Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 40

Morgunblaðið - 10.07.2021, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var að- eins 8/100 úr sekúndu frá því að komast í undanúrslit í 200 m hlaupi kvenna á Evrópumóti U23 ára í Tallinn í Eistlandi í gær. Guðbjörg, sem er 19 ára gömul, varð í 27. sæti á 24,40 sekúndum en 24 fyrstu komust í undanúrslitin. Íslandsmet hennar er 23,45 sekúndur en sá tími hefði fært henni fimmta sætið í gær. Í dag keppa Erna Sóley Gunn- arsdóttir, í kúluvarpi, og Baldvin Þór Magnússon, í 5.000 m hlaupi, síðust Íslendinganna á mótinu í Tallinn. Guðbjörg nærri undanúrslitum Ljósmynd/Þórir Tryggvason EM23 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppti í Tallinn í gær. Phoenix Suns er komið í 2:0 í ein- vígi sínu gegn Milwaukee Bucks í úrslitum NBA-deildarinnar í körfu- knattleik. Liðin mættust í Phoenix í fyrrinótt þar sem Phoenix hafði að lokum betur, 118:108. Devin Booker var stigahæstur Phoenix-manna með 31 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar en hjá Milwaukee var Giannis Antetoko- unmpo stigahæstur með 42 stig og tók tólf fráköst. Liðin mætast nú tvisvar í Milwaukee, næst annað kvöld, en fjóra sigra þarf til að vinna meistaratitilinn. AFP Phoenix Devin Booker stöðvar Giannis Antetokounmpo. Staða Phoenix er mjög góð FYLKIR – HK 1:2 1:0 Daði Ólafsson 31. 1:1 Birnir Snær Ingason 60. 1:2 Martin Rauschenberg 73. MM Birkir Valur Jónsson (HK) M Aron Snær Friðriksson (Fylki) Daði Ólafsson (Fylki) Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylki) Helgi Valur Daníelsson (Fylki) Birnir Snær Ingason (HK) Arnþór Ari Atlason (HK) Martin Rauschenberg (HK) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: 780. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HK galopnaði botnbaráttuna í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2:1- útisigri á Fylki í leik, sem frestað var, í gærkvöldi. Fyrir leikinn hafði HK aðeins unnið einn leik í sumar. Í stöðunni 1:0 Fylki í vil í fyrri hálfleik munaði átta stigum á lið- unum, en Daði Ólafsson kom Fylki yfir á 30. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. HK neitaði hins vegar að gefast upp, sneri taflinu sér í vil, og vann sterkan sigur. Birnir Snær Ingason jafnaði á 60. mínútu og danski varnarmaðurinn Martin Rauschenberg tryggði sigurinn á 74. mínútu. HK er nú aðeins tveimur stigum frá bæði Leikni úr Reykjavík og Fylki og þremur á eftir FH í áttunda sæti. Með tapi hefði staðan verið ansi svört fyrir HK, en þess í stað er liðið einum sigri frá því að fara úr fallsæti og aðeins fjórum stigum frá Keflavík sem er í sjötta sæti, en neðri hluti deildarinnar er gríðar- lega þéttur. Fylkismenn hefðu með sigri getað slitið sig verulega frá fallsætunum, en þess í stað er liðið komið á hættu- legar slóðir. „Það hefði verið auðvelt fyrir HK að brotna í stöðunni 0:1 enda lítið sem hefur fallið með liðinu í sumar. Í staðinn þjöppuðu þeir sér saman og unnu góðan og afar dýrmætan sigur enda hefði tap í kvöld sett liðið í veruleg vandræði. Fylkismenn geta nagað sig í hand- arbökin fyrir að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í leiknum og hefðu hæglega getað verið þrem- ur til fjórum mörkum yfir þegar HK jafnaði metin,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is. _ Birnir Snær Ingason varð í gær