Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 32
32 MESSUR
á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Minningar
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi-
stund kl. 11. Félagar úr kór Árbæjar-
kirkju leiða sönginn undir stjórn Kriszt-
inu Kalló Szklenár organista. Sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónustur í Laugar-
dalsprestakalli í sumar verða í Laug-
arneskirkju kl. 11 alla sunnudaga frá
13. júní til og með 8. ágúst. Næsta
guðsþjónusta í Áskirkju verður sunnu-
daginn 15. ágúst 2021.
BESSASTAÐASÓKN | Sumarmess-
ur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl.
11. Bessastaðasókn tekur þátt í Sum-
armessunum.
Sjá Garðakirkja hér á síðunni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa
sunnudag kl. 20. Tónlistarflutning ann-
ast félagar úr Kammerkór Bústaða-
kirkju ásamt Jónasi Þóri kantor. Séra
Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar
ásamt messuþjónum.
DÓMKIRKJAN | Sunnudaginn 4. júlí
er messa klukkan 11. Séra Jón Ásgeir
Sigurvinsson hérðasprestur prédikar
og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur og Kári Þormar er
dómorganisti.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sumar-
messur í Garðakirkju alla sunnudaga
kl. 11. Fríkirkjan tekur þátt í Sumar-
messunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
GARÐAKIRKJA | Sr. Hans Guðberg
Alfreðsson prédikar, þjónar fyrir altari
og fermir barn. Margrét Gunnarsdóttir
djákni og Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
lesa ritningarlestur og flytja bæn. Org-
anisti er Jóhann Baldvinsson, Guðrún
Þórarinsdóttir leikur á víólu og félagar
úr kór Vídalínskirkju leiða sönginn.
Sumarsunnudagaskólinn verður á
Króki.
Eftir messu er boðið upp á kaffi, djús
og hjónabandssælu í hlöðunni á Króki,
safnið opið og svo verður farið í
skemmtilega spurningakeppni.
Streymi á facebook.com/sumarmess-
ur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag-
inn 4. júlí verður kaffihúsamessa.
Kaffihúsamessur eru sumarmessur
og verða á sunnudögum kl. 11 út
ágústmánuð. Forsöngvari, prestur,
organisti og kirkjuvörður annast þjón-
ustuna. Kaffi og meðlæti.
GRENSÁSKIRKJA | Nú getum við
loksins haft messu með altarisgöngu.
Hún verður sunnudaginn 4. júlí kl. 11.
Guðspjall dagsins fjallar um konur
sem voru lærisveinar Jesú. Organisti
er Ásta Haraldsdóttir, félagar úr kór
Grensáskirkju leiða almennan messu-
söng. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir
þjónar.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Kósý-
messa sunnudag kl. 20. Almennur
söngur við gítarslátt. Hugvekja og
bæn. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
þjónar.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Kvöldguðsþjónusta sunnudag kl. 20.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar og pré-
dikar fyrir altari. Organisti er Hrönn
Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syng-
ur. Kirkjuvörður er Guðný Aradóttir.
Kaffisopi í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumar-
messur í Garðakirkju alla sunnudaga
kl. 11 í júní, júlí og ágúst. Hafnarfjarð-
arkirkja tekur þátt í Sumarmessum í
Garðakirkju. Streymt er frá messun-
um. Sjá Garðakirkja hér á síðunni.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgelsumar
hefst í Hallgrímskirkju laugardag kl.
12. Tómas Guðni Eggertsson leikur á
orgelið.
Messa sunnudag kl. 11. Altarisganga.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Hópur messu-
þjóna aðstoðar. Forsöngvarar syngja
og leiða safnaðarsöng. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Að þessu sinni verður guðsþjón-
ustan haldin í safnaðarsal kirkjunnar
(gengið inn að norðan). Við fáum góða
gesti sem er hinn danski drengjakór
sem nú er í heimsókn hér á landi.
Félagar úr Kordíu kór Háteigskirkju
syngja sömuleiðis. Organisti er Guðný
Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jó-
hannsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag kl.
20 er sumarmessa í Grindavíkurkirkju.
Keflavíkurprestakall tekur þátt í sum-
armessum. Sjá Grindavíkurkirkja hér á
síðunni.
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum |
Sumarmessa í Grindavíkurkirkju kl.
