Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 25
Alþingi hefur lokið störfum á þessu vori, það líður að því að ég ljúki þingmennsku fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn og kosningar til Al- þingis á næsta leiti. Mér finnst ekki úr vegi að fara nokkrum orð- um um stöðu Sjálf- stæðisflokksins eins og hún kemur mér fyrir sjónir á þessum tímamótum. Það gæti gagnast flokknum í aðdrag- anda kosninga. Ég hef fylgst grannt með flokknum utan frá um margra áratuga skeið – m.a. vegna starfa minna á fjölmiðlum – og hef nú átt þess kost að vera þar „innanbúðar“ í tæp fimm ár. Byrjum á að slá því föstu, sem augljóst er, að Sjálfstæðisflokkurinn er mikilvægasti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Ekki bara vegna þess að hann hefur um langt skeið verið langstærstur, heldur líka vegna þess að hann hefur langlengst og langoftast allra flokka setið í rík- isstjórn. Þeim mun þýðingarmeira er – bæði fyrir flokkinn sjálfan og raunar þjóðina alla – að fram fari opinská umræða um stöðu flokksins og stefnu á hverjum tíma. Að mínu viti skortir talsvert upp á þetta inn- an dyra hjá Sjálfstæðisflokknum og á þeim vettvangi sem ég þekki best – í þingflokknum – fer fram afar takmörkuð umræða af þessu tagi. Mestur tími þingflokksins fer í að vera hluti af einhvers konar flæði- línu fyrir frumvörp ríkisstjórn- arinnar. Bein hirt úr þessu flaki, ormur úr því næsta og svo áfram með málið inn í þingið! Sjaldan eða ekki er tekin umræða á dýptina um stöðu flokksins og stefnu. Einnig má til sanns vegar færa að annáluð hollusta sjálfstæðismanna við forystumenn sína hafi stundum þá neikvæðu aukaverkun að opin og gagnrýnin umræða kafnar eða sofn- ar og fer þá bara fram sem eitthvert tuð í lokuðum og þröngum hópum. Og þá er hætt við að gagnleg holl- usta breytist í skaðlega meðvirkni. Það skal þó viðurkennt að línan þarna á milli getur verið hárfín og erfitt að fóta sig! Og ég er greinilega ekki einn um þessar vangaveltur. Í Morgunblaðsgrein um síðustu helgi lýsir Styrmir Gunnarsson áhyggjum af því hvernig komið er fyrir „skoð- anafrelsi og tjáningarfrelsi“ innan Sjálfstæðisflokksins. Staðan Og hver er þá staða flokksins núna? Við skulum horfa á hana í tæplega 50 ára samhengi til að flækja málin ekki um of. Þrír for- menn á þessu tímabili eiga það sam- eiginlegt að hafa leitt flokkinn í gegnum fernar kosningar. Hinir tveir leiddu flokkinn aðeins í gegn- um einar kosningar hvor um sig. Geir Hallgrímsson leiddi flokkinn í kosningum 1974, 1978, 1979 og 1983 og að meðaltali hlaut flokkurinn 37,3% fylgi. Davíð Oddsson leiddi flokkinn í kosningum 1991, 1995, 1999 og 2003. Meðaltalsfylgi 37,5%. Bjarni Bene- diktsson leiddi flokkinn í kosningum 2009, 2013, 2016 og 2017. Meðaltalsfylgi 26,2%. Nú skulum við strax slá þann varnagla að árangur eða árangurs- leysi í kosningum er ekki formanni flokksins einum að þakka eða kenna. Og við skulum líka hafa í huga að Bjarni Benediktsson tók við flokknum á algjörum grjót- botni 2009 – þegar stór hluti þjóð- arinnar virtist reiðubúinn að trúa því að bankahrunið hefði verið Sjálf- stæðisflokknum einum að kenna. Þessi botn mældist í kosningunum 2009 vera 23,7%, sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið á þessu 50 ára tímabili. Flestir Sjálf- stæðismenn gerðu sér vonir um að frá þessum botni gæti leiðin ekki legið annað en upp á við. Það sem hins vegar gerir stöðu flokksins grafalvarlega í dag, og er mikið umhugsunarefni nú í aðdrag- anda kosninga, er að fylgi flokksins núna, 12 árum seinna, er að mælast nákvæmlega það sama og þegar það skall á botninn 2009. Síðasta Gallup- könnun mælir fylgið 23,5%; kald- hæðnislegt að það er nánast upp á aukastaf það sama og á botninum 2009. Önnur neikvæð vísbending um stöðu flokksins er að allir fimm ráð- herrar hans í ríkisstjórninni mælast stöðugt í hópi þeirra sex ráðherra sem minnst ánægja er með og mest óánægja. Þetta er ekki síst alvarlegt í ljósi þess að ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins ættu að hafa mest for- skot í svona mælingum – komandi frá langstærsta flokknum. Af hverju? Byrjum á að velta fyrir okkur hverjar eru EKKI ástæðurnar fyrir þessari óviðunandi stöðu Sjálfstæð- isflokksins. Skýringuna getur ekki verið að