fyrstur til að skora 10 mörk fyrir HK í efstu deild. _ HK-ingurinn Eiður Atli Rún- arsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild er hann kom inn á í lokin. HK galopnaði botnbaráttuna - HK-ingar sneru taflinu við í Árbæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðjubaráttan HK-ingurinn Ólafur Örn Eyjólfsson sækir að Helga Val Daníelssyni úr Fylki á Würth-vellinum í Árbænum í gærkvöldi. Pepsi Max-deild karla Fylkir – HK............................................... 1:2 Staðan: Valur 12 8 3 1 21:11 27 Breiðablik 11 7 1 3 28:15 22 Víkingur R. 11 6 4 1 17:9 22 KR 11 5 3 3 18:13 18 KA 10 5 2 3 15:7 17 Keflavík 10 4 1 5 14:19 13 Stjarnan 12 3 4 5 12:18 13 FH 11 3 3 5 14:17 12 Fylkir 11 2 5 4 15:19 11 Leiknir R. 11 3 2 6 11:18 11 HK 11 2 3 6 14:21 9 ÍA 11 1 3 7 11:23 6 Markahæstir: Nikolaj Hansen, Víkingi R ....................... 10 Sævar Atli Magnússon, Leikni R .............. 8 Joey Gibbs, Keflavík ................................... 7 Lengjudeild karla ÍBV – Grótta ............................................. 0:1 Þór – Þróttur R......................................... 5:1 Fjölnir – Selfoss ....................................... 2:1 Víkingur Ó. – Grindavík........................... 2:2 Afturelding – Fram.................................. 0:2 Staðan: Fram 11 10 1 0 33:9 31 ÍBV 11 7 1 3 20:11 22 Grindavík 11 5 4 2 22:20 19 Fjölnir 11 5 2 4 13:12 17 Kórdrengir 10 4 4 2 16:14 16 Vestri 10 5 1 4 16:19 16 Þór 11 4 3 4 23:18 15 Grótta 11 4 2 5 21:19 14 Afturelding 11 3 4 4 21:23 13 Selfoss 11 2 3 6 19:27 9 Þróttur R. 11 2 1 8 20:28 7 Víkingur Ó. 11 0 2 9 14:38 2 2. deild karla Leiknir F. – Fjarðabyggð........................ 2:0 Þróttur V. – KV ........................................ 1:0 Reynir S. – ÍR........................................... 1:1 Staðan: Þróttur V. 11 7 3 1 25:11 24 Njarðvík 10 5 5 0 26:11 20 KV 11 5 4 2 22:16 19 ÍR 11 4 4 3 22:18 16 Haukar 10 4 3 3 25:19 15 Reynir S. 11 4 3 4 22:21 15 Völsungur 10 4 2 4 21:23 14 KF 10 4 2 4 15:17 14 Leiknir F. 11 4 0 7 17:27 12 Magni 10 2 4 4 19:23 10 Kári 10 1 3 6 14:24 6 Fjarðabyggð 11 0 5 6 6:24 5 Lengjudeild kvenna FH – Afturelding...................................... 1:1 Staðan: KR 9 7 1 1 25:11 22 Afturelding 9 5 4 0 23:10 19 FH 9 6 1 2 19:8 19 Víkingur R. 9 3 3 3 16:16 12 Haukar 9 3 2 4 13:14 11 Grótta 9 3 1 5 13:18 10 ÍA 9 3 1 5 9:20 10 HK 8 2 2 4 11:18 8 Grindavík 9 0 5 4 11:18 5 Augnablik 8 1 2 5 10:17 5 Norðurlandamót U16 kvenna Leikið í Abenraa í Danmörku: Danmörk-2 – Ísland................................. 0:1 Ísabella Sara Tryggvadóttir 25. _ Ísland gerði jafntefli 1:1 við Svíþjóð í fyrsta leik og mætir A-liði Dana í síðasta leik á mánudaginn. >;(//24)3;( Vináttulandsleikur karla Þýskaland – Brasilía ........................... 36:26 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Vináttulandsleikur kvenna Ungverjaland – Brasilía....................... 