Morgunblaðið - 03.07.2021, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is
B
ækur hins fertuga fransk-
marokkóska rithöfundar
Leïla Slimani hafa vakið
sívaxandi athygli. Fyrir
fimm árum hreppti hún hin virtu
Goncourt-verðlaun fyrir Barnagælu
(Chanson douce) sem hefur notið vin-
sælda víða um lönd og kom einnig út
hér á landi. Með þessari nýju og
heillandi sögu, Í landi annarra (Le
pays des Autres),
hefur hún hins
vegar skáldaðan
þríleik sem bygg-
ir á dramatískri
fjölskyldusögu
hennar sjálfrar í
Marokkó, á lífi afa
hennar og ömmu
þegar þau koma
undir sig fótunum í landinu á átaka-
sömum tímum sjálfstæðisbar-
áttunnar um miðja síðustu öld. Und-
irtitill sögunnar er Stríðið, stríðið,
stríðið.
Í bókinni segir af hinni frönsku
Mathilde sem undir lok seinni heims-
styrjaldarinnar fellur fyrir marokk-
óskum liðsforingja, Amin, sem kem-
ur með herdeild nýlendubúa í þorpið
hennar í Alsace. Ást þeirra er í byrj-
un heit og nautnafull en saman flytja
þau til heimalands hans, Marokkó,
þar sem ný menning, siðir og venjur
mæta hinni hávöxnu, ungu, frönsku
konu sem sker sig alls staðar úr þar í
landi.
Sagan gerist á um tólf ára tímabili.
Upphafið er í hryllingi átaka heims-
styrjaldar, sem Mathilde er á sinn
hátt að flýja með ástarævintýri
þeirra Amins og flutningi til Afríku,
og sagan endar í öðrum grimmum
átökum, þar sem frelsisherir heima-
manna í Marokkó berjast við franska
nýlenduherrana en þá lenda Mat-
hilde og Amin í víglínunni, landeig-
endur í blönduðu hjónabandi. Þau
eiga þá orðið tvö börn og slíkt er snú-
ið eins og felst í tileinkunarorðum
bókarinnar: „Bölvun þessa orðs: kyn-
blöndun, skrifum það stórum orðum
á blaðsíðuna.“ Blöndunin birtist á
táknrænan hátt þegar Amin græðir
fyrir dóttur þeirra grein af sítrónutré
á appelsínutré en af því verða til
skrýtnir ávextir.
Frásögn Slimani er ljóðræn og vel
mótuð, með fallegum lýsingum á
landi og staðháttum eins og snjöll
þýðing Friðriks Rafnssonar skilar
mjög vel. Sögumaður sér í hug per-
sónanna og sjónarhornið færist til,
þar sem þeim er fylgt eftir til skiptis.
Á sama tíma og lesandinn fylgist með
baráttu ungu hjónanna við að öðlast
sjálfstæði með því að byggja upp bú-
rekstur á erfiðu og afskekktu landi,
þá fjallar sagan einnig á athyglis-
verðan hátt og af ríkulegu innsæi um
árekstur menningarheimanna og
sjálfstæðisbaráttu heimamanna. Á
vissan hátt verða allar persónur
þannig að eins konar táknmyndum
fyrir ólíka hópa og hugmyndafræði í
landinu á þeim tíma. Mathilde er
hvítur lestrarhestur sem flytur við
komuna til Marokkó fyrst inn á hefð-
bundið heimili fjölskyldu Amins í
miðri framandi borg, þar sem karlar
ráða, konur eiga að halda sig innan
dyra og svört þjónustustúlkan á
heimilinu hefur upphaflega komið
þangað sem þræll. Húsinu stjórnar
móðir Amins en þar búa einnig veik-
ur sonur hennar og annar sem tekur
virkar þátt í baráttunni gegn Frökk-
um og fer þannig öfuga leið við Amin,
sem hafði barist með Frökkum í
stríðinu og er á vissan hátt áfram
með þeim í liði vegna sinnar frönsku
konu. Amin á líka fallega systur sem
á sér drauma um frelsi en grimmt
karlveldið setur konum sem henni
strangar reglur, með dramatískum
og harðneskjulegum afleiðingum.
Þegar faðir Mathilde deyr fer hún
aftur til Frakklands til að ganga frá
fjölskyldumálum og þarf jafnframt
að ákveða hvorri þjóðinni hún ætlar
að tilheyra – þar skiptir framtíð
barna hennar mestu, þótt það kalli á
fórnir. Slimani fjallar í sögunni vel
um slík innri átök sögupersóna, og
sýnir með skilningsríkum hætti hvað
gerist og hvers vegna. Allir eiga sér
drauma en verða leiksoppar örlaga
sem oft eru grimm og óviðráðanleg.
Í landi annarra er hrífandi saga
um baráttuna fyrir frelsi þjóðar, bar-
áttu sem endurspeglast í lífi einnar
fjölskyldu sem dreymir um að eiga
gott og gifturíkt líf. Það verður
áhugavert að lesa framhald þríleiks
Slimani en vonandi færir Friðrik
Rafnsson okkur íslenskum lesendum
bækurnar sem fyrst eftir að þær
koma út.
Ættarsaga Í landi annarra eftir Leïla Slimani er hrífandi og vel skrifuð.
Margbrotin lífsreynsla
í skugga nýlendustríðs
Skáldsaga
Í landi annarra bbbbn
Eftir Leïla Slimani.
