Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is
Ný stjórn MBA-náms Háskóla Ís-
lands og Viðskiptafræðistofnunar
tók til starfa 1. júlí sl.
Nýr formaður stjórnar er Ásta
Dís Óladóttir dósent og varafor-
maður er Hersir Sigurgeirsson dós-
ent. Aðrir í stjórninni eru Sigurjóna
Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá
Meet in Reykjavík, Haukur C. Bene-
diktsson, lektor og framkvæmda-
stjóri fjármálastöðugleika hjá Seðla-
banka Íslands, og Sigrún Gunnars-
dóttir, prófessor í Viðskiptafræði-
deild.
Viðskiptafræðistofnun Háskóla
Íslands er fræðslu- og rannsóknar-
stofnun sem er starfrækt í umboði
Viðskiptafræðideildar Háskóla Ís-
lands. Stofnunin heldur úti MBA-
námi en MBA-námið við Háskóla Ís-
lands er alþjóðlega viðurkennt nám
frá Association of MBÁs en um er að
ræða óháð samtök sem hafa það að
markmiði að efla gæði menntunar á
sviði stjórnunar og reksturs.
Fram kemur í tilkynningu að
MBA-námið sé kennt í samstarfi við
Yale School of Management í
Bandaríkjunum og IESE Business
School of Navarra í Barcelona.
Stjórnarmenn Ný stjórn MBA-náms HÍ sem tók til starfa um mánaðamótin.
Ný stjórn MBA-náms
- MBA-nám Háskóla Íslands kennt í
samstarfi við tvo erlenda háskóla
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Flugfélagið Play hefur nú veitt tveimur þotum
af gerðinni Airbus A321Neo viðtöku og sú þriðja
bíður þess að komast í hendur sérhæfðra mál-
ara í Texas áður en henni verður flogið til Kefla-
víkur og inn á vaxandi leiðakerfi félagsins.
Vélarnar þrjár sem Play hyggst byggja starf-
semi sína á fyrstu mánuðina eru allar sömu
gerðar, smíðaðar sama ár, 2018 og taka jafn-
marga farþega eða 192. Þá
eru þær búnar sömu-
hreyflategund, frá fyrir-
tækinu CFM og nefnast
LEAP1A.
Arnar Már Magnússon,
flugstjóri og framkvæmda-
stjóri flugrekstrarsviðs hjá
Play, segir að vélarnar tvær
sem nú eru komnar í flotann
hafi farið í gegnum nákvæm-
lega sama undirbúningsferlið og að þriðja vélin
sé nú í slíku ferli. Það er gert undir merkjum
leigusala vélanna, AerCap.
Viðamikið samþykktarferli
„Allar vélarnar fara í gegnum stóra við-
haldsskoðun og prófanir, þ.m.t. hreyflar,
lendingarbúnaður, búkurinn og aðrir íhlutir.
Að því ferli loknu, sem tekur um 6-8 vikur,
fer vélin í málun þar sem hún er sett í ein-
kennisbúning PLAY en það er lokahnykk-
Ljósmynd/Play
Athygli Rauði liturinn, sem flugvélamálararnir í Texas þekja skrokka, stél og vængi vélanna með, er afgerandi.
Morgunblaðið/Eggert
Arnar Már
Magnússon
Ljósmynd/Play
urinn áður en PLAY fær vélina afhenta,“ seg-
ir Arnar Már. Bendir hann á að í ferlinu sé öll
saga vélanna yfirfarin, tæknigögn og íhlutir.
Þá þarf þriðji aðili auk Samgöngustofu að
taka allt ferlið og vélarnar í úttekt áður en
þær fá útgefið lofthæfiskírteini.
Fyrsta vélin sem Play tók við ber einkenn-
isstafina TF-AEW. Önnur vélin, sem nýverið
bættist í hópinn, ber stafina TF-PLA og
þriðja vélin mun fljúga undir einkennisstöf-
unum TF-PLB.
Floti Play tekur á sig lit sem vekja mun óskipta athygli
Ljósmynd/Play
Karakter Án hárauða litarins eru vélarnar fremur lítilfjörlegar á að líta.