20. Njarðvíkurprestakall tekur þátt í
sumarmessunum.
Sjá Grindavíkurkirkju hér á síðunni.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már Harð-
arson leiðir stundina ásamt sunnu-
dagaskólakennurum. Guðsþjónusta
kl. 20. Óskar Einarsson tónlistarstjóri
og Ragna Björg Ársælsdóttir sjá um
tónlistina. Sr. Guðni Már Harðarson
þjónar.
MOSFELLSKIRKJA | Sumarguðs-
þjónusta sunnudag kl. 11. Prestur er
Ragnheiður Jónsdóttir. Hrönn Helga-
dóttir organisti spilar undir almennum
safnaðarsöng.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng.
Kaffisopi á Torginu að lokinni guðs-
þjónustu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð-
vík | Sumarmessa í Grindavíkurkirkju
kl. 20. Njarðvíkurprestakall tekur þátt í
sumarmessunum.
Sjá Grindavíkurkirkju hér á síðunni.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11,
sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og
þjónar fyrir altari, félagar úr Kór Selja-
kirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Guðsþjónustan er síðasta gönguguðs-
þjónusta Breiðholtssafnaðann, gengið
verður frá Breiðholtskirkju kl. 10, veg-
legt messukaffi í lokin.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í
Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmess-
unum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Sumarmessur í Garðakirkju alla
sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tek-
ur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garða-
kirkju hér á síðunni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sumar-
messa í Grindavíkurkirkju kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í sum-
armessunum.
Sjá Grindavíkurkirkju hér á síðunni.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Papeyjarkirkja
✝
Sigrún
Ágústsdóttir
fæddist í Grinda-
vík 25. ágúst 1936.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 2. júní 2021.
Foreldrar Sigrún-
ar voru Matthildur
Sigurðardóttir
húsmóðir, f. á
Akrahóli í Grinda-
vík 1. júní 1914, d.
10. september 2005 og Svein-
björn Ágúst Sigurðsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður í
Grindavík, f. 11. ágúst 1906,
frá Þúfnavöllum á Skaga-
strönd, d. 28. júní 1975. Systk-
ini Sigrúnar eru Bjarni Guð-
mann, f. 1931, d. 2012, Ólafur,
f. 1935, d. 2019, Hallbera
Árný, f. 1938, Alda, f. 1940,
Bára f. 1940, d. 2020, Ása, f.
1941, Þórdís, f. 1942, Sigríður
Björg, f. 1946, Sigurður Magn-
ús, f. 1948, Hrönn, f. 1951,
Matthildur Bylgja, f. 1952, d.
2009, Sveinbjörn Ægir, f. 1954
og Sjöfn, f. 1956.
Guðlaugur Óskarsson fædd-
ist á Siglufirði 7. júní 1935.
Hann lést á Landspítalanum í
Fossvogi 5. júní 2021. For-
eldrar Guðlaugs voru Guð-
björg Sigríður Jóhannesdóttir,
f. á Garði á Skagaströnd 14.
Sigrúnu Guðnýju Jónsdóttur.
Þau eiga 2 börn: a) Guð-
laugur, giftur Hugrúnu Ósk
Óskarsdóttur. Þau eiga eina
dóttur, Eddu, en Guðlaugur á
tvær dætur, Sögu og Brynju,
frá fyrra hjónabandi með Sig-
ríði Önnu Ólafsdóttur. b)
Gígja, gift Atla Geir Júlíus-
syni. Þau eiga 2 börn, Patrek
og Hildigunni. 3) Guðbjörg
Sigríður Guðlaugsdóttir, f.
1960, gift Birgi Emil Jóhanni
Egilssyni. Þau eiga tvö börn:
a) Guðbjörg, í sambúð með
Steinari Davíð Ásgeirssyni. b)
Egill, í sambúð með Önnu
Guðmundsdóttur. Þau eiga
einn son, Emil Birgi. 4) Jó-
hanna Helga Guðlaugsdóttir,
f. 1966, gift Guðmundi Ás-
mundssyni. Þau eiga tvö börn:
a) Hildur, í sambúð með
Bjarka Þór Friðleifssyni. b)
Ásgrímur.
Sigrún og Guðlaugur
bjuggu í Grindavík allt til árs-
ins 1998 og ráku útgerðina
Hópnes hf. ásamt tveimur öðr-
um fjölskyldum frá 1965-1995.
