Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarstjóri gumar af því á fé- lagsmiðli að borgin hafi keypt „hjálp- artækjaverslun“ til að hýsa leikskóla við Kleppsveg. „Húsnæði Adams og Evu er nú okkar!“ tísti borgarstjóri hróðugur. En hvernig liggur í málinu, þessu leikskólamáli og öðru óþægilega svipuðu sem afgreitt var á sama borgarráðsfundi fyrir rúmri viku? Byrjum á hinu málinu, leik- skólanum væntanlega sem ekki hýsti „hjálpartækjaverslun“ áð- ur en borgarstjóri komst yfir húsnæðið. Þar er um það að ræða að borgin gerði kostnaðar- áætlun vegna Safamýrar 5 og var málið á grundvelli þeirrar kostnaðaráætlunar afgreitt áfram í borgarráði í janúar síð- astliðnum. Þessi kostnaðar- áætlun, sem kölluð er frum- kostnaðaráætlun eða kostnaðaráætlun I, gerði ráð fyrir kostnaði upp á 420 millj- ónir króna og voru efri vikmörk hennar um hálfur milljarður króna. Í liðinni viku var málið tekið fyrir aftur í borgarráði og þá var kynnt ný kostnaðaráætlun, kostnaðaráætlun II, og þá hafði hún hækkað í 752 milljónir króna, en óvissan eftir sem áður sögð 15%. Þetta þýðir að hækk- un frá fyrstu kostnaðaráætlun, þeirri sem ákvörðun um að ráð- ast í verkefnið byggðist í raun á, er 79%, sem þýðir með öðrum orðum að sú kostnaðaráætlun var algerlega ónothæf. Meiri- hlutinn í borgarstjórn lætur þetta ekki hafa áhrif á sig, enda kominn í slíkar ógöngur með leikskólarými eftir langvarandi vanrækslu að hann telur sig ef- laust ekki geta hætt við þó að áætlanir reynist haldlausar og kostnaður fari úr böndum. Borgarráð samþykkti málið því í liðinni viku þrátt fyrir fram- úrkeyrslu upp á 332 milljónir áður en hafist er handa við verkið. Lítum þá á fyrra leikskóla- málið, „hjálpartækjaverslun“ borgarstjóra við Kleppsveg. Þar var, líkt og í hinu málinu og um svipað leyti, gerð kostnaðar- áætlun áður en ákveðið var að halda áfram með málið. Hljóð- aði hún upp á 623 milljónir króna og á þeirri forsendu hélt málið áfram. Á borgarráðsfundi í liðinni viku var svo kynnt ný kostnaðaráætlun og hljóðaði hún þá upp á 989 milljónir króna og hafði því hækkað um 59%. Kostnaðaráætlunin sem ákvörðunin var í raun byggð á var því marklaus, rétt eins og í tilviki væntanlegs leikskóla í Safamýri, enda framkvæmdir í húsnæðinu hafnar þegar þetta var rætt í borgarráði. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að við þennan tæpa milljarð í endur- bætur leggst kostnaður við kaup á húsnæðinu. Áætlaður heildarkostnaður að kaupverði meðtöldu er nú kominn yfir 1,4 milljarða króna fyrir leikskóla sem á að rúma 120 til 130 börn, sem þýðir að stofnkostnaður við hvert leikskólarými verður um eða yfir 11 milljónir, að því gefnu að þessi seinni kostnaðar- áætlun standist. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokks og Miðflokks hafa gert athugasemdir við þetta verklag og þá miklu framúrkeyrslu sem þegar er fyrirsjáanleg, en borg- arstjóri stendur „heilshugar“ með þessum ákvörðunum og segir aðra fulltrúa meirihlutans gera það einnig. Sú fullyrðing kemur ein- hverjum eflaust á óvart því að það hafa líklega ekki allir sann- færst um að meirihlutinn í heild sinni, hver og einn, hafi tapað svo gersamlega áttum þegar kemur að fjármálum borg- arinnar. En það er engin ástæða til að efast um þessa fullyrðingu borgarstjóra því að enginn fulltrúi meirihlutans hefur stig- ið fram og lýst sig mótfallinn slíkri meðferð á almannafé. Þvert á móti, eins og sjá má af orðum Pawels Bartoszeks, borgarfulltrúa Viðreisnar, í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Pawel segist hafa „samúð með því þegar fólk hefur áhyggjur af kostnaði“ en hann hefur ber- sýnilega ekki miklar áhyggjur sjálfur af slíkum málum. Að- spurður telur hann þessa gríð- arlegu skekkju í