Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 40 ÁRA Oddrún fæddist 19. júlí 1981 í Reykjavík og ólst upp í Hafn- arfirði. „Það var yndislegt að alast upp í Hafnarfirði.“ Oddrún er lög- fræðingur og lauk BA-gráðu frá Há- skólanum í Reykjavík og meist- aranámi frá Háskólanum á Bifröst. Í dag vinnur hún sem lögfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarrit- ara. Helsta áhugamál Oddrúnar er úti- vist og hún er búin að spila golf frá barnæsku og fjölskyldan er líka mikið á skíðum. „Núna er ég svolítið að hlaupa líka, þótt ég sé ekki að taka þátt í einhverjum keppnum.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Oddrúnar er Símon Óttar Vésteinsson, f. 27.4. 1981, tölvunarfræðingur með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og starfar hjá Valitor. Þau eiga synina Véstein Leó, f. 2010, og Frosta Thor, f. 2014. Foreldrar Oddrúnar eru hjónin Elínborg Jóhannsdóttir, f. 1951, sjúkraliði og Oddur Helgi Oddsson, f. 1950, húsasmíðameistari. Þau búa í Hafnarfirði. Oddrún Helga Oddsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Geta þín til þess að þefa uppi vandamál er með mesta móti í dag. Tempóið er hratt, sættu þig bara við það. 20. apríl - 20. maí + Naut Gáfur þínar og heilbrigð virðing fyrir orðum, verða til þess að þú tekur oft upplýsingar of hátíðlega. Sá sem þú ræðir við mun leggja ýmislegt til málanna og veita þér holl ráð. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hafðu ekki áhyggjur þótt þú sért hafður fyrir rangri sök. Reyndu að verja persónu þína betur því öðruvísi færðu ekki þrifist í þessum heimi. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Áhættusamt verkefni blasir við, en hversu áhættusamt er undir þér kom- ið. Gættu þess bara að halda áfram vel um taumana. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Nú skiptir það sköpum að fara gæti- lega í fjármálunum og velta hverri krónu. Lærðu svo af reynslunni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Ef maður nálgast viðfangsefni sín af ást, ver maður minni orku í að klára þau. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ættir að gera eitthvað fyrir sjálfan þig, ekkert stórt, en það má margt gera án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar. Ef þú eignast nýja vini fjölgar atvinnutæki- færunum að sama skapi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þið þurfið að taka á öllu ykk- ar til þess að finna leiðina að takmarkinu. Njóttu þeirra á meðan þú mögulega get- ur. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert að glíma við eitthvert vandamál sem veldur þér miklum heila- brotum. Vertu djarfur og þorðu að hoppa yfir það. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú myndir elska ef allir hefðu sömu markmið og þú: samhljóm og frið. Beislaðu hugann, ekki elta hann inn í dimmt húsasund. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur margt til málanna að leggja og þeir eru margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þér. Landið og heimilið skipta þig miklu máli núna. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Næstu vikur verða annasamari hjá þér en ella, af einhverjum ástæðum. Temdu þér umfram allt hreinskilni. auk þess að spila 20 leiki í Evr- ópukeppni með Fram. Hún var að- stoðarþjálfari hjá Fram þegar liðið varð bikarmeistari 2010 og 2011 og svo Íslandsmeistari 2013. Alls hefur Gurrý leikið 520 leiki með Fram frá því hún var 14 ára til 38 ára og geri aðrir betur! „Fram er mitt félag og ég hef oft sagt að ég sé með blátt blóð. Við er- um 13 úr Fram saman í saumaklúbb en þar er ég yngst. Ég var alltaf köll- uð „Fóstrið“ en fékk svo viðurnefnið „Krakkinn“ þegar ég varð amma.“ Við erum í gönguhópnum „Ganga með krakkanum“ og höfum gengið alla þriðjudaga undanfarin átta ár, nema rétt yfir hásumarið og gengið var búið að fara með allt liðið í bólu- setningu á miðvikudegi. Hauki leist ekkert á þetta og viti menn á fimmtudeginum var búið að loka landinu þegar borgarastyrjöld braust þar út. Hann er með nef fyrir þessu karlinn,“ segir Gurrý og skellihlær. Gurrý hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með Fram og unnið 12 Íslandsmeistaratitla, fyrst 1975, þá 14 ára gömul, og síðast 1990. Hún hefur orðið bikarmeistari 12 sinnum, fyrst 1978, 17 ára gömul, og síðast 1999, þá 38 ára gömul. Síð- an hefur hún verið Reykjavíkur- meistari 11 sinnum og Íslandsmeist- ari utanhúss 6 sinnum, 1977-1982 G uðríður Guðjónsdóttir fæddist 18. júlí 1961 í Reykjavík. Guðríður, sem er alltaf kölluð Gurrý, ólst upp á miklu íþróttaheimili og hún æfði hand- bolta, fimleika og dans til 12 ára ald- urs, en þá valdi hún handboltann. „Mamma var handboltadrottning og fyrirmynd, en pabbi ekki síður. Hann var landsliðsmaður í bæði handbolta og fótbolta og þjálfaði mig.