Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talíbanar lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð um 85% af Afganistan á sitt vald, eftir að vígamenn þeirra hertóku mikilvægar landamæra- stöðvar við Íran og Túrkmenistan. Talíbanar eru nú sagðir ráða yfir landsvæði sem nær allt frá landa- mærunum við Íran til landamær- anna við Kína. Tareq Arian, talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins, sagði í gær að nú þegar hefði verið hafist handa við aðgerðir sem myndu ýta talíbön- um frá landamærastöðvunum. Talí- banar hafa hins vegar verið í mikilli sókn undanfarna mánuði, á sama tíma og Vesturveldin hafa dregið herlið sitt smátt og smátt til baka frá landinu. Stjórnvöld í Kabúl hafa gert lítið úr mikilvægi landvinninga talíbana að undanförnu, en talið er líklegt að fall landamærastöðvanna, ásamt því að talíbanar ráða nú yfir auðlindarík- um svæðum, geti aðstoðað þá mjög við að fjármagna sig fyrir komandi átök. Bandaríkin fari í lok ágúst Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í fyrrinótt að síðasti bandaríski her- maðurinn myndi yfirgefa landið 31. ágúst næstkomandi, nærri tuttugu árum eftir að innrás Bandaríkjanna hófst. Sagði Biden að Bandaríkjaher hefði „náð“ markmiðum sínum í landinu, en viðurkenndi að réttkjörin stjórnvöld í Kabúl myndu eiga í erf- iðleikum með að ná yfirráðum yfir landinu öllu. „Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Biden um þann möguleika að Bandaríkjaher dveldi áfram í Afgan- istan. Hét Biden því að hann myndi ekki senda aðra kynslóð Bandaríkja- manna til þess að berjast í Afgan- istan. Átökin þar eru nú þegar þau lengstu í sögu Bandaríkjanna. Hann hafnaði því hins vegar að sigur talí- bana í borgarastyrjöldinni sem nú stendur fyrir dyrum væri viss. Eftir stórsókn talíbana í norður- hluta landsins síðustu vikurnar ráða stjórnvöld í Kabúl nú einungis yfir nokkrum héraðshöfuðborgum, sem fá vistir og liðsauka með loftbrú. Flugher landsins hefur því verið undir miklu álagi, þar sem stjórn- arherinn treystir einkum á yfirráð sín í lofti þegar kemur að því að berj- ast við talíbana. Talíbanar fögnuðu yfirlýsingu Bi- dens, en áður hafði verið miðað við 11. september næstkomandi sem brottfarardag Bandaríkjahers. Suhail Shaheen, talsmaður þeirra, sagði að því fyrr sem Bandaríkja- menn færu, því betra. „Flókin umskipti“ Ashraf Ghani, forseti Afganistan, sagði að stjórnvöld gætu ráðið við ástandið, en að nú væri í gangi „eitt erfiðasta stigið við afar flókin um- skipti“, og vísaði þar til brotthvarfs Vesturveldanna. Framsókn talíbana hefur þó einn- ig valdið titringi meðal ráðamanna í Afganistan. Amrullah Saleh, vara- forseti landsins, heyrðist þannig á upptöku hóta einum þingmanni líf- láti og sakaði hann um að hafa hvatt til uppgjafar gegn talíbönum í Bad- ghis-héraði. Var upptökunni lekið á afganska samfélagsmiðla. Talíbanar virðast nú ætla að láta kné fylgja kviði, en Shaheen, tals- maður þeirra, sagði þó að markmið þeirra væri að ná fram friðarsam- komulagi, og að þeir vildu ekki „ein- okun valdsins.“ Þá hétu talíbanar því að þeir myndu ekki leyfa landi sínu að verða á ný bækistöð erlendra hryðjuverkahópa. Ekki trúa þó allir orðum þeirra. Ísmaíl Khan, stríðsherra sem að- stoðaði Bandaríkjaher við að steypa talíbönum af stóli árið 2001, hét því í gær að hann myndi aftur hefja vopn- aða baráttu gegn þeim. Vonaðist Khan til að hann gæti hjálpað stjórnvöldum til að bæta stöðuna, en kenndi þeim jafnframt um hversu hratt hefði hallað undan fæti í baráttunni gegn talíbönum. „Við krefjumst þess að allar tiltækar öryggissveitir streitist á móti af hug- rekki,“ sagði Khan. Sívaxandi ítök talibana í Afganistan Yfirráð eftir héruðum