Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 16

Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Nýjasta nýtt hjá Ölgerðinni er Egils Sódavatn í dós, en varan sem slík á sér þó langa sögu. „Sykurlausir drykkir sækja stöðugt á og eru slíkir drykkir nú orðnir um 2/3 hlutar alls drykkjarvörumarkaðarins,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoð- arforstjóri Ölgerðarinnar. „Vitund um heilsu og hollustu sykurminni og sykurlausra drykkja ræður að sjálf- sögðu miklu um þessa framvindu, sem við svörum með vöruþróun og nýjungum í framleiðslu.“ Fyrstu íslensku gosdrykkjaverk- smiðjurnar sem hófu starfsemi í kringum 1900 fóru strax út í fram- leiðslu á sódavatni. Eigandi Ölgerð- arinnar, Tómas Tómasson, beið átekta og vildi ekki í samkeppni við Gísla Guðmundsson, vin sinn hjá Sanitas. Eftir að Gísli féll frá árið 1928 keypti Ölgerðin hins vegar Saftgerðina Síríus og hefur framleitt Egils Sódavatn óslitið síðan. Nýjar umbúðir mikilvægar Algengur misskilningur er, segir Gunnar, að sódavatn sé einungis kol- sýrt vatn. Ekki megi gleyma söltum, sem gera drykkinn basískari. Sóda- vatn sé því ekki bara svalandi, held- ur hafi það oft verið sagt gott við brjóstsviða og bakflæði. Því hefur drykkurin verið eftirsóttur meðal barnshafandi kvenna. Söltin gera sódavatnið líka hentugt í kokteila. „Þá er sódavatnið líka vinsæll svaladrykkur, sem við í Ölgerðinni töldum mikilvægt að setja í nýjar umbúðir. Plastflöskurnar hafa verið ráðandi til þessa, en nú bætast dós- irnar við,“ segir Gunnar. Hjá Ölgerðinni telst mönnum til að á markaðinum í dag hafi sykur- lausir kóladrykkir 35% hlutdeild og sykraðir slíkir 22%. Vatnsdrykkir koma þó æ sterkar inn - hjá Ölgerð- inni sódavatnið og Kristall, sem fæst í sjö bragðtegundum og umbúðirnar eru af ýmsum gerðum og stærðum. Vatnsdrykkir sprungið út í sölu „Að vara eins og sódavatn haldist í framleiðslu og góðri sölu í um heila öld er í raun alveg einstakt. Mat- vörumarkaðurinn er mjög kvikur og bregðast þarf fljótt og vel við óskum neytenda, með tilliti til hollustu eða annarra þátta. Sífellt eru að koma upp ný viðhorf, en svo eru líka í þessu fastar stærðir og sígilt vöru- merki. Drykkir þar sem vatnið er uppistaðan hafa alveg sprungið út í sölu á síðustu árum og sú þróun verður tæpast stöðvuð,“ segir Gunn- ar B. Sigurgeirsson. Sódavatnið nú í dósum - Í framleiðslu og sölu í bráðum heila öld - Einstakt hjá Öl- gerðinni - Í kokteila og vinsælt meðal barnshafandi kvenna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sódavatn Gunnar B. Sigurgeirsson með drykkinn góða, sem nú er kominn í dósir og selst vel. Drykkjarvörumarkaðurinn er í sífelldri, hraðri þróun. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í vikunni hófst við Staðarskála í Hrútafirði jarðvinna vegna uppsetn- ingu hraðhleðslustöðva fyrir bíla. N1 stendur að þessu verkefni og áform- að er að stöðvarnar sem eru á hlaðinu fyrir framan skálann verði komnar í gagnið um miðjan ágúst, segir Hinrik Örn Bjarnason, fram- kvæmkvæmdastjóri félagsins, í sam- tali við Morgublaðið. Fyrr á þessu ári var samið um kaup N1 á 20 hleðslustöðvum frá Innogy e Station, en þær eru allt að 400 kw og þær öflugustu á landinu. Sex þessara stöðva verða í Stað- arskála. Nú þegar eru hleðslu- stöðvar við þjónustustöðvar N1 í Mosfellsbæ, Borgarnesi, Blönduósi, Staðarskála, Hvolsvelli, Vík og Eg- ilsstöðum og á Akureyri og við versl- un Krónunnar í Lindum. Hlöður verða víða um landið Nýju hlöðurnar í Staðarskála eru fyrir allar gerðir bíla og þannig stað- settar á plani að auðvelt verður fyrir ökumenn stærri bíla að koma að. Er þar meðal annars horft til stórra flutningabíla, sem svo tugum skiptir fara um Hrútafjörðinn á hverjum degi. Slíkir bílar eru enn ekki raf- knúnir en verða væntanlega í næstu framtíð og það er einmitt þess sem N1 horfir nú til. Þegar hlöðurnar í Staðarskála verða konar í gagnið verður slíkum komið fyrir á fleiri þjónustustöðvum N1 við hringveginn, svo sem í Borg- arnesi, Vík og á Egilsstöðum. Á nokkrum stöðum á landinu þar sem N1 er með starfsemi verður upp- setning að bíða, enda mikil eftir- spurn eftir rafhleðslustöðvum og biðtími langur hjá framleiðendum slíkra tækja. „Ætlun okkar er að N1 sé í for- ystu í orkuskiptum í samgöngum. Verkefnið í Staðarskála er hluti af því. Við þurfum að fylgja þróun í raf- bílavæðingu með uppsetningu hleðslustöðva. Framtíðin verður ekki stöðvuð,“ segir Hinrik Örn. Breyttar þjónustustöðvar Að hlaða bíl fyrir 100 km akstur tekur 20-30 mínútur, svipaðan tíma og fólk stoppar gjarnan á þjón- ustustöðvum við þjóðvegina. Eðli þeirra er að breytast. Þar var áður mest áhersla lögð á sölu eldneytis og skyndibita. Nú er hlutverkið fjöl- breyttara, s.s. rafhleðslur, og nýjast er að nú eru seld lausasölulyf í Stað- arskála, eins og sagði frá í Morgun- blaðinu fyrr í viknunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðvegurinn Jarðvinna við Staðarskála fyrr í vikunni. Aðgengi fyrir flutningabíla að rafhleðslustöðvum verður gott, enda fara margir tugir slíkra bíla um Hrútafjörðinn á degi hverjum. Grafið fyrir fleiri hlöðum á hlaðinu - Straumur í Staðarskála - Aðstaða og afgreiðsla fyrir rafbíla bætt - N1 vill hafa forystu í orkuskiptum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Orka Hinrik Örn Bjarnason hér við eina af rafhleðslustöðvum N1. Tófur eru ekki algengar innan- bæjar. Þetta segir Steinar Smári Guðbergsson, hjá Meindýraeyði Ís- lands, um tófu sem sást til við grjót- varnargarðinn hjá Sæbrautinni í Reykjavík sl. fimmtudag. Hann segir afar ólíklegt að tófan hafi farið í gegnum borgina. Hún gæti hafa komið frá Fossvoginum en hann hallist frekar að því að hún hafi komið niður með Elliðaánum í leit að æti. Líklega sé um gelddýr að ræða eða hlaupadýr, en það heiti er not- að um tófur sem taka ekki þátt í tímgun. Hæpið væri að tófa með yrðlinga í greni myndi ferðast svo langt til að finna æti. Steinar segist aldrei hafa heyrt um að tófur angri mannfólk eða fari inn á heimili. Þær séu miklar mannafælur. Tófa í ætisleit við Sæbrautina í Reykjavík Morgunblaðið/Hólmfríður María Óvænt Tófan er líklega gelddýr eða hlaupadýr, þ.e. ekki með yrðlinga í greni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.