Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Elsku Svein- björg mín. Það er með trega í hjarta að ég kveð þig ást- kæra vinkona mín. Við hittumst fyrst fyrir sautján árum. Ég hafði oft séð þig og við vissum hvor af ann- arri í þó nokkurn tíma áður en við kynntumst og urðum vin- konur. Þú bauðst mér síðan heim til þín í „stelpupartí“ enda varstu alltaf opin og ófeimin við að kynnast nýju fólki. Á móti mér tók lágvaxin, falleg og ein- staklega smekkleg kona og þú sagðir við mig „hæ gaman að sjá þig“, og hlóst þínum smit- andi hlátri. Mér fannst eins og mér hefði verið boðið inn í litla höll í Hafnarfirðinum því þú átt- ir svo fallegt heimili. Heimili þitt var fallegasta heimili sem ég hafði nokkurn tímann komið inn á, þar sem hvert smáatriði var vel úthugsað og allir hlutir áttu sér sérvalda staði og sumir þeirra voru handgerðir eftir þig. Þú varst svo mikill fagurkeri og lagðir mikið upp úr því að heim- ili þitt væri fallegt og ef þú vild- ir breyta einhverju þá gerðir þú það sjálf með stakri prýði. Elsku vinkona mín, þú varst eins og litríkt flögrandi fiðrildi sem var alltaf að framkvæma eitthvað og finna úrlausn mála sem þurfti að leysa. Það kom fljótlega í ljós að við kunnum alla texta og lög eftir Björgvin Halldórsson og við Sveinbjörg Rósa- lind Ólafsdóttir ✝ Sveinbjörg Rósalind Ólafs- dóttir fæddist 14. apríl 1971. Hún lést 18. júní 2021. Útför hennar fór fram 29. júní 2021. gátum sungið sam- an hátt og snjallt enda varstu ein- staklega músíkölsk og hafðir gaman af því að syngja. Við áttum margt sam- eiginlegt fyrir utan tónlistaráhugann. Vinátta okkar ein- kenndist af því að lífsreynsla okkar var svo lík og við skildum hvor aðra svo vel. Mér fannst við vera sálufélagar kæra vinkona. Ég minnist allra klukkutímanna sem við spjöll- uðum saman og ræddum um allt milli himins og jarðar, ekki síst okkar dýpstu og viðkvæmustu tilfinningamál. Þessar samveru- stundir okkar enduðu alltaf með því að við hlógum og gerðum grín að öllu sem við höfðum rætt um með okkar kaldhæðna húmor. Vinátta okkar einkenndist af hreinskilni, einlægni og trúnaði og verð ég þér ávallt þakklát, elsku vinkona, fyrir að hafa fengið að hlæja, gráta og gleðj- ast með þér. Það er ekki ofsögum sagt að þú hafir verið húsmóðir aldar- innar. Elsku vinkona, ég mun sakna þess að fá að sjá þig við sultugerð, bakstur, saumaskap eða innanhússhönnun. Elsku Sveinbjörg mín, þú varst góð móðir barnanna þinna þriggja og varst alltaf svo stolt af þeim og þakklát fyrir að eiga þau. Þú sinntir ekki aðeins móð- urhlutverkinu heldur einnig hlutverki föður þeirra og fyrir vikið eru elsku börnin þín góðar fyrirmyndir og einstaklega vel gerð og yndisleg börn. Ég sagði oft við þig þegar við ræddum um árangur barna þinna „og geri aðrir betur“, því uppeldi er tveggja manna hlutverk og þú hlóst bara með þínum yndislega stríðnishlátri og þakkaðir mér fyrir. Elsku Sveinbjörg mín, þú háðir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm með æðruleysi og kjarki og notaðir þinn ein- staka húmor í veikindum þínum. Megi góður Guð veita börn- um þínum og fjölskyldu styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði elsku Sveinsý mín og megi Guð varðveita þig. Ég elska þig. Þín Jóhanna Margrétardóttir. Elsku fallega sál og sú allra besta vinkona sem ég hef átt. Verð ævinlega þakklát að ég sendi á þig bréf (minningarorð) í lok nóvember. Því það skipti mig öllu máli að þú fengir að lesa það sem mig langaði að skrifa um þig. Er svo þakklát fyrir vináttu okkar, sem var einstök. Þú varst alltaf til staðar þegar eitt- hvað var að hjá mér. Þegar ég þurfti eyra þá hlustaðir þú á rausið í mér endalaust og sagðir alltaf það sem ég þurfti að heyra. Þú varst svo hreinskilin og sagðir þínar skoðanir og hef- ur alltaf fengið mig til þess að hugsa rökrétt. Þú