Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 24

Morgunblaðið - 10.07.2021, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 N ú er EM í fót- bolta um það bil að ljúka en undanfarið hafa knattspyrnumenn skemmt aðdáendum íþróttarinnar fögru um alla Evrópu, og um leið hafa lýsingar íþrótta- fréttamanna kryddað leik- ina heldur betur. Einum leikmanni var lýst sem þrennusjúklingi, og til skýr- ingar var tekið fram að hann elskar að skora þrennur. Og þegar hollenska landsliðið varð einum manni færri á móti Tékkum á dögunum sagði lýsandinn eitthvað á þá leið að nú yrði þetta brekka fyrir Hollendinga – sem í þokkabót væru alls ekki vanir neinum brekkum. Líkingin um brekku er auðskiljanleg öllum sem far- ið hafa gangandi eða hjól- andi um hæðir, hóla og fjöll. Landsliðsmaður í handbolta varð fyrir því óláni í mars að fara úr axlarlið og þegar hann sagði frá meiðslum sín- um notaði hann einmitt brekku-líkinguna: „Verður þetta mín brattasta brekka hingað til og ætla ég að snýta henni.“ Málfar í íþróttum og í umfjöllun um þær er sérstakt rannsóknarefni. Hérlendis hefur einkum Guðmundur Sæmundsson gert athuganir á þessu. Doktorsritgerð hans nefnist „Það er næsta víst … : Hvað ein- kennir einkum umfjöllun um íþróttir í íslenskum bókmenntum og fjöl- miðlum?“ Heitið er sótt í frægt orðatiltæki Bjarna Felixsonar sem Guðmundur nefnir höfðingjann í hópi íslenskra íþróttafréttamanna. Í grein Guðmundar og Sigurðar Konráðssonar, „Hvílík snilld! Ís- lenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum og einkenni þess“, er einnig að finna fjöldamörg dæmi um áhugaverða málnotkun í kringum íþróttir og kappleiki. Samkvæmt greiningu þeirra eru helstu sérkenni málfarsins fyndni, ýkt orðafar, nýjungar í máli og notkun skáldmáls. Meðal dæma úr greininni, um það sem þeir nefna nýjungar, má tiltaka ýmis orð, t.d. leikmannagluggi („gluggi sem opnast á milli tímabila þar sem loku er skotið fyrir leikmannaskipti“), hornabani („leikmaður sem skorar oft úr horninu“) og sögnina að klobba („skjóta eða senda knöttinn milli fóta einhvers, til dæmis markvarðar“). Þá eru ýmsar nýjungar í orða- tiltækjum, t.d. að setja aukagel í hárið („að taka sig á“), að afgreiða boltann í netið („skora mark“), að búa til fótbolta („leika vel í knatt- spyrnu“) og að gera gott mót („ganga vel á mótinu“). Stundum eru m.a. notaðar líkingar úr veiðiskap, t.a.m. að fiska vítaspyrnu („koma því til leiðar með leikaraskap að andstæðingarnir fá á sig vítaspyrnu“) og að landa sigri („sigra“). Höfundar benda á að vísanir í „átök, her- mennsku, ofbeldi og afbrot setja sterkan svip á lýsingar íþróttafrétta- manna“ og nefna dæmi á borð við þessi: Þeir hreinlega átu heims- meistarana, þeir voru teknir af lífi, þeir stútuðu Kamerún; að ógleymdum orðum á borð við dauðafæri og dauðariðill. Greinarhöf- undar benda einnig á að gjarna bregði fyrir vísunum í bókmenntir fyrr og síðar, t.d. þegar lið í fallhættu er að berjast við falldrauginn („eins og Grettir við drauginn Glám“). Þetta verður brekka fyrir þrennusjúklinginn Tungutak Ari Páll Kristinsson ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is AFP EM Málfar í íþróttum og í umfjöllun um þær er sérstakt rannsóknarefni. Þ að styttist í kosningar en kosningastefnu- skrár flokkanna sjást ekki enn. Sennilega eru stjórnarandstöðuflokkarnir í vandræðum með sínar áherzlur. Samfylkingin virðist enn sem komið er ekkert hafa að segja. Viðreisn er upp- tekin af innri vandamálum og hefur það eitt fram að færa að Ísland eigi að ganga í ESB. Það hefur dofnað mjög yfir Miðflokknum. Hins vegar er líf í Pírötum og Inga Sæland stendur fyrir sínu. Og nú er ljóst að Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar býður fram. Sá flokkur gæti átt eft- ir að koma á óvart. Líklega hefja flokkarnir ekki raunverulega kosn- ingabaráttu fyrr en eftir verzlunarmannahelgi og þá má búast við að mikið gangi á. En nú sem fyrr skiptir máli hvað flokkarnir hafa að segja. Að því leyti til standa stjórnarflokkarnir mun betur en stjórnarand- staðan. Hvað ætli valdi málefnaþurrð stjórnmálaflokka? Skýringin er skortur á umræðum um málefni innan þeirra flestra. Þegar umræður fara fram spretta upp nýjar hugmyndir en án þeirra gerist ekki neitt nýtt. Þetta ættu lýðræðis- legir flokkar að skilja en ef eitthvað skortir á lýðræðið innan þeirra verð- ur deyfðin innan þeirra skiljanlegri. Gera má ráð fyrir að Sósíalistaflokkurinn setji fisk- veiðistjórnina á dagskrá og er það sagt vegna opins fundar sem Gunnar Smári og fleiri efndu til í Þjóð- menningarhúsinu fyrir nokkrum misserum. Þá kom- ast aðrir flokkar ekki hjá að tjá sig um þau mál. Manna á meðal ganga nú listar á netinu með sam- anburði á launakjörum bæjarstjóra hér og borgar- stjóra í stórborgum úti í heimi. Ungt fólk furðar sig á að bæjarstjórar hér skuli oft vera hærra launaðir en borgarstjórar stórborga. Ef þau mál koma til umræðu kemur líka til umræðu hækkun á launakjörum kjör- inna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum á undan- förnum árum, sem er hinum kjörnu fulltrúum ekki hagstæð. Það er óþægilegt bil á milli kjörinna fulltrúa og al- mennra borgara. Um leið og einstaklingur er kominn á þing telur hann sig ekki lengur eiga erindi við fólkið í landinu fyrr en nálgast næstu kosningar. Frá þessu eru undantekningar en þær eru fáar. Það væri gagn- legt að þingmenn ræddu þetta í kosningabaráttunni og útskýrðu þetta frá sínu sjónarmiði. Sennilega er hér um að ræða leifar frá gamla Ís- landi, þegar háttsettir embættismenn töldu sig yfir aðra hafna. Þær leifar voru innfluttar frá því stétt- skipta þjóðfélagi sem var í flestum Evrópuríkjum og er að hluta til enn. Það er tími til kominn að við losum okkur við þessar leifar, sem áttu og eiga ekkert erindi hingað. Við lifum í samfélagi sem var byggt upp af sjómönnum og bændum og eigum að vera stolt af því. Aðrar leifar af siðum frá hinni stéttskiptu Evrópu er orðuglingrið og forsetaembættið sjálft. Hvort tveggja á að leggja niður. Það er beinlínis hlægilegt að það skuli hafa verið fluttir inn til Bessastaða hirð- siðir frá dönsku konungshirðinni! Við eigum skipulega að útrýma þessum innfluttu siðum frá stéttskiptri Evrópu. Kannski frambjóð- endur ættu að leita eftir umboði kjósenda til þess? Líklega bíður fólk fyrst og fremst eftir því hvað flokkarnir segja um atvinnumálin. Það er auðvitað stóra málið að fólk hafi vinnu og það verði tryggt. Hvað vilja flokkarnir, hver um sig, gera til þess að skapa atvinnu í landinu? Unga fólkið hefur farið verst út úr atvinnuleysinu og ungir kjósendur munu taka mest eftir því hvað flokkarnir segja um þau mál. Það á eftir að borga kostnaðinn af faraldrinum. Hvernig hugsa flokkarnir sér að borga hann? Er hugsanlegt að einhver þeirra sjái kost í því að skera niður óhóflegan kostnað í opinbera kerfinu eða er það ósnertanlegt? Og loks er það spurningin hvernig flokkarnir hugsa sér að takast á við hagsmunaöflin, sem alltaf eru að reyna að taka að sér landsstjórnina, þótt enginn hafi leitað eftir því við þau. Fyrir utan dagleg viðfangsefni stjórnmálanna er ábending Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um hagsmunaöflin sem reyna að taka að sér landsstjórn- ina eitt mikilvægasta innleggið í þjóðmálaumræður á líðandi stundu. Þeim ábendingum þurfa flokkarnir