Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Framkvæmdir standa nú yfir ofan við íþróttamiðstöð Golf-
klúbbs Garðabæjar og Kópavogs, GKG. Þar verða byggðar
upp æfingaflatir með sandglompum sem eiga að koma í
stað æfingasvæðisins sem klúbburinn missir vestan megin
við Vetrarbrautina. Þar rís sem kunnugt er fjölnota íþrótta-
spænska kylfingsins Josés Maria Olazábals, sem m.a. hefur
unnið Masters-mótið í tvígang. Einnig hefur Snorri endur-
hannað 18. flötina á Leirdalsvelli GKG og jarðvegsvinna er
í gangi. Stefnt er að því að taka nýjar flatir í notkun næsta
sumar.
höll og gert ráð fyrir frekari byggð milli Vetrarbrautar og
Reykjanesbrautar. GKG hefur fengið erlendan aðila, Tony
Ristola, til að stýra vinnu við nýjar æfingaflatir. Þær eru
hannaðar af Snorra Vilhjálmssyni golfvallaarkitekt en hann
var nýverið ráðinn til Olazabal Design, fyrirtækis í eigu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bæta við æfingaflötum við íþróttamiðstöðina
Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs í miklum framkvæmdahug
Orkustofnun (OS) hefur sett flestar
hleðslustöðvar á landinu sem opnar
eru almenningi inn á kortavefsjá sína.
Þar má finna bæði hraðhleðslustöðvar
og minni stöðvar á landinu. Alls eru
þetta um 350 stöðvar, eins og kortið
lítur út, með um 670 tenglum. Það eru
þó ekki tæmandi tölur um fjöldann.
Þessi þjónusta ætti að nýtast ferða-
löngum á rafbíl til að skipuleggja sín-
ar ferðaáætlanir með tilliti til hleðslu-
möguleika á hverju svæði fyrir sig,
eins og segir á vef OS.
Á kortinu má finna staðsetningar
og aflgetu hleðslustöðva en auk þess
eru þarna upplýsingar um rekstrar-
aðila og lykilþjónustu, t.d. hvort er
gisting, eða salernis- og veitinga-
aðstaða á staðnum.
Orkustofnun hefur ekki staðfestar
upplýsingar um rekstraraðila allra
stöðva en eins og skráningin er núna
kemur ekki á óvart að Orka náttúr-
unnar, ON, er skráð fyrir langflestum
stöðvunum, með fjórar af hverjum
tíu. Þar á eftir koma Ísorka og Orku-
salan. Orkubú Vestfjarða rekur
nokkrar, sem og Olís og N1. Afl
flestra stöðvanna er undir 50 kílóvött-
um en þá stærstu rekur Tesla í Stað-
arskála, 250 kílóvött, með átta tengl-
um.
Nokkrir starfsmenn OS hafa unnið
að þessu verkefni í sumar. Einn
þeirra, Sigurður Elías Hjaltason, seg-
ir við Morgunblaðið að kortið verði
uppfært og lagað eftir því sem nýjar
stöðvar rísa eða breytingar verða á
þjónustu á þessum stöðvum.
Ábendingar og leiðréttingar er
hægt að senda á hledsla@os.is en
kortavefsjáin er á eftirfarandi slóð:
https://map.is/os. bjb@mbl.is
Staðsetning hleðslustöðva um landið og á höfuðborgarsvæðinu
Hleðslustöð
Hraðhleðslustöð >50kW
Heimild: Orkustofnun
www.map.is/os
Höfuðborgar-
svæðið
Hleðslustöðvum
fjölgar um allt land
- Staðsetningar komnar á kortavefsjá Orkustofnunar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hleðslustöðvar Orka náttúrunnar,
ON, er með langflestar stöðvar.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnu-
dags og að morgni stóðu allir fanga-
klefar fullir. Meðal annars voru
tilkynnt tvenn slagsmál þar sem
menn voru vopnaðir hnífum. Alla
helgina var þá mikið um slagsmál í
kringum miðbæinn og ölvunar- og
hávaðatilkynningar tíðar. Rafn
Hilmar Guðmundsson, aðalvarð-
stjóri lögreglunnar í miðbænum,
segir enga augljósa skýringu fyrir-
finnast. „Það var bara mjög mikið að
gera alla helgina og það sama var
upp á teningnum þar síðustu helgi,“
segir Rafn í samtali við blaðamann.
Hann segir ekki endilega algengt að
menn séu vopnbúnir á djamminu en
þó komi það fyrir. Þá séu það helst
hnífar.
Á fimmta tímanum í fyrrinótt bár-
ust lögreglu tilkynningar um hóp-
slagsmál, en þar voru tveir menn
vopnaðir; annar með hníf og hinn
með hamar. Rafn segir ólætin nær
ávallt eiga sér stað á skemmtistöðum
bæjarins eða fyrir utan staðina. Ekki
hafi verið um að ræða fastakúnna
lögreglunnar í ólátunum. „Það er
bara allur gangur á því hverjir eiga í
hlut í þessum málum.“
Mikið um ólæti í
miðbæ Reykjavíkur
- Allir fangaklefar fullir eftir nóttina
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Fangaklefar voru full-
setnir að morgni sunnudags.