Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 48

Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 48
Tríó Amasia kemur fram kl. 16 á morgun, sunnudag, í sumartónleikaröð Hallgrímskirkju í Saurbæ og leikur tónverk samin undir áhrifum tónlistar millistríðs- áranna. Má í þeim heyra fjölmörg ólík stílbrigði og meðal annars áhrif frá franskri kaffihúsa- og götu- tónlist og djassi. Tríóið skipa Hlín Erlendsdóttir fiðlu- leikari, Ármann Helgason klarínettuleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Tríóið flytur einkum tónlist sem hefur skírskotun í ýmis þjóðlög og dansa. Verk samin undir áhrifum frá tónlist millistríðsáranna LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Magnús Þór Magnússon, miðvörður og fyrirliði Keflvík- inga, var besti leikmaður júnímánaðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Hann var í lykilhlutverki hjá nýliðunum sem fengu sjö stig af níu mögulegum í mánuðinum og sjálfur fékk hann samtals fjögur M í einkunnagjöf blaðsins fyrir þessa þrjá leiki. Magnús missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Úrvalslið Morgunblaðsins fyrir júnímánuð er birt í blaðinu í dag. »41 Magnús Þór var bestur í júní ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Himinblíða og steikjandi hiti. Fólk situr léttklætt fyrir utan fellihýsi og tjöld og lætur sólina hella D-vítamíni í kroppinn. Krakkarnir eru í fótbolta eða busla í nálægum læk. Sumar- smellir óma í útvarpinu og í um- hverfinu ber alltaf eitthvað nýtt fyrir augu. Þegar líða tekur á daginn er skroppið í matvöruverslun og náð í kjötmeti og þegar kemur fram á kvöldið liggur grilllykt í loftinu. Lyft er lífsins glösum, einhver dregur fram gítar og sungið er um líf undir bláhimni blíðsumars nætur. Svona er Ísland um hásumar; landinn er í ferðalögum og lífið er gott. Stemn- ingin á Húsavík hefur líka verið frá- bær og tjaldsvæðið er þéttsetið. Bongóblíða „Í augnablikinu er léttskýjað hér á Húsavík, hæg gola og 15 stiga hiti. Bongóblíða. Ég býst við fjölda gesta um helgina en Íslendingar eru áber- andi meðal þeirra sem hingað koma,“ sagði Kristófer Leví Sig- tryggsson tjaldsvæðisvörður í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær. „Oft kemur hingað vinafólk eða nokkrar fjölskyldur saman halda hópinn. Þetta er fólk sem raðar felli- hýsunum sínum saman og myndar sína eigin verönd. Allir hafa nóg við að vera, af tjaldsvæðinu eru ekki nema um 100 metrar í sundlaugina og raunar er stutt héðan í allt sem ferðamenn hér á Húsavík sækjast eftir. Fólk af höfuðborgarsvæðinu og austan af landi er áberandi meðal Íslendinga sem hingað koma. Út- lendingarnir koma alls staðar að úr heiminum, eru gjarnan á stórum ferðabílum en oft ekki nema eina nótt hér á hringferð um landið. Kristófer Leví er farfugl á Húsa- vík, kom úr borginni til að verja mark Völsungs í 2. deildinni í knatt- spyrnu. Sér því um tjaldstæðið sem Völsungar sjá um fyrir Norðurþing. „Mér finnst fínt að vera hér á Húsa- vík og er að finna mig úti á landi. Hef líka farið talsvert hér á svæðinu og er heillaður af Mývatnssveitinni,“ segir tjaldsvæðisvörðurinn. Dagný Dögg Steinþórsdóttir, sem var á Húsavík í gær, lýsir ferðalagi ferðalagi fjölskyldu sinnar svo að þau séu einfaldlega að elta góða veðrið. Áfram austur á land „Annar sonurinn er hér að spila fótboltaleik. Við ákváðum að fylgja honum hingað norður og gera svolít- ið meira en ella úr ferðinni. Héðan ætlum við að fara annaðhvort í Ás- byrgi eða austur á Hérað. Svo höld- um við áfram suður á bóginn og er- um ekkert að flýta okkur,“ segir Dagný. Þau Börkur Halldór Blöndal Hrafnkelsson, maður hennar, og börnin þrjú, Hrafnkell Örn, Steinþór Freyr og Brynhildur Þula, eru í ferð sinni í stóru braggatjaldi og með annan góðan búnað. „Hér finnst alveg frábært að ferðast innanlands á sumrin og slíkt höfum við raunar gert í mörg ár. Sjálf er ég enn ekki tilbúin að fara til útlanda núna, svo skömmu eftir veirutímann,“ segir Dagný Dögg að síðustu. Indæl sumarstemning á tjaldsvæðum landsins - Sól á Húsavík - Landinn í útilegu og eltir góða veðrið Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ferðalangar Dagný Dögg og Börkur Halldór á Húsavík með þeim Brynhildi Þulu og Steinþóri Frey. Hrafnkell var í sundi þegar myndin var í tekin. Tjaldsvæðisvörður Býst við fjölda gesta um helgina, segir Kristófer Leví.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.