Friðrik Rafnsson íslenskaði.
Mál & menning, 2021. Kilja, 327 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ný sýning verður opnuð í Sveins-
safni í Krýsuvík á morgun, sunnu-
dag, kl. 13, og nefnist hún Konan
mín. Er það viðamesta sýningin í
safninu til þessa þar sem sýning-
arveggir hafa verið þaktir verkum
frá gólfi til lofts og verkin bæði stór
og smá. Í sýningarskrá eru 70 núm-
eraðar myndir og þar með talin sjö
myndaspjöld sem á eru alls 115
myndir til viðbótar. Af þeim eru 60
myndir skannaðar og unnar sér-
staklega fyrir sýninguna. Konan
mín hefur miðlæga stöðu í list
Sveins Björnssonar, segir í inn-
gangi sýningarskrár, og hefur
komið við sögu allra sýninga safns-
ins en fyrst núna er fjallað um hana
sérstaklega á sýningu helgaðri
henni eingöngu.
Kona Eitt af verkum Sveins Björnssonar.
Viðamesta sýningin í Sveinssafni
Það verður mikið um að vera á Sum-
artónleikum í Skálholti um helgina. Í
dag, 3. júlí, kl. 13 verða fjölskyldu-
tónleikar og munu Bergþór Pálsson
og Guðný Einarsdóttir flytja Litla
sögu úr orgelhúsi. Sagan er eftir
Guðnýju Einarsdóttur organista og
tónlistina gerði Michael Jón Clarke.
Kl. 14 verður fluttur listgjörning-
urinn Orgelkrakkar, ætlaður börnum
7-12 ára. Kl. 16 spinnur Una Svein-
bjarnardóttir fiðluleikari út frá ein-
leikspartítum J.S. Bach fyrir fiðlu.
Á morgun, 4. júlí, kl. 14 verður
leikin messa Bach í A-dúr og sveifl-
andi dans Roman, hins sænska Händel, sem kallast á við aldagamla ís-
lenska sálma úr handritinu Melodia Sacra, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu og saman við þetta blandast glæný íslensk tónlist byggð á stefjum úr
hinu forna handriti. Kl. 16 mun dansk-sænska sveitin Camerata Öresund
og finnska barokksveitin Ensemble Nylandia flétta saman þýsk-norrænar
barokkperlur við íslenska sönghefð og nýja íslenska tónlist.
Spuni Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari
mun spinna við Bach í Skálholtskirkju.
Fjöldi tónleika á hátíð í Skálholti
Marrið í stiganum eftir Evu Björg
Ægisdóttur hlaut í fyrradag hin
virtu verðlaun Samtaka breskra
glæpasagnahöfunda í flokknum
frumraun ársins (New Blood). Er
það í fyrsta sinn sem þýdd bók hlýt-
ur verðlaunin. Í apríl var birtur
langur listi yfir þrettán tilnefndar
bækur og var bókin eina þýdda
bókin á listanum. Hann var síðan
skorinn niður í sex bækur í lok maí.
Verðlaunin hafa verið veitt frá
árinu 1973 og meðal höfunda sem
hafa átt frumraun ársins eru Pat-
ricia Cornwell (1990), Minette Wal-
ters (1992), Gillian Flynn (2007),
S.J. Watson (2011) en þær hafa all-
ar orðið heims-
frægar í kjölfar-
ið, eins og segir í
tilkynningu.
Arnaldur Indr-
iðason er eini ís-
lenski höfundur-
inn sem hlotið
hefur verðlaun
Samtaka breskra
glæpasagnahöf-
unda en hann
fékk hinn virta Gullrýting fyrir
Grafarþögn árið 2005. Eva Björg er
nú stödd á Quais du polar-glæpa-
sagnahátíðinni í Lyon í Frakklandi
en þangað koma um 60.000 gestir.
Eva Björg hlaut rýting í Bretlandi
Eva Björg
Ægisdóttir
Hafið kemst vel af án okkar nefnist
sýning Guðrúnar Gunnarsdóttur og
Inger-Johanne Brautaset sem opn-
uð verður í Listasafni Árnesinga í
dag, 3. júlí, kl. 15. „Hafið kemst vel
af án okkar er samvinnuverkefni
sem vísar til hafsvæðanna á milli
Íslands og Noregs. Okkur langar til
að miðla ferðalagi ofan í óþekkt
undirdjúpin – þar sem við syndum
á meðal hákarla, plantna, svifa og
annarra framandi tegunda, auk
plasts, sem er ný en ekki óþekkt
tegund,“ skrifa þær Inger-Johanne
og Guðrún og að Hafbókin eftir eft-
ir Morten Strøksnes hafi verið
þeirra sameiginlega lesefni fyrir
sýninguna sem áður hefur verið
sett upp í Oseana Kunst- og Kult-
senter í Noregi.
Vitna þær í texta úr Hafbókinni,
í þýðingu Höllu Kjartansdóttur, um
þær skelfilegu afleiðingar sem
hlýnun sjávar mun hafa á lífríki
hafsins og á plánetuna alla. Lýkur
kaflanum með þessum orðum:
„Andstætt flestum öðrum lifandi
skepnum jarðarinnar getum við
ekki lifað í hafinu. En við getum
heldur ekki lifað án þess.“
Sýnendur Inger-Johanne Brautaset og Guðrún Gunnarsdóttir.
Hafbókin sameiginlegt
lesefni fyrir sýninguna