Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 12

Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is S jósundið virkaði vel á mig,“ segir Erna Héðinsdóttir. „Ég hef lengi haft vefjagigt sem meðal annars hefur fylgt þrálátur höfuðverkur. Að fara í kaldan sjóinn gaf mér allt annað líf og betri heilsu. Almennt styrkir þetta ónæmiskerfið og kemur en- dorfíni – vellíðunarhormóninu – í gang. Þegar verkir og þreyta hrjá mig er sjórinn allra meina bót. End- urræsing á líkama og sál.“ Líðandi sumar er hið þriðja sem Erna stendur fyrir sjósunds- námskeiðum sem njóta sífellt meiri vinsælda. Sjórinn heillar og margir leita leiða til að auka vellíðan sína í sjónum. Fataskipti í fjörunni „Sjósund er fyrir marga hrað- ferð út úr þægindarammanum. Vin- sældir þessarar íþróttar eða sports aukast sífellt, meira að segja svo að oft mynduðust biðraðir eftir að kom- ast í aðstöðuna við Ylströndina í Nauthólsvík á meðan fjöldatakmark- anir giltu. Ég fór því að horfa til þess að fara með mitt fólk á námskeið- unum á nýja staði. Slíkt köllum við villisund. Við förum í sjó til dæmis við Skarfaklett nærri Sundahöfn, Geldinganes í Grafarvogi, hjá golf- vellinum á Seltjarnarnesi og við Sjá- land í Garðabæ. Þarna hefur fólk fataskipti í fjörunni og fer svo út í sjó,“ segir Erna og heldur áfram: „Yfirleitt er nokkuð lygnt í Fossvoginum og auðvelt að synda þar. Við Skarfaklett gætir hins vegar úthafsöldunnar og því eru þessir staðir ólíkir. Við Sjálandið er nauð- synlegt að synda á flóði því þar eru grynningar á fjöru sem sjósundsfólk þarf að taka með í reikninginn. Yfir þessi atriði öll, áhrif kælingar í köld- um sjónum á líkmann og fleira slíkt, er farið í bóklega hlutanum á nám- skeiðunum hjá mér, það er áður en farið er í sjóinn. Við förum líka vel yf- ir öryggisatriði sem skipta máli, svo sem að synda aldrei einn, vera vel sýnilegur og passa vel upp á hvert annað. Í fyrstu tímunum er stóra áskorunin helst sú að hjálpa fólki að yfirvinna kuldann. Annars er sjórinn hér við borgina þessa dagana um 14° heitur svo sundið er þægilegt.“ Konur þola kulda vel Konur eru í meirihluta þeirra sem stunda sjósund; eða 80-90% þátttakenda. „Konur hafa alla jafna þykkara fitulag á líkamanum en karlar og eru því betur gerðar en karlarnir að þessu leyti til að þola kulda. Annars er sjósundið fyrir alla og afar skemmtilegt,“ segir Erna sem kynnir sig og sitt á Facebook undir titlinum Sjósundsnámskeið Ernu. „Sjósund kemur víða og æ sterkar inn. Við erum með öflugt sjó- sundsfélag hér í Reykjavík sem stendur fyrir viðburðum, svo sem Fossvogssundum og sundi út í Viðey. Úti á landi er svo verið að mynda hópa fólks sem stundar sjóinn, svo sem í Stykkishólmi, á Þingeyri og Þórshöfn á Langanesi. Þá eru frá náttúrunnar hendi fínar aðstæður til sjósunds við Þorlákshöfn þar sem ég var með kynningu og námskeið fyrir nokkrum dögum. Vonandi rúllar þessi bolti áfram; sjósund er skemmtilegt og hefur gefið mér margt,“ segir Erna Héðinsdóttir að síðustu. Kaldur sjórinn gaf mér annað líf Ögrun! Sjósund er hrað- ferð út úr þæginda- ramma, segir Erna Héðinsdóttir. Verkir hverfa og vellíðunarhorm- ón streyma fram. Villi- sund er vinsælt. Konur eru allt að 90% iðkenda í sportinu sem stundað er víða um land og er í sókn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sund Áskorun að yfirvinna kulda, segir Erna Héðinsdóttir sem er þriðja frá hægri á þessari mynd sem tekin var í Nauthólsvík í vikunni. Þessa dagana, um hásumarið, er sjórinn við Reykjavík um það bil 14° heitur sem er þægilegt, svo flestir ættu að geta prófað sjósund, sem sagt er bæta, hressa og kæta. Busl Sjósund er fyrir alla, en konur eru þó í meirihluta meðal iðkenda. Hér eru konur úr sjósundklúbbi Ernu undir Skarfakletti við Sundahöfn. Nærri 20 tónlistarmenn koma fram á fjölskylduhátíðinni Kótelettunni sem haldin verður á Selfossi um helgina, nú í ellefta sinn. Við sam- komustaðinn Hvíta húsið, sem er vestan Ölfusárbrúar, stíga á svið Páll Óskar, Bríet og Herra Hnetu- smjör. Einnig koma fram Stuðla- bandið, Sprite Zero Klan, Love Guru, GDRN ásamt hljómsveit, Jói Pé & Króli, DJ Rikki G og fleiri. Barna- og fjölskyldudagskrá Kóte- lettunnar verður í Bæjargarðinum, sem er miðsvæðis á Selfossi og rétt sunnan við Ölfusárbrú. Þar verða með atriði Sveppi, Benedikt Búálfur, Íþróttaálfurinn og Solla stirða. Á Kótelettunni verður Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna í samstarfi við Mömmumat, SS og Kjarnafæði með sölu á kótelettum á laugardag milli kl. 13-16. Ráðherr- arnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson verða svo við grillið og raunar fleira fólk af vett- vangi stjórnmálanna. Þá verða sölu- básar uppi á hátíðinni auk þess sem gestir geta kynnt sér og keypt kjöt og annað á grillið; bestu afurðirnar sem íslenskir framleiðendur bjóða. Bæjarhátíð með grilli, gleði og góðum listamönnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Fjölbreytt dagskrá og áhugaverðir viðburðir í bænum um helgina. Kátt á Kótelettunni á Selfossi GDRN Páll Óskar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.