma og pabbi, afi og amma og allir geta tekið þátt. Þetta eru einfaldar spurningar en ein og ein er þó erfiðari. Við ákváðum að einskorða okkur við húsdýrin og hægt er að spjalla um dýrin í bók- inni og ræða saman þegar fólk fer á flakk og sér dýrin á leiðinni. Í bók- inni eru líka myndir fyrir krakkana sem þau geta litað, teiknaðar af Jóni Ágústi Pálmasyni. Þessi bók virkar eins og gluggi, eða nánari sýn inn í sveitalífið, því þarna fá börnin að vita aðeins meira um dýrin og sveitalífið,“ segir Guðjón og bætir við að þó svo að mörg börn nú orðið komist ekki í sveit til að dveljast þar, líkt og áður var algeng- ara þegar borgar- börnin voru send í sveit til afa og ömmu eða frænku og frænda, þá séum við samt öll í miklum tengslum við sveitina með einum eða öðrum hætti. „Fólk í þéttbýli fer mikið í sum- arbústaði, tjaldútilegur, gönguferð- ir, hjólaferðir, hestaferðir og fleira.“ Leðurblökur á Íslandi Margs konar forvitnilegur fróð- leikur kemur fyrir í bókinni, til dæmis segir þar frá því að áður fyrr hafi mjólkin þótt best úr þrílitum kúm, ef þær voru rauðar, svartar og hvítar. Jafnvel var talið að mjólk úr slíkum kúm gæti læknað fólk af margs konar sjúkdómum. „Við vildum hafa allar stað- reyndir réttar, líka þær sem tengj- ast þjóðsögunum og fengum því Ólaf R. Dýrmundsson ráðunaut til að fara yfir allan texta bókarinnar, en hann er margfróður.“ Einn er sá fróðleiksmoli í bók- inni sem eflaust vekur undrun barna, en þar segir frá því að fyrsta leðurblakan sem vitað er að hafi komið til Íslands hafi komið árið 1817. Þær hafa síðan sést nokkrum sinnum hér í norðrinu, síðast árið 2003, þegar krakkar í Vestmanna- eyjum náðu að handsama eina slíka skepnu. „Hún gleður eflaust líka börnin sagan af henni Sæunni, kúnni sem synti yfir fjörð til að bjarga lífi sínu. Þetta var árið 1987 og ég man vel eftir að hafa lesið þessa stórmerku frétt í blöðunum.“ Önnur fræg skepna í bókinni er Lilli heimalningur sem vann hug og hjörtu fylgjenda sinna á Instagram og TikTok í nútímanum. „Lilli hefur hvorki meira né minna en 77 þúsund fylgjendur um veröld víða. Þetta var mér alveg hul- ið en fólkið í Geldingaholti, þar sem Lilli kom í heiminn, er vinafólk hennar Hörpu og hún kom með þessa hugmynd að hafa Lilla með í bókinni og vísa börnunum á Insta- gramsíðuna @farmlifeiceland, en þar er hægt að fylgjast með kindum á bænum Geldingaholti allt árið um kring,“ segir Guðjón og bætir við að þau Harpa fari vítt yfir sviðið í bók- inni. „Auk húsdýranna stöldrum við líka við Massey Ferguson, Snorra- Eddu, orf og ljá og fleira. Í spurn- ingunum geta óvæntustu fyrirbæri komið við sögu, til dæmis Hvolpa- sveitin, þættir sem flest börn kann- ast við úr sjónvarpinu.“ Kennarar hrifnir af bókinni Ekki kemur á óvart að lengsti kaflinn í bókinni er um kindur, enda hefur Guðjón staðið fyrir útgáfu tveggja kindabóka og Harpa starfar á sauðfjárbúi foreldra sinna á bæn- um Hólum undir Heklurótum. Þau þekkja því bæði kindina best hús- dýra. „Kindurnar eru líka úti um allt land, fólk sér þær alls staðar á ferðalögum sínum,“ segir Guðjón sem hefur alla tíð haft áhuga á dreif- býlismenningu og var sjálfur mörg sumur í sveit í Næfurholti í Rangár- þingi. „Mér finnst mikilvægt að segja sögur úr sveitinni, til dæmis fyrir ferðaþjónustuna að það sé menning- arlegur aflvaki í sveitum landsins, sem hægt er að miðla,“ segir Guðjón og bætir við að kennarar séu mjög hrifnir af bókinni, enda henti hún mjög vel í skóla til kennslu. „Nokkrar námsgreinar sam- þættast í raun í bókinni, íslenska, dýra- og náttúrufræði, landafræði, þjóðsögurnar.“ Mjólkin þótti best úr þrílitum kúm Þeim Guðjóni Ragnari Jónassyni og Hörpu Rún Kristjánsdóttur fannst vanta eitthvað um sveitina fyrir krakka sem eru á ferðalagi um landið. Þau óðu í verkið og settu saman bók með spurningum, svörum og fróðleik um dýrin og lífið úti á landi. Ljósmynd/Auður Haraldsdóttir Dýrvinir Guðjón og Harpa Rún með Kappa, Grósku og Kempu á bænum Hólum á Rangárvöllum, þar sem Harpa býr. Hér áður fyrr töldu menn að á toppi eldfjallsins Heklu nætti finna inn- ganginn að helvíti eða jafnvel sjálft helvíti. Sterk hjátrú hefur alltaf verið tengd fjallinu. Margir hafa gengið upp á Heklu en sennilega hefur að- eins einn hestur farið á toppinn á Heklu. Þangað náði árið 1918 einn frægasti hestur í Rangárvallasýslu og hét sá Tryllingur. Hann átti bóndinn Einar sem var alþingismaður og bjó á Geldingalæk. Fjallið er um 1.500 metrar á hæð og hér áður fyrr mátti fara á hestum upp í 760 metra hæð, upp að hestaréttinni við svokallaðan Höskuldsbjalla. En réttin fór undir hraun í gosinu árið 1947. Tryllingur var mjög fótfimur og lipur enda hefði verið mjög erfitt að teyma óviljugan hest yfir úfið og grýtt hraunið alla leið upp á topp. Heilu og höldnu komst Tryllingur upp á fjallið og niður aftur. Hann fór með Einari eiganda sínum og það án þess að stoppa. Þegar upp á fjallið kom fór Einar á bak hestinum og hann er því líklega eini maðurinn sem farið hefur á hest- bak uppi á sjálfum Heklutindi. Engum hefur eftir þetta dottið í hug að teyma hest upp á Heklu. Dæmi um sögu í bókinni Sumarið í sveitinni Tryllingur eini hesturinn sem hefur staðið á tindi Heklu Tryllingur á toppi Heklu Teikning Jóns Ágústs Pálmasonar úr bókinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.