varst svo blíð og kærleiksrík. Sjúklega fyndin og skemmtileg apinn þinn. Sakna þess svo að heyra í þér oft á dag. Að kjafta heilu klukkustundirnar í síma. Meira að segja tókstu af þér öndunar- vélina og náðir að sannfæra mig um að þú yrði útskrifuð á næstu dögum, því miður varð það sein- asta samtalið okkar. Ég verð ævinlega þakklát fyrir það sam- tal. Mér líður eins og ég hafi þekkt þig allt mitt líf. Þú hefur verið mér sem systir, þú sagðir oft við mig að þú þráðir að eiga systur þegar þú varst barn. Ein bestu áramót sem ég hef upp- lifað. Þau voru svo notaleg á þínu heimili með þér og fylgi- fiskum. Geggjaður matur og spilað fram á rauða nótt. Gleymum nú ekki Glasgow, ji- mundur hvað það var skemmti- leg ferð. Endalausar minningar úr þeirri ferð, það sem stendur upp úr var þegar þú týndist og fannst ekki hótelið sem var einni götu frá búðinni sem ég skildi þig eftir í. Rúntaðir í taxa um alla Glasgow og náðir að týnast bara í nokkrar klukku- stundir, já þú ein getur gert það, tæknihefta apaskott! Þú átt risastóran stað í hjarta mínu. Það var oft erfitt að sjá og heyra hvað þú varst orðin veik og kvalin elsku besta mín. Þú varst svo skemmtilega klikk og með svo bilað svartan húmor sem ég elska! Þegar þú varst að senda mér skilaboð liggjandi inni á bráðamóttöku og gera grín að því sem þú varst að upp- lifa eða sjá þar inni. Það mun enginn geta komið í þitt skarð! Hugsa um það daglega hvað ég var heppin að fá að hafa þig og Viktor á heimilinu mínu í rúman mánuð þegar þú varst á milli húsnæða í mars/apríl. Þakklát að ég hafi fengið að eyða afmælisdeginun þínum með þér, dekra þig í drasl með nuddi og spa. Byrjuðum daginn fyrir 8 og við fengum frusshlát- ursköst, það þurfti ekki mikið að gerast til þess að við fengjum kast og jafnvel skildi enginn hverju við værum að hlæja að. Þú varst einstakur fagurkeri, hvort sem það var heimilið þitt eða þú sjálf. Það var nánast varla hægt að sjá hversu mikill sjúklingur þú varst, því þú varst alltaf svo mikil pæja. Mest er ég þakklát að hafa orðið alkóhólisti því án þess hefði ég ekki kynnst þér! Þín vinkona að eilífu. Brynja Dröfn. ✝ Jósef Leósson var fæddur að Kúðá í Þistilfirði 24. mars 1944. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 24. júní 2021. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Sesselja Steinþórsdóttir, f. 29.3. 1921, d. 21.3. 2007, og Leó Jós- efsson, f. 17.6. 1913, d. 7.3. 2000. Jósef var þriðji í röð tíu systkina en þau voru í ald- ursröð Dóra Björk, f. 1938, d. 2013, Ólína Ingibjörg, f. 1940, Friðbergur Þór, f. 1946, d. 2018, Svandís, f. 1948, Lára, f. 1951, Björg, f. 1954, Hrönn, f. 1955, Steinunn, f. 1958, Fjóla, f. 1959, d. 2005. Jósef var tví- kvæntur, fyrri kona hans hét Sjöfn Skúladóttir, f. 17.4. 1948, d. 5.10. 1999. Síðar kvæntist hann Rannveigu Þor- finnsdóttur, f. 21.12. 1945, en þau slitu samvistir 2014. Saman eiga þau soninn Leó Stein Jós- efsson, f. 6.8. 1974, en fyrir átti Jósef dótturina Ellý Halldóru, f. 26.3. 1968. Útför Jósefs fer fram frá Þórshafnarkirkju í dag, 3. júlí 2021, kl. 11. Jarðsett verður að Svalbarði. Í barnaskóla á Garði kynntist ég Jódda fyrst. Smávöxnum sætum dreng sem kom sér vel við alla og það var í þessari skólavist eftir páskana 1958 sem drengurinn sá kom með nýsmíði sem sannaði hvað hann gat. Þetta voru keðjur á reiðhjól. Gerðar úr mörg hundruð hlekkj- um, fljótt á litið nákvæmlega eins og efnið í þetta víravirki hefði hann fengið úr nýjum gaddavír. Þegar ég löngu seinna rifjaði þetta upp með Jósef sagði hann að nágranni hans, Guð- björn Ólafur, hefði átt hugmynd- ina og eitthvað byrjað með hon- um á handverkinu. Þetta æskuafrek var vísir að því sem seinna kom. Hvað sem hann lagði fyrir sig var gert vel og snyrtilega. Refaskinnaverkun jafnt sem húsbyggingar. Það sem ég á Jósef