Þau fluttu í Lautasmára í
Kópavogi árið 1998 og bjuggu
þar til ársins 2017 þegar þau
fluttu að Hraunvangi í
Hafnarfirði.
Útför Guðlaugs og Sigrúnar
fór fram í kyrrþey.
júlí 1904 og
Rósant Óskar
Sveinsson, f.
24. október
1903, sjómað-
ur á Siglufirði.
Bróðir Guð-
laugs sam-
mæðra er Æg-
ir Einarsson,
f. 1928, d.
2002. Systkini
Guðlaugs sam-
feðra voru sjö: Helgi, f. 1925,
d. 2012, Kristján Hólm, f.
1929, d. 2020, Sigurjón Hólm,
f. 1929, d. 2009, Guðmunda
Sigríður, f. 1938, d. 2003,
Haukur, f. 1941, Guðlaug, f.
1942 og Guðfinna, f. 1946, d.
2009.
Sigrún og Guðlaugur giftu
sig 31. desember 1956. Þau
áttu fjögur börn: 1) Gunn-
hildur Guðrún, f. 1955, sam-
býlismaður Sævar Reynisson.
Gunnhildur á tvö börn frá
fyrra hjónabandi sínu með
Kristni Benediktssyni: a) Hild-
ur Sigrún, gift Pétri Lentz.
Þau eiga 2 börn, Evu Maríu
og Tómas. b) Jóel, giftur Mar-
iu Sharga. Jóel á einn son, Jó-
el Þór, frá fyrra hjónabandi
sínu með Lindu Þóru Grét-
arsdóttur. 2) Eyjólfur Þór
Guðlaugsson, f. 1959, giftur
Það var vissulega mikið
högg að missa foreldra sína
með þriggja daga millibili en
líka ljúfsárt í ljósi þess hversu
samrýnd og samtaka hjón þau
höfðu alltaf verið. Alla tíð
máttu þau vart sjá hvort af
öðru, voru miklir vinir og leit-
uðust alltaf við að ræða málin
og skiptast á skoðunum ef svo
bar undir. Þau voru samtaka í
öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur hvort sem það var í leik
eða starfi. Þau byggðu upp fyr-
irmyndarútgerðarfyrirtæki,
Hópsnes hf, ásamt hjónunum
Eðvarð Júlíussyni og Elínu Al-
exandersdóttur og Jens Ósk-
arssyni og Báru Ágústsdóttur,
systur mömmu. Þau seldu
fyrirtækið árið 1995, en þá
keyptu Eðvarð og fjölskylda
hans húsnæði þess og hafa
byggt þar upp fyrirmyndarfyr-
irtæki sem ber sama nafn.
Mamma og pabbi byggðu sum-
arbústaðinn sinn í Grímsnesinu
með miklum myndarbrag og
þar var oft glatt á hjalla og
ófáar stundirnar sem við fjöl-
skyldan áttum þar saman. Þau
áttu líka hús á Spáni í 15 ár
þar sem þau nutu þess að vera
í sólinni og spila golf. Við fjöl-
skyldan nutum góðs af húsinu
þar sem við fengum afnot af
því í okkar fríum. Besta ferðin
þangað var þó án efa þegar við
öll fjölskyldan fórum þangað að
fagna 70 ára afmæli pabba. Það
var dásamleg ferð og mamma
og pabbi í essinu sínu með hóp-
inn sinn. Hér áður fyrr voru
þau mikið í laxveiði og fóru
mikið á skíði. Vissulega var
alltaf farið vel með peningana
en þau kunnu þó svo sannar-
lega að njóta lífsins og nutu
þess að gera skemmtilega hluti
saman. Það besta við mömmu
og pabba var þó að þau voru
ávallt til staðar fyrir okkur öll.
Þau voru einfaldlega góðar
manneskjur og miklar fyrir-
myndir.
Mamma og pabbi kenndu
mér mikið. Vissulega var ég
örugglega ekki auðvelt barn og
unglingur. Ég var jú yngst og
dekurrófan á heimilinu sem
hafði miklar skoðanir á hlutum.
