Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir skuldahlutfall ríkissjóðs munu verða viðráðanlegra eftir því sem hag- vöxtur verður meiri á næstu árum. Þá muni verðlagsþróun í helstu við- skiptalöndum, ekki síst í Banda- ríkjunum, hafa sitt að segja vegna mögulegra áhrifa verðbólgu á vaxta- þróun. En verð- bólga er á hraðri uppleið vestanhafs (sjá graf). Rætt var við Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í gær, sem var bjartsýnn á að það tæk- ist að lækka ríkisskuldir í fyrra horf. Ríkisskuldir hafa aukist Hlutfall hreinna ríkisskulda af landsframleiðslu hefur hækkað úr 19,2% í 29,6% frá febrúar í fyrra en hlutfall heildarskulda úr 27,5% í 42,9%. Hafa heildarskuldir aukist um nærri 500 milljarða á tímabilinu. Spurður hversu mikil byrði þessi skuldasöfnun verði fyrir þjóðarbúið á næstu árum segir Gylfi að það fari mikið eftir hagvexti. Meiri hagvöxtur þýði meiri skatttekjur. „Ef vextir eru lágir og hagvöxtur er mikill þá lækkar skuldahlutfallið þótt skuldirnar standi í stað,“ segir Gylfi. Verði hagvöxtur lítill og vextir háir muni skuldabyrðin hins vegar þyngj- ast. Gylfi bendir svo á að hluti af auk- inni skuldsetningu ríkissjóðs sé til- komin vegna útgjalda sem miðuðu að því að styrkja fyrirtæki í mótbyr. „Það verður þá betri viðspyrna af því að fyrirtæki eru enn á lífi en ef ekkert hefði verið gert hefði tjónið lent á bönkunum og þeir orðið fyrir meira útlánatapi. Ríkisfjármálin voru notuð til að milda tjónið svo það er ekki sjálf- stætt vandamál að ríkisskuldir hafi aukist af þess völdum. Þetta er spurn- ing um orsök og afleiðingu. Skulda- hlutfallið er enn hóflegt og með því lægsta í Evrópu. Þannig að ef það verður ágætis hagvöxtur á næstu ár- um og vextir lágir er það ekki mikið áhyggjuefni,“ segir Gylfi sem telur að stjórnvöld hafi farið eftir bókinni. Lítið í alþjóðlegu samhengi Hann bendir á að skuldahlutfallið sé um 130% af landsframleiðlu í Banda- ríkjunum og um 100% á sama mæli- kvarða í Bretlandi. Hlutfallið sé rúm- lega 40% í Danmörku, svipað og hér. Þá megi rifja upp að til að uppfylla Maastricht-skilyrðin um upptöku evru hafi skuldahlutfallið þurft að vera undir 60% hjá umsóknarríkjum. „Skuldastaða ríkissjóðs er því ekki stórkostlegt áhyggjuefni. Það ber frekar að horfa til þess að niður- sveiflan hér varð minni en ella vegna þess að innlenda eftirspurnin var sterkari en búist var við. Annars vegar voru Íslendingar að eyða peningum hér heima, í stað þess að ferðast til út- landa, og svo höfðu aðgerðir ríkissjóðs örvandi áhrif á efnahagslífið, sem og vaxtalækkanir. Það er einnig búið að halda lífi í fyrirtækjum sem verða von- andi lífvænleg. Það má segja að þessi útgjöld hafi verið fjárfesting í meiri skatttekjum í framtíðinni frá þessum fyrirtækjum, ef þau ná sér á strik.“ Eykur líkur á vaxtahækkun – Seðlabankastjóri gaf í vor til kynna að vextir myndu hækka þegar hagkerfið kæmist í gang á ný. Hversu líklegt er að vextir verði áfram lágir? „Það er ekki líklegt ef atvinnuleysi lækkar og slaki minnkar á vinnumark- aði. Það fer einnig eftir því hvort verð- bólga fer vaxandi í heiminum eða ekki. Þar eru Bandaríkin mikilvægust. Ef verðbólgan sem er að mælast núna er vegna framleiðsluerfiðleika vegna far- aldursins – tímabundinna þátta – munu vextir í heiminum áfram verða lágir. En hafi skapast eftirspurnar- þrýstingur sem er að valda verðbólgu, þar með talið í Bandaríkjunum og Evrópu, eru meiri líkur á að nafnvextir og raunvextir hækki. Stóra málið er þróun verðbólgu í Bandaríkjunum á þessu ári og því næsta. Ef verðbólga fer vaxandi munu vextir í heiminum fara upp en annars síður. Það hefur þá áhrif á afkomu ríkissjóðs.“ Skuldabyrði ríkissjóðs viðráðanleg - Prófessor í hagfræði segir að ef saman fari hagvöxtur og lágir vextir muni skuldahlutfallið lækka - Innflutt verðbólga meðal óvissuþátta - Skuldir ríkissjóðs séu lágar í alþjóðlegum samanburði Gylfi Zoega Verðbólguþróun á helstu viðskiptasvæðum Íslands frá ársbyrjun 2019 5% 4% 3% 2% 1% 0% -1% jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí 2019 2020 2021 3,4% 5,0% 4,4% 2,6% 4,3% 3,6% 1,8% 1,2% 0,7% 0,1% 2,1% -0,3% 2,0% 1,8% 1,4% Ísland Evrusvæðið Bandaríkin Bretland Þróun skulda ríkis- sjóðs frá feb. 2020 Milljarðar króna Feb. 2020 Maí 2021 Óverðtryggðar skuldir 395 730 Verðtryggðar skuldir 268 270 Erlendar skuldir 192 343 Samtals 854 1.343 ...sem% af VLF* 27,5% 42,9% Hrein skuld ríkissjóðs 596 928 ...sem% af VLF 19,2% 29,6% *Nafnverð með áföllnum verðbótum Heimild: Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.