Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Staðreyndir eiga undir högg að sækja á ýmsum sviðum mannlífsins og er margt sem veldur. Stundum er það mesti hávaðinn og stærstu fullyrðing- arnar sem ná tökum á umræð- unni og vitræn umræða víkur með tilheyrandi tjóni fyrir menn og málefni. Í öðrum tilvikum er það hið gagnstæða, upplýsingar eða tiltekin sjónarmið eru þögg- uð niður og umræða gerð eins torveld og unnt er. Stærstu samfélagsmiðlar hafa gengið langt í þessum efnum og jafnvel átt um það samstarf við banda- rísk stjórnvöld, sem ætti í það minnsta að kveikja á aðvörunar- ljósum, ekki vegna þess að þau stjórnvöld séu varasamari en önnur, heldur vegna þess að vestrænt lýðræði þrífst ekki nema fólk geti tjáð sig, líka um það sem stjórnvöld eru ósátt við. The Wall Street Journal vék að þessu í leiðara fyrir helgi og benti á að það gæti verið ástæða til að grípa inn í ef verið væri að dreifa röngum heilbrigðis- upplýsingum á veirutíma, en minnti líka á að Facebook hafi ekki hætt að banna umræður um að veiran hafi mögulega lek- ið út af tilraunastofu í Kína fyrr en eftir að Biden forseti hafi fyrirskipað rannsókn á málinu. En það er fleira sem getur hindrað að réttar upplýsingar nái eyrum almennings og jafn nauðsynlegar og kosningar eru lýðræðinu þá eru þær líka hættusvæði að þessu leyti. Við því er lítið að gera þar sem ýms- ir svífast einskis í aðdraganda kosninga, en þetta þýðir að full ástæða er fyrir almenning að hafa varann á. Staðreyndir um jöfnuð og ójöfnuð hafa oft verið fórnar- lömb óvæginnar umræðu þar sem reynt er að slá pólitískar keilur án tillits til þess hvað er rétt og hvað rangt. Þetta er þekkt víðar en hér á landi en sérstaklega sláandi hér þar sem jöfnuður er meiri en víðast hvar. Ásdís Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, ritaði grein í Viðskipta- blaðið í liðinni viku um vafasama túlkun talna í umræðunni um jöfnuð hér á landi. Þar benti hún á að því hefði ítrekað verið hald- ið fram að undanförnu að ójöfn- ur hefði aukist hér á landi og væri sú „bjagaða mynd einnig dregin upp í nýlegri skýrslu á vegum sérfræðingahóps verka- lýðshreyfingarinnar“. Ásdís benti á að tölur Hag- stofunnar sýndu hið gagnstæða, neðstu tvær tekjutíundirnar hefðu hækkað meira en efstu tvær tekjutíundirnar á milli ár- anna 2019 og 2020. „Litið fimm ár aftur í tímann hafa neðstu tekjutíundir einnig hækkað hlutfallslega meira en þær efstu. Tekjujöfnuður hefur því aukist undanfarin ár og næstum hvergi er tekjujöfn- uður meiri en á Ís- landi, eins og al- þjóðastofnanir á borð við OECD hafa marg- staðfest,“ skrifaði Ásdís. Hún benti einnig á að því hefði verið haldið fram að eigna- ójöfnuður hefði aukist, en vísaði í tölur Hagstofunnar í því sam- bandi, sem hún sagði ekki galla- lausar en þær skástu sem til væru. Þær sagði hún sýna að eiginfjárstaða allra tíunda hefði batnað á milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallslega mest hjá neðstu tíundunum og hlutfalls- lega minnst hjá þeim efstu. Svipuð niðurstaða fengist þegar horft væri fimm ár aftur í tím- ann og eignaójöfnuður færi því minnkandi. Ásdís Kristjánsdóttir benti loks á að vafasöm „túlkun fólks sem er áberandi í þjóðfélags- umræðunni um að ójöfnuður á Íslandi fari vaxandi getur alið á óánægju, kynt undir þjóðfélags- legum átökum og aukið fylgi popúlista, sem er engum til bóta. Við eigum að fagna um- ræðu um jöfnuð, en hún verður að vera byggð á gögnum“. Svipaða sögu er að segja um aðra umræðu þar sem iðulega er reynt að afflytja staðreyndir, oftar en ekki til að reyna að fiska í gruggugu vatni. Þetta er umræðan um fiskveiðistjórnar- kerfið íslenska, kvótakerfið, sem reynst hefur afskaplega vel og skilað þjóðinni sterkri grunn- atvinnugrein sem á í harðri sam- keppni við niðurgreiddan sjávarútveg erlendis. Í Dag- málum á dögunum var þetta rætt við hagfræðingana Ragnar Árnason og Daða Má Krist- ófersson, en sá síðarnefndi er einnig varaformaður Viðreisnar og frambjóðandi. Ragnar og Daði voru sammála í öllum meg- inatriðum um að kvótakerfið hefði reynst vel en engu að síður vill Daði, í samræmi við stefnu Viðreisnar, bylta kerfinu. Þetta þurfi að gera til að bregðast við gagnrýni á kerfið, enda þótt gagnrýnin byggist á misskiln- ingi. Og að sögn Daða er ætl- unin ekki að afla meira fjár fyrir ríkið en það tekur nú í veiði- gjöld, enda verði sjávarútvegur- inn að standa sterkt. Þessi málflutningur fram- bjóðanda Viðreisnar er í meira lagi athyglisverður, en sýnir vel hve erfitt er að halda umræðu á vitrænum nótum skömmu fyrir kosningar. Í stað þess að út- skýra kosti fiskveiðistjórnar- kerfisins ætlar Viðreisn að tala það niður í von um að það skili nokkrum atkvæðum og stefna um leið þessari mikilvægustu atvinnugrein landsmanna í hættu. Ekki er að undra að opin- ber umræða sé oft á villigötum þegar frambjóðendur og flokkar eru tilbúnir að ganga svo langt í atkvæðaveiðum. Margt er að varast í opinberri umræðu} Staðreyndum fórnað É g hef ákveðið að boða til heilbrigð- isþings 2021 hinn 20. ágúst næst- komandi. Þetta verður fjórða heil- brigðisþingið sem ég boða til á kjörtímabilinu en í heilbrigðis- stefnu segir að heilbrigðisþing skuli árlega kall- að saman til samráðs um áherslur í heilbrigðis- málum. Umfjöllunarefni þingsins í ár verður málefni aldraðra með sérstakri áherslu á stefnu- mótun og heilbrigðisþjónustu í því samhengi. Í vor fól ég Halldóri S. Guðmundssyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, að vinna drög að stefnu um heil- brigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Í sinni vinnu horfði Halldór til heildarskipulags þjónustu við aldraða, samþættingar milli heil- brigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs, tók mið af nýjum áskor- unum og viðfangsefnum til framtíðar á þessu sviði og fjallaði um mögulegar breytingar á framkvæmd þjónust- unnar og skipulagi hennar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og hjá nágrannaþjóðunum. Drög að stefn- unni hafa nú verið birt til kynningar og umsagnar í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Stefnudrögin verða kynnt og rædd á heilbrigðisþinginu 20. ágúst. Heilbrigðisþjónusta við aldraða er ein stærsta áskorun heilbrigðisþjónustunnar næstu árin og áratugina. Með hækkandi meðalaldri fólks eykst þörfin fyrir heilbrigð- isþjónustu og við þurfum að finna leiðir til þess að mæta þeirri þjónustuþörf, en einnig bjóða upp á fjölbreytta þjónustu sem hentar hverjum og einum sem best. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hafa undanfarin ár unnið að greiningu og stefnumótun um heilbrigða öldrun. Þeirri vinnu lauk í desember síðast- liðnum þegar sett var fram aðgerðaáætlun á þessu sviði og samþykkt að helga áratuginn 2021 til 2030 þessu viðfangsefni. Skilgreind eru fjögur megináherslusvið hvað þetta varð- ar, en það eru 1) aldursvæn samfélög, 2) bar- átta gegn aldursfordómum, 3) samhæfð þjón- usta og umönnun og 4) endurhæfing, virkni, virðing, tækni og þátttaka við langtíma- umönnun. Umfjöllunarefni heilbrigðisþings- ins í ár byggjast á framangreindum megin- áherslusviðum með hliðsjón af stefnudrögum um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Þingið verður opið öllum og ég hvet öll sem áhuga hafa og þekkingu á málefninu til að vera með. Í boði verða áhugaverðir fyrirlestrar. Til dæmis mun dr. Samir Sinha, einn fremsti sérfræðingur heims á sviði öldrunarlækninga og yfirlæknir öldrunarlækninga við læknadeildir Toronto-háskóla og Johns Hopkins- háskóla, halda erindi. Þá verða samræður gesta í pall- borðum þar sem munu sitja fulltrúar þjónustuveitenda og þjónustuþega og sérstök áhersla verður lögð á þátttöku þinggesta á þinginu. Ég hlakka til heilbrigðisþingsins og umræðna um hin nýju stefnudrög í þessum mikilvæga málaflokki. Sjáumst 20. ágúst! Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilbrigðisþing 20. ágúst Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S veitarfélögin fengu að kenna á því í rekstri sínum á síð- asta ári, þar sem útgjöld jukust mun meira en tekj- urnar. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið birt saman- tekt er byggist á ársreikningum 63 af 69 sveitarfélögum fyrir árið 2020. Í sveitarfélögunum 63 búa yfir 99% landsmanna. Þarna er A-hluti sveitarfélaga tekinn saman og tengd félög því ekki innifalin. Ekki kemur á óvart að reksturinn í fyrra var töluvert lakari en árið 2019. Fóru sveitarfélögin ekki varhluta af kórónuveirufaraldr- inum, auk þess sem launakostnaður jókst verulega með nýjum kjara- samningum. Þessi 63 sveitarfélög skiluðu halla í rekstri upp á 8,75 milljarða króna í fyrra, borið saman við 14,6 milljarða afgang árið 2019. Því er um 23 milljarða umskipti að ræða á milli ára. Tekjur A-hlutans námu rúmum 367 milljörðum króna, voru 354 milljarðar árið áður, aukning um 3,7%. Útgjöld voru yfir 371 milljarði, voru 337 milljarðar árið 2019 og aukningin því um 10%. Mestu skipti að laun og launatengd gjöld hækk- uðu um 11,5%, fóru úr nærri 189 milljörðum 2019 í 210 milljarða í fyrra. Að viðbættum breytingum lífeyrisskuldbindinga nam hækkun launatengdra gjalda 13%. Breyting lífeyrisskuldbindinga fór úr 7,2 milljörðum árið 2019 í rúma 11 millj- arða á síðasta ári. Aukningin er 52,5%. Launin meiri en útsvarið Athygli vekur að útsvarstekjur sveitarfélaganna dugðu ekki fyrir launakostnaðinum á síðasta ári. Árið 2019 námu tekjurnar 93% af heildar- launakostnaði en hlutfallið í fyrra fór í 101%. Það virðist í raun vera sama hvar borið er niður í ársreikningum sveitarfélaganna. Þróunin var niður á við í flestum liðum. Skuldir og skuldbindingar A-hlutans jukust um 11% og hækkuðu sem hlutfall af tekjum úr 104% í 112%. Fjárfest- ingar námu 42 milljörðum og dróg- ust saman á milli ára um tæp 7%. Veltufé frá rekstri A-hluta nam 4,9% af tekjum í fyrra en hlutfallið árið áður var tvöfalt hærra, eða 9,8%. Ekki kemur á óvart í þessu ástandi að lántaka sveitarfélaganna jókst. Á síðasta ári voru tekin ný langtímalán upp á 39,3 milljarða, borið saman við 23,4 milljarða árið 2019. Aukningin á milli ára er nærri 68%. Afborganir langtímalána dróg- ust saman um 20%, fóru úr 20 í 16 milljarða króna. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði, er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir aukinn kostnað vegna beinna launahækkana í kjarasamn- ingunum hafa komið illa niður á sveitarfélögunum, enda hafi krónu- töluhækkanir meiri áhrif hjá sveit- arfélögum en til dæmis hjá ríki þar sem stærri hluti launamanna sé í lægri tekjutíundum. „Við höfum aftur á móti verið sátt við að reynt hafi verið að hækka þá sem lægst höfðu launin en það hefur auðvitað mikil áhrif. Auk þessa bættist við mikil breyt- ing á starfi innan leikskólanna með auknum undirbúnings- tíma sem kallað hefur á fleiri starfsmenn og aukinn kostnað. Stytting vinnutíma á síðan að mínu mati eftir að reynast þungur baggi, nokkuð sem ekki var samið um þegar ákveðið var að breyta vinnutímanum með þessum hætti,“ segir Aldís. Sveitarfélögin hafa fengið að kenna á því Um minnkandi fjárfestingar margra sveitarfélaga segir Aldís Hafsteinsdóttir að skuld hafi skapast við framtíðina þar sem ekki hafi tekist að halda í við þarfir íbúa og kröfur sem gerðar eru. „Það er ljóst að fjárfest- ingum er ekki hægt að fresta í mörg ár. Leikskóla og grunnskóla verður að byggja í stækkandi samfélögum og sífellt auknar og nýjar kröfur af hendi löggjafarvaldsins hafa gert að verkum að erfiðara er að ná endum saman. Því er mikilvægt að í sam- skiptum ríkis og sveit- arfélaga sé það við- urkennt að meiri fjármuni þarf til þeirra verkefna sem sveitar- félög sinna,“ segir Aldís. Ríkið viðurkenni auknar þarfir FJÁRMÖGNUN VERKEFNA Aldís Hafsteinsdóttir Rekstrarreikningur A-hluta sveitarfélaga 2019 og 2020, milljónir króna Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 2020 Breyting Skatttekjur án jöfnunarsjóðs 259.830 269.503 3,7% Framlag jöfnunarsjóðs 45.545 46.298 1,7% Þjónustutekjur og aðrar tekjur 48.626 51.342 5,6% Tekjur alls 354.001 367.143 3,7% Laun og launatengd gjöld 188.710 210.358 11,5% Breyting lífeyrisskuldbindinga 7.272 11.091 52,5% Annar rekstrarkostnaður 127.368 134.721 5,8% Afskriftir 13.845 14.989 8,3% Gjöld alls 337.195 371.159 10,1% Rekstrarniðurstaða fyrir fjármuna- og óreglulega liði 16.807 -4.016 Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -3.287 -8.766 Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði 13.519 -12.781 Óreglulegir liðir 1.091 4.054 Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði 14.610 -8.728 Rekstrarniðurstaða í hlutfalli við tekjur 4,1% -2,4%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.