Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Nýsköpunarfyrirtækið Responsible
Foods var stofnað árið 2019 og hefur
unnið að því að þróa heilsusnarl úr
íslenskum hráefnum. Undir vöru-
merkinu Næra hafa þau selt poppað
skyrsnarl og poppaða ostabita en
fyrirtækið hlaut á dögunum verð-
laun fyrir bestu
prótínvöruna úr
mjólkurafurðum í
alþjóðlegri
keppni á vegum
Zenith.
Dr. Holly T.
Kristinsson
stofnaði fyrir-
tækið og rekur
það í dag ásamt
manninum sínum,
Herði G. Krist-
inssyni. Holly kemur frá Nikiski í
Alaska en flutti til Íslands 2015. Hún
er með doktorsgráðu í matvæla- og
næringarfræði og brennur fyrir að
sameina gæðahráefni og nýjustu
tækni í matvælaiðnaðinum.
Harðfiskur með smjöri
Holly og Hörður segjast bæði
vera forfallnar fiskiætur og halda
mikið upp á harðfisk. Markaðurinn
sé á höttunum eftir hollum snarl-
möguleikum og Holly segist finna
fyrir miklum áhuga á sjávarafurðum
í því samhengi. Harðfiskur svari
þessu kalli að vissu leyti en það séu
þó ýmsar hindranir sem koma í veg
fyrir að hinn dæmigerði harðfiskur
sé kjörinn inn á alþjóðlegan markað.
Þar vegur lyktin þungt.
Holly vildi því þróa hinn sígilda ís-
lenska harðfisk með smjöri, þannig
að hann brytist í gegnum þessar
hindranir og gæti þannig svarað
kalli neytenda á töluvert stærri
markaði en hann gerir nú. Verkefnið
hefur verið í gangi í dágóðan tíma og
fékk fyrirtækið styrk frá Tækniþró-
unarsjóði til þróunarinnar.
Verið er að byggja vinnslu á Fá-
skrúðsfirði í samstarfi við Loðnu-
vinnsluna. Skyrsnarlið og ostabit-
arnir eru framleiddir í vinnslu í
Reykjavík en lyktarlausi harðfisk-
urinn verði unninn á Fáskrúðsfirði.
Sumarið verður notað í að undirbúa
vinnsluna svo að hægt verði að hefja
framleiðslu í haust.
Þannig ætti fyrsta varan úr harð-
fisklínunni að koma á markað seint á
þessu ári og svo munu fleiri út-
færslur fylgja eftir áramót. Holly
segir mikla eftirvæntingu innan
fyrirtækisins að þróa fjölbreytt úr-
val sjávarafurða með sömu aðferð.
Lyktarlausi harðfiskurinn verður
í bitastærð. Holly hefur í hyggju að
blanda öðrum íslenskum hráefnum
við fiskinn og ná þannig að skapa al-
gjöra nýjung á snarlmarkaðnum.
Poppuð áferð
Áferð harðfisksins verður poppuð,
svipað og ostabitarnir og skyrnaslið,
enda er sami ofn notaður til að
þurrka allar þessar vörur. Harðfisk-
urinn mun að auki vera með langan
endingartíma, lengri en hefðbundinn
harðfiskur og því betur fallinn til út-
flutnings.
Holly segir að vöruúrvalið í harð-
fisklínunni verði unnið úr fjöl-
breyttum sjávarafurðum. Þar má
nefna hvítan fisk og uppsjávar-
afurðir frá Loðnuvinnslunni en einn-
ig eldislax frá Austurlandi.
Fyrirtækið einblínir á að nýta
hliðarafurðir og skapa úr þeim verð-
mæti með því að búa til næringar-
ríkt heilsusnarl.
Framleiðsluferlið byggist á því að
vinna fiskinn samkvæmt aðferð sem
Responsible Foods hefur einkaleyfi
á og þurrka hann svo í byltingar-
kenndum ofni. Þurrkunin tekur 30
til 40 mínútur, en það er töluvert
skemmri tími en tekur að þurrka
hefðbundinn harðfisk. Með þessum
hætti haldast næringarefnin í fisk-
inum en allur vökvi gufar upp.
Bragðið helst líka en lyktin hverfur,
að sögn Holly.