finna einvörðungu í því að „tímarnir hafa breyst“ eins og stundum er viðkvæðið. Tímarnir hafa alltaf breyst en það eitt og sér á ekki sjálfkrafa að hafa í för með sér að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnki varanlega um þriðjung. Og þetta er ekki vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn eða ráðherrar hans hafi staðið sig illa í landsstjórn- inni á þessum rúma áratug. Þvert á móti. Flokkurinn leiddi endurreisn- ina eftir bankahrunið og áður en Co- vid skall á var efnhagsleg velsæld þjóðarinnar orðin meiri en hún hef- ur nokkurn tíma verið í sögunni. Al- veg sama hvaða mælikvarðar eru notaðir. Og ekki verður annað sagt en að efnahagsleg viðspyrna við Co- vid-kreppunni hafi í öllum aðal- atriðum tekist vel undir forystu fjár- málaráðherra. En af hverju er staða flokksins þá ekki betri en þetta? Klofningur Fyrst er auðvitað til að taka að flokkurinn hefur klofnað; ekki bara einu sinni heldur í raun tvisvar á síðustu fimm árum. Beint út úr Sjálfstæðisflokknum klofnaði Við- reisn sem bauð fyrst fram 2016 – fékk 11% fylgi og 7 þingmenn. Mið- flokkurinn bauð svo fram 2017 og fékk þá nákvæmlega sama fylgi og Viðreisn árið áður – 11% og 7 þing- menn. En af hverju nefni ég Miðflokkinn hér – klofnaði hann ekki út úr Framsóknarflokknum? Jú, en bara að nafninu til. Framsókn tapaði engu fylgi og engum þingmanni með tilkomu Miðflokksins. Sjálfstæð- isflokkurinn tapaði hins vegar 5 þingmönnum þegar Miðflokkurinn bauð fyrst fram. Nú er samhengið auðvitað ekki svo einfalt að Mið- flokkurinn hafi fengið allt sitt fylgi frá Sjálfstæðisflokknum – aðrar hreyfingar og tilfærslur á milli flokka eru auðvitað í gangi líka. En þetta er engu að síður „nettó“ nið- urstaðan: Framsókn tapaði engum þingmanni til Miðflokksins en Sjálf- stæðisflokkurinn fimm. Fyrir utan fylgistapið sem varð raunin við þennan klofning má segja að í kjölfarið hafi fylgt ákveðin póli- tísk sjálfhelda. Sjálfstæðisflokk- urinn er því miður ekki lengur hin stóra breiðfylking borgaralegra afla á Íslandi. Hann rúmar ekki lengur allt borgarlega sviðið frá frjálslyndi til íhaldssemi eins og hann hefur gert allar götur frá stofnun 1929, einmitt á grunni tveggja flokka – Frjálslynda flokksins og Íhalds- flokksins. Með talsverðri einföldun má segja að með þessum klofningi hafi brotn- að af báðum endum Sjálfstæð- isflokksins; „frjálslyndismegin“ með Viðreisn og „íhaldsmegin“ með Mið- flokknum. Þarna á milli vandræðast flokkurinn núna og veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga. Hræddur um að ef stigið er í íhalds- áttátt þá tapist enn meira fylgi frjálslyndismegin – og öfugt. Í þessu samhengi öllu mætti hafa í huga það sem sigursælasti formað- ur í seinni tíma sögu Sjálfstæð- isflokksins, Davíð Oddsson, sagði einu sinni í samtali við mig: Í raun eru bara bara tveir mælikvarðar á frammistöðu formanns flokksins á hverjum tíma; heldur hann flokkn- um saman – og leiðir hann flokkinn fram til sigra í kosningum? Trúverðugleikabrestur Þá er ég kominn að því sem ég tel vera, ásamt klofningnum, meg- inskýringuna á að Sjálfstæð- isflokknum hefur tekist að leiða endurreisn á nánast öllu í landinu frá bankahruni – nema sjálfum sér. Af hverju flokkurinn hefur ekki get- að lyft sér um tommu frá þeim botni sem hann náði í fylgi 2009; og af hverju okkar ráðherrar sitja stöðugt á botninum þegar ánægjuvísitalan er mæld. Trúverðugleiki og ásýnd stjórn- málaflokks eru flókin fyrirbrigði og samanstanda af mörgum ólíkum þáttum sem eru ekki allir samferða í tíma og rúmi. Sumir eru mælanlegir og aðrir alls ekki. Sumir snúa að raunverulegum handföstum mál- efnum á meðan aðrir liggja svona einhvern veginn í loftinu og er ekki hægt að festa almennilega hendur á. Í sumum tilvikum getur flokkurinn og forysta hans sjálfum sér um kennt – en ekki í öðrum. Þegar þeir sem mest pæla í Sjálf- stæðisflokknum eru spurðir um ástæðurnar fyrir þessum trúverð- ugleikavanda verða svörin marg- vísleg. Sumir nefna bankahrunið eins og það leggur sig – aðdraganda og eftirmála. Aðrir nefna sér- staklega þegar forysta flokksins og meirihluti þingflokksins snerist skyndilega 2011 til fylgis við samn- inga um Icesave – sem síðan voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu og kröfur