Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Boðað hefur verið til landsfundar
Sjálfstæðisflokksins dagana 27.-29.
ágúst, tæpum mánuði fyrir alþingis-
kosningar. Hann fer að venju fram í
Laugardalshöll.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
ákvað á fundi í gær að boða til
þessa 44. landsfundar flokksins, en
hann er æðsta vald í málefnum
flokksins. Samkvæmt skipulags-
reglum Sjálfstæðisflokksins ber að
halda landsfund ekki sjaldnar en
annað hvert ár, en hann fór síðast
fram vorið 2018. Til stóð að halda
landsfund í fyrra, en honum var
frestað vegna heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
eiga vel á annað þúsund fulltrúar
manns seturétt, en hann er þannig
langfjölmennasta reglulega stjórn-
málasamkunda landsins. Á fund-
inum er mörkuð heildarstefna
flokksins í landsmálum, æðsta for-
ysta flokksins er kosin, auk þess
sem fundurinn kýs stjórnir málefna-
nefnda, sem annast málefnastarf
flokksins á milli landsfunda.
Hvert félag innan flokksins kýs
fulltrúa til setu á fundinum, auk
landssambanda og fulltrúaráða í
samræmi við árangur flokksins í
kosningum.
Boða til landsfundar í ágúst
- Sjálfstæðismenn halda landsfund í fyrsta sinn frá 2018
Morgunblaðið/HAR
Lýðræðishátíð Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fjölmennasta stjórnmálasamkunda landsins.
Enn er gosóróinn í Geldingadölum í
dvala. Ekkert hraun hefur flætt úr gíg
eldgossins síðan 5. júlí, en um er að
ræða lengsta hlé gossins frá því það
hófst í mars.
„Óróinn er ennþá niðri eins og er,
hann er ekkert að stíga upp. Það er
þoka svo maður sér lítið í myndavél-
unum, en það sást glóð um klukkan 2 í
(fyrinótt) og það rennur enn hraun
undan gígnum. Það er enn þá einhver
virkni í gangi,“ segir Lovísa Mjöll
Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands.
Lovísa segir of snemmt að segja til
um það hvort hegðun gossins hafi
breyst eða hvort virknin hafi minnkað.
„Það er of snemmt að segja því
hraunið er enn að fara eftir þessum
lokuðu rásum undan gígnum og við
erum ekki komin með nýjar mæl-
ingar frá Háskólanum um hversu
mikið af hrauni hefur komið upp,
við bíðum spennt eftir þeim tölum.
Það er of snemmt að segja til um
hvort það sé að hægja á þessu eða
ekki á meðan það er ekkert að
koma upp úr gígnum,“ segir
Lovísa.
Lítið fyrir ferðamenn að sjá
Lovísa segir að von sé á mæling-
um Háskóla Íslands á rúmmáli
hraunsins á næstu dögum. Mæling-
arnar eigi að geta gefið vísbending-
ar um framhaldið. „Það virðist sem
þetta sé eitthvað nýtt. Það byrjar
28. júní að fara upp og niður en
núna frá 5. júlí er þetta í fyrsta
skipti svona langt bil. Það er spurn-
ing hvort þetta haldi áfram svona
og taki sig svo aftur upp, eða hvort
þetta verði bara svona; að það flæði
bara undan gígnum,“ segir Lovísa.
Svo það er ekki mikið fyrir ferða-
menn að sjá á gossvæðinu?
„Í rauninni ekki, nema bara
hraunjaðarinn. Það hefur verið að
sjást glóð í gígnum á nóttunni ef
fólk er að fara þá, þá er hægt að sjá
eitthvað smávegis,“ segir Lovísa.
Morgunblaðið/Eggert
Hraunrennsli Hraun rennur enn frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Óróinn er þó ekkert að stíga upp sem stendur.
Áfram eldvirkni þótt ekk-
ert hraun flæði úr gígnum
- Hraun rennur í lokuðum rásum - Mæla rúmmál hrauns
Atvinna
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Opið
laugardag
kl. 11-15
Dúnúlpa
22.330
ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
30-50%
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Nett rafskutla sem hægt er að brjóta
samanmeð fjarstýringu og því
auðveldlega hægt að taka í ferðir.
Verð aðeins 249.000 kr.
JBH
RAFSKUTLA
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is
Samanbrjótanleg rafskutla
FRÍ HEIMSENDING
á höfuðborgarsvæðinu
ef pantað er í vefverslun
www.bl.is/vefverslun
180Wmótor – 288wH rafhlaða
125 kg burðargeta – Fallvörn að aftan
Eigin þyngd 31 kg
Passar
samanbrotin
í flest bílskott
JBH
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is