Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 10.07.2021, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021 »Leikarar, leikkonur, leikstjórar, framleið- endur og aðrir þeir sem koma að kvikmyndum alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes, sem og gestir hennar, hafa notið sólarinnar og sviðsljóssins frá því hátíðin hófst 6. júlí. Að venju hafa frægir sem og aðrir minna þekktir verið ljósmynd- aðir í bak og fyrir á rauðum dreglum og víð- ar í tengslum við frum- sýningar á hinum ýmsu kvikmyndum. Hátíðinni lýkur 17. júlí. Cannes iðar af lífi enda stendur þar nú yfir alþjóðlega kvikmyndahátíðin sem kennd er við bæinn AFP Skærbleikur Bandaríski leikstjórinn Spike Lee mætti í fagurbleikum jakkafötum á frumsýningu opnunarmyndar- innar Annette. Hann fer fyrir aðaldómnefnd hátíðarinnar og sést hér með öðrum í nefndinni, frá vinstri þeim Kleber Mendonca Filho, Melanie Laurent, Mati Diop, Jessicu Hausner og Mylene Farmer. Lengst til hægri er svo menningarmálaráðherra Frakka, Roselyne Bachelot, sem situr að vísu ekki í dómnefndinni. Höfuðprýði Rússneska athafna- og sjónvarpskonan Elena Lenin fór ekki troðnar slóðir í höfuðskrauti fyrir frumsýningu Tout s’est Bien Passe. Glæsileg Breska leikkonan Jodie Turner-Smith mætti prúðbúin á rauða dregilinn fyrir frumsýningu á kvikmyndinni After Yang sem hún leikur í. Eldhressar Franska leikkonan og leikstjórinn Charlotte Gainsbourg skemmti sér vel með móður sinni, bresku leik- og söngkonunni Jane Birkin, í myndatöku vegna heimildarmyndar Gainsbourg, Jane par Charlotte. Sumarleg Farhana Bodi, indverskur áhrifavaldur, var sumarleg til fara á frumsýningu Annette 6. júlí sem var opnunarmynd hátíðarinnar. Fyrsti gjörningurinn í gjörninga- röðinni King og bong verður fram- inn í Kling & Bang í Marshall- húsinu í kvöld kl. 20. Er yfirskrift hans King og Kling og Bong og Bang: Glæsistundir og listamenn þau Kjáni Thorlacius, Sölvi Sr. Sérrí, Ísabella Lilja og Sean Pat- rick O’Brien. „Næsta mánuðinn mun lista- mannarekna galleríið King og bong taka yfir Kling & Bang. Á þeim tíma verða níu gjörninga- viðburðir þar sem hátt í þrjátíu listamönnum verður boðið að fremja gjörning. Gjörningarnir gerast utan veggja gallerís- ins en þeim verð- ur streymt inn í rými Kling & Bang. Sestu í sófa og fylgstu með úr öruggri fjarlægð,“ segir um gjörningaröð- ina í tilkynningu. Fyrsti gjörningur hjá King og bong Sean Patrick O’Brien Aðrir tónleikar ársins í tónleika- röðinni Velkomin heim verða haldnir í Hörpu í dag kl. 14. Á þeim mun Halldór Bjarki Arnarson semballeikari leika Goldberg-til- brigðin eftir J.S. Bach sem eru 30 talsins. Segir í tilkynningu að líta megi á þau sem hápunkt tilbrigða- listar barokktímabilsins en þau voru skrifuð fyrir sembal með tveimur hljómborðum. Heyra má í tilbrigðunum hvernig hægt er að nýta eina bassalínu til hins ýtrasta með því að flétta inn öll möguleg tónlistarform, litbrigði og dansrytma, segir í tilkynningu og að í gegnum verkið sýni Bach yfir- burði sína í kontrapunktslistinni en einnig vald sitt á hræringum hinnar mannlegu sálar. Halldór spilar reglulega með barokksveitum á Íslandi og á meg- inlandinu, er meðal annars með- limur í íslenska barokkhópnum sem kenndur er við Symphonia Angel- ica og hinum margverðlaunaða Amaconsort-kvartett frá Þýska- landi. Hann stundar nú meistara- nám í semballeik í Sviss við Schola Cantorum Basiliensis undir leið- sögn Andrea Marcon. Semballeikari Halldór Bjarki Arnarson. Hápunktur tilbrigðalistar barokksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.