kostnaðaráætl- uninni sem ákvörðunin í janúar byggði á ekki vera forsendu- brest og vill halda áfram með málið eins og ekkert hafi í skor- ist. Þessi tvö dæmi um sóun við byggingu leikskóla hjá borginni eru því miður ekki einstök. Og það þarf ekki að koma á óvart þó að bragginn alræmdi hafi skotið upp kollinum í þessari umræðu. Hér er um það að ræða að í tveimur fyrirhuguðum leikskólum er kostnaðaráætlun þegar komin nær 700 milljónum fram úr þeim áætlunum sem borgin byggði ákvörðun sína á. Þetta er gríðarmikið fé, ekki síst fyrir borg sem komin er í al- gerar ógöngur með fjármál sín. Það að borgarfulltrúar meiri- hlutans skuli bera svo lítið skynbragð á fjármál að þeir staldri ekki einu sinni við þegar allt fer ítrekað úr böndum er verulegt áhyggjuefni fyrir skattgreiðendur í Reykjavík. Hundraða milljóna króna kostnaðarauki dugar ekki til að borgin staldri við} Tvö leikskóladæmi um sóun fjármuna S ólin og blíðan á Norðausturlandinu síðustu vikur hefur reynst kraft- mikil vítamínsprauta fyrir sam- félög landsbyggðanna. Hér iðar allt af lífi og mest áberandi er sú jákvæðni og bjartsýni sem fólk býr yfir. Með þessu áframhaldi verðum við öll full af orku í haust og reiðubúin að mæta þeim áskorunum sem okkar bíða í kjölfar heimsfaraldurs. Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast og ýmis jákvæð teikn þar á lofti; hækkandi álverð, vöxtur í fiskeldi, fjárfestingar í sjávarútvegi og svona mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru þó ýmis tækifæri til staðar til að stuðla að aukinni framsækni atvinnulífsins og ásóknar í ný tæki- færi. Grípum tækifærin Uppbygging eftir heimsfaraldurinn verður að eiga sér stað um land allt. Við eigum að stíga fullum fetum áfram í þeim verkefnum sem hafa jákvæð efna- hags, umhverfis- og félagsleg áhrif á samfélögin utan höfuðborgarsvæðisins. Framtíð atvinnulífs á Norðaust- urlandi leynist í grænum tækifærum og verkefnum sem fela í sér jákvæða niðurstöðu á umhverfið og náttúruna. Til umræðu er möguleg uppbygging á grænum iðn- görðum á Bakka, Húsavík, og einnig var nýverið undir- rituð viljayfirlýsing um grænan orkugarð á Reyðarfirði. Leggja þarf kraft í verkefnin svo þau verði að veruleika og því er þörf á því að móta stefnu um næstu skref í grænum tækifærum í landshlutanum. Hér er veruleg þörf á grænni nýfjárfestingu í atvinnulífinu og eru grænir iðn- eða orku- garðar einmitt verkefni sem fela í sér alvöru innspýtingu til atvinnulífisins til framtíðar. Grænir iðngarðar fela í sér tækifæri til að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu þar sem fyrirtæki á tilteknu svæði skiptast á orku og hráefnum. Úrgangur eins fyrirtækis getur reynst auðlind annars. Grænir orkugarðar miða að því að þróa nýjar lausnir í orku- málum þar sem meðal annars er leitað leiða til að hraða orkuskiptum, til dæmis með framleiðslu á rafeldsneyti eins og vetni á starfssvæðinu. Verkefnin munu auka líkur á því að Ísland nái markmiðum sínum um losun gróðurhúsa- lofttegunda og endurnýtingu úrgangs. Byggðirnar eflast Ekki liggja einungis efnahagslegir hvatar að baki verkefnum á borð við græna iðn- og orkugarða, heldur munu verkefnin einnig reynast sem lyftistöng fyrir samfélögin á Norður- og Austurlandi til félagslegrar uppbyggingar. Væntanleg fólksfjölgun í tengslum við verkefnin mun hafa góð áhrif á sveitar- félögin. Staðsetningin er lykillinn og það er mikilvægt að tryggt sé að uppbygging á grænum iðn- og orkugörðum verði hér í landshlutanum. Sólskinið hefur ekki einungis lyft brúninni á lands- mönnum, heldur lýsir hún einnig upp þau verðmæti og tækifæri sem hér í landshlutanum leynast. Berglind Ósk Guðmunds- dóttir Pistill Jákvæð orka Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is