sjálfir að svara og um þær þurfa þingmennirnir sjálfir og frambjóðendur að tjá sig. Hér er um að ræða hagsmunasamtök en líka stór og öflug fyrirtæki. Í návígi okkar fámenna samfélags er þetta raunverulega spurning um hvort lýðræðið á Ís- landi sé sýndarveruleiki. Það er of mikið sagt að svo sé vegna þess að hvað sem öðru líður er réttarkerfið sjálft frjálst og óháð. Því er hægt að treysta hvort sem um er að ræða hags- munaaðila eða pólitík og það skiptir auðvitað gríðar- lega miklu máli. Þessi mál öll þarf að ræða í kosningabaráttunni vegna þess að þau eru komin á dagskrá þjóðfélags- umræðunnar, þótt þau séu ekki komin á dagskrá flokkanna, eins skrýtið og það nú er. Þessar kosningar reyna á stjórnmálaflokkana. Standa þeir undir hlutverki sínu eða eru þeir bara handbendi hagsmunaafla, eins konar leppar þeirra? Því verður seint trúað en þeir þurfa að afsanna það með málflutningi sínum og gerðum. Ef þeim tekst það verða þetta merkar kosningar hvernig sem úrslitin að öðru leyti verða. Er lýðræðið á Íslandi sýndarveruleiki eða … Sjálfstæðir flokkar eða handbendi og leppar? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Undanfarið hef ég velt fyrir mér tengslum fasisma og annarra stjórnmálastefna, en í nýlegri rit- gerð reyna þau Ragnheiður Krist- jánsdóttir og Pontus Järvstad að spyrða saman Sjálfstæðisflokkinn og íslenska fasista á fjórða áratug síðustu aldar. Auðvitað voru þjóð- ernisstefna og andkommúnismi frá öndverðu snarir þættir í stefnu Sjálfstæðisflokksins, svo að sumir forystumenn hans höfðu samúð með Þjóðernishreyfingu Íslendinga, sem stofnuð var 1933. Hún var ekki held- ur hreinræktuð fasistahreyfing. En íslenskur fasistaflokkur, sem kallaði sig Flokk þjóðernissinna, spratt ein- mitt upp í ársbyrjun 1934 í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn, eftir að tveir menn úr Þjóðernishreyfingunni höfðu tekið sæti á lista flokksins fyr- ir bæjarstjórnarkosningar í Reykja- vík. Hlaut Flokkur þjóðernissinna sáralítið fylgi þá og í þingkosning- unum eftir það, bauð síðast fram í bæjarstjórnarkosningum 1938 og lognaðist síðan út af. Fróðleg bók kom fyrir mörgum árum út í Noregi eftir sagnfræðipró- fessorinn Øystein Sørensen, sem komið hefur hingað til lands og hald- ið fyrirlestra. Hún heitir Fra Marx til Quisling og er um fimm norska sósíalista og kommúnista, sem gerð- ust fasistar og gengu í lið með Quisl- ing, Eugène Olaussen, Sverre Krogh, Halvard Olsen, Håkon Meyer og Albin Eines. Voru þeir all- ir í forystusveit norskra vinstri- manna. Sinnaskipti þeirra urðu fyrir hernám Þjóðverja, svo að ekki má skýra þau með hentistefnu einni saman. Olaussen var ritstjóri sósíal- istablaðsins Klassekampen 1911- 1921, og árið 1945 skrifaði hann í endurminningum sínum: „Það er mér ánægja að vita til þess, að marg- ir minna bestu og tryggustu sam- starfsmanna í Klassekampen hafa nú fundið hinn eina sanna sósíalisma og að við höfum á þjóðlegum, norsk- um grundvelli fengið að sjá hið besta í hugmyndum okkar framkvæmt, hreinsað af öllu gyðingagjalli úr marxismanum.“ Í bók sinni gerir Sørensen skil- merkilega grein fyrir því, hvað í fas- ismanum laðaði þessa gömlu sósíal- ista að. Þeir trúðu því allir, að borgaralegt frelsi væri týnt og tröll- um gefið. Þeir höfnuðu því, sem þeir töldu tvær myndir kapítalismans, ríkiskapítalisma Stalíns og auðræði Vesturlanda. Verkamenn hverrar þjóðar ættu að sameinast, en ekki öreigar allra landa. Viðkvæði þeirra var hið sama og Hitlers: Almanna- hag ofar einkahag. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Skammt öfga í milli Við Hækk um í gleð inni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.