Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Eftirfarandi brot er úr tíundu lífs-
reglunni sem er: Leggðu þig fram
af alúð við að halda rómantíkinni í
sambandi þínu:
Ekki gefast mörg tækifæri til svo
stórkostlegra raunverulegra afreka
í lífinu, hugsanlega ekki fleiri en
fjögur. Ef til vill tekst þér að gera
hjónaband þitt
sterkt. Það er
fyrsta afrekið.
Þú hefur með
því skapað
traust og áreið-
anlegt, heiðar-
legt og gleðiríkt
heimili sem
óhætt væri að
bjóða börnum.
Þá geturðu eignast börn og það get-
ur gengið vel í traustu hjónabandi.
Það er annað afrekið. Þú hefur þá
tekið að þér meira af ábyrgðinni
sem krefst alls þess besta af þér.
Þú eignast þá ný tilfinningasam-
bönd af besta tagi, sértu heppinn og
umhyggjusamur.
Þú eignast síðan barnabörn svo
að þú verður umkringdur nýju lífi
þegar tekur að halla undan fæti í
þínu eigin. Við lifum í samfélagi
okkar eins og við munum deyja um
þrítugt. Við gerum það ekki. Við lif-
um mjög lengi en ævin líður þó
leifturhratt. Við viljum lifa lífinu til
fulls og hjónaband, börn og barna-
börn og öll þau vandamál og hjarta-
sorg sem fylgja því gefur okkur lífs-
fyllingu. Sá sem missir af því missir
af miklu.
Ég hitti stundum fólk, yfirleitt
ungt og ekki mjög viturt, sem er
haldið þeirri svartsýni er ungt fólk
telur að sé viturleg og það segir,
jafnvel með stolti: „Ég vil ekki eign-
ast börn.“ Margir 19 ára unglingar
segja þetta og það er á vissan hátt
skiljanlegt vegna þess að viðkom-
andi eru 19 ára og hafa tímann fyrir
sér, og hvað veit maður hvort sem
er við þann aldur? Sumir segja
þetta enn þegar þeir eru 27 ára en
ekki jafn margir, sérstaklega ekki
konur sem eru hreinskilnar við
sjálfar sig. Einhverjir segja það í
þátíð þegar þeir eru 45 ára og ef til
vill segja sumir þeirra satt en í
flestum tilvikum eiga þeir við að
berin séu súr af því að þeir ná ekki
til þeirra. Enginn vill segja satt um
þetta.
Bannað er í samfélagi okkar að
segja hreint út að við ljúgum, eink-
um að ungum konum um það sem
líklegast er að þær muni vilja í líf-
inu. Við erum upptekin af þeirri
furðulegu staðhæfingu að hinn
dæmigerði maður öðlist ekki lífs-
fyllingu nema með starfsframa (sem
er sjaldgæfur í sjálfu sér þar sem
flest fólk er einfaldlega í vinnu en
ekki á frama- braut). Reynsla mín í
starfi hefur sýnt að algengast er að
kona myndi fórna nánast hverju
sem er til að geta fætt barn þegar
hún er orðin 29 ára, 35 ára eða jafn-
vel fertug, án tillits til þess hve
snjöll hún er og hæfileikarík,
menntuð og öguð, eða hvaða skoð-
unum þjóðfélagið hefur þröngvað
upp á hana í æsku.
Hér er ein leið til óhamingju sem
ég mæli eindregið með að allir forð-
ist, einkum konurnar sem lesa
þessa bók (skynsamir kærastar og
eiginmenn ættu einnig að taka vel
eftir): Að fresta ákvörðun um barn-
eignir þar til þú ert að verða þrítug
og geta síðan ekki eignast börn.
Ég mæli ekki með því. Þú jafnar
þig ekki. Við erum of brothætt til
að leika okkur að því sem lífið gæti
boðið okkur. Allir hugsa þegar þeir
eru ungir: „Iss, það er lítill vandi að
verða barnshafandi.“ Það er ekki
satt nema þú viljir alls ekki og ættir
ekki að eignast barn en hafir sam-
farir í aftursæti á bíl þegar þú ert
fimmtán ára. Þá er næsta víst að þú
lendir í vandræðum. Ekki er þó
hægt að ganga að getnaði vísum,
því fer víðs fjarri. Þú getur reynt að
eignast barn þegar þú ert komin
undir fertugt og margir treysta á að
það gangi vel en allt að 30% para
lenda í vandræðum með barneignir.