“ Gurrý rifjar upp að þegar hún byrjaði í handboltanum var pabbi hennar að þjálfa meistaraflokkinn og vildi nú ekki vera að ota dóttur sinni eitthvað fram, en leikmennirnir fóru fram á að hún yrði sett í liðið. „Ég spila fyrsta meistaraflokksleik- inn með Fram 14 ára og 15 ára spil- aði ég minn fyrsta landsleik með A- landsliðinu.“ Gurrý fór að æfa fótbolta á sumrin þegar handboltinn var í fríi. „Ég spilaði með Breiðabliki og átti þar mjög góða tíma með frábæru liði og ég varð fjórum sinnum Íslands- meistari og þrisvar sinnum bikar- meistari með Breiðabliki.“ Þessi ár- angur varð til þess að Gurrý var valin í fyrsta landslið Íslands í knatt- spyrnu, sem spilaði á móti Skotum í Glasgow 20. september 1981 og hún spilaði fyrstu sjö landsleiki Íslands í knattspyrnu. „Upp úr 1985 þá var handboltinn orðið heilsársíþrótt og þá hætti ég í fótboltanum, því hand- boltinn var alltaf númer eitt.“ Gurrý fór í FB og Íþróttakennara- skóla Íslands á Laugarvatni og út- skrifaðist þaðan 1982. Frá 1986 hef- ur hún starfað sem framhalds- skólakennari í Fjölbraut við Ármúla og kennir íþróttir og þjálfarafræði við Íþrótta- og heilbrigðisbraut skól- ans, auk þess að kenna lífsleikni. Hún kynntist eiginmanninum Hauki í gegnum handboltann þegar hún var 22 ára, en hann spilaði með Ármanni, og þau fagna 35 ára brúð- kaupsafmæli núna í október. Eins og allir sem þekkja Gurrý vita er hún mikill grallari, en Haukur er heldur rólegri. „Við Framstelpurnar vorum einu sinni að fara í Evrópukeppni og ég var spilandi þjálfari. Ferðinni var heitið til Baku í Aserbaídsjan og það 1.700 km. „Svo förum við í árlega bú- staðarferð, veiðiferðina, og þar er mikið brallað og alltaf ótrúlega gam- an. Við höfum líka haldið árshátíðir og farið til útlanda og þá fá kallarnir að koma með.“ Gurrý er líka í kvennahópnum „Dívum“ sem er hópur landsliðs- kvenna úr handboltanum. „Það er al- veg ómetanlegt hvað handboltinn hefur gefið manni marga góða vini og vinkonur. Við erum mörg úr ÍKÍ- útskriftarhópnum sem höldum líka hópinn, sérstaklega seinni árin og við eigum 40 ára útskriftarafmæli á næsta ári.“ Guðríður hefur fengið fjöldann all- an af viðurkenningum í gegnum ár- in, en hæst ber að hún var kjörin Íþróttamaður Reykjavíkur árið 1995. Hún hefur spilað 80 landsleiki og skorað í þeim 372 mörk, sem eru flest mörk skoruð að meðaltali í landsleik hjá konu. Gurrý lifir og hrærist í boltanum þrátt fyrir að ferlinum sé lokið og er í stjórn HSÍ. Hún hefur þjálfað unglingalandsliðið og farið á fjölda móta erlendis og þjálfað kvennalið Vals og Fylkis. „Ég á nú alveg dálítið í þessum flottu stelpum sem hafa verið að spila í landsliðinu undanfarin ár.“ Núna er hún að fara sem liðsstjóri U17 til Litháens í ágúst á Evrópumót. Seinni árin hefur útivistin stöðugt orðið fyrirferðarmeiri hjá okkar Guðríður Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari og handboltakona – 60 ára Fjölskyldan Hér er fjölskyldan samankomin í sextugsafmæli Hauks fyrir tveimur árum. F.v.: Guðjón, Sigríður, Guðríður, Haukur og Halldóra Björk. Boltadrottningin á toppnum Júlí 2021 Hér stendur Guðríður galvösk á toppi Þórishorns á Horn- ströndum. Það sést í Álfsfjallið, Almenninga og Hlöðuvík í bakgrunni. Janúar 1989 Hér er Guðríður í leik í Evrópukeppninni á móti Spartak Kiev frá Rússlandi í janúar 1989. Til hamingju með daginn Akureyri Þær Elsa Kristín Egilsdóttir, Júlía Margrét Siguróladóttir, Rakel Sara Jónatansdóttir og Salka María Sævarsdóttir söfnuðu peningi með því að selja skeljar, steina og popp fyr- ir utan Nettó á Akureyri og færðu Rauða krossinum ágóðann. Pening- urinn rennur til styrktar mann- úðarstarfi fyrir börn. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir þeirra fram- lag til mannúðarmála. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.