Morgunblaðið - 19.07.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
✝
Elísabet
Guðmunds-
dóttir fæddist 5.
nóvember árið
1967 á Djúpavogi.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við Hring-
braut 10. júlí 2021.
Elísabet var gift
Emil Karlssyni, f. 6.
janúar 1966, og
áttu þau saman
tvær dætur, Guðmundu Báru
Emilsdóttur, f. 17. september
1991, og Fanný Dröfn Emils-
dóttur, f. 11. september 2001.
Maki Guðmundu Báru er Svavar
Þrastarson, f. 21. febrúar 1990,
og eiga þau saman tvær dætur,
Elísabetu Svavarsdóttur, f. 16.
júní 2012, og Katrínu Svav-
arsdóttur, f. 24. mars 2017. For-
eldrar Elísabetar eru Guð-
mundur Sigurgeir Illugason, f.
30. júní 1940, d. 30. júlí 1989, og
gerðartækni við Tækniskólann.
Eftir fráfall Guðmundar föður
síns tók Elísabet við rekstri fisk-
vinnslu fjölskyldunnar ásamt
móður sinni þá aðeins 22 ára að
aldri.
Elísabet varð síðar afkasta-
mikil í eigin rekstri og sá alla tíð
um daglegan rekstur þeirra fyr-
irtækja sem hún og Emil hafa
komið að í gegnum tíðina. Mörg
verkefna þeirra hjóna voru unn-
in í samvinnu með Jóni Karls-
syni, bróður Emils, og konu
Jóns, Jónínu Guðmundsdóttur.
Framan af voru það eingöngu
útgerðarfélög en síðar bættist
meiri fjölbreytileiki í flóruna,
svo sem veitingarekstur, ferða-
þjónusta og verslanir en auk
þess sá hún um bókhald fyrir
fjölda einstaklinga og fyrir-
tækja á Djúpavogi. Hún lét mik-
ið að sér kveða í samfélaginu og
var dugleg að sinna félags- og
samfélagsstörfum og má þar
nefna störf fyrir Kvennasmiðju
Djúpavogs, Hammondhátíð
Djúpavogs og setu í skólanefnd
Djúpavogshrepps.
Hún verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
júlí 2021, klukkan 13.
Sigurbjörg Krist-
insdóttir, f. 6. októ-
ber 1942. Systkini
Elísabetar eru Arn-
ar Guðni Guð-
mundsson, f. 13.
mars 1964, Hall-
dóra Katrín Guð-
mundsdóttir, f. 19.
maí 1966, Regína
Fanný Guðmunds-
dóttir, f. 13. nóv-
ember 1969, og
Guðbjörg Erna Guðmunds-
dóttir, f. 11. maí 1975.
Elísabet var fædd og uppal-
inn á Djúpavogi þar sem hún bjó
stærstan hluta ævinnar. Hún
hafði mikinn áhuga á sjávar-
útvegi enda ólst hún upp í kring-
um fiskvinnslu og útgerð föður
síns og fór snemma að vinna
sem matsmaður og verkstjóri í
saltfiskvinnslu. Hún stundaði
nám við Fiskvinnsluskólann í
Hafnarfirði og fór síðar í út-
Að kveðja dóttur sína í hinsta
sinn er þyngra en tárum taki.
Elsku Elísabet mín, mér er
orða vant. Við lifðum öll í voninni.
Þú varst alltaf svo bjartsýn og
ótrúlega dugleg, en svo tók
krabbameinið yfir á nokkrum
dögum. Þú varst yndisleg, góð,
glaðvær og dugleg og gerðir líf
okkar allra bjartara og fallegra.
Þú ólst upp í fallegu umhverfi og
áttir góða æsku með systkinum
þínum og foreldrum. Faðir þinn
yfirgaf okkur þegar þú varst
rúmleg tvítug og var söknuður
okkar allra mikill. Þá voruð þið
Emil, þinn góði eiginmaður, að
stofna ykkar heimili saman á
Djúpavogi og bjugguð þar allan
ykkar tíma. Þið eignuðust tvær
yndislegar dætur, Guðmundu
Báru og Fanný Dröfn, yndisleg-
an tengdason, Svavar, og tvær
ömmustelpur sem voru miklir
gleðigjafar fyrir þig og okkur öll.