Lyktarlaus harðfiskur lofar góðu
- Þróa harðfisk fyrir alþjóðlegan markað - Forfallnar fiskiætur - Hefja framleiðslu í haust
- Fjölbreytt úrval - Samstarf við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði - Verðmæti úr hliðarafurðum
Lyktarlaus Hér má sjá sýnishorn af harðfisknum lyktarlausa sem verður framleiddur á Fáskrúðsfirði.
Holly T.
Kristinsson
bæði fædd í Reykjavík, hún 1956 og
hann 1954, og búa og starfa þar og í
Vestmannaeyjum. Hulda varð stúd-
ent frá Menntaskólanum við Tjörn-
ina 1976 og nam eftir það við ný-
listadeild Myndlista- og
handíðaskólans 1977–1981 og við
School of Visual Arts í New York
1982–1983. Jón Óskar varð stúdent
frá Menntaskólanum við Tjörnina
1974, nam við Myndlista- og hand-
íðaskólann 1974–1977, við Mynd-
listaskóla Reykjavíkur 1978 og
School of Visual Arts í New York
1980–1983.
Bæði hafa þau haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í sam-
sýningum hér á landi og erlendis,
og verk eftir þau er að finna í
einka- og listasöfnum víða um heim.
Sýning þeirra verður opin hvern
dag til 25. júlí, frá kl. 13 til 17.
alltaf á kantinum og svo fór ég að
vinna eitthvað annað og svo greip
ég alltaf í þær öðru hvoru og
breytti þeim. Það eru því mörg ár-
töl undir ártalinu sem liggur ofan á
núna, 2021. Þetta tengist svo yfir í
annað, leiðréttingarvökva sem
bandaríski vélritarinn Bette Nes-
mith fann upp um miðja síðustu öld
og ég hreifst af og notaði mikið
þegar ég byrjaði að myndskreyta
greinar fyrir dagblöð og tímarit fyr-
ir 40 árum. Myndirnar sem ég er
með á sýningunni í Ólafsfirði voru í
upphafi án titils en nefnast núna Li-
quid Paper, í höfuðið á þessum leið-
réttingarvökva, enda vinn ég með
olíulitina eins og þeir væru hann.“
Að sögn þeirra hjóna er ekkert
sérstakt þema á nýju sýningunni og
verk þeirra tengjast ekki innbyrðis.
Hulda Hákon og Jón Óskar eru
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
„Við erum búin að vera saman frá
því ég var 16 og Jón 18, en vildum
lengi vel ekki sýna tvö saman, enda
mjög ólík, en nú erum við orðin það
sjóuð að okkur finnst það orðið í
lagi,“ segir listakonan Hulda Há-
kon, spurð um hvernig það hafi
komið til að þau hafi ákveðið að
vera með sameiginlega myndlist-
arsýningu. Hún og eiginmaður
hennar, Jón Óskar, opnuðu sýningu
í Pálshúsi í Ólafsfirði föstudaginn
25. júní síðastliðinn.
„Ástæðan er ekki sú, að við höf-
um verið óánægð með verk hvort
annars, alls ekki, heldur hafa verk
okkar ekki alltaf átt samleið, en í
þessari sitúasjón núna finnst okkur
það bara ganga ágætlega, inni í
öðru safni, þannig að við erum bara
enn eitt dýrið eða fuglinn eða hvað
það nú er,“ bætir Jón Óskar við.
Verk Huldu eru inndregnar lág-
myndir, annars vegar málaðar með
akrýllitum á tré og hydrocal og hins
vegar með akrýllitum á steinsteypu.
Sjómenn og fiskimið eru þar í önd-
vegi.
„Hvað mig varðar er sýningin
mestan partinn byggð á gömlum
teikningum eftir Hollending sem
hét Gerrit Th. Rotmann og gerði
Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng og
fleiri bækur, þær eru grunnurinn
að myndunum, en ég tek út allan
söguþráð, þannig að það eru engar
fígúrur, engar persónur í mynd-
unum, þetta er meira bara um-
hverfið,“ segir Jón Óskar. „Þetta
eru myndir sem hafa verið hjá mér
í tíu ár eða svo í vinnslu, ekki af því
að þær hafi verið eitthvað flóknar,
heldur vegna þess að þær voru bara
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Samsýning Jón Óskar og Hulda Hákon sýna saman á Ólafsfirði.
Listahjón með sam-
sýningu í Ólafsfirði
- Fyrsta samsýning Jóns Óskars og Huldu Hákonar