Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 2

Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 TENERIFE 21. - 30. JÚLÍ | 9 DAGAR FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 68.500 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG VERÐ FRÁ: 49.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Veiði á hreindýrstörfum hófst sl. fimmtudag. Meðal þeirra sem lögðu leið sína austur um helgina voru hjónin Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen. Veiði á hreindýrs- kúm hefst 1. ágúst nk. og stendur til 20. september. Veiði á törfum lýkur fimm dögum fyrr. Í samtali við blaðamann var Ólaf- ur hinn sáttasti með þennan fyrsta túr tímabilsins en þau hjónin skutu tvo tarfa. „Við vorum heppin að ná tveimur törfum á svæði 2,“ segir Ólafur en Austurlandinu er skipt niður í níu mismunandi veiðisvæði fyrir hreindýraveiðar. Spurður hvort það sé rétt metið hjá blaðamanni að þau hjónin séu reynsluboltar í brans- anum segir Ólafur léttur: „Jú, rétt metið hjá þér,“ en þau hjónin eiga og reka Veiðihornið, eina stærstu veiði- búð landsins. Ólafur segir ferðina hafa tekist vel, en þó hafi þetta tekið sinn tíma og mikið þolinmæðisverk að elta dýrin uppi. Fjórtán tíma eltingaleikur Þau hjónin lögðu af stað klukkan átta um morgun og voru ekki komin niður til byggða fyrr en að verða tíu um kvöldið. Það er mat Ólafs að sök- um mikilla hlýinda á Austurlandi síðustu daga og vikur séu dýrin hærra uppi í fjöllunum en venjulega. Því þurfi að hafa mikið fyrir því að elta þau uppi og finna. „Svo loks þegar við fundum dýrin þá voru þau mjög kvik og gjörn á að hlaupa á brott, þetta var því mikið þolinmæðisverk.“ Úr verður því hálfgerður eltingaleikur en ekkert ógurlegur æsingur þó. „Maður er náttúrlega svona í fjarska til að styggja ekki dýrin, en tarfarnir eru gjarnan í nokkuð stórum hópum,“ segir Ólafur. Þau hjónin fylgdu því törfunum lengi vel til þess að komast í gott skotfæri. „Það verður að tryggja að maður fái gott færi til þess að ná að fella dýrið.“ Að endingu skutu hjónin tvo tarfa og því ánægð með afrakstur ferðarinnar. Ljósmynd/Aðsend Fyrsta veiði tímabilsins Ólafur og María ánægð á svip eftir langan eltingaleik við tarfinn. Fjórtán tíma eltinga- leikur á Austurlandi - Náðu tveimur törfum - Veiðar leyfðar í tvo mánuði Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Samtals greindist 21 með kórónu- veiruna innanlands á föstudag og laugardag og 19 á landamærunum, alls 40. Á föstudaginn greindust 12 með veiruna innanlands og þar af voru fimm í sóttkví. Í fyrradag greindust níu og var enginn þeirra í sóttkví. Smit gærdagsins verða ljós í dag. Í tilkynningu almannavarna um helgina kom fram að meirihluti smit- aðra væri bólusettur. Einn einstaklingur var lagður inn á Landspítalann í fyrradag með kór- ónuveirusmit. Þetta staðfesti Run- ólfur Pálsson, yfirmaður Covid- göngudeildar, í samtali við Morgun- blaðið og mbl.is í gær. Að sögn Runólfs var einstakling- urinn bólusettur og er ekki alvarlega veikur. Þá var innlögnin í fyrradag sú fyrsta í nokkrar vikur. Að sögn Runólfs er enginn alvar- lega veikur með kórónuveirusmit. Annaðhvort er fólk með væg ein- kenni eða nánast einkennalaust. Þá eru þeir sem hafa smitast nýverið meira og minna bólusettir einstak- lingar. Runólfur býst ekki við því að Co- vid-göngudeildin fari að fyllast. „Þetta er langt frá því sem áður var. Sú staðreynd að samfélagið er að mestu bólusett hjálpar náttúrlega mikið, en samt sem áður er veira þarna úti í samfélaginu og einn og einn er að smitast en sem betur fer eru einkennin yfirleitt mjög væg,“ segir Runólfur. Á fjórða hundrað í sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, sam- skiptastjóri almannavarna, sagði