Nokkuð svipað á sér stað – skeyt-
ingarleysi varðandi hvað lífið býður
eða býður ekki – þegar fólk í stöðn-
uðu hjónabandi byrjar að telja sér
trú um að það geti uppfyllt þarfir
sínar með framhjáhaldi. Þegar ég
fékk skjólstæðinga sem voru að
velta slíku fyrir sér eða voru ef til
vill þegar komnir í þess háttar sam-
band reyndi ég að koma þeim aftur
niður á jörðina. „Við skulum hugsa
þetta vandlega, alla leið. Ekki bara
um þessa viku eða þennan mánuð.
Þú ert fimmtugur. Þú átt 24 ára
hjákonu og hún vill leysa hjónaband
þitt upp. Hvað er hún að hugsa?
Hver er hún? Hvað veit hún?“ „En
ég er mjög hrifinn af henni.“ „Já, en
hún er með persónuleikaröskun. Í
alvöru talað, því að hvern fjandann
er hún að gera með þér og hvers
vegna vill hún slíta hjónabandi
þínu?“ „Nú, henni er sama þótt ég
verði áfram giftur.“ „Ó, ég skil. Svo
að hún vill ekki eiga raunverulegt
samband við neinn, ekkert varan-
legt. Og þú heldur að það muni
henta þér vel, eða hvað? Hugsaðu
svolítið nánar um það. Þetta verður
svolítið erfitt fyrir konuna þína.
Þessu fylgja nokkuð margar lygar.
Þið eigið börn. Hvernig bregðast
þau við þegar það kemst upp, eins
og er næsta víst? Hvernig líst þér á
tíu ára skilnaðarmál sem nú er
framundan og mun kosta þig 350
þúsund dali? Og forræðisdeiluna
sem mun yfirtaka allan tíma þinn
og athygli?“
Ég hef séð fólk í forræðisdeilum
sem hefði í fullri alvöru frekar vilj-
að fá krabbamein. Ekkert grín er
að lenda í klóm dómstólanna.
Lengst af óskarðu þess að þú værir
dauður. Svo að þetta er „ástar-
ævintýrið“ þitt. Blekkingin er jafn-
vel meiri vegna þess að við sjáum
maka okkar gjarnan á sínum verstu
stundum af því að við deilum erfið-
leikum lífsins með þeim. Auðveldu
stundirnar eru geymdar fyrir við-
haldið: engin ábyrgð, aðeins rándýr
veitingahús, spennandi nætur,
brotnar reglur og vandlega undir-
búin rómantík, raunveruleikinn er
víðs fjarri, þú lætur eina manneskju
gjalda fyrir raunveruleg vandamál
tilverunnar á meðan önnur nýtur
þeirra forréttinda að þurfa ekki að
taka þátt í þeim. Manneskjan sem
þú heldur við tekur ekki þátt í lífi
þínu. Þið fáið endalausa eftirrétti
(að minnsta kosti í upphafi) og þurf-
ið ekki annað en að fleyta þeytta
rjómann ofan af hverjum þeirra og
háma hann í ykkur. Annað ekki. Þið
sjáið hvort annað við bestu hugsan-
legu aðstæður, hugsið aðeins um
kynlíf og ekkert annað truflar líf
ykkar. Um leið og ástarævintýrið
breytist í varanlegt samband verður
það samstundis að því sem amaði að
í hjónabandinu. Framhjáhald hjálp-
ar ekki og það særir fólk hræðilega,
einkum og sér í lagi börn en þeim
ættum við að sýna hollustu framar
öllu.