Þau voru þó ótrúlega þolinmóð
við mig og þreyttust aldrei á að
gefa manni góð ráð þrátt fyrir
dauf eyru á stundum. Þessi ráð
snerust um það hversu mik-
ilvægt það var að mennta sig,
vera duglegur og standa sig í
hverju því sem maður tók sér
fyrir hendur. Síðast en ekki síst
aldrei að skrópa í skóla, í vinnu
og mæta á réttum tíma. Ég vil
trúa því að ég hafi reynt að
fylgja þeirra ráðum og gildum í
hvívetna.
Við Gummi og börnin okkar
eyddum miklum tíma með
mömmu og pabba. Við vorum
saman öll aðfangadagskvöld og
áramót. Við eyddum miklum
tíma með þeim í bústaðnum og
fórum einar fjórar ferðir með
þeim í húsið þeirra á Spáni.
Þau voru hreint dásamleg við
börnin okkar og það verður
seint fullþakkað. Síðustu 10 ár
höfum við búið erlendis og þau
hafa heimsótt okkur á hverju
ári og stundum tvisvar. Það var
alltaf gott að vera með þeim,
við nutum þess að vera saman,
spiluðum mikið golf og börnin
okkur nutu þess að vera með
þeim. Það verður án efa skrýtið
fyrir okkur að halda jólin hér
eftir án þeirra.
Elsku mamma og pabbi, takk
fyrir allt. Við eigum eftir að
sakna ykkar mikið en erum
glöð að þið séuð saman og
treystum því að þið séuð að
gera eitthvað skemmtilegt sam-
an. Elska ykkur.
J. Helga
Guðlaugsdóttir.
Ástkærir tengdaforeldrar
mínir Sigrún og Gulli eru nú
fallin frá með einungis þriggja
daga millibili. Segja má að það
undirstriki vel hversu samrýmd
þau voru að kveðja þetta jarð-
ríki svo til á sama tíma.
Tengdaforeldrar mínir voru
einstakar persónur sem gott
var að umgangast eins og varð
raunin hjá mér og minni fjöl-
skyldu. Aldrei bar skugga á
okkar samband og ég man að
ég sagði þeim um síðustu ára-
mót hversu vænt mér þótti um
að okkur hefði aldrei orðið
sundurorða þó að samvera við
þau hefði verið mikil. Sem
dæmi þá vorum við saman um
jól og áramót í rúmlega 30 ár.
Ógleymanlegar minningar eru
um hversu hress og glöð þau
voru um síðustu áramót þrátt
fyrir erfið veikindi hjá Gulla
þar á undan.
Börnunum mínum Ásgrími
og Hildi þóttu afar vænt um afa
sinn og ömmu. Þau báru mikla
virðingu fyrir þeim og sóttust
eftir félagsskap þeirra. Undan-
farið höfum við orðið vitni að
því hversu missir þeirra er
mikill og sár.
Gulli og Sigrún kunnu að
njóta lífsins á meðan þrek og
heilsa leyfðu og það voru ófáir
golfhringirnir sem við spiluð-
um saman bæði hér á landi og
erlendis. Sigrún var mikil
keppnismanneskja í golfi og
var dugleg við að segja manni
til þótt sjálfur hafi ég haldið að
þess þyrfti ekki. Ef boltinn
flaug ekki í réttum sveig eftir
misheppnað högg var hún fljót
að sjá sjá björtu hliðarnar,
annaðhvort með því að hrósa
fyrir gott högg eða með því að
segja: „Ohhh, vindurinn
tóḱann.“
Gulli og Sigrún byggðu sér
sumarbústað í Grímsnesinu
þar sem við áttum ófáar gleði-
stundir saman. Gulli var vand-
virkur verkmaður sem ég
kynntist vel við ýmis verkefni í
tengslum við bústaðinn. Allt
var mælt og gert 100 prósent.
Stundum þurfti að sitja á strák
sínum ef manni fannst ekki
göslast nógu hratt áfram. Nei!
Allt var gert af mikilli vand-
virkni og það varð að hafa það
þótt hlutirnir tækju tíma. Ég
held að allt það sem hann tók
sér fyrir hendur um ævina hafi
einmitt einkennst af því að
gera hlutina vel og af mikilli
vandvirkni.