34:31 E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: SaltPay-völlur: Þór/KA – ÍBV............... S14 Eimskipsv.: Þróttur R. – Tindastóll ...... S16 1. deild karla, Lengjudeildin: Domusnovav.: Kórdrengir – Vestri ...... L14 2. deild karla: Vodafonev.: Völsungur – Njarðvík ....... L14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Haukar.......... L16 Akraneshöll: Kári – Magni .................... L16 3. deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll – KFS .......... L12 Þorlákshöfn: Ægir – Höttur/Huginn.... L14 Nesfiskvöllur: Víðir – Einherji.............. L14 Dalvík: Dalvík/Reynir – Augnablik ...... L16 Sindravellir: Sindri – KFG .................... L16 2. deild kvenna: Þróttarvöllur: SR – Einherji ................. L14 Boginn: Hamrarnir – Álftanes .............. L14 Framvöllur: Fram – Fjarð/Hött/Leik .. L14 Sindravellir: Sindri – ÍR......................... S16 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Íslandsmót fatlaðra í frjálsíþróttum fer fram í Kaplakrika um helgina. Keppt er frá 11.30 til 15.30 í dag og frá 12 til 14 á morg- un. UM HELGINA! FH og Afturelding skildu jöfn, 1:1, í Lengjudeild kvenna í fótbolta í gærkvöldi, 1. deild. Fyrir leikinn voru liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með 18 stig, fjórum stigum eftir KR. Það var því ljóst að sig- urliðið myndi minnka forskot KR- inga á toppnum niður í eitt stig. Að lokum skiptu þau hins vegar stigunum á milli sín. Elín Björg Norðfjörð Símonar- dóttir, sem byrjaði á bekknum hjá FH en lék seinni hálfleikinn, skor- aði fyrsta markið eftir tæplega klukkutíma leik og kom heimakon- um yfir. Afturelding neitaði hins vegar að gefast upp og hin bandaríska Jade Gentile jafnaði á 80. mínútu og þar við sat. Afturelding og FH eru sjö stigum á undan Víkingi í fjórða sæti og stefnir í þriggja hesta kapphlaup hjá KR, Aftureldingu og FH um tvö efstu sætin sem gefa sæti í efstu deild. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barningur FH-ingurinn Brittney Lawrence í baráttunni í gærkvöldi. Jafnt í toppslagnum Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Fram fari með öruggan sigur af hólmi í 1. deild karla í fót- bolta, Lengjudeildinni. Fram vann sinn tíunda sigur í ellefu leikjum er liðið heimsótti Aftureldingu og vann 2:0-sigur í gærkvöldi. Óskar Jónsson og Indriði Áki Þorláksson gerðu mörk Fram. Þar sem Grinda- vík og ÍBV misstigu sig jókst for- skot Framara á bæði annað og þriðja sætið. Eftir fimm sigra í röð í deildinni þurfti ÍBV að sætta sig við 0:1-tap fyrir Gróttu í Vestmannaeyjum. Axel Sigurðarson skoraði sigur- markið á 54. mínútu og tryggði Gróttu annan sigurinn í röð. Í Ólafsvík gengu væntanlega bæði lið svekkt af velli eftir 2:2- jafntefli. Grindavík mistókst að komast einu stigi frá ÍBV í öðru sæti og Víkingur var hársbreidd frá nauðsynlegum sigri í botnbar- áttunni. Sigurður Hallsson kom Grindavík yfir áður en Emmanuel Keke og Kareem Isiaka sneru tafl- inu við. Grindavík átti hins vegar lokaorðið því Sigurjón Rúnarsson jafnaði í uppbótartíma. Víkingar hafa sýnt batamerki eftir að Guðjón Þórðarson tók við liðinu. Þórsarar blésu til veislu á heima- velli gegn Þrótti og unnu 5:1-sigur. Fannar Daði Gíslason gerði tvö mörk fyrir Þór og þeir Ólafur Aron Pétursson, Ásgeir Marinó Baldvins- son og Jóhann Helgi Hannesson komust einnig á blað. Keiro Ed- wards-John skoraði mark Þróttar er hann jafnaði í 1:1 í fyrri hálfleik. Þá vann Fjölnir 2:1-heimasigur á Selfossi. Ragnar Leósson og Jó- hann Árni Gunnarsson gerðu mörk Fjölnis áður en Gary Martin klóraði í bakkann. Framarar juku for- skotið á toppnum Morgunblaðið/Eggert Óstöðvandi Framarar eru með gott forskot á toppi deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.