Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
Forvarnir
nauðsynlegar
Ekkert skal til sparað
að takmarka losun
„gróðurhúsaloftteg-
unda“ út í andrúms-
loftið. Þetta verkefni er
flókið, fyrirhafnarmikið,
kostnaðarsamt og að
sumu leyti umdeilt.
Hins vegar sjá flestir að
forvarnir á þessu sviði eru nauðsyn-
legar. Stjórnmálamenn eru ekki síst
uppteknir af efninu. En hvernig hafa
þeir staðið sig í aðgerðum gegn al-
gengum og vel þekktum sjúkdómi
sem mögulegt er að fyrirbyggja hjá
okkur Íslendingum? Í þessari grein
er sjónum beint að krabbameini í
ristli (og endaþarmi).
Afstaða til forvarna
Fullyrða má að Covid-19-
veirufaraldurinn hefur hreyft við
okkur öllum. Óvissan um flesta
þætti þessa vágests mun vafalaust
breyta atferli okkar í framtíðinni
og afstöðu til forvarna almennt.
Markviss stjórnun, skipulag og
þekking á smitvörnum auk skiln-
ings og virkrar þátttöku almenn-
ings er það sem þarf til að ná ár-
angri. Þetta allt nær hæstu hæðum
í frábæru skipulagi bólusetninga
hér á landi, sem er til fyrirmyndar.
Að ná tilætluðum árangri
Vandamálið er oft augljóst og
lausnaleiðin skýr, en samt sveigjum
við af braut og missum tökin. Þannig
höfum við að vissu marki brugðist
okkar besta hugvits- og atorkufólki
sem af eldmóði barðist fyrir og hóf
skimun eftir legháls- og brjósta-
krabbameini hjá okkar kæru konum.
Þekking og reynsla
Aldrei má vanmeta þekkingu og
reynslu. Ljóst er af atburðarás síð-
ustu ára og missera að slíkt hefur
hins vegar átt sér stað varðandi
skimanir eftir krabbameini hér á
landi. Við höfum farið í þann óheilla-
farveg að leita að „nýj-
um“ hugmyndum og
lausnum. Vonandi höf-
um við að lokum lært
það sem þarf í barátt-
unni við Covid-19-
faraldurinn og látum
þekkingu ráða för á því
sviði. Fagfólk okkar
stenst án efa þær kröf-
ur sem við gerum til
þess.
Fræðsluátak
í Evrópu
Árið 1999 var mikil vakning í
Evrópu í baráttunni gegn algengum
sjúkdómum sem meltingarlæknar
voru að kljást við. Það skorti
fræðslu til fólksins um fyrirbyggj-
andi aðgerðir, um einkenni, grein-
ingu og meðferð sjúkdómanna. Þá
hófst mikil fræðsluherferð (Public
Awareness Campaign) í Evrópu um
vélindabakflæði og ristilkrabba-
mein, vandamál sem voru íþyngj-
andi heilbrigðisvandamál.
Margra ára undirbúningur
Þetta fræðsluátak lagði grunninn
að þeirri starfsemi sem nú er hafin í
flestum löndum, þ.e.a.s. skipulagðri
skimun eftir krabbameini í ristli og
endaþarmi. Að evrópskri fyrirmynd
var farið í markvisst fræðsluátak
hér á landi sem nefnt var „vitundar-
vakning“. Íslensk heilbrigðisyf-
irvöld sýndu þessu átaki lítinn
áhuga. Á nýliðnu þingi evrópskra
meltingarlækna, haldið í Barcelona
(2019), var rætt um stöðu skimunar
eftir ristilkrabbameini m.a. í Evr-
ópu (IARC, The International
Agency for Research on Cancer).
Þar var gerð grein fyrir margra ára
undirbúningi heilbrigðisyfirvalda í
ýmsum löndum. Ísland var hvergi á
blaði.
Færri greinast, fleiri deyja
Augljóst er að krabbamein í ristli
og endaþarmi meðal Íslendinga er
gríðarlega stórt vandamál. Þetta er
annað til þriðja algengasta krabba-
mein meðal Íslendinga og það
greinast 187 einstaklingar að með-
altali með sjúkdóminn árlega, með-
alaldur um 70 ár. Ristilkrabbamein
er önnur algengasta dánarorsök af
völdum krabbameins en 68 ein-
staklingar deyja árlega. (Mynd 1.)
Gróft áætlað er kostnaður við
greiningu, stigun sjúkdómsins og
meðferð, auk annarra afleiða, senni-
lega um tveir milljarðar (var 1,5
milljarðar 2015) á ári hverju.