í samtali við mbl.is að flest smitanna sem greindust á laugardag tengdust skemmtanalífinu. Eftir tölur laugardagsins voru 370 manns í sóttkví og 111 í einangrun. Þó var um að ræða bráðabirgðatölur og má vænta þess að talsvert fleiri hafi farið í sóttkví í gær þar sem það átti eftir að rekja þau smit sem greindust seint á laugardagskvöldið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðu- maður farsóttarhúsa Rauða kross- ins, segir starfsemina í farsóttarhús- inu á Rauðarárstíg ganga vel en þar voru 44 í einangrun um þrjúleytið í gær. Þá sagði Gylfi að þröngt væri orðið á einangrunarhæðunum og hugsan- lega þyrfti því að bæta við einni hæð til viðbótar. Bæði Íslendingar og ferðamenn dvelja nú í farsóttarhúsinu. Ferða- mennirnir eru að sögn Gylfa aðallega bólusettir einstaklingar sem hafa svo greinst í skimun áður en þeir fara af landi brott. „Það er allavega meiri- hluti allra sem eru hjá okkur núna bólusettur,“ segir Gylfi. Að sögn Gylfa bera flestir gestir farsóttarhússins sig vel. Þó séu ein- hverjir mikið slappir, með mikla hálsbólgu, niðurgang og höfuðverk. Bólusettir finni einnig fyrir þessum einkennum. Um 130 einstaklingar dvelja á sóttkvíarhótelunum og að sögn Gylfa dvelur þar aðallega fólk sem kom óbólusett til landsins og þarf því að sæta fimm daga sóttkví. „Það hafa mjög fáir sem hafa dvalið á sóttkvíarhótel- um greinst jákvæðir í seinni skimun og í raun er það þannig að það hafa mun fleiri sem eru bólusettir greinst jákvæðir en þeir sem voru það ekki en voru í fimm daga sóttkví,“ segir Gylfi. Tugir smita um helgina - Meirihluti smitaðra bólusettur - Enginn alvarlega veikur - Einn liggur á Landspítala með Covid - Fáir á sóttkvíarhótelum greinast í seinni skimun Ljósmynd/Landspítalinn-Þorkell Landspítali Starfsmenn Landspítalans í hlífðarbúnaði í október 2020. „Þetta kemur okkur afar mikið á óvart. Það er engin þolinmæði í greininni fyrir þessum hug- myndum á þessum tímapunkti,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en sótt- varnalæknir er með í smíðum minnisblað um hertar aðgerðir á landamærum. Þá segir Jóhannes að það sé allt annað að eiga við takmark- anir núna þegar nokkur hundr- uð manns eru búin að bóka ferð til landsins en í vetur þegar staðan var önnur. Þá hafi fólk ekki verið bólusett og enginn á ferðinni til landsins hvort eð var. „Þannig að þetta er hrein- lega alveg ótækt af okkar hálfu. Við teljum að nú verði stjórn- völd að horfa á það sem þau lögðu upp í vor um að koma á einhverju jafnvægi milli sótt- varna og efnahagslegra þátta vegna þess að það er stór- mál og grafalvarlegt að setja einhvers konar takmarkanir núna,“ segir Jóhannes og bætir við að fyrir hert- um aðgerðum þurfi afar sterk og óyggjandi rök sem hann hafi ekki séð. Vill sjá rök fyrir aðgerðum FERÐAÞJÓNUSTAN Jóhannes Þór Skúlason Björgunarsveitir Landsbjargar höfðu í nægu að snúast í gær og fram á kvöld. Göngukona lenti í vanda og tveir bátar þurftu aðstoð. Senda þurfti þyrlu Gæslunnar á vettvang þegar kona fótbrotnaði á göngu í Jökultungum á gönguleið- inni Laugavegi í gær. Konan var flutt á Landspítalann til aðhlynn- ingar. Á áttunda tímanum í gær barst svo tilkynning um að björg- unarskipið Húnabjörg frá Skaga- strönd væri á leið til aðstoðar báti sem orðið hefði vélarvana undan Hornbjargi. Tveir menn voru um borð og amaði ekkert að þeim. Síð- ar um kvöldið barst enn ein tilkynn- ingin, en annar bátur varð vélar- vana, töluvert suðvestur af Þorlákshöfn. Björgunarskip frá Grindavík og björgunarbátur frá Þorlákshöfn voru send til aðstoðar. Áætlað var að björgunaraðgerðir stæðu yfir fram eftir nóttu. Göngugarpur í vanda og vélarvana bátar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.