Morgunblaðið - 03.07.2021, Síða 30

Morgunblaðið - 03.07.2021, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 577-1515 • Það er skrýtið að það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ, til að benda á hlut sem hefur verið fullsann- aður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega að jörðin hef- ur verið að kólna og þorna í um átta þús- und ár. Raunar var lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880. Þetta ættu allir sem titla sig „vís- indamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki mark- tækir og ættu að fá sér aðra vinnu. Það var nefnilega fyrir langa- löngu, árið 1908, sem Norðmaðurinn Aksel Blyth og Svíinn Rutger Sern- ander gerðu grein fyrir rann- sóknum sínum á gróðurleifum djúpt í mýrum Skandinavíu með tilliti til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á bor- kjörnum í Grænlandsjökli og á Suð- urskautslandinu, hafa síðan fyllt út í myndina en í raun litlu bætt við meginniðurstöður Blyth-Sernand- ers. Borkjarnarannsóknir hafa m.a. sýnt að þessi kólnun og þornun hef- ur gengið í sveiflum. Hitasveiflan nú er hvorki mikil né merkileg í sam- anburði við margar aðrar upp- og niðurveiflur undanfarnar aldir og árþúsundir. Í upphafi 18. aldar hlýnaði t.d. miklu meira og hraðar en nú, en svo kólnaði aftur. Oft áður hefur hlýnað um stund og jöklar hopað smá- vegis, en kuldinn hefur alltaf komið aftur og orðið meiri en sem nam uppsveiflunni. Til lengri tíma kólnar því stöðugt og ekkert bendir til að fyrrnefnd smávægileg uppsveifla sem nú virðist lokið sé eitthvað öðruvísi en allar hinar. Menn, allra helst vísindamenn, ættu að vita að fyrir um 11.500 árum varð gífurleg „hamfarahlýnun“ (án af- skipta mannanna) þegar hitastig hækkaði skyndilega um tíu stig eða meira á örstuttum tíma þannig að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra. Hlýnunin náði hámarki fyrir 7-8 þúsund árum á tímabili sem gjarnan er nefnt „holocen- hámarkið“, en Blyth- Sernander nefndu „atlantíska skeið bórealska tímans“. Þá virðist hiti hérlendis hafa verið a.m.k. fjórum stigum hærri en nú. Hann virðist þó hafa verið enn meiri norðar, því nýlegar rannsóknir í mýrum á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna að þar þrifust jurtir sem þurfa um sjö stig- um hærri meðalárshita en nú er þar. Norskar rannsóknir á skeljum á Svalvarða benda þó til að hiti þar hafi „aðeins“ verið um sex stigum hærri en nú. Það var um þetta leyti sem elstu merki um siðmenningu komu fram við botn Miðjarðarhafs og sömuleið- is virðast hin elstu hinna dularfullu einsteinungsmannvirkja Vestur- Evrópu hafa þarna verið að rísa, en af þeim er Stonehenge frægast þó það sé nokkru yngra. Jörðin var sem aldingarður. Ís- land var algróið. Trjástofnar undir jöklum og í mýrum í háfjöllum Skandinavíu og við strendur Norð- ur-Íshafs sanna að trjálína var meira en 700 metrum hærri en nú og núverandi freðmýrar norðurhjar- ans skógi vaxnar allt til sjávar. Þetta eru ekki tölvulíkön, heldur staðreyndir sem auðvelt er að stað- festa. Miklar mannvistarleifar, ekki tölvulíkön, sanna sömuleiðis að ekki aðeins Sahara, heldur einnig núver- andi eyðimerkur Arabíu og Mið- Asíu voru þá að mestu þurrlendar gresjur, byggðar mönnum og dýr- um. Hvað gerir til, þótt þetta loftslag kæmi aftur? Hvað er vandamálið? Ég bara spyr. Meðan sólin skín mun ferskt vatn gufa upp úr höfunum og því meira sem loftslag er hlýrra. Einnig eykst rakadrægni loftsins gífurlega við til- tölulega litla hækkun hitastigs. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig. Ef loftslag skyldi hlýna aftur mundi það því þýða stóraukna úrkomu. Meðalsjávarstaða, að frá- töldu landrisi og landsigi, var aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú. Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls, og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungum meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sum- arbráðnun, sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli. Ís- birnir lifðu líka góðu lífi og lifa enn þó sum hinna allt að 20 hlýskeiða kvartertímans (ísaldarinnar miklu, sem við lifum á) hafi verið miklu hlýrri en það núverandi. Borkjarnar sýna líka að Grænland og Suður- skautið hafa verið á sínum stað í gegnum öll hlýskeið þótt sjávarborð hafi hækkað eitthvað lítillega um stund. Eftir holcen-hámarkið fór að kólna og þorna sem fyrr sagði, þó í sveiflum og rykkjum. Í nýlegri bók íslensks jöklafræðings kemur fram að fyrstu skaflarnir sem síðan urðu Vatnajökull fóru að myndast fyrir um 4.500 árum samtímis því sem Forn-Egyptar voru að reisa píra- mída sína. Mættu leiðsögumenn gjarnan benda túristum á þetta, en þessi staðreynd virðist hafa farið al- veg framhjá mörgum, ekki síst lið- inu sem jarðsöng Okið á dögunum, en það er talið hafa myndast á 14. öld. Eftir Vilhjálm Eyþórsson »Núverandi hlýskeið er þegar búið að ná meðallengd og því má búast við nýju jökul- skeiði (ísöld) á þessu ár- þúsundi eða því næsta, jafnvel á þessari öld Vilhjálmur Eyþórsson Að berjast gegn blessun sem ekki kemur Jöklar á Íslandi fyrir 2.500 árum á dögum Sókratesar og Platóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.