Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Síðast heyrðum við í Aron Can, sem leiddi um hríð aðra bylgju íslensks rapps, fyrir um þrem- ur árum, en þá kom platan Trúpíter út (2018). Keyrslan hafði verið mikil á okkar manni og það var að merkja á plötunni fannst mér. Þessi „hvíld“ var nauðsynleg í raun. Því nú er hann kominn aftur, og það af krafti, sem lýsir sér m.a. í voldugum titli fjórðu breiðskíf- unnar: Andi, líf, hjarta, sál (og allt stíliserað með hástöfum). Árabilið frá 18 ára að 21 er sem heil eilífð, það vita þeir sem það hafa lifað, og þess má vel finna stað á plötunni. En áður en við krukkum í hana skulum við stand- setja listamanninn með tilliti til fyrri verka. Þekkir stráginn (2016) var sem ferskur andvari í senuna á sínum tíma, Aron skipti töffarastælum út fyrir einlægni og uppskar ríkulega. Textar af Drake-skólanum, hellt úr hjartanu og örlögin grátin. Veruleiki unglingsins ljóslifandi. Tónlistin strípuð og skuggaleg, einföld og naumhyggjuleg. Trapp-áferð og rappið/söngurinn drafandi á köflum. Næsta plata, ÍNÓTT (2017), var lengri, stærri, hlaðnari, flóknari og litapallettan stækkuð. Þetta var Aron Can plata ennþá en sakleysið – sem landaði frumburðinum – var horfið. Dekkra verk í raun og eftir á að hyggja fulldökkt á köflum. Á Trúpí- ter var síðan eins og Aron leyfði sér aðeins að sprikla. Kæruleysisbragur „Elskar að opna sig“ Ljósmynd/Anna Maggý Endurfæddur Aron Can slær ekki slöku við á nýju plötunni. næstum því sem vann í senn með plötunni og á móti. Fjölbreyttari en fyrri verk, fleiri stílar og tilraunir með tónlistina en textaleg glappaskot á köflum, þeir stundum rýrir og óspennandi. Samantekið hefur Aron haldið sjó nokkuð vel í gegnum þess- ar þrjár plötur, þó að nýjabrum þeirr- ar fyrstu verði seint toppað. Á nýju plötunni fær Aron laga- smiðina Þormóð Eiríksson, Arnar Inga, Magnús Jóhann og Jón Bjarna til liðs við sig og gestir eru GDRN, Birnir og hinn norski Unge Ferrari. Tilfinningin sem maður fær, eftir að hafa rúllað plötunni nokkrum sinn- um, er góð. Það er ferskleiki yfir, ör- yggi, metnaður og kraftur sem allir öðlast þegar búið er að endurræsa kerfið. Horft er til smáatriða og öllu tjaldað til, sjá t.d. epíska umslags- myndina. Lögin þrettán rúlla líka fumlaust; hljómur er botngóður, traustur og umlykjandi og ferðalagið fjölbreytilegt. Minnir að því leytinu til á Trúpíter en allt hérna er bara ... tja ... meira fullorðins. Aron lætur okkur í té ballöður og „bangera“ og röddin hans er miðlæg út í gegn. Rappið er öruggt, Aron er „á staðn- um“, vakandi, meðvitaður og klár í slaginn. Textalega er hann upp og of- an. Aðeins of mikið um endurtekn- ingar og ódýrar hendingar en um leið er enginn betri en hann í einlægum játningum og hreinskiptni. Þegar hann gerir vel þar er hann ósnertan- legur. Lögin sjálf hafa yfir sér högg- þéttan blæ og Aron hefur aldrei verið betri í þeirri deildinni. Sjá slagarann „Flýg upp“, pottþétt lag, og mikil- úðlegu ballöðuna „Glasið“, sem hann gerir með GDRN. Aron er líka með gott poppnef, „Hvað með það“ er gott dæmi um lag sem er á mörkum hreins popps, „r og b“ og rapps og allt gengur upp í dásamlegri sam- bræðslu. „Varlega“ með Unge Ferr- ari er auk þess glæsilegt, þar sem rómanskir taktar fá að flæða í miðju lagi. „Sofna“ er þá einnig frábært, hvar austurlenskum strengjum er rennt inn undir blálokin til að undir- strika rætur Arons. Á dögunum velti ég ástandi ís- lenskrar rappmenningar fyrir mér. Að í dag væru eingöngu uppistand- andi meginstraumsvænir popprapp- arar og gallsúrir neðanjarðarrapp- arar, allt millistig væri farið. Þetta sterka verk er möguleg sönnun á því að enn sé rúm fyrir brú þarna á milli. Grípandi og aðlaðandi tónlist sem býr yfir nægilegri dýpt á sama tíma. » Rappið er öruggt, Aron er „á staðn- um“, vakandi, meðvit- aður og klár í slaginn Aron Can snýr aftur með plötunni Andi, líf, hjarta, sál. Ansi gerðar- legt verk sem gæti blásið nýju lífi í ís- lensku rappsenuna. Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi heldur tónleika í Hömr- um í Hofi á Ak- ureyri í dag, 3. júlí, kl. 18 ásamt hljómsveit og eru tónleikarnir hluti af Listasumri bæjarins. Ingi- björg hefur komið fram með mörg- um af ástsælustu listamönnum þjóð- arinnar og samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í fyrra gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Meliae, sem hlaut Kraumsverðlaun- in og var valin plata ársins af Morg- unblaðinu og straum.is. Ingibjörg hlaut tvenn verðlaun fyrir plötuna á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á þessu ári. Á tónleikunum í kvöld Ingibjörg og hljómsveit leika verk af plötunni ásamt nýju efni. Fram koma með Ingibjörgu þeir Tumi Árnason saxófónleikari, Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari, Hróðmar Sigurðsson gítarleikari og Magnús Jóhann Ragnarsson leikur á píanó. Ingibjörg og hljóm- sveit leika í Hofi Ingibjörg Elsa Turchi Det danske drengekor, þ.e. Danski drengja- kórinn, er stadd- ur á Íslandi og mun syngja við messu í Háteigs- kirkju kl. 11 á morgun, sunnu- dag, og halda tónleika í Laug- arneskirkju kl. 20. Á efnisskránni verður klassísk kórtónlist sem og einstaka dægurlög, m.a. eftir Bítl- ana. Stjórnandi er Emil Ritter og meðleikarar Anders Filipsen píanó- leikari og Tomas Raae á kontra- bassa. Aðgangur er ókeypis. Kórinn skipa 25 strákar á aldr- inum níu til fjórtán ára og á kórinn sér langa sögu eins og sjá má á heimasíðu hans á slóðinni www.detdanskedrengekor.dk/ om/. Danski drengjakór- inn heldur tónleika Emil Ritter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.