Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 167. tölublað . 109. árgangur . Bókaðu borgarferð í haust og byrjaðu að telja niður dagana. GLÖTUÐU TÆKIFÆRI Í TOPPBARÁTTUNNI FURÐUMYND UM CÉLINE DION Í CANNES MORIKAWA SLÓ Í GEGN Á THE OPEN GAGNRÝNENDUR HISSA 29 ÍÞRÓTTIR 27JAFNT Í VESTURBÆNUM 26 _ Alls greindust 40 einstaklingar með kórónuveirusmit um helgina, 21 innanlands og 19 á landamær- unum. Einn hinna smituðu liggur á Landspítalanum. Enginn er alvar- lega veikur og einkennin eru ýmist væg eða engin, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid- göngudeildar. Samkvæmt tilkynningu Almanna- varna eru flestir hinna smituðu bólusettir. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir að flestir sem þar dvelji í einangrun séu bólusettir ferðamenn á leiðinni úr landi og hafi þess vegna farið í sýnatöku. »2 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýnataka Flestir sem dvelja í farsótt- arhúsi eru ferðamenn á leið úr landi. Einkennin ýmist væg eða engin _ Skafti Harðar- son, formaður Samtaka skatt- greiðenda, bend- ir á að hinn al- menni launþegi virðist ekki skilja að gjöld sem lögð eru á vinnuveit- endur skerða í reynd hlut laun- þegans. Af kostn- aði vinnuveitanda við starfsmann á meðallaunum rata aðeins 56% í vasa starfsmannsins. Skafti gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um að lögfesta hækkað mótframlag launagreiðenda í líf- eyrissjóð og hann grunar Reykja- víkurborg um að stýra lóðafram- boði vísvitandi með þeim hætti að skattstofn fasteignagjalda hækkar ár frá ári. »12 Skafti Harðarson Átta sig ekki á áhrif- um gjalda á launakjör Ekkert lát virðist vera á hitabylgjunni sem geis- að hefur á Fljótsdalshéraði síðustu daga. Í gær fór hitinn hæst í 26,7 gráður á Hallormsstað. Fólk hefur notið veðursins og margir hafa kælt sig í ám og vötnum, m.a. í Atlavík. Árbakkarnir í raun farnir að minna á sólarstrendur á suðrænni slóðum. Þá hafa sumir tekið upp á því að stökkva í Eyvindará hjá Egilsstöðum, eftir að minnka tók í ánni í kjölfar leysinga. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hitabylgja á Austurlandi Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ársreikningar 63 af 69 sveitarfélög- um sýna að nærri níu milljarða króna tap varð af rekstri A-hluta sveitarfélaganna á síðasta ári, borið saman við nærri 15 milljarða hagnað þeirra árið 2019. Í þessum 63 sveit- arfélögum búa yfir 99% landsmanna. Þetta sýnir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikn- ingunum. Formaður sambandsins, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir lakari afkomu sveitarfélaganna mikið áhyggjuefni. Er svo komið að útvarstekjurnar duga ekki fyrir heildarlaunakostn- aði. „Það er alveg ljóst að sveitar- stjórnarmönnum er vandi á höndum þar sem reglulegar tekjur duga í mörgum tilfellum ekki fyrir útgjöld- um. Þungi lífeyrissjóðakerfisins á bara eftir að aukast á næstu árum með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og það verður glíma til framtíðar að ná endum saman í því kerfi,“ segir Aldís, en lífeyrisskuld- bindingar sveitarfélaga halda áfram að aukast. Stytting vinnutímans hefur líka bitnað á bókhaldi þeirra. Aldís segir að styttingin eigi eftir að reynast þungur baggi, nokkuð sem ekki hafi verið samið um þegar ákveðið var að breyta vinnutímanum. „Þetta er áhyggjuefni enda gerir tekjumódel sveitarfélaga ekki ráð fyrir þessum gríðarlega aukna kostnaði. Ljóst er að til lengri tíma litið lendir þessi kostnaður með auknum þunga á íbúum enda ekki öðrum til að dreifa til að greiða auk- inn rekstrarkostnað,“ segir Aldís. Hún segir sveitarfélögin þrátt fyr- ir allt sjá fram á bjartari tíma. Kosn- ingar verða á næsta ári og viðbúið sé að framkvæmdagleði sveitarfélaga aukist. MSveitarfélögin hafa … »14 Styttingin þungur baggi - Lakari afkoma sveitarfélaganna - Útsvarið dugar ekki fyrir launakostnaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.