Elsku Sigrún og Gulli, takk
fyrir alla vináttuna, uppeldið og
lærdóminn sem fjölskylda mín
naut með því að umgangast
ykkur. Ég veit að þið eruð nú
saman að njóta þess sem sá
staður hefur upp á að bjóða.
Kannski eruð þið að spila golf
eða á skíðum en allavega veit
ég að þið eruð að gera þann
stað betri með góðvild ykkar og
væntumþykju.
Guðmundur
Ásmundsson.
Sérstakur dagur 2. júlí 2021,
jarðarfaradagur minna elsku-
legu tengdaforeldra.
Ég og mín fjölskylda eigum
þeim svo ótalmargt að þakka.
Dásamlegar manneskjur sem
báru hag okkar barna sinna svo
sannarlega fyrir brjósti.
Þau voru mjög ólík en al-
gjörlega óaðskiljanleg.
Kom svo sem ekki á óvart að
þau færu í samfloti hönd í hönd
inn í Sumarlandið, hún 2. júní
og hann þremur dögum síðar,
5. júní.
Amma Sigrún var alltaf í
stuði og til í allt og sá alltaf það
jákvæða og skemmtilega á
meðan elsku afi Gulli var
traustur og yfirvegaður, kvíð-
inn fyrir hinu og þessu.
Saman voru þau samt ein
eining sem við sem eftir lifum
megum taka til fyrirmyndar.
Dásamlegt samband þeirra
við börnin okkar Eyfa yljar
manni svo sannarlega. Ekkert
kynslóðabil.
Ógleymanlegar stundir með
stórfjölskyldunni í sumarbú-
staðnum og í húsinu Höfða á
Spáni verða varðveittar vel í
minningabankanum.
Það var bara ekki hægt ann-
að en að elska þessi hjón.
Elsku Sigrún og Gulli, góða
ferð í Sumarlandið og hafið
þökk fyrir allt og allt.
Ykkar tengdadóttir
Sigrún.
Elsku amma mín og afi
minn.
Mikið er sárt að þurfa að
kveðja ykkur. Ég hef kviðið
fyrir þessum degi lengi, og
fannst ótrúlegt að hugsa til
þess að þið yrðuð ekki alltaf
hér. Ég er svo þakklát fyrir
þær ótal dýrmætu stundir og
minningar sem við sköpuðum.
Hvort sem það var heima hjá
ykkur, í sumarbústaðnum, í
Ameríku eða í Kaupmanna-
höfn. Þið voruð svo dugleg að
ferðast og njóta lífsins, sem ég
dáist að í dag, þó að ég hafi
oftar en ekki grátið í koddann
þegar þið voruð að fara til
Spánar í 6 vikur. Það bara
virtist endalaus tími án ykkar.
Þið voruð alltaf til staðar fyrir
mig og ykkar faðmur var alltaf
hlýjastur.
Amma, þú varst alltaf tilbú-
in að bjóða mér í saltfisk,
grjónagraut eða kjötsúpu og
sitja og spjalla um daginn og
veginn. Þér fannst ekkert
skemmtilegra en að hlusta á
okkur tala um allt og ekkert og
vildir allt vita. Ég mun sakna
þess svo sárt að spjalla, hlæja
og skála eins og okkur var ein-
um lagið.
Afi, þú varst alltaf svo stolt-
ur af okkur og passaðir upp á
að við vissum af því. Alltaf
tilbúinn að nudda tærnar mínar
þegar mér var kalt og skutlast
út um allan bæ. Alltaf svo hlýr
og áhugasamur, en líka hnytt-
inn og oftar en ekki var skotið
á okkur (þá aðallega ömmu) og
því fylgt eftir með miklu glotti í
áttina að mér. Ég mun sakna
þess svo sárt að spjalla um
íþróttir, fá tásunudd og grínast
með allt og ekkert.
Þið voru mínir klettar og
okkar samband var einstakt.
Ég mun halda ykkar heiðri á
lofti um ókomna tíð, enda hafið
þið verið stór partur af því að
móta mig í þá manneskju sem
ég er í dag. Það er huggun í
því að vita að þið dansið saman
á sólríkum stað, á leiðinni í
golf, með góða drykki við
hönd.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Og þegar tími minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Takk fyrir allt, elsku amma
mín og elsku afi minn. Sjáumst
síðar.
Hildur.
Sigrún Ágústsdóttir og
Guðlaugur Óskarsson