Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
697.500kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
369.750kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einndag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkurborgar samþykkti í
vikunni tillögu skrrifstofu sam-
göngustjóra og borgarhönnuðar
um fyrsta áfanga innleiðingar há-
markshraðaáætlunar. Í henni felst
að hámarkshraði verður lækkaður í
40 km á klukkustund á þremur veg-
arköflum í borginni og í 30 km á 17
vegarköflum.
Í tillögunni kemur fram að lögð
sé áhersla á, við þennan fyrsta
áfanga, að byrja á götum þar sem
börn eru á leið til eða frá skóla eða
frístundum sem og götur þar sem
að fjöldi vegfarenda er mikill.
Á þremur vegarköflum verður
hámarkshraði færður niður í 40
km/klst. Það eru Snorrabraut, milli
Burknagötu og Grettisgötu. Fjall-
konuvegur milli Gullinbrúar og
Frostafoldar og einnig milli Jökla-
foldar og Hallsvegar.
Á sautján vegarköflum verður
hámarkshraðinn 30 km/klst. Til
dæmis á Snorrabraut, hluta Borg-
artúns, stórum köflum í Laugardal,
auk stöku vega í efri byggðum.
Í bókun fögnuðu fulltrúar meiri-
hlutans í nefndinni væntanlegri
innleiðingu áfangans og bentu á að
lækkun umferðarhraða bæti hljóð-
vist, öryggi og stuðli að meiri lífs-
gæðum fyrir íbúa. Tveir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins greiddu at-
kvæði gegn tillögunni. Þeir segja í
bókun að nauðsynlegt sé að lækka
hámarkshraða vegna öryggissjón-
armiða og nálægðar við skólastarf,
en lækkunin eigi ekki við alls stað-
ar. Rökstuðningur hefði mátt fylgja
hverri og einni breytingu sem lögð
væri til og ákjósanlegra væri að
kjósa um hverja götu fyrir sig.
Stækka göngugötuna
Skipulags- og samgönguráð sam-
þykkti einnig að hluti Laugavegar,
milli Frakkastígs og Klapparstígs,
og hluti Vatnsstígs, milli Laugaveg-
ar og Hverfisgötu, yrði gerður að
göngugötum. Fulltrúar meirihlutans
í ráðinu kusu með tillögunni, en
Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Pála
Jónasdóttir, Sjálfstæðisflokki,
greiddu atkvæði gegn henni. Katrín
Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, sat hjá í atkvæðagreiðslu.
Fulltrúar meirihlutans sögðu í
bókun nauðsynlegt að breyta yfir-
bragði götunnar smám saman á
þann veg að ökumenn þeirra bíla
sem þar má aka upplifi sig sem gesti
í gangandi rými, en ekki öfugt.
Marta og Jórunn sögðu hins vegar í
bókun að ákvörðunin um að gera
Laugaveg að göngugötu væri keyrð
áfram á of skömmum tíma og þvert á
vilja íbúa.
Lægri hámarkshraði og göngugata
Morgunblaðið/Unnur Karen
Fjallkonuvegur Til stendur að lækka hámarkshraða á Fjallkonuvegi í Foldahverfi niður í 30 km/klst.
- Þrjár götur með 40 km hámarkshraða - Hluti Vatnsstígs verði göngugata - Umferð bönnuð um
Kirkjustræti - Meirihlutinn lýsir ánægju í bókunum sínum - Alþingi heimilar undantekningar
Alþingi óskaði eftir því að ráðið
tæki fyrir tillögu sem myndi
banna umferð vélknúinna farar-
tækja á Kirkjustræti, milli Póst-
hússtrætis og Tjarnargötu, og
einnig í Templarasundi norðan
Kirkjutorgs, nema með leyfi
skrifstofu Alþingis. Ráðið sam-
þykkti það í heild sinni. Í bókun
meirihlutans var bent á að skrif-
stofa Alþingis fengi heimild til
að gera undantekningar á bann-
inu, en mikilvægt væri að þær
væru fáar og vel skilgreindar.
Almenningur eigi að upplifa
svæðið sem torg en ekki götu.
Umferð
bönnuð
TORG EN EKKI GATA
Bræðurnir Tristan Leó Guðmundsson Valencia og
Gabríel Ágúst Guðmundsson Valencia nutu veðurblíð-
unnar á tjaldsvæðinu á Flúðum í gær. Þar var um
fimmtán stiga hiti og margt um manninn.
Veðrið hefur leikið við landsmenn víða undanfarna
daga og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni
verður líklega ekki mikil breyting þar á um helgina.
Áfram er gert ráð fyrir björtu og hlýju veðri fyrir
austan en í höfuðborginni er ólíklegt að sólin láti sjá
sig. Þar verður skýjað en að mestu þurrt og hiti um 15
stig. Fyrir norðan er spáð allt að 22 gráðum og á Vest-
fjörðum verður um 15 stiga hiti.
Morgunblaðið/Eggert
Bræðurnir Tristan og Gabríel nutu góða veðursins á Flúðum í gær líkt og landsmenn á tjaldsvæðum víða um land.
Áfram veðursæld um helgina
Sjúkratryggingar Íslands hafa kraf-
ið háls-, nef- og eyrnalækninn sem
missti starfsleyfið vegna ónauðsyn-
legra aðgerða um fjögurra milljóna
króna endurgreiðslu.
Læknirinn, Hannes Þröstur
Hjartarson, fékk greitt frá Sjúkra-
tryggingum fyrir þær aðgerðir sem
hann framkvæmdi en alvarlegar at-
hugasemdir hafa komið fram um að
tólf aðgerðanna hafi verið ónauðsyn-
legar. Að sögn Ingibjargar K. Þor-
steinsdóttur, sviðsstjóra réttinda-
sviðs Sjúkratrygginga, voru þær
ekki gerðar samkvæmt þeim reglum
sem gilda um endurgreiðslur.
Maðurinn starfaði á Handlækna-
stöðinni en áður var honum meinað
að framkvæma aðgerðir á Landspít-
alanum vegna veikinda.
Landspítalinn upplýsti ekki
Eiríkur Orri Guðmundsson,
stjórnarformaður Handlæknastöðv-
arinnar, segir að sér sárni að Land-
spítalinn hafi ekki upplýst þau um
málið. „Þeir sem tóku þessa ákvörð-
un vissu alveg að hann var að gera
aðgerðir hjá okkur.“
Engar kvartanir höfðu borist frá
sjúklingum Hannesar. „Ég veit ekki
betur en að hann hafi verið mjög vel
liðinn af sínum sjúklingum,“ segir
Eiríkur. Það voru samstarfsmenn
Hannesar sem tilkynntu möguleg
brot hans. Í tilkynningu Hannesar til
fjölmiðla í gær segist hann ekki ætla
að tjá sig um málið en hann muni
fara yfir það með lögmönnum sínum.
Endurgreiði 4 milljónir
- Tólf aðgerðir sagðar ónauðsynlegar og ekki eftir reglum