Greindum tilfellum hefur fjölgað
um rúmlega 30% á síðustu 12 árum
og dánartíðni hefur lítið breyst.
Þjóð okkar er hlutfallslega ung,
en mun eldast hratt á næstu áratug-
um. Tilfellum mun þar af leiðandi
fjölga mikið í framtíðinni ef engum
skipulögðum og fyrirbyggjandi að-
gerðum verður hrint í framkvæmd
hið fyrsta. (Mynd 2.)
Við gætum sparað þjóðfélaginu
tugi milljarða næstu áratugina ef
við hefðum nægan áhuga á að hefja
markvissar forvarnir gegn þessu
krabbameini.
Hvers vegna?
Ef litið er um farinn veg síðustu
30 árin vakna spurningar sem
áhugavert er að fá svör við. Hvers
vegna hafa íslensk heilbrigðisyfir-
völd ekki haft áhuga á að beita
markvissum forvörnum gegn einu
algengasta og útgjaldamesta
krabbameini meðal karla og kvenna
á Íslandi? Nú hefur skimunarráð
skilað sínum tillögum. Vænst er að
bestu skimunaraðferðum verði beitt
til að fyrirbyggja og greina þetta
krabbamein.
Barnaleikur einn
Eftir aðgerðir okkar gegn Co-
vid-19-faraldrinum ætti vel skipu-
lögð forvarnarstarfsemi gegn þessu
krabbameini ekki að vefjast fyrir
okkur. Vonandi gera stjórnendur
heilbrigðismála sér grein fyrir því,
að mögulegt er að fækka dauðs-
föllum af völdum þess um 70-80%.
Margra ára aðgerðaleysi hefur leitt
til ótímabærra dauðsfalla af völdum
þessa krabbameins.
Eðlileg krafa
Fjármagn og markvissar aðgerð-
ir til að hefja skimun, án frekari
tafa, eftir þessu krabbameini er nú
eðlileg krafa fólksins hér á landi.
Ástæðan er sú að þetta er eitt af
fáum krabbameinum sem mögulegt
er að fyrirbyggja ef réttum skim-
unaraðferðum er beitt. Eftir hverju
erum við að bíða? Getum við treyst
því að nú verði hafist handa?
Eftir Ásgeir
Theódórs »Mikil umræða hefur
verið um ýmiss
konar forvarnir á und-
anförnum áratugum.
Umhverfismál og
umræðan um hlýnun
jarðar hefur nú náð
háum hæðum.
Ásgeir Theódórs
Höfundur er læknir, sérfræðingur
í meltingarlækningum og
heilbrigðisstjórnun.
atheodor@simnet.is
Mynd 1 Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Íslands greindust á
árunum 2015-2019 að meðaltali um 187 tilfelli með þetta krabbamein. Það
létust 68 einstaklingar að meðaltali.
Forvarnir, þekktar eða óþekktar?
Mynd 2 Fjöldi krabbameina eykst í aldursflokkunum yfir 60 ára vegna
aukningar á fjölda einstaklinga í þeim hópi.
Nú hefur eldgosið á
Reykjanesi staðið í
hátt á fjórða mánuð.
Það hefur tekið sér
nokkrar kúnstpásur
upp á síðkastið en
fremur en fyrr þá get-
um við lítið sagt um
hvernig það á eftir að
haga sér. Lýkur því á
morgun? Stendur það í
50 ár? Hvar kemur það
upp næst? Eitt er víst
að allt er breytt. Eldstöð á Reykja-
nesskaganum hefur rumskað af
löngum svefni og við vitum ekki hvert
framhaldið verður. Samgöngu-
ráðherra hefur rætt um að það þurfi
að fara að huga að nýrri flóttaleið af
Suðurnesjum þar sem hraun gæti
mögulega lokað Suðurstrandarvegi á
næstu vikum.
Við þurfum fleiri flugvelli
Við þurfum að vera meðvituð um
mikilvægi þess að byggja upp annan
alþjóðaflugvöll í nálægð við Reykja-
vík. Í nóvember 2019 kom út skýrsla
um flugvallakosti á suðvesturhorni
landsins. Sú skýrsla var unnin fjarri
hugmyndum um jarðhræringar eða
eldgos á Reykjanesi. Í skýrslunni
kemur fram sú meginforsenda að á
suðvesturhorni landsins verði tveir
flugvellir sem séu bæði fyrir milli-
landa- og innanlandsflug. Það er talið
mikilvægt upp á samkeppnishæfni
landsbyggðar og höfuð-
borgar. Þá segir í
skýrslunni að það styrki
viðskiptatækifæri og
þjónustu við landsmenn.