Þau hafa stutt hvert annað af
heilum hug og verið ótrúlega
sterk og dugleg. Megið þið öll fá
styrk til að halda áfram með
minningu um elsku Elísabetu
okkar og megi allar góðar vættir
vera með ykkur.
Ég á mínar góðu minningar og
þær fylgja mér það sem eftir er
elsku Elísabet.
Þín
mamma.
Við systur hlutum þá lífsins
lukku að eiga þig sem mömmu,
leiðtoga, viðskiptafélaga og vin-
konu. Við munum sennilega eyða
ævinni í að nýta okkur þá miklu
leiðsögn sem þú veittir okkur frá
unga aldri. Að líta upp til
mömmu sinnar og vilja líkjast
henni er kannski ekki svo al-
gengt eftir allt. En við gerum það
svo sannarlega.
Það eru engin orð sem geta
lýst því hversu mikið við eigum
eftir að sakna þín þegar fram líða
stundir, hugsunin er óbærileg.
Það eru litlu og stóru hlutirnir í
lífinu sem við erum svo ævinlega
þakklátar fyrir og munum sakna
svo sárt. Hvort sem það voru
kósíkvöld, Kanaríferðir eða
endalausar keppnir við þig í sjó-
manni, en aldrei höfðum við þig
undir, jafnvel þótt þú værir orðin
veik. Öll þín þolinmæði við að
klára skólaverkefni með okkur
langt fram eftir nóttu, öllu skyldi
koma rétt til skila. Það var margt
næturbröltið sem oft varð að hin-
um innilegustu samtölum og
hlátursköllum. Hláturinn þinn
sem náði að smita alla og húm-
orinn sem dvínaði aldrei, jafnvel
þótt á dánarbeðinn værir þú
komin. En umfram allt kenndir
þú okkur svo margt, þú varst svo
ótrúlega sterk og réttsýn.
Stærsti skólinn sem þú gafst
okkur var sennilega síðustu dag-
arnir á spítalanum. Að gera þess-
ar erfiðu aðstæður fallegar, með
hlátri og gráti. Það að eiga fyr-
irmyndir eins og þig og pabba er
ómetanlegt, samband ykkar var
svo hreint og fagurt. Og með
hverju árinu sem leið föttuðum
við hversu ótrúlega heppnar við
vorum að hafa alist upp hjá ykk-
ur. Að hafa alist upp við svona
mikla ást, góð gildi, virðingu og
væntumþykju. Gildin þín verða
okkar leiðarvísir um ókomna tíð.
Þú ert okkar fyrirmynd, því þú
varst bara svo svöl. Takk fyrir
allt mamma, við elskum þig.
Guðmunda og Fanný.
Elsku Elísabet mín, þín er og
verður sárt saknað. Síðustu dag-
arnir sem við fengum með þér
voru mjög verðmætir. Á þeim
tíma skein í gegn sú manneskja
sem þú hafðir að geyma og ég dá-
ist að andlegum styrk þínum.
Það gildir ekki aðeins um loka-
sprettinn heldur alla þína
krabbameinsbaráttu. Margir
mættu taka þig sér til fyrirmynd-
ar. Þann tíma sem ég fékk að
þekkja þig þá hafðir þú mikil
áhrif á mig og ert ein af stóru
fyrirmyndunum í mínu lífi. Þín
gildi, siðir og eljusemi munu
áfram lifa með okkur sem eftir
stöndum og berast kynslóða á
milli. Ég hafði orð á því við þig í
einu af okkar síðustu samtölum
að þú kenndir mér aldrei neitt,
en þrátt fyrir það þá lærði ég svo
margt af þér. Það mikilvægasta
sem maður lærir er nefnilega
ekki kennt í skóla.
Það var alltaf gott að leita til
þín. Mér leið ávallt eins og ég
væri á réttri leið ef ég sagði þér
frá því sem ég, eða við Guð-
munda vorum að gera. Að slíku
spjalli loknu fór ég því iðulega
fullur sjálfstrausts inn í verkefni.
