Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Margir firðir á Ís-
landi gefa gott skjól til
sjókvíaeldis og eru að
því leyti auðlind eins og
önnur gæði sjávarins.
Til að leggja grunn að
miklum fjárhagslegum
ávinningi fyrir útlend-
inga þurfti að semja
leikreglur sem hentuðu
erlendum fjárfestum.
Skýrsla starfshóps
sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um stefnumótun í
fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst
2017 lagði grunn að eignarhaldi og
miklum fjárhagslegum ávinningi er-
lendra aðila við uppbyggingu sjó-
kvíaeldis á laxi á Íslandi. Málið fór
síðan í gegnum alla stjórnsýsluna
með litlum breytingum og var sam-
þykkt á Alþingi Íslendinga á árinu
2019.
Stefnumótunarskýrslan
og erlent eignarhald
Í stefnumótunarskýrslunni er lagt
til að ekki verði settar sérstakar tak-
markanir á erlent eignarhald í ís-
lensku fiskeldi og ekki heldur settar
reglur um dreift eignarhald. Í skýrsl-
unni kemur einnig fram: „Þau rök
hafa heyrst að hagnaður í fyrir-
tækjum sem lúta erlendri eignar-
aðild sé fluttur úr landi og eigendur
ráðstafi honum erlendis og fjárfesti
ekki hér á landi. Hvort þetta verður
raunin á eftir að koma í ljós“. Þetta
er nú reyndar komið fram, með því
að skrá félögin á erlendan hluta-
bréfamarkað hafa bréfin „hækkað í
hafi“ um tugi milljarða króna eins og
fjallað hefur verið um í fyrri grein-
um.
Útlendingar fá auðlindina
að mestu endurgjaldslaust
Auðlindin var orðin eign útlend-
inga, en fyrirtæki með sjókvíaeldi á
laxi eru í meirihlutaeigu erlendra að-
ila en þar eru Norðmenn stærstir.
Tökum dæmi um Arnarlax þar sem
eigið fé í árslok 2019 var um níu millj-
arðar króna, en félagið metið á um 47
milljarða þegar farið var í hlutafjár-
útboð. Viðskiptavild um
tæpa 40 milljarða hjá
þessu eina fyrirtæki er
að mestu vegna verð-
mætra eldisleyfa. Var
það ætlun löggjafans að
eldisleyfin, auðlindin,
yrði eign útlendinga.
Íslendingar þurfa að
greiða fyrir fisk-
veiðiauðlindina
Kvótakerfið hefur
fengið mikla gagnrýni
og er eflaust ýmislegt
þar hægt að bæta og er
það þá hlutverk Alþingis Íslendinga
að taka á því með breytingum á fisk-
veiðistjórnarlögunum. Á Íslandi er
veiðireynsla orðin að varanlegum
kvóta og sú eign er í eigu innlendra
aðila, að hluta til þeirra frumkvöðla
sem hófu útgerð eða útgerða sem
hafa keypt kvóta á háu verði. Allar
fjárfestingar eru innlendra aðila í
sjávarútvegsauðlindinni og inn-
viðum.
Af hverju fá útlendingar
auðlindina endurgjaldslaust?
Íslenskir athafnamenn hafa verið
leppir útlendinga í laxeldimálum. Þar
hafa verið fremstir í flokki stjórnar-
formenn Arnarlax og Fiskeldis Aust-
fjarða með aðstoð fv. þingmanns
Vestfirðinga, ráðherra og forseta Al-
þingis. Með yfirtöku Lands-
sambands fiskeldisstöðva, og því að
koma sér í stefnumótunarhóp og með
„lobbýisma“ hefur þeim tekist að láta
semja leikreglur sem samþykktar
hafa verið með lögum um fiskeldi á
Alþingi Íslendinga og þannig náð að
tryggja mikinn fjárhagslegan ávinn-
ing. Það er því vel skiljanlegt að þeir
hafi ekki lagt til að takmarka erlent
eignarhald eða gera mikið úr því að
hagnaðurinn væri fluttur út úr landi.
Nokkrir einstaklingar hafa orðið
stórefnaðir á þessu samspili við
Norðmennina.
Samanburður
Þegar borið er saman það sem Ís-
lendingar þurfa að greiða fyrir afla-
heimildir og erlendir aðilar fyrir eld-
isleyfin kemur nokkuð áhugavert
fram:
- Útlendingar fá ókeypis: Í tilfelli
Arnarlax geta verðmæti eldisleyfa
sem ekki þarf að greiða fyrir verið
um 1,6 milljónir króna á tonn eða
um ein milljón króna á tonn ef miðað
er einnig við leyfi sem eru í umsókn-
arferli.
- Íslendingar greiða: Í tilfelli var-
anlegs þorskkvóta þarf að greiða um
3,2 milljónir króna í stóra kerfinu og
um 2,5 milljónir króna í litla kerfinu
fyrir hvert tonn og er þá miðað við
árið 2020.
Af hverju er aðilum mismunað?