Ég er ekki að reyna að setja
hjónabandið og fjölskylduna í sér-
flokk. Við getum ekki búist við að
allar samfélagsstofnanir virki vel
fyrir alla. Stundum giftist fólk geð-
veikum skrímslum, sjúklegum lyg-
urum, glæpamönnum, drykkjusjúk-
lingum og kvölurum – jafnvel öllum
í einu. Þá verður að vera hægt að
flýja. Það er þó annars eðlis. Slíkt
er stórslys, hamfarir eins og hvirfil-
bylur og maður verður að koma sér
í skjól. Þér gæti þótt freistandi að
draga eftirfarandi ályktun: „Jæja,
hvernig væri að prófa að búa saman
í stað þess að gifta okkur? Við lát-
um á það reyna. Það er skynsam-
legast.“ Hvað þýðir það nákvæm-
lega ef þú býður annarri manneskju
að búa með þér í stað þess að þið
skuldbindist hvort öðru? Við skul-
um vera tilhlýðilega raunsæ og
hreinskilin varðandi þennan
reynslutíma í stað þess að láta eins
og við séum að fara að prufukeyra
notaðan bíl. Þetta þýðir: „Þú dugir
fyrst um sinn og ég býst við að þú
sért sömu skoðunar um mig. Ann-
ars myndum við bara gifta okkur.
En í nafni skynseminnar, sem hvor-
ugt okkar býr yfir, skulum við
áskilja okkur rétt til að skipta hvort
öðru út fyrir betri kost eftir hentug-
leikum.“ Haldir þú að hugtakið
óvígð sambúð þýði ekki þetta – sem
skýrt orðuð siðferðileg yfirlýsing –
skaltu athuga hvort þú getur komið
með trúverðugri útgáfu.
Þú hugsar ef til vill: „Heyrðu nú,
sáli, þetta er býsna mikil svartsýni.“
Hvernig væri að skoða tölfræðina í
staðinn fyrir álit mitt sem er svona
gamaldags (en þó ekki)? Skilnaðar-
hlutfall para, sem eru í óvígðri sam-
búð en ekki hjónabandi – sem sagt
gift að öllu leyti öðru en í formleg-
um skilningi – er töluvert hærra en
skilnaðarhlutfall meðal hjóna. Jafn-
vel þótt þú giftist og gerir þann sem
þú býrð með að heiðviðri mann-
eskju er mun líklegra að þið munið
skilja en ef þið hefðuð aldrei búið
saman í upphafi. Svo að þessi hug-
mynd um að láta á hvort annað
reyna? Hljómar lokkandi en virkar
ekki.
Sumir hafa þannig skapgerð að
þeir munu líklega skilja og vera má
að þannig einstaklingar vilji frekar
fara í óvígða sambúð en hjónaband.
Það getur haft áhrif á hlutfallstöl-
una fremur en að óvígð sambúð
gangi ekki. Ekki er einfalt að sund-
urgreina þessa tvo orsakaþætti. Það
skiptir þó í rauninni ekki máli.
Óvígð sambúð án nokkurra loforða
um eilífa skuldbindingu gerir sam-
bandið ekki sterkara þó að hún sé
formlega kynnt í samfélaginu og
íhuguð af alvöru. Ekkert er gott við
það, sérstaklega ekki fyrir börn
sem farnast mun verr hjá einstæð-
um foreldrum (almennt kemur það í
hlut föðurins að vera fjarri). Punkt-
ur. Ég sé því ekki að það sé réttlæt-
anlegur samfélagslegur valkostur.
Ég segi þetta þótt ég hafi sjálfur
búið með konu minni áður en við
giftum okkur. Ég er ekki saklaus að
þessu leyti. Það þýðir þó ekki að
það hafi verið rétt af mér. Svo er
annað sem ekki er lítilvægt. Við
fáum einfaldlega ekki mörg tæki-
færi í lífinu til að láta náið samband
ganga vel. Tvö eða þrjú ár getur
tekið að finna hinn eina sanna sálu-
félaga og önnur tvö eða þrjú ár til
að komast að því hvort hann er í
raun sá sem við höldum. Þetta eru
fimm ár. Við eldumst miklu hraðar
en við ímyndum okkur og megnið af
því sem við getum gert til að byggja
upp fjölskyldu – hjónaband, barn-
eignir og svo framvegis – á sér stað
á milli tvítugs og fertugs. Hve mörg
góð fimm ára tækifæri fáum við þá?
Þrjú? Fjögur ef við erum heppin?
Við eldumst
miklu hraðar
en við ímynd-
um okkur
Bókarkafli Í nýrri bók sinni, Út fyrir rammann –
Tólf lífsreglur, fjallar Jordan Peterson meðal
annars um ástarsambönd og traust.
Creative Commons/Gage Skidmore
Ráðgjöf Kanadíski sálfræðingurinn Jordan B. Peterson er heimsþekktur fyrirlesari og rithöfundur.