Í því felst mikill styrkur. Ég er
sennilega ekki í fjölmennum hópi
fólks sem elskar og dáir tengda-
móður sína. Það er ekki eftir
bókinni. En ég var svo heppinn
að kynnast dóttur þinni og þann-
ig verða hluti af ykkar fjölskyldu.
Á þínum síðustu dögum varð
ég vitni að mörgum fallegum
kveðjustundum. Eitt af því fal-
legasta var samtalið sem þú áttir
við dóttur mína, nöfnu þína, El-
ísabetu. Eftir að hafa rætt við þig
á spítalanum var hún sannfærð
um að þú myndir lifa áfram eftir
dauðann. Hennar ósk til þín var
að gleyma okkur hinum aldrei.
Því lofaðir þú henni og baðst
hana á sama tíma alltaf að muna
afmælisdaginn þinn. Hún og
yngri systir hennar passa vel upp
á að hann gleymist aldrei. Elísa-
bet vill helst fara í árlega Kan-
aríferð á afmælinu þínu. En Kan-
arí geymir einmitt svo margar
góðar minningar með þér. Sól,
rækjur, hvítvín og hláturinn þinn
voru frábær blanda. Áfram mun-
um við hin fara í slíkar ferðir en
munum sakna þín sárt.
Jólin voru þér mikilvægur tími
og var ég svo heppinn að verja
síðustu tíu jólum með þér. Það
verður skrítið að halda jólin án
þín en þau verða áfram haldin
með þínum hefðum. Þótt allt
væri ávallt afslappað og frjáls-
legt hjá þér, þá gilti annað um
jólin. Það ber þó að taka það
fram að þótt frjálslyndið hafi
ekki verið jafn mikið um jólin, þá
voru þau ávallt þægileg og
ánægjuleg. Það var þér mikil-
vægt að þau væru haldin hátíðleg
og ýmsar hefðir voru fastir liðir.
Það verður skrítið að venjast
lífinu án þín. Hvort sem það
verður viðskipta- eða fjölskyldu-
lífið. Ég veit að þú ert á góðum
stað og í góðum félagsskap. Eftir
stendur þakklæti fyrir allt sem
þú gafst mér og þakklæti fyrir
síðustu samverustundirnar áður
en þú kvaddir okkur.
Þinn
Svavar.
Elsku Elísabet, enn erum við
minnt á hvað lífið er dýrmætt og
að tíminn er takmörkuð auðlind.
Við vissum að kertið þitt myndi
brenna hraðar en okkar en engan
óraði fyrir því að það myndi ger-
ast svona hratt.
Ég er svo heppin að hafa alist
upp í stórri samheldinni fjöl-
skyldu. Það hefur verið mér
ómetanlegt í gegnum lífið að eiga
ykkur Emil að, þar sem heimili
ykkar var lengi mitt annað heim-
ili og ekkert var sjálfsagðara,
held reyndar að ég hafi ekkert
endilega spurt leyfis, bara mætt
með sængina og flutt inn. Þannig
stiguð þið vel inn á sviðið eftir að
pabbi dó og veittuð endalausan
stuðning. Þannig á ég góðar
minningar um skemmtileg sum-
ur og vertíðir á Djúpavoginum
fagra, veturinn sem ég bjó á
Seyðisfirði en kom allar helgar til
ykkar á Djúpavog, ófáar Kanarí-
eyjaferðir þar sem ég teikaði
ykkur og svo að sjálfsögðu hinar
stórskemmtilegu Orraferðir þar
sem við gerðum víðreist um
Bretland með Orra frænda.
Ég leit alltaf upp til þín sem
stóru systur minnar, þú hafðir
svo flotta sýn á lífið, sást heild-
armyndina og hugsaðir í lausn-
um. Þannig tókstu á krabba-
meininu þegar það bankaði upp
á, einbeitt að klára það verkefni
með jákvæðni og þrautseigju að
vopni. Það var svo einfalt að
hringja í þig þegar eitthvað am-
aði að og fá hughreystingu og já-
kvæð viðbrögð. Stundum þurfti
ég ekki einu sinni að hringja, þér
gat til dæmis dottið í hug að
borga visareikninginn fyrir
blankan námsmanninn án þess
að láta vita, en þannig hugsaðir
þú alltaf um alla í kringum þig,
hvort sem það voru einfaldir hlut-
ir eins og passa að maður væri
búin að spritta allt í flugvélinni
áður en maður settist (löngu fyrir
Covid) eða eins og um daginn
þegar þú varst alls ekki upp á þitt
besta á sjúkrahúsinu á Norðfirði
en hringdir samt rétt fyrir hádegi
til að tryggja að ég myndi örugg-
lega kaupa í Íslandsbanka.
