Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf BAKSVIÐ Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is ON og Reykjavíkurborg bíða enn eftir ákvörðun kærunefndar útboðs- mála um frestun réttaráhrifa úr- skurðar um ógildingu samnings milli aðilanna tveggja. Kærunefndinni barst einnig ósk um endurupptöku málsins þar sem athugasemdir voru gerðar við forsendur ákvörðunarinn- ar. Málið varðar útboð sem Reykja- víkurborg hélt um rekstur hleðslu- stöðva á nánar tilgreindum bílastæð- um víðsvegar um borgina. Orka náttúrunnar bauð best og síðan þá hefur félagið sett upp fjölda stöðva á grundvelli samnings þar um. Kæru- nefnd útboðsmála barst kvörtun um útboðið þar sem það var sagt hafa brotið í bága við EES-rétt og fleiri reglur. Kærunefndin féllst á það og hefur ógilt samninginn og gert borg- inni að greiða sektir. ON hefur síðan þá rofið strauminn til stöðvanna. ON og borgin bíða átekta Breki Logason, forstöðumaður samskiptasviðs OR, segir Orku nátt- úrunnar bíða átekta en vonast til þess að úrskurðurinn verði endur- skoðaður og þjónusta hleðslustöðv- anna hefjist að nýju. Það sé hagur allra að hleðslustöðvarnar komist í gagnið. Guðmundur B. Friðriksson, skrif- stofustjóri á skrifstofu umhverfis- gæða hjá Reykjavíkurborg, er á sama máli: „Við viljum koma þessu upp sem allra, allra fyrst og fá þetta í notkun. Skyldur sveitarfélagsins eru helst að þjónusta þá sem ekki eiga lóð til að hlaða. Þar þurfum við nátt- úrlega að byggja upp aðstöðu þannig að þessir aðilar geti farið í orku- skipti, það er það sem við erum að fókusa á með þessum tuttugu stöðv- um á ári.“ Útboðin tímafrek Fari svo að kærunefndin fresti ekki réttaráhrifum úrskurðarins né taki málið upp að nýju yrði Reykja- víkurborg að ráðast í nýtt útboð. Guðmundur segir það ekki vænlegan kost: „Það tekur náttúrlega svolítinn tíma að bjóða út og semja við nýja aðila. Ef það kemur nýr aðili að verk- inu þarf náttúrlega að rífa allt í burtu og setja upp nýtt, í síðasta útboði veittum við fjóra mánuði til þess að setja upp búnað.“ ON myndi aftur senda tilboð Breki segir að ON myndi taka þátt í því útboði. Það liggur ljóst fyrir að ef tilboð ON yrði ekki fyrir valinu þyrfti að fjarlægja þann búnað sem ON hefur þegar sett upp. Reykjavík- urborg hafði áætlað að kostnaður við uppsetningu stöðvanna næmi rúm- um 42 milljónum króna án virðis- aukaskatts. Breki segir ON gera ráð fyrir að verða skaðlaus af samningi sínum við Reykjavíkurborg, með til- liti til undirbúnings og framkvæmda sem hafa farið fram. Hann vildi þó ekki staðfesta neinar tölur um út- lagðan kostnað við framkvæmdirnar hingað til. Sé miðað við nýtt útboð nú í júlí gæti verið langt í að stöðvarnar kom- ist í notkun: „Ef við myndum fara í útboð núna í júlí þá erum við alltaf að horfa á að við gætum verið komin með nýjar stöðvar í lok janúar. Nema þá ef ON býður aftur í verkið og er lægst í sérleyfisútboði á EES- markaðnum. Þá gætu stöðvarnar staðið og allt gengi hraðar. Við för- um auðvitað í útboð með það fyrir augum að allir séu jafnir þar,“ segir Guðmundur en úrskurðarins má vænta á næstu dögum. Straumlausar stöðvar Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Spennufall Hleðslustöðvar ON standa ónothæfar í borginni. - Hleðslustöðvar ON í Reykjavík gætu staðið ónothæfar fram í janúar - Útboð eru tímafrek - Áætlaður kostnaður uppsetningar stöðvanna 42 milljónir Hleðslustöðvar » Ákvörðun kærunefndar út- boðsmála mun skipta sköpum um framtíð hleðslustöðva borgarinnar. » Fari svo að úrskurðurinn standi óbreyttur gætu stöðv- arnar staðið straumlausar fram á næsta ár. » Þá gæti þurft að fjarlægja þær stöðvar sem ON hefur þegar smíðað og nýjar byggðar í stað þeirra. í tilboðsbók B, sem tók við mun stærri áskriftum, var ákveðið 20. Dagslokagengi bréfanna reyndist 24,6 eftir hóflegar sveiflur innan dagsins sem byggðust á nærri 500 viðskiptum. Því er ljóst að þeir sem tóku þátt í tilboðsbók A og seldu á því gengi nutu 36,7% ávöxtunar af þátttöku sinni og þeir sem tóku þátt í tilboðsbók B og seldu hafa þá notið 23% ávöxt- unar á fjárfestingu sinni. Markaðs- virði Play er 17,2 milljarðar króna. Hlutabréf flugfélagsins Play voru tekin til viðskipta á First North- markaði Kauphallarinnar í gær- morgun. Skráningarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu í kjölfar þess að mikil umframeftirspurn reyndist eftir þeim bréfum sem boðin voru til sölu í hlutafjárútboði sem félagið réðst í fyrir skemmstu. Opnunargengi bréfa félagsins var 26 en í fyrrnefndu útboði gátu þeir sem fjárfestu í tilboðsbók A keypt bréf á genginu 18 og gengið Play hækkar um 37% frá útboðsverði - Markaðsvirði félagsins 17,2 milljarðar Morgunblaðið/Eggert Háloftin Birgir Jónsson, forstjóri Play, hringdi viðskiptin inn um borð. « Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1% í júlímánuði og að ársverðbólgan muni þá mælast 4,2%. Er það nokkuð mildari spá en Landsbankinn hefur birt og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær en hagfræðideild bankans gerir ráð fyr- ir að vísitalan hækki um 0,3% og að árstaktur verðbólgunnar fari þá í 4,4%. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að sumarútsölur muni vega upp á móti verðhækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Gerir bankinn ráð fyr- ir að húsnæðisverð haldi áfram að hækka en að það muni gerast hægar en verið hefur. Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi næsta árs. Íslandsbanki spáir 4,2% verðbólgu í júlí 10. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.57 Sterlingspund 169.93 Kanadadalur 98.28 Dönsk króna 19.673 Norsk króna 14.052 Sænsk króna 14.362 Svissn. franki 134.87 Japanskt jen 1.1266 SDR 175.94 Evra 146.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.035 Hrávöruverð Gull 1810.25 ($/únsa) Ál 2435.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent Íslenski vafra- smiðurinn Viv- aldi, sem Jón von Tetzchner er forstjóri og eig- andi að, er í hópi 14 fyrirtækja sem ritað hafa Evrópu- sambandinu og yfirvöldum í Bandaríkjunum opið bréf þar sem ESB er hvatt til að banna auglýsingar sem byggj- ast á eftirliti og upplýsingaöflun um þá sem þeim er beint að og þá eru Bandaríkin hvött til að koma á fót alríkislöggjöf um friðhelgi einkalífsins. Í bréfinu segir að auglýsinga- markaður sem byggi á eftirliti með viðskiptavinum gangi of nærri einkalífi fólks. Þá sé umhverfið eins og það hefur þróast til þess gert að gefa fáum stórum fyrir- tækjum vafasamt samkeppnis- forskot með því að þau geti safnað gögnum vítt og breitt um inter- netið og þjónustur sem þar eru veittar. Þá geti fyrirtæki sem eru ráðandi í netheimum misnotað stöðu sína og veitt vörum sínum og þjónustu forgang á kostnað annarra. Ógn við lýðræðið „Þessar aðferðir grafa undan samkeppni og svipta höfunda efnis greiðslum fyrir sköpun sína,“ segir jafnframt í bréfinu og að þetta komi niður á hagsmunum neytenda og fyrirtækja og geti jafnvel grafið undan hornsteinum lýðræðisþjóð- félagsins. „Á sama tíma og við viðurkenn- um að auglýsingar eru mikilvæg uppspretta tekna fyrir framleið- endur efnis og útgefendur á netinu þá réttlætir það ekki það gríð- armikla auglýsingaeftirlit sem komið hefur verið á laggir til að „birta rétta auglýsingu réttu fólki“. Auk Jóns eru það m.a. forstjórar Fastmail Pty Ltd., DuckDuckGo, Disconnect og Nextcloud GmbH sem undirrita bréfið. ses@mbl.is Kalla eftir banni við auglýs- ingum sem byggjast á eftirliti Jón von Tetzchner - Vafrasmiðurinn Vivaldi í hópi fyrirtækja sem senda ákall til ESB « Ný sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna, að teknu tilliti til upp- og umfram- greiðslna, voru neikvæð um 6,2 millj- arða króna í maímánuði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Mest munar um að sjóðfélagar með verð- tryggð lán hjá sjóðunum hafa greitt þau upp af miklum móð. Hófst sú þró- un um mitt ár í fyrra og hefur reynst stöðug og mikil frá þeim tíma. Síðustu tólf mánuði nema upp- og umfram- greiðslur umfram nýjar lántökur hjá sjóðunum 59 milljörðum króna. Ríf- lega 67 milljarðar hafa þannig verið greiddir upp af verðtryggðum lánum umfram nýjar lántökur en ný óverð- tryggð sjóðfélagalán eru enn jákvæð sem nemur 8,8 milljörðum á síðustu tólf mánuðum. Heildarfjöldi útlána hjá sjóðunum var 34.670 í lok maímán- aðar og hafa þau ekki verið færri síð- an í júlí 2017. Flest urðu sjóð- félagalánin í marsmánuði í fyrra eða 40.614 og hefur þeim því fækkað um tæplega 6.000 á síðastliðnu rúmu ári. Lántakendur yfirgefa lífeyrissjóðina áfram STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.