mesta skuld að gjalda fyrir og fæ víst ekki að jafna hér eftir, voru sjóferðirnar á litla bátnum hans og alltaf fiskuðum við eitthvað og svo fékk ég aflann. Hann bar því við að vera orðinn of þreklaus til að gera mat úr þessu og „fólk er hætt að þiggja fisk ef það fær hann ekki beinhreinsaðan og roðdreginn“. Svo eru það spilin, síðustu tvo vetur sem við höfum verið að manna eitt borð og spila bridge á Dvalarheimilinu Nausti. Ég fylgdist ekki alltaf með Jósef en nú fyrir fáum ár- um spurði ég hann ofurlítið út í hans sjósókn. Hann eignaðist eitt sinn nýjan bát sem hann átti ekki lengi. Hann sagðist hafa keypt á vondum tíma og eins hafi það verið með loðdýrin; byrjað þegar dýrin voru á toppnum en ekki lifað það að selja skinn á góðu verði. Svona er það, auðveldara að sjá eftir á hvað gera skal og hvað ekki. Hitt er meir um vert að komast í gegnum lífið með sæmd. Það tókst Jósef Leóssyni. Stefán Eggertsson. Jósef Leósson Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURLAUGAR ÁSGERÐAR SVEINSDÓTTUR, Dvalarheimili aldraðra Dalbæ, Dalvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dalbæjar fyrir einstaka umönnun og alúð. Megi guð blessa ykkur öll. Guðbjörg Antonsdóttir Elín Sigrún Antonsdóttir Anna Dóra Antonsdóttir Sveinn Sveinsson Arna Auður Antonsdóttir Þórólfur Már Antonsson Hrönn Vilhelmsdóttir Árdís Freyja Antonsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSLAUG VALDEMARSDÓTTIR, Höfðagrund 27, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudaginn 23. júní. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. júlí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is. Lilja Ellertsdóttir Gunnar Þór Garðarsson Jón Ellert Guðnason Arnþrúður Kristjánsdóttir Áslaug Guðnadóttir Gunnar Þór Gunnarsson Inga Guðrún Gísladóttir ömmubörnin Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR INGVAR SIGURGEIRSSON, Skipalóni 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 26. júní. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 9. júlí klukkan 13. Ingibjörg Birna Jónsdóttir Ingibjörg Jóna Garðarsdóttir Geir Viðar Garðarsson Stefanía Jensdóttir Guðbergur Þór Garðarsson Inácio Pacas da Silva Filho Svanhildur Ósk Garðarsd. Guðmundur Annas Kristjáns. barnabörn og barnabarnabörn Ástkæra eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN INGIBJARTSDÓTTIR, lést á heimili sínu á Gran Canaria fimmtudaginn 17. júní. Magnús Björgvinsson Rósa Björg Magnúsdóttir Helgi Gizzurarson Jóna Björt Magnúsdóttir Sigurpáll Birgisson Magnús Magnússon Lára Norðfjörð Guðmundsd. barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLEY ÓSK STEFÁNSDÓTTIR frá Djúpavogi, lést fimmtudaginn 24. júní á dvalar- heimilinu Grund í faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. júlí klukkan 13. Guðjón Finnur Drengsson Dröfn Jónasdóttir Stefán Aðalsteinn Drengss. Guðlaug Ósk Pétursdóttir Samúel Þórir Drengsson Elísa Fönn Grétarsdóttir og barnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur og bróðir, GUNNAR GUNNARSSON hagfræðingur, New York, lést á Beth Israel Mount Sinai-spítalanum í New York 7. apríl. Bálför fór fram í New York. Minningarathöfn og greftrun fara fram í Fossvogskapellu mánudaginn 5. júlí klukkan 13. Kristina G. Moss Gunnarsd. Sam DeLaughter Gunnar Björgvin Gíslason Gísli G. Gunnarsson og aðrir ættingjar og vinir Stjúpfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HANNESSON húsasmíðameistari frá Brekkukoti í Reykholtsdal, lést fimmtudaginn 1. júlí á hjúkrunar- heimilinu Sléttu. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 8. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellow á Íslandi – www.oddfellow.is. Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir Ólafur Axelsson afabörn og langafabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.