Það sem svo stendur alltaf upp
úr er einfaldlega hvað samveran
var skemmtileg, við gátum setið
og kjaftað og hlegið tímunum
saman um allt og ekkert, sérstak-
lega í eldhúsinu í Steinum, á með-
an verið var að græja einhvern
dýrindis mat og kannski verið að
baka bollur með, seint og um síð-
ir þar sem að þú hafðir ekkert
sérstaklega gott tímaskyn. Síðan
öll löngu símtölin sér í lagi í Co-
vid þar sem minna var um sam-
gang, það var einfaldlega aldrei
skortur á umræðuefni.
Sorgin umlykur allt þessa dag-
ana, en ég er líka þakklát fyrir að
hafa átt svona frábæra og
skemmtilega systur, þann tíma
sem við fengum og hvað hann var
vel nýttur. Það er mér hug-
hreysting að vita að vel verður
tekið á móti þér og ég veit að þú
munt vaka yfir okkur hinum. Ég
elska þig og sakna þín óendan-
lega.
Þín systir,
Guðbjörg.
Elsku Elísabet mín, það er
komið að kveðjustund sem ekki
átti að verða núna, við gerðum
bara ráð fyrir að það væru smá
hnökrar á bataferlinu sem færi
síðan á beinu brautin aftur.
Þannig fórstu í gegnum veikind-
in, með viljann að vopni og alltaf
stutt í glettnina og hláturinn.
Þau voru sterk böndin á milli
okkar, fæddra hvor á sínu árinu
og margt gat farið fram án orða.
Ótal minningar streyma fram,
blái Saab-inn, frasarnir sem við
notuðum við hin ýmsu tækifæri,
bækurnar sem við lásum og
ræddum og svo ótal margt fleira.
Fjölskyldan þín var stolt þitt
og gleði, yndislegu stelpurnar
þínar sem eru svo líkar þér hvor
á sinn hátt og barnabörnin tvö
sem þið Emil elskuðuð og dáðuð.
En elska þín náði vel út fyrir það,
systkinabörnin áttu líka sinn sér-
staka sess og alltaf fylgst vel með
hvað þau væru að gera og hvert
þau stefndu.
Þegar ég sest niður til að rita
þessar línur þá er það þakklæti
sem kemur sterkast upp í hug-
ann. Ég er þakklát fyrir að hafa
átt þig sem systur, símtölin á
kvöldin, sérstaklega á þeim tíma
þegar við vorum báðar heima
með lítil börn, stuðninginn þegar
á bjátaði, stundina sem við áttum
saman á Norðfirði vikuna áður en
við sáum í hvað stefndi. Ég er
þakklát fyrir öll skiptin sem við
systkinin höfum náð að koma
saman og verið svolítið eins og
ítölsk stórfjölskylda, mikið talað,
hlegið og eldað og þar varst þú
alltaf hrókur alls fagnaðar. Þakk-
lát fyrir allar samverustundir,
ferðalagið vestur á firði síðasta
sumar, frænkuhittinginn, hitting-
inn hér á Höfn í haust og á minn-
ingarmótinu. Þakklæti fyrir að
þú áttir Emil og stelpurnar og að
líf þitt var gott og innihaldsríkt.
Ég er þakklát fyrir þig.
Þú ert sterka fyrirmyndin í
svo mörgu og það fann ég svo vel
þegar ég fylgdist með þér í gegn-
um þín veikindi. Hvernig þú
fylgdist vel með því sem gert var,
spurðir í þaula um öll atriði og
vildir fá góð rök fyrir öllu og
þannig gerðir þú allt sem þú
tókst þér fyrir hendur.