apríl-júlí 2021 Heimild: longwarjournal.org/Foundation for Defense of Democracies Greining eftir Bill Roggio, fræðimann hjá Foundation for Defense of Democracies og ritstjóra Long War Journal Á valdi stjórnvalda Átakasvæði Kabúl Ghazni Kunduz Kandahar Helmand Farah Herat Á valdi talibana Staðan í apríl 2021 Maí Júní 9. júlí Kabul Ghazni Kunduz Kandahar Helmand Farah Herat Segjast ráða 85% landsins - Talíbanar ná á sitt vald mikilvægum landamærastöðvum við Íran og Túrkmen- istan - Segjast ekki vilja „einoka valdið“ - Stríðsherrann Khan tekur upp vopn AFP Afganistan Vígamenn hliðhollir stjórnvöldum sjást hér munda vopn sín. Lögreglan á Haítí sagði í gær að 28 manns frá Kólumbíu og Bandaríkj- unum væru grunaðir um morðið á Jovenel Moïse, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu á miðvikudagsmorgun. Þar á meðal eru 17 sem leikur grunur á að séu fyrrverandi her- menn í kólumbíska hernum, að sögn lögreglunnar. Tveir þeirra féllu í skotbardaga við lögregluna, en hinir 15 voru handteknir. Er tal- ið að mennirnir hafi yfirgefið her- þjónustu á árunum 2018-2020. Fyrr um daginn lýsti lögreglan því yfir að tveir Bandaríkjamenn, sem ættaðir væru frá Haítí, hefðu einnig komið að morðinu, og voru þeir báðir handteknir. Þrír Kól- umbíumenn voru felldir á miðviku- daginn, og átta er enn leitað. Leon Charles, ríkislögreglustjóri Haítí, sagði á blaðamannafundi í gærmorgun að „erlend launmorð- ingjasveit“ hefði komið til landsins gagngert til þess að myrða Moïse. Pólitísk ringulreið ríkir á Haítí í kjölfar morðsins, þar sem embætti forseta situr autt, þingið er ekki starfhæft og tveir hafa gert tilkall til embættis forsætisráðherra. Bankar, verslanir og bensín- stöðvar í höfuðborginni Port-au- Prince, voru áfram lokaðar í gær, sem og flugvöllurinn, sem var þó opnaður um daginn. Landamærin við Dóminíska lýðveldið voru hins vegar enn lokuð. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagðist í gær ekki geta staðfest að mennirnir tveir, sem Haítímenn sögðu vera með bandarískt ríkis- fang, væru Bandaríkjamenn. Morðingjarnir réðust inn í forseta- höllina klæddir í búninga útsend- ara bandarísku fíkniefnalögregl- unnar, DEA. Erlendir mála- liðar grunaðir - Launmorðingjateymi sagt vera ábyrgt AFP Haítí Fjölmiðlar fengu að taka myndir af þeim grunuðu í gær. Minnst 52 létust og um 30 til við- bótar slösuðust þegar gríðarmikill eldur kom upp í matarverksmiðju í iðnaðarbænum Rupganj í Bangla- dess á fimmtudaginn. Sáust starfs- menn á efri hæðum verksmiðjunnar stökkva út um glugga hennar vegna brunans. Reiðir aðstandendur fórnarlamb- anna lentu í átökum við lögregluna á þjóðvegi í nágrenni verksmiðj- unnar, en brunar og önnur áþekk slys eru algeng í Bangladess. Bruninn hefur því vakið upp spurningar um öryggismál í land- inu, þar sem eldfim efni og plast- efni höfðu verið geymd saman og leyfðu þannig brunanum að dreif- ast fljótt og vel um verksmiðjuna. Þá létust 49 af fórnarlömbunum 52 vegna þess að dyr sem leiddu upp á þak verksmiðjunnar voru læstar með hengilás. BANGLADESS AFP Bruni 52 létust í brunanum. 52 látnir eftir stór- bruna í verksmiðju Joe Biden Bandaríkja- forseti ræddi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gær símleiðis og sagði honum að „grípa til að- gerða“ gegn tölvuþrjótum sem starfi nú óá- reittir innan Rússlands og beiti fjárkúgunarhugbúnaði. Hét Biden því einnig að Banda- ríkin myndu grípa til allra nauðsyn- legra aðgerða til þess að verja sig og innviði sína fyrir slíkum net- árásum, en árásin á Kaseya í vik- unni hefur haft víðtækar afleið- ingar í för með sér. BANDARÍKIN Vill að Pútín beiti sér gegn tölvuþrjótum Joe Biden

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.