Morgunblaðið - 20.07.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Ferðaþjónustufyrirtækið Viking Park Iceland ehf. í Mýrdalshreppi hefur gert leigusamning við Mýr- dalssand ehf., eiganda jarðarinnar á Hjörleifshöfða, vegna uppbyggingar á víkingagarði við Hjörleifshöfða. Þar verður sögutengd og fjöl- breytt afþreying fyrir alla fjölskyld- una, sem búist er við að hafi jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu og ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi. Eigendur Viking Park vilja m.a. vekja athygli á sögu Hjörleifs Hróð- marssonar sem grafinn er á toppi Hjörleifshöfða, en hann var fóst- bróðir Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns Íslands. Næstu skref eru að fara í nauðsynlega og kostnaðarsama uppbyggingu innviða og vernd náttúrunnar með því að laga og merkja vegslóða inn á svæð- ið, gera aðgengileg bílastæði, lag- færa göngustíga, smíða víkingaskip og fleira, að því er framkvæmdastjóri Viking Park, Jóhann Vignir Hró- bjartsson, segir. Aðgengið ekki heft Fyrirtækið mun hvorki loka né hefta aðgengi almennings að Hjör- leifshöfða né upp að Hafursey. Þvert á móti er verið að byggja upp ferða- þjónustu í heimabyggð, bæta að- gengi og auka öryggi. Sett verða upp upplýsingaskilti til að koma í veg fyr- ir utanvegaakstur og landskemmdir, sérstaklega á slóðum sem liggja að og í kringum Hafursey sem eru að- eins færir fjórhjóladrifnum jeppum og ofurjeppum á vetrartíma. Ferðaþjónustuaðilar, kvikmynda- fyrirtæki og aðrir sem gera út skipu- lagðar endurteknar ferðir í atvinnu- skyni inn að Hafursey, og nýta þá innviði sem eigendur Viking Park eru skuldbundnir til að halda við, gera það með skriflegu leyfi Viking Park Iceland ehf. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðum að og í kringum Hafursey og má áætla að yfir 50.000 ferðamenn fari í skipu- lagðar ferðir um slóðann árlega. Þörf er á miklu viðhaldi á vegslóðum vegna stóraukinnar umferðar stórra jeppa auk þess sem slóðinn er að stórum hluta niðurgrafinn og virkar því eins og árfarvegur í leysingum og miklum rigningum og rennur þá úr brautinni. Samstarf við fyrirtæki, verktaka og aðra ferðaþjónustuaðila í Mýr- dalshreppi mun skapa störf, atvinnu- tækifæri og auka fjölbreytta afþrey- ingu fyrir alla sem heimsækja Mýrdalshrepp og koma í heimsókn í Víkingagarðinn við Hjörleifshöfða. Hægt verður að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu félagsins https:// vikingagardurinn.is/ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hjörleifshöfði Eigendur Viking Park, f.v. Victor Berg Guðmundsson. Páll Tómasson og Jóhann Vignir Hróbjartsson. Víkingagarður á sögufrægum slóðum - Sögutengd afþreying hjá Viking Park í Hjörleifshöfða Gunnhildur Sif Oddsdóttir Baldur S. Blöndal Ragnhildur Þrastardóttir Þrátt fyrir að breyta þurfi verklagi á Keflavíkurflugvelli vegna hertra að- gerða á landamærunum er ekki útlit fyrir að breytingarnar muni tefja mikið fyrir störfum flugstöðvar- deildar lögreglunnar á Suðurnesj- um. Þetta segir Arngrímur Guð- mundsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn deildarinnar. Ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir á landamær- um í gær en þær taka gildi 26. júlí næstkomandi. Þær felast í því að bólusettir ferðamenn þurfa að fram- vísa neikvæðum niðurstöðum úr PCR-prófi við komuna. Þeir voru áð- ur undanskildir slíkri reglu. Einnig verður mögulegt að framvísa nei- kvæðu mótefna-hraðprófi. Þar að auki verður mælst til þess að þeir sem búsettir eru hér á landi eða hafa hér tengslanet fari í sýna- töku sólarhring eftir komuna til landsins. Það verður þó ekki skylda frekar en framvísun PCR-prófa. „Þessi PCR-vottorð sem allir þurfa að sækja sér breyta í sjálfu sér ekki miklu fyrir það fyrirkomu- lag sem er hjá okkur á vellinum í dag,“ segir Arngrímur í samtali við Morgunblaðið. „Þetta ætti ekki að tefja neitt mikið fyrir okkur. Við þurfum nátt- úrlega klárlega að breyta verklagi. Ég reikna með að þessi mannskapur sem er í dag dugi til verksins en við erum í sjálfu sér bara að skoða þessa framkvæmd á hverjum degi í sam- ræmi við fjölgun farþega.