En nú er komið að kveðju-
stund. Ég geymi í huga mér
mynd af þér sitjandi við stofu-
gluggann í nýja húsinu ykkar þar
sem höfnin með öllu sínu lífi blas-
ir við, húsin sjást á milli
klettanna og yfir öllu rís svo Bú-
landstindur. Þetta var staðurinn
þinn.
Elsku Emil, Fanný, Guð-
munda, Svavar, Elísabet, Katrín
og mamma, megi kærleikurinn
umvefja ykkur og gefa ykkur
styrk á þessari sorgarstundu.
Elska þig og sakna þín,
Halldóra.
Elísabet systir mín, hinn 17.
júní kem ég við á Djúpavogi og
fæ að hitta þig í húsinu með út-
sýnið yfir Voginn. Það var í
fyrsta og seinasta skiptið sem ég
hitti þig þar. Við áttum þar góða
stund, þú, ég og Emil, og gædd-
um okkur á brauðinu sem þú
hafðir bakað. Dásamleg minning.
Aðeins þremur vikum síðar hitt-
umst við á Landspítalanum til að
kveðjast. Þó að orðin hafi ekki
verið mörg á þeirri stundu upp-
lifði ég skilning og frið. Eigðu dá-
semd í hinni eilífu hvíld, Elísabet.
Ég sakna þín.
Þinn bróðir,
Arnar Guðni.
Bróðurdóttir okkar, Elísabet
Guðmundsdóttir, er ekki lengur
meðal okkar.
Hún kvaddi okkur ótta- og
æðrulaus. Þannig var hún í lífi
sínu; glaðlynd, athafnasöm,
áræðin og sterk.
Elísabet fékk í vöggugjöf það
besta frá foreldrum sínum, eig-
inleika sem nýttust henni vel.
Þegar hún var skírð hlaut hún
nafn Elísabetar Erlendsdóttur,
bæjarhjúkrunarkonu hér í Hafn-
arfirði, sem var heimilisvinur afa
hennar og ömmu, þeirra Illuga
og Dóru. Elísabet Erlendsdóttir
var merkiskona sem margir eldri
Hafnfirðingar minnast enn. Hún
annaðist Dóru af einstakri alúð í
erfiðum veikindum hennar.
Elísabet flutti til Hafnarfjarð-
ar frá Djúpavogi með foreldrum
sínum á unglingsárunum. Fór
hér í Flensborg og svo í Fisk-
vinnsluskólann. Hún var glað-
beitt, kát og dugleg að vinna með
pabba sínum í fiskvinnslunni, en
hugurinn var fyrir austan, þar sá
hún framtíð sína og þar var Emil.
Elísabet var þeirrar gerðar að
hún eignaðist alls staðar vini,
fólk laðaðist að henni því hún var
svo áhugasöm um menn og mál-
efni. Hún bar hag Djúpavogs
mjög fyrir brjósti. Rak versl-
unina Við Voginn, tók þátt í upp-
byggingu Löngubúðar og rak
verslun fyrir ferðafólk. Hún hafði
mikinn áhuga á „antík“ og fór út
fyrir landsteina í leit að ein-
hverju „sætu“ til að hafa í búð-
inni sinni. Hún tók þátt í útgerð-
inni með manni sínum og
aðstoðaði nágranna sína með
bókhaldið. Hún virtist alltaf hafa
nægan tíma þessi kona.
Áskoranir urðu margar og
verkefnin sem hún sinnti voru
mörg og margvísleg og ekkert
gert með hálfum huga og ekkert
var ómögulegt þegar hún var
annars vegar.
Emil og Elísabet voru einstak-
lega samhent hjón í öllum verk-
efnum og þá ekki síst í því veiga-
mesta og mikilvægasta; að búa
dætrum sínum traustan grunn til
að byggja á líf sitt og framtíð.
Á þessari stundu rifjast upp
hinar góðu minningar, þegar við
sátum og spjölluðum saman á
Langeyrarveginum, frænku-
kvöldin ógleymanlegu þar sem
margt var sagt og mikið hlegið,
ættarmótin þar sem kafað var
djúpt í ættarsöguna; nýir með-
limir stórfjölskyldunnar kynntir;
böndin færð út, styrkt og dýpk-
uð.