Þá er tæpt á í skýrslunni
að það þurfi varaflugvöll
fyrir Keflavíkurflugvöll,
hann getur lokast, ýmist
vegna veðurs, náttúru-
hamfara eða slysa.
Akureyrarflugvöllur og
Egilsstaðaflugvöllur
hafa verið notaðir sem
varaflugvellir og mikil-
vægi þeirra dregur enginn í efa í
þeim efnum. Þá þarf áfram að styrkja
í framhaldinu á þeim atburðum sem
hafa orðið á Reykjanesi.
Ísland er eldfjallaeyja, eldstöðin á
Reykjanesi hefur rumskað, hvað er
þá til ráða? Það er mikilvægt að
stjórnvöld bregðist við eins og sam-
gönguráðherra hefur nú þegar gert
með því að hugsa um nýja flóttaleið
fyrir íbúa Reykjaness vegna yfirvof-
andi atburða. Nú þarf að horfa til
framtíðar og við verðum að undirbúa
okkur undir að finna nýja staðsetn-
ingu á alþjóðlegum flugvelli. Núver-
andi staðsetning er frábær við þær
aðstæður sem hafa verið uppi á suð-
vesturhorninu en það þarf að hugsa
upp nýjar sviðsmyndir. Með fjölgun
ferðamanna og auknu millilandaflugi
er ekki óraunhæft að hafa tvo al-
þjóðaflugvelli á suðvesturhorninu,
hvort sem er fyrir eldsumbrot eða
ekki.
Svæðið í kringum
Borgarnes er aðlaðandi
Loks er farið að hilla undir stór-
huga framkvæmd við Sundabraut
sem bætir tengingu milli höfuðborg-
arsvæðis, Vesturlands og Norður-
lands. Unnið er að tvöföldun Vestur-
landsvegar upp í Borgarnes.
Sundabraut gæti verið lokið árið 2030
ef allt gengur eftir og opnar mögu-
leika á greiðar og góðar heilsárs-
samgöngur, þá sér í lagi við allt Vest-
urland. Við þessar samgöngubætur
er ný staðsetningin fyrir alþjóða-
flugvöll á Vesturlandi raunhæfur
kostur. Kannski er hentugt að setja
niður nýjan alþjóðarflugvöll vestur á
Mýrum? Einhverjir hrökkva kannski
við vegna þessara skrifa. Eitt er víst,
við verðum að þora að setjast niður
og horfa til framtíðar út frá nýjum en
reyndar aldagömlum staðreyndum
um náttúru landsins. Orð eru til alls
fyrst.
Nýr alþjóðaflugvöllur
vestur á Mýrum?
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
» Það er mikilvægt að
stjórnvöld bregðist
við eins og samgöngu-
ráðherra hefur nú þegar
gert með því að hugsa
um nýja flóttaleið fyrir
íbúa Reykjaness vegna
yfirvofandi atburða.
Höfndur er alþingismaður Fram-
sóknarflokksins í NV-kjördæmi.
Fyrsta hugsun morgunsins er að
teygja sig í fréttatakkann og vita
hvernig gosinu hafi reitt af. Hvort
allt sé í lagi, hraunstraumur eðlileg-
ur, órói mátulegur og að það sé glóð.
Þetta er gosið okkar og við viljum
hafa það sem lengst.
Það má ekki segja neitt misjafnt
um gosið. Það er eins og ofdekraður
krakki, það skemmir ekkert og það
er engum til ama. Þó að hraun breið-
ist yfir land og mosi troðist undir og
vegir séu í hættu, þá er mönnum í
mun að gosið haldi áfram.
Oft eru menn að bölva svifryks-
mengun og hafa sett upp mæla og
vilja banna bæði nagladekk og bíla,
en þetta sem kemur úr gosinu er
bara sent af forsjóninni og best að
ræða það ekki.
Það gæti náð að fréttast út í heim.
Það er líka heppilegt að gösin hafa
blandast og hvarfast og mælarnir ná
þeim ekki og menn verða bara að
finna þau á sjálfum sér og koma sér
inn
Og Jóni eldklerki myndi varla
þykja taka því að biðja almættið að
stöðva þessa litlu spýju, væri hann á
dögum, heldur biðja um meira gos
eins og fréttafólkið.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hvernig hefur gosið það?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið athygli hérlendis sem og erlendis.