Morgunblaðið - 20.07.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gosmóða var viðvarandi á höfuð-
borgarsvæðinu frá því í fyrradag og
fram eftir degi í gær. Móðunnar varð
vart víða sunnan- og vestanlands.
Þetta var lengsta samfellda meng-
unartímabilið með jafn háum topp-
um og þá mældust síðan eldgosið í
Geldingadölum hófst 19. mars.
Upplýsingamiðlun um gasmengun
verður aukin, að því er sagði í til-
kynningu frá Umhverfisstofnun
(UST) og Veðurstofu Íslands til al-
mennings. Formlegar viðvaranir
verða ekki sendar út fyrr en þriggja
klukkutíma meðaltal SO2 fer yfir 500
µg/m3. Nánar má lesa um þetta á
facebooksíðu Veðurstofunnar.
Loftmengun frá eldgosinu í Geld-
ingadölum hefur ítrekað mælst, sér-
staklega á Suðurnesjum og höfuð-
borgarsvæðinu. Í tilkynningunni
kemur fram að gosmengunin hafi
hingað til mest verið af völdum
brennisteinsdíoxíðs (SO2). Leiðbein-
ingar til almennings hafa verið sett-
ar fram í því sem hefur verið kallað
SO2-skammtímatafla. Leiðbeining-
arnar hafa miðast við að maður sé út-
settur fyrir menguninni í tíu mínút-
ur. Þær hafa dugað vel til þessa því
háir toppar hafa venjulega staðið
stutt yfir.
Í gosmóðunni er ekki aðeins
brennisteinsdíoxíð (SO2) á gasformi
heldur einnig súlfatagnir (SO4). Agn-
irnar mælast á svifryksmælum. Þeg-
ar bæði SO2 og SO4 eru til staðar og
þegar mengunartoppar vara klukku-
stundum saman má búast má við að
fólk geti fundið fyrir meiri einkenn-
um en lýst er í SO2-töflu.
Þetta eru ekki það há gildi að öll-
um almenningi sé ráðlagt að halda
sig innandyra. En ekki er ráðlagt að
láta ungbörn sofa úti í vagni. Fólk
sem er viðkvæmt og finnur fyrir ein-
kennum ætti að hafa hægt um sig og
forðast áreynslu utandyra. Gildin
voru það há í gærmorgun að ekki var
hægt að mæla með því fyrir heilbrigt
fólk að reyna mikið á sig utandyra
eins og t.d. í langhlaupi.
Sara Barsotti, fagstjóri eldfjalla-
vár hjá Veðurstofu Íslands, sagði að í
gosmóðunni væri blanda af gasi,
brennisteinsdíoxíði (SO2) og ögnum
brennisteinssambanda. Mengunin er
mæld á mælistöðvum Umhverfis-
stofnunar, sem ekki eru víða. Nið-
urstöður mælinga sjást á loftgaedi.is
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kópavogur Mistrið lá yfir í gær. Síðdegis sýndi loftgæðamælir í Dalsmára að loftið var óhollt fyrir viðkvæma.
Talsverð gosmóða
- Viðvarandi gosmóða var á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag
og fram eftir degi í gær - Upplýsingamiðlun verður aukin
SENTINEL/Veðurstofa Íslands
Mengun Hvítu deplarnir tákna SO2, því hvítari þess meira af efninu. Myndin
var tekin kl. 12.22 í gær. Þá var mengunin mest næst Geldingadölum en
dreifðist austur með landinu. Gosmengun mældist í Færeyjum á sunnudag.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Frétt birtist í Morgunblaðinu í gær
sem sagði frá veiðiferð hjónanna
Ólafs Vigfússonar og Maríu Önnu
Clausen á Austurland nú fyrir helgi.
Umfjöllunin fór fyrir brjóstið á
mörgum og sáu þeir sig knúna til
þess að senda Ólafi skilaboð sem
hann lýsir einfaldlega sem haturs-
skilaboðum.
„Ég átti nú ekki von á þessu, en
það er bara búið að hrauna yfir mig
alveg hægri-vinstri í allan dag,“ seg-
ir Ólafur. Hann segir mörg þeirra
skilaboða sem honum hafa borist
hreinlega hafa farið langt yfir strik-
ið.
„Það er bara fullt af veiku fólki
þarna úti, fólki sem segir alls konar
hluti sem það myndi aldrei segja við
mann persónulega.“ Ólafur telur
samfélagsmiðlana hafa orðið til þess
að fólk geti hreinlega sagt það sem
það vill. „Við sjáum þetta í umræðu
um nafngreinda og ónafngreinda
menn, þessu alveg óskylt, bara
hvernig fólk talar og tjáir sig á net-
inu.“
Ekki í fyrsta sinn
Hann segir þetta ekki í fyrsta
sinn sem þau hjónin lenda í svona út-
reið, en María fór í veiðiferð fyrir
nokkrum árum til Skotlands með
vinkonum sínum og fengu þær í kjöl-
farið holskeflu hatursskilaboða.
„Þetta voru nánast bara morðhót-
anir, sagt að það ætti að skjóta þær
og þar fram eftir götunum.“
Ólafur telur einnig að mikillar
vanþekkingar gæti í orðræðu þessa
fólks. Hann segir borgarsamfélagið
hafa þróast þannig að fólk sé orðið
verulega vantengt náttúrunni og
„geri sér ekki grein fyrir því um
hvað veiði snýst“.
Veiðistjórnun sé skynsamleg
„Við erum bara að veiða okkur
til matar. Það er ekki þannig að
maður sé þarna hlaupandi uppi dýr-
in hlæjandi og skríkjandi,“ segir
Ólafur. Honum finnst þó verst að sé
fólk mótfallið þessu eða annarrar
skoðunar þá sé umræðan tekin á
svona lágt plan. Hann segist ekki
ætla að tilkynna nein ummæli til lög-
reglu.
Að lokum bendir hann á að
stjórnun hreindýraveiða sé afar góð.
„Vísindamenn stýra þessu alfarið og
svo er gefinn út kvóti. Menn eru ekki
þarna spólandi á hjólum og skjót-
andi allt sem þeir sjá. Þessu er stýrt
á skynsaman hátt.“
„Hraunað yfir
mig alveg
hægri-vinstri“
- Frétt um veiðiferð vakti hörð við-
brögð - Fékk hatursfull skilaboð
Veiði Hjónin María Anna Clausen
og Ólafur Vigfússon með tarf.
Bjarni Benediktsson fjármála- og
efnahagsráðherra segir ÁTVR at-
hafna sig í krafti þeirrar sérstöku
stöðu sem verslunin nýtur að lög-
um. Verslunin hafi einkaleyfi á
smásölu áfengis og því hreyfi hún
sig samkvæmt því og túlki lögin
með hliðsjón af þeirri staðreynd.
Hann vill ekki ganga svo langt að
segja ÁTVR hafa farið út fyrir vald-
svið sitt með því að leggja inn kæru
um meint skattsvik Arnars Sigurðs-
sonar, eiganda Sante ehf. og
franska félagsins Santewines SAS.
„Þær breyt-
ingar sem eru að
verða á verslun
með áfengi á Ís-
landi með net-
versluninni, mér
finnst það nú
ekki vera fyrir
utan þeirra vald-
svið að spyrja
spurninga um
mörk þess sem
ÁTVR gerir hvað smásöluna snert-
ir,“ segir Bjarni.
Ekki utan valdsviðs ÁTVR að spyrja spurninga
Bjarni
Benediktsson