Þegar Elísabet greindist með
krabbamein var það að sönnu
áfall en allir höfðu tröllatrú á að
þessi duglega og bjartsýna kona
hefði sigur í baráttunni, en hratt
skipuðust veður í lofti og von
okkar og trú um sigur varð alltof
skjótt að engu gerð.
Eftir stöndum við með sorg í
hjarta. Mest er hún hjá þeim sem
stóðu henni næst og elskuðu
hana mest; Emil hennar, móður
hennar, dætrunum hennar og
systkinum hennar.
Elísabet gaf sínum nánustu
hugrekki, kærleika og ást. Hún
batt saman hópinn sinn og gaf
þeim af eigin styrk allt til hinstu
stundar. Þannig mun minning
hennar lifa meðal okkar sem eftir
lifum. Minningarnar sem hvort
tveggja í senn hjálpa og leysa
okkur í sorginni og binda fjöl-
skylduna saman í kærleika.
Æðruleysið fylgdi bróðurdótt-
ur okkar allt til hinstu stundar.
Hún kvaddi þennan heim í þeirri
fullvissu að hennar biðu endur-
fundir á þeim stað sem okkur er
heitinn.
Orri Illugason,
Ína Illugadóttir og
Jóhanna Illugadóttir.
Ég var að rifja upp með mér
hvað það er sem ég man best í
fari frænku minnar hennar El-
ísabetar. Úr ýmsu er að velja því
Elísabet er mjög eftirminnileg
manneskja, en upp úr stendur
hláturinn. Mér fannst hláturinn
lýsa henni svo vel sem mann-
eskju, hún var ein af þeim sem
hlæja einlæglega, en fyrst og síð-
ast endurspeglaði hann sýn
hennar á lífið; jákvæð og bjart-
sýn, birtunnar megin í tilverunni.
Það var alltaf sérstakt til-
hlökkunarefni að hitta Elísabetu,
mér fannst hún skemmtileg þeg-
ar við vorum krakkar og mér
fannst hún skemmtileg eftir að
við urðum fullorðin. Mér fannst
reyndar allir krakkarnir þeirra
Guðmundar móðurbróður míns
og Sigurbjargar konu hans frá-
bærir. Ég hélt lengi vel að fullt
nafn Guðmundar sem við dags
daglega kölluðum Mugg væri
Guðmundur skipstjóri enda hann
hafði yfirbragð þeirra manna
sem skara fram úr sem slíkir.
Muggur lést langt um aldur fram
og ég hugsa oft til þess hvað ég
dáðist þá að Elísabetu frænku
minni og systkinum hennar,
hvernig þau báru sig og að þrátt
fyrir ungan aldur voru þau öllum
öðrum stoð og stytta við erfiðar
aðstæður.
Ef maður hefði tekið Elísa-
betu trúanlega þá hafði hún aldr-
ei staðið frammi fyrir vanda-
málum, aldrei lent í mótlæti eða
nokkrum þeim erfiðleikum sem
orð var á gerandi. Hún var
greinilega alin þannig upp að
vandamál voru til þess að leysa
þau, ekki til að velta sér upp úr.
Hún og Emil voru framkvæmda-
fólk, alltaf að byggja upp, alltaf
að búa í haginn fyrir framtíðina
og fjölskylduna.
Ég bar mikla virðingu fyrir
frænku minni, fannst hún af-
burðamanneskja og á það reynd-
ar við um systkini hennar öll.
Mömmu minni, sem einhverra
hluta vegna kallaði Elísabetu
gjarnan Elsabet, þótti afar vænt
um þessa bróðurdóttur sína og
talaði alltaf um þessi frænd-
systkini mín með alveg sérstök-
um hætti, eins og þau væru líka
hennar börn.
Ég hitti Elísabetu síðast fyrir
Elísabet
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku frænka mín, þegar
að ég hugsa til þín heyri ég
alltaf fyrst hláturinn þinn,
finn ilminn af brauðbollun-
um þínum og sé þig og Emil
hlæja svo skemmtilega
eins, þar sem að þið pírið
augun og fitjið upp á nefið.
Þín er sárt saknað og
ávallt elskuð.
Þín
Sara.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Hvíldu í friði elsku besta
Elísabet, minningin um þig
lifir.
Innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra, kæra fjöl-
skylda.
Sigrún Elín.