“ Farþegum sem hingað koma hef- ur fjölgað verulega að undanförnu. Aðspurður segir Arngrímur ganga vel þótt stundum sé fjöldinn nokkuð mikill. „Með fjölgun farþega mynd- ast raðir á ákveðnum dögum og á ákveðnum tímum þegar mesta álag- ið er, en þetta gengur vel,“ segir Arngrímur. Kári reiknar með því að aðgerðirnar dugi Ellefu kórónuveirusmit greindust innanlands á sunnudag og fimm á landamærum. Um helmingur þeirra sem greindust innanlands var full- bólusettur. Eins og áður hefur kom- ið fram virðist bólusetning gegn Co- vid-19 vernda fólk vel fyrir alvarlegum veikindum. Eins og kortið hér til hliðar sýnir eru alls tæplega 47.000 manns, 12 ára og eldri, enn óbólusettir og því ekki varðir fyrir alvarlegum veikindum Covid-19. Tekið skal fram að stærst- ur hluti hópsins, 16.316 manns, eru börn á aldrinum 12 til 15 ára sem hafa ekki verið boðuð í bólusetningu gegn Covid-19. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann væri ánægður með nýju takmarkanirnar á landamær- unum. „Ég held að það hafi verið skynsamlegt að gera þetta svona og ég reikna með að það dugi,“ sagði Kári. Hann telur afléttingar sumarsins hafa verið þarfa tilraun. „Það varð að prófa hvort við gátum lifað í frjálsum samskiptum við umheim- inn, við vorum fyrsta landið í Evr- ópu til að reyna slíkt. Ríkisstjórnin hefur farið að tillögum sóttvarna- læknis allan þennan tíma og úr varð að við gátum opnað á undan öllum öðrum Evrópulöndum.“ Kári sagði að af þeim sökum væri engin ástæða til þess að vefengja mat Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- læknis: „Það sem hann leggur til er ekki bara þjóðinni allri til bóta held- ur líka allri ferðaþjónustunni.“ Kári sagði mikilvægt að hafa í huga að fimmtungur þjóðarinnar væri enn óbólusettur. „Ferðamenn sem koma hingað inn geta borið veiruna með sér og smitað þá sem eru ekki enn bólusettir.“ Í samtölum ráðherra við blaða- menn eftir ríkisstjórnarfundinn í gær mátti greina minni einingu um sóttvarnaaðgerðir en áður. Áslaug sagði ákvörðunina þungbæra og Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagðist spyrja sig hvort það að aðgerðirnar ættu að vera fyrir- byggjandi væru nægilega sterk rök fyrir takmörkunum á ferðafrelsi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði um mjög mildar að- gerðir að ræða og Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra tók undir það. Skoða framkvæmdina daglega - Hertar aðgerðir á landamærunum taka gildi í næstu viku - Ekki er útlit fyrir að þær muni tefja mikið fyrir störfum lögreglu á vellinum - Enn hafa tæplega 47.000 manns ekki fengið bólusetningu COV ID -19 VAC CIN E 16.316 12.345 10.321 4.843 1.991 818 75 142 44 Fjöldi óbólusettra eftir aldri 12-15 ára 16-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90+ ára Heimild: Covid.is Uppfært: 15. júlí 2021 Alls eru nú 46.895 íbúar 12 ára og eldri óbólusettir á Íslandi Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Skemmtiferðaskipið Crystal Endeavor er lagt af stað í tíu daga jómfrúarsiglingu í kringum Ísland. Skipið lagði úr Reykjavíkurhöfn á sunnudag. Ferðin er sú fyrsta af fimm lúxussiglingum sem farnar verða í kringum landið en eins og Morgunblaðið greindi frá í apríl mun snekkjan, sem er í eigu Crystal Cruises, koma við í nokkrum höfnum á landsbyggðinni á leiðinni. Crystal Endeavor rúmar 200 gesti í 100 svítum og er stærsta, hrað- skreiðasta og kraftmesta snekkja sinnar tegundar að sögn talsmanna Endeavor. Gestum snekkjunnar ætti ekki að leiðast á ferð sinni í kringum landið en um borð í Endeavor er að finna 18 Zodiac-báta, 14 sjókajaka, snorkl- búnað og tvær sex manna þyrlur sem gerðar eru út beint frá snekkj- unni. Á öllum viðkomustöðum snekkjunnar í Íslandsferðunum er boðið upp á skoðunarferðir undir stjórn náttúrufræðinga sem tilheyra leiðangursteymi skipsins. Með í för eru einnig tveir atvinnuljósmyndar- ar, sérfræðingar í heimskautaleið- öngrum og listamaður sem mun hvetja gesti til að fanga ferðaminn- ingarnar í formi ljósmynda og teikn- inga. Samkvæmt tilkynningu Cryst- al Cruises eiga ferðirnar að varpa ljósi á „hrífandi strandlengjur og friðlönd dýralífs, risavaxna jökla og óteljandi fossa, hugguleg þorp og töfrandi arfleifð íslenskra þorpa og eyja“. Jómfrúarsigling í kringum landið - Fyrsta lúxussiglingin af fimm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.