S amtök ferðaþjónustunnar (SAF) „vara sterklega við því að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir af- not af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu SAF frá 30. júní vegna úrskurðar Sýslumannsins á Suð- urnesjum. Í honum kom fram að eig- endur Hrauns á Reykjanesi telji að Norðurflugi ehf. beri að greiða gjald vegna lendinga þyrlna í tengslum við útsýnisflug yfir eldgosið í Geldinga- dölum. Lögbann var sett á lending- arnar. „SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferða- þjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrir- tæki þar sem skýrt komi fram m.a. hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Lengi tekist á um gjaldtöku Óskar Magnússon, hrl. og for- maður Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), sagði að ferðaþjón- ustan og landeigendur hafi lengi tekist á um gjaldtöku á ferða- mannastöðum, í raun allt frá því að innheimta hófst við Kerið árið 2013. „Þá vildu menn ekki borga vegna þess að þar væri engin þjón- usta og vísuðu í skort á salernum. Síðan hefur gjaldtaka hafist víða ýmist í formi aðgangseyris eða bíla- stæðagjalda,“ sagði Óskar. Hann sagði vaxandi skilning vera á því hjá ferðaþjónustunni að þjónusta geti falist í fleiru en salernum. Bílastæði, stígar, tröppur og pallar séu þjón- usta og eins upplýsingagjöf. „Eðli- lega vilja menn sjá að gjaldinu sé varið í uppbyggingu innviða og vernd náttúrunnar.“ Óskar sagði SAF hafi varað við áformum um gjaldtöku við eldgosið í Geldingadölum, það er lendingar- gjald fyrir þyrlur, og gjald fyrir um- ferð ofurjeppa um land Hjörleifs- höfða. „Það má vel vera að þeir sem fara fram á gjald ætli að ráðast í uppbyggingu sem mun koma ferða- þjónustunni til góða. Einhvers stað- ar verða þeir að fá fé til þess í upp- hafi. Ferðaþjónustan getur ekki heimtað að það fé sé tekið að láni eða að menn leggi það fram af mjólkur- peningunum,“ sagði Óskar. „Þyrluþjónustur og jeppaút- gerðir taka rausnarlegt gjald af far- þegum og gera kerfisbundið út á landareignir annarra manna. Það er ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort þeir sem eiga landið eigi ekki að njóta einhvers afraksturs af því? Mér skilst að við Hjörleifshöfða sé sjónum beint að atvinnufyrir- tækjum en ekki einstaklingum. Reglan í Nýja-Sjálandi er að þeir sem gera út á náttúruna borgi en al- menningur ekki.“ Óskar telur að skilningur á þessu fari vaxandi hjá landeigendum og ferðaþjónustunni. „Ég tel að þarna séu gagnkvæmir hagsmundir landeigenda og ferðaþjónustunnar. Það hef ég reynt á eigin skinni í starfi okkar í Kerinu. Í gegnum tíðina höfum við náð einstaklega góðu samstarfi og skilningi þeirra sem koma með sitt fólk til okkar þó að þeir hafi haft aðra skoðun í upphafi.“ Gagnkvæmir hags- munir að byggja upp Samtök ferðaþjónustunnar benda á í yfirlýsingu um gjald- töku í ferðaþjónustu að sam- kvæmt mælikvarða World Economic Forum um samkeppn- ishæfni ferðaþjónustu (TTCI 2019) sé Ísland í 132. sæti af 138 löndum heims hvað varðar samkeppnishæfni í verðlagn- ingu. Endurreisn efnahagslífs landsins byggi á hraðri við- spyrnu ferðaþjónustu og því þurfi að gæta að öllu því sem getur skaðað rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja, þar með samkeppnishæfni ferða- þjónustulandsins Íslands. „Þar stafar ekki síst hætta af hugmyndum um óhefta gjaldtöku á ferðaþjón- ustufyrirtæki án upp- byggingar innviða eða þjónustu,“ segir í yf- irlýsingu SAF. Samkeppnis- hæfni í húfi FERÐAÞJÓNUSTA Óskar Magnússon Morgunblaðið/Ásdís Gjaldtaka Landeigendur og ferðaþjónusta hafa tekist á um lending- argjöld þyrlna við gosið og gjald af ofurjeppum í landi Hjörleifshöfða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.