viðsemjenda okkar á end- anum dæmdar ólögmætar. Einnig nefna ýmsir mistök í því hvernig 3. orkupakkinn var kynntur og rædd- ur innan flokksins. Loks nefna sum- ir hið langvarandi trúnaðarrof sem felst í því að tala stöðugt um nauð- syn þess að takmarka ríkisútgjöld en standa jafnharðan fyrir linnulít- illi aukningu þeirra. Þessi listi gæti orðið langur og strangur með mörg- um handföstum dæmum – stórum og smáum – en ég læt hér við sitja að sinni. Grunsemdir um hagsmunaárekstur Einstök dæmi af þessu tagi hafa þó þann kost að það er hægt að rök- ræða þau; komast að niðurstöðu og gera þau upp. Það er að vísu ekki gert innan flokksins en það er hægt! Öðru máli og erfiðara gegnir um hinar viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstra sem liggja eins og þokumistur yfir flokknum. Og höfum í huga hér þau gömlu sann- indi að grunsemdir um hagsmuna- árekstra eru oftast illviðráðanlegri en árekstrarnir sjálfir. Það er hægt að takast efnislega á við og leysa árekstrana sjálfa en síður grun- semdirnar. Tveir augljósustu hlut- arnir af þessari grunsemdaþoku eru auðvitað annars vegar þær stöðugu ásakanir sem formaður flokksins má þola vegna eigin umsvifa og fjöl- skyldu hans í viðskiptalífinu – af- skrifta og aflandsreikninga – og svo fullyrðingar um skaðlega hags- munaárekstra vegna náinna tengsla sjávarútvegsráðherra við Samherja. Þessi dæmi eiga það sameiginlegt að í hvorugu tilvikinu hefur verið sýnt fram á að þessar aðstæður hafi skaðað þá almannahagsmuni sem ráðherranir eiga að gæta. Með öðr- um orðum: það hefur ekki verið sýnt fram á að hagsmunaáreksturinn hafi orðið – en það breytir engu um að grunsemdirnar sitja sem fastast. Segja má að í tilviki fjár- málaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálf- stæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað. Öðru máli gegnir um sjáv- arútvegsráðherra. Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokks- ins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri við- leitni að skapa meiri sátt um sjávar- útveginn. Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir. Hér verðum við líka að hafa í huga að fyrir stjórnmálaflokk er ekki nóg að hafa efnislega góðan og réttan málstað í einhverju tilteknu máli – það verður líka að virka þannig gagnvart almenningi. Enskumælandi kalla þetta að „per- ception is reality“ sem þýða mætti: upplifun er raunveruleiki. Og þetta á auðvitað alveg sérstaklega við um stjórnmálaflokka! Lærdómurinn Að öllu samanlögðu er niðurstaða mín sú að, ásamt klofningi, sé meg- invandi Sjálfstæðisflokksins víð- tækur trúverðugleikabrestur. Og vandinn er djúpstæðari en svo að það verði tekist á við hann með því að yppta öxlum, tala um breytta tíma og búa til nokkur 30 sekúndna myndbönd fyrir kosningar. Forystumenn flokksins verða að hvetja til og taka þátt í opnu og gagnrýnu samtali – innan flokksins og út á við – ef það á að vera nokkur von til þess að endurheimta stöðuna sem breiðfylking borgaralegra afla á Íslandi. Faðmur flokksins hefur verið að þrengjast og einsleitni að aukast. Allt of lítill og allt of einsleitur hóp- ur ræður í raun ferðinni í Sjálfstæð- isflokknum frá degi til dags. Þannig hefur flokkurinn ekki lengur eins breiða skírskotun og fyrrum – og margir sem áður studdu flokkinn finna ekki lengur samhljóm með honum. En þetta væri efni í aðra grein. En Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri til að brjótast út úr þess- ari stöðu. Þátttaka yfir 20 þúsund manns í prófkjörum flokksins ný- verið, í öllum kjördæmum landsins, sýnir að jarðvegurinn er fyrir hendi og hann er frjór. Það þarf bara að sá í akurinn og hirða um hann. Eftir Pál Magnússon » Allt of lítill og allt of einsleitur hópur ræður í raun ferðinni í Sjálfstæðisflokknum frá degi til dags. Páll Magnússon Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis. Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu? 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Fylgst með hraunflæðinu Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is í Nátthaga. Þrátt fyrir vangaveltur um að gosið væri í rénun virðist svo ekki vera og áfram laðast fólk í Geldingadali til að líta það augum. Hallur Már

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.