Það er dálítið skrýtið að heyra
vægðarlausa gagnrýni stjórnmála-
manna á kvótakerfið, en þar eru út-
gerðaraðilar að greiða umtalsverðar
fjárhæðir fyrir aflaheimildir. Á sama
tíma er erlendum aðilum færð auð-
lindin íslenskir firðir án þess að
greiða sérstaklega fyrir það.
Nánast allt laxeldi í sjókvíum
áformar a.m.k. 100.000 tonna fram-
leiðslu, verðmætara en allur þorsk-
aflinn, yrði að langstærstu leyti í eigu
Norðmanna. Í þessu máli er algjör
þöggun sem stjórnmálamenn vilja
helst ekki ræða enda margir þeirra
flæktir í málið og óttast einnig gagn-
rýni frá viðkomandi byggðarlögðum
sem njóta atvinnu af þessari atvinnu-
uppbyggingu. Aðdragandinn, vinnu-
brögðin og sú spilling sem var við-
höfð við undirbúning, gerð laga um
fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru
samþykkt mun aftur á móti koma af
krafti inn í opinbera umræðu á næstu
árum og áratugum eins og reyndin
hefur verið með kvótakerfið. Það er
e.t.v. hollt að taka strax þessa um-
ræðu í kosningabaráttunni sem nú er
fram undan.
Lög um fiskeldi – Auðlind í eigu
útlendinga, ný stefna á Íslandi?
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson » Á sama tíma er
erlendum aðilum
færð auðlindin íslenskir
firðir án þess að greiða
sérstaklega fyrir það.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is
Margur maðurinn
veigrar sér við að leita
réttar síns til lög-
manns sem hann
treystir. Ástæðan er
fyrst og fremst fjár-
hagsleg. Sú skoðun er
útbreidd að tímakaup
lögmanna sé svo hátt
að vinna sem ein-
hverju getur áorkað,
þótt óvíst sé um loka-
niðurstöðu, geri menn
slyppa og snauða. Hér er sem betur
fer (enn þá) um misskilning að
ræða. Helgast hann af tvennu:
Óheiðarleika minnihluta lögmanna
sem rýrir traust lögmannsstétt-
arinnar og reynsluleysi skjólstæð-
inga. Víst er tímakaup lögmannsins
per se hærra en flestra annarra
launþega, en þó ekki hærra en
margra sérfræði- og langskóla-
menntaðra einstaklinga, svo sem
lækna, sálfræðinga og forritara.
Það sem gerir starf lögmannsins
svo sérstakt í þessu tilliti er hve
erfitt það er fyrir bæði skjólstæð-
inga hans og úrskurðaraðila að
festa hönd á hve marga tíma lög-
manninum ber að reikna út fyrir
vinnu sína og um leið hve mikla
vinnu hann hefur í raun og veru
unnið fyrir skjólstæðing sinn. Þá
kann þetta að vera misjafnt eftir
lögmönnum. Þannig kann einn lög-
maður að veita frábæra þjónustu á
aðeins þremur klukkustundum, á
meðan starfsbróðir hans tekur sér
þrefalt lengri tíma til að veita sömu
eða jafnvel verri þjónustu. Á meðan
sá fyrri bætir ímynd annarra lög-
manna, svertir sá síðarnefndi orðs-
tír lögmannastéttarinnar allrar og
eyðileggur viðskiptatækifæri ófárra
lögmanna.
Og erum við þá komin að eigin-
legu tilefni þessara greinaskrifa. Á
síðastliðnu ári leiddu örlögin mig á
náðir allmargra lögmanna, bæði
innlendra sem erlendra, í því skyni
að útkljá mál sem var mér hug-
leikið. Í fyrstu var mér ráðið frá því
að leita til erlendra lögmanna
vegna þess hve dýrir þeir væru, en
þegar á hólminn var komið reynd-
ust þeir dýrustu vera allt að tvisvar
sinnum ódýrari en þeir íslensku
sem höfðu varað mig við. Eftir
kynni mín við alla þessa lögmenn
má draga reynslu mína saman í eft-
irfarandi formúlu (ég vil samt
ítreka að hér er aðeins stuðst við
afar takmarkaða og sértæka
reynslu mína sem kann að vera í
engum takti við reynslu annarra):
Um það bil 15 prósent allra lög-
manna eru strangheiðarleg (ég tek
það fram að ég tel mig ekki vera í
þessum fágæta hópi þótt ég sé ekki
lögmaður), um það bil 45 prósent
lögmanna eru heiðarleg (ég tel mig
nokkurn veginn tilheyra þessum
hópi þótt ég sé ekki lögmaður), um
það bil 35 prósent lögmanna eru
óheiðarleg og um það bil 5 prósent
allra lögmanna eru afar óheiðarleg,
eða það sem mætti kalla skúrka.
En jafnvel þótt reynsla mín gefi
ekki endilega rétta mynd af stöðu
lögmanna eru aðrir þættir sem
flækja stöðu þeirra og vinnu, eink-
um hér á Íslandi, svo kannski er
mörgum þeirra vorkunn þegar öllu
er á botninn hvolft. Á Íslandi
þekkja nefnilega allir alla. Þetta
þýðir að hagsmunatengsl íslenskra
lögmanna við gagnaðila eru fremur
regla en undantekning. Það fyrsta
sem menn verða því að spyrja lög-
mann sinn er hvort hann tengist á
einhvern hátt gagnaðilanum eða
viðfangsefninu sem skjólstæðing-
urinn vill útkljá. Því ef hann gerir
það brýtur hann ekki aðeins gegn 8.
og 9. grein siðareglna lögmanna
heldur ónýtir málið fyrir skjólstæð-
ing sinn. Er þá betur heima setið en
af stað farið. Á hinu þurfa menn/
konur einnig að vara sig, í við-
skiptum við lögmenn sína, en það
eru svokallaðar fyr-
irframgreiðslur sem
margir lögmenn (æ
fleiri) krefja skjólstæð-
inga sína um fyrir
áætlaða vinnu sína.
Þessa áætlun, sem er í
raun ekkert annað en
trygging lögmanna fyr-
ir greiðslu síðar meir,
ber að varast enda er
hér yfirleitt um samn-
ingsgjörning að ræða
sem erfitt er að rifta
eða sækja bætur fyrir
á grundvelli brostinna forsendna.
Á þessu tvennu brenndi grein-
arhöfundur sig þegar hann leitaði
til Einars Odds Sigurðssonar hrl.
og lögmannsstofu hans, E.S. Legal.
Ef til vill hafði reynsla mín af bæði
strangheiðarlegum og bara heiðar-
legum lögmönnum gefið mér falsk-
ar vonir um að hægt væri að
treysta lögmanni fyrir ekki svo
galna þjónustu og ekki svo galna
upphæð fyrir þá þjónustu þegar
upp var staðið. Annað kom þó á
daginn. Ekki aðeins hafði Einar
meðvitað eða ómeðvitað ekki áttað
sig á bullandi hagsmunatengslum
við aðalleikanda gagnaðilans í mál-
inu heldur hafði hann með lúmskum
hætti smurt svo á tímafjöldann sem
hann fullyrti að hann ætti inni hjá
mér að mér varð nóg boðið og sagði
skilið við þjónustu hans. Þar með
taldi ég að sýnt væri að ég hefði rift
samningnum sem við gerðum á
grundvelli brostinna forsendna,
enda viðurkenndi Einar að um
hagsmunatengsl hefði verið að
ræða í tölvupóstssamskiptum hans
við mig. Hann var hins vegar á öðru
máli og sótti fast eftir borgun, sem
mér reiknaðist til að væri um það
bil tvisvar til þrisvar sinnum hærri
en hæsta mögulega greiðsla sem
mér bæri að greiða til hans. Til
marks um þetta hafði ég samþykkt
tilboð hans um sextíu prósenta af-
slátt af upphaflegum reikningi í
kjölfar alvarlegra athugasemda
minna sem illu heilli tókst þó ekki
að semja um greiðslur á. Undir
kröfur Einars, nánast orðrétt, tók
svo dómari Héraðsdóms Suður-
nesja, Ástríður Grímsdóttir, sem
ekki bar gæfu til að meta málið
nægilega sjálfstætt að mínum dómi.
Hér hefði mátt skyggnast betur í
þau gögn sem greinarhöfundur
lagði fram og þau viðbótargögn sem
hann óskaði eftir að leggja fram í
því skyni að sanna frekar mál sitt.
Með þeim hætti hefði dómarinn
lagt öllum þeim strangheiðarlegu,
og jafnvel bara heiðarlegu lög-
mönnum okkar fámenna samfélags
lið í þeirri viðleitni að hreinsa
ímynd starfsgreinar sem hlutfalls-
lega fáum lögmönnum hefur tekist
að sverta með einum eða öðrum
hætti. Ég veit að undir þetta sjón-
armið taka ekki aðeins margir lög-
menn, heldur allt of margir ein-
staklingar sem hafa annaðhvort
ekki treyst sér til að ráða sér lög-
mann ellegar farið illa út úr sam-
skiptum við þá.
Að mínu viti hefði mátt líta á
vörn mína í málinu sem kærkomið
prófmál fyrir lögmenn alla, á það
jafnt við um Einar sem og hinn
virðulega dómara, Ástríði Gríms-
dóttur, til að sýna mögulega bestu
hliðar hins heiðarlega lögmanns.
Prófmál
lögmannsins
Eftir Benedikt
S. Lafleur
Benedikt S.
Lafleur
»Draga má reynslu
greinarhöfundar
saman í eftirfarandi
formúlu: Um 15 prósent
allra lögmanna eru
strangheiðarleg, 45 pró-
sent heiðarleg, 35 pró-
sent óheiðarleg og um 5
prósent afar óheiðarleg.